Morgunblaðið - 03.02.2009, Side 32
32 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
HILDUR Ingveldardóttir Guðna-
dóttir, tónsmiður og sellóleikari, er
búinn að vera á haus í verkefnum
undanfarin ár út um allar trissur
með hinum og þessum og er orðin
vel kynnt í alþjóðlegu samfélagi
framsækinna tónlistarmanna.
„Það er búið að vera rosalega
mikið að gera undanfarið,“ segir
hún í símanum frá Berlín þar sem
hún er nú búsett. „Sem er gott. En
ég er líka mjög glöð yfir því að sjá
fyrir endann á þessari plötu minni.“
Nútímaleg vinnsla
Þrjú ár eru nú liðin síðan að
fyrsta sólóplata hennar, mount A,
kom út en þar notaðist hún við
listamannsnafnið lost in hildurness.
Á plötunni nýju, sem út kemur í
mars, notast hún hins vegar við eig-
ið nafn. Hún segir plötuna meira
pælda en þetta fyrsta verk sitt og
platan hafi verið unnin á löngum
tíma meðfram öðrum verkefnum.
Útgefandi er Touch, virt og stönd-
ug útgáfa í flokki nútímatónlistar
og gaf m.a. út Jóhann Jóhannsson á
erlendri grundu.
„Plötuna vinn ég einmitt með Jó-
hanni Jóhannssyni, Skúla Sverr-
issyni og svo föður mínum, Guðna
Franzsyni. Þetta er alvöru lið!,“
segir hún og hlær sínum innilega
hlátri.
„Það var afar nútímaleg vinnsla á
þessu þar sem Jói sendi mér sína
parta frá Kaupmannahöfn en Skúli
vann sína hins vegar í New Or-
leans.“
Í fíling
Hildur segist vera að gíra sig
upp í að fylgja plötunni eftir með
tónleikum og hugur hennar standi
til þess að leggja meiri þunga á
sólóferilinn. Kraftar hennar í önnur
verkefni eru þá enn sem áður eft-
irsóttir og Hildur segist bjartsýn á
árið.
„Já, ég barasta í rosa góðum fíl-
ing verð ég að segja. Það er ým-
islegt spennandi framundan, ég er
að fara að vinna orgelverk fyrir
dómkirkjuna í Riga þar sem Elín
Hansdóttir vinkona mín verður þar
einnig með ljósainnsetningu. Þetta
er í maí. Þá er ég að vinna með
Halldóri Úlfarssyni í dórafóninum
svokallaða, hljóðfæri sem er hálf-
gert selló og hálfgert drunhljóðfæri
(„drone“). Svo er ég að vinna með
múm, og að vasast í einhverri kvik-
myndatónlist. Það er nóg við að
vera!“.
Týnd í tónlist
Hildur Guðnadóttir gefur út aðra sólóplötu sína á Touch Segir „alvöru lið“
hafa unnið með sér Kemst vart í að sinna sólóferli vegna verkefnagnóttar
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Virk Hildur Guðnadóttir hefur í nógu að snúast. Ný sólóplata er væntanleg í mars.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ erum einmitt að vinna í henni,
og það er alveg komin mynd á þessa
plötu. Hún er mjög skemmtileg,“
segir Arnar Guðjónsson, forsprakki
hljómsveitarinnar Leaves og upp-
tökustjóri sem vinnur nú að upp-
tökum á fyrstu sólóplötu Bjarna
Lárusar Hall, sem er trúlega þekkt-
ari sem Baddi í Jeff Who?
„Hann semur náttúrlega hluta af
lögunum hjá Jeff Who? þannig að
auðvitað er þetta eitthvað líkt. En
við erum samt að fara með þetta í
aðrar áttir,“ segir Arnar þegar hann
er spurður hvort tónlistin minni á
það sem heyrst hefur frá Jeff Who?
Aðspurður segir hann vinnu við plöt-
una langt komna, en hann viti þó
ekki hvenær hún komi út.
Hvað næstu plötu Leaves varðar
segir Arnar mjög stutt í hana, en
platan hefur verið lengi í bígerð.
„Platan er tilbúin, við erum bara
að vinna í útlitinu og að undirbúa
kynningu á henni. Ég vonast til þess
að hún komi svo út á næstu tveimur
til þremur mánuðum, hún þarf helst
að gera það,“ segir Arnar, en platan
hefur hlotið nafnið We Are Shadows
og verður hún sú fyrsta sem sveitin
sendir frá sér síðan 2005.
Annars hefur Arnar vakið tölu-
verða athygli á öðrum vettvangi að
undanförnu, en hann útsetti og söng
gamla Egó-lagið „Móðir“ sem hljóm-
ar í netvara-auglýsingu Símans.
„Já, það virðast allir vera mjög
sáttir við þetta, allavega fólkið í
kringum mig,“ segir Arnar sem tók
ekki allt lagið upp, og eru því litlar
líkur á að það verði gefið út í heild
sinni.
Arnar Guðjónsson tekur upp
sólóplötu Badda í Jeff Who?
Morgunblaðið/Golli
Nóg að gera Arnar hefur mörg járn í eldinum um þessar mundir.
Ný plata frá Leaves væntanleg á allra næstu mánuðum
Emilíana Torrini hóf sinn Evr-
óputúr í Belgíu í gær en framundan
hjá tónlistarkonunni eru fjölmargir
tónleikar í 18 Evrópuborgum. Í
mars heldur Emilíana svo vestur
um haf og leikur í Los Angeles,
New York og San Francisco. Með í
för verður m.a. tónlistarmaðurinn
Sigtryggur Baldursson.
Emilíana túrar um
Evrópu og Bandaríkin
Fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
TÍÐARANDINN er með slíkum hætti að Blúshá-
tíðin í Reykjavík hefur örugglega aldrei átt jafn
mikið erindi. Hátíðin verður haldin dagana 4. til
9. apríl og segir vígreifur Halldór Bragason að
hátíðin verði nú öflugri en nokkru sinni.
„Hún hefur aldrei staðið jafn lengi og nú.
Verður frá laugardegi og fram á skírdag. Við
byrjum með sérstökum blúsdegi á laugardeg-
inum þar sem slegið verður upp einslags götuhá-
tíð á Skólavörðustígnum, í Bankastrætinu og á
fleiri stöðum.“ Dóri viðurkennir að auðvitað
standi hann og samstarfsmenn engu að síður
frammi fyrir erfiðu árferði í þessum efnum.
„Við erum í viðræðum við nokkra erlenda
gesti og vonandi sjá sem flestir sér fært að koma.
Fólk hefur skilning á ástandinu og menn eru al-
veg reiðubúnir að herða beltin til að komast
hingað. Hátíðin er orðin sæmilega þekkt í al-
þjóðlega blúsheiminum og hefur verið spyrjast
út hin síðustu ár. Ég get hins vegar staðfest að
Nordic Allstars-bandið mun að vanda troða
upp.“
Þetta verður í 6. skipti sem hátíðin fer fram og
hvetur Dóri sem flesta til að sækja um að fá að
spila. Unga sem gamla, þekkta sem óþekkta eins
og hann orðar það en grasrótin hefur verið
vökvuð duglega á hátíðinni frá upphafi. Um-
sóknarfrestur rennur út 15. febrúar næstkom-
andi. Nánari upplýsingar eru á www.blues.is.
Dóri segir á blúsinn bætandi
Morgunblaðið/Kristinn
Vinur „Blúsinn er eins og hjartslátturinn,“ segir
Halldór Bragason hjá Blúshátíð Reykjavíkur.
Um 30 manns á vegum breska
raunveruleikaþáttarins Britain’s
Next Top Model voru við tökur á at-
riði fyrir þáttinn í Bláa lóninu í
gær. Þar tók Hugrún Ragnarsson,
Huggy, myndir af keppendunum í
þættinum og mun myndatakan hafa
gengið mjög vel. Ekki spillti veðrið,
en blíðan lék við fyrirsæturnar og
tökufólkið í lóninu, sem vöktu ann-
ars mikla athygli viðstaddra. Um-
sjónarmaður þáttanna, breska of-
urfyrirsætan Lisa Snowdon, kom
hins vegar ekki til landsins vegna
upptökunnar. Búist er við að þátt-
urinn verði sýndur í Bretlandi í
apríl.
Veðrið lék við fyrir-
sæturnar í Bláa lóninu
Heimildarmynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar Sólskinsdrengur
ernú samkvæmt samantekt SMÁÍS
orðin mest sótta íslenska heimild-
armyndin. Tæplega 12 þúsund
manns hafa séð myndina og tekjur
af henni nema um 11 milljónum.
Enn má búast við því að sú upphæð
hækki því tæplega 400 sáu myndina
um helgina.
Mest sótt af
heimildarmyndum
Hildur hefur m.a. unnið með Ani-
mal Collective, Jamie Lidell og An-
gel (Pan Sonic). Árið 2007 vann
hún svo með Throbbing Gristle,
hinni gríðarlega áhrifamiklu sveit
sem ruddi „industrial“-tónlistinni
braut. Hildur útsetti og stjórnaði
kór sem sveitin notaði í tónvinnslu
fyrir sígilda mynd Dereks Jarm-
ans, In the Shadow of the Sun og
var afraksturinn m.a. fluttur í Tate-
safninu í London.
Throbbing Gristle
Brautryðjendur Félagarnir í
Throbbing Gristle eru enn að.