Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 23
Velvakandi 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ ERTU MEÐ Í MUNNINUM? HVAÐ ER ÞETTA? ÞETTA ERVÖRULISTI KOMDU ÞÉR ÚR RÓLUNNI EÐA ÞÚ FÆRÐ AÐ KENNA Á ÞVÍ! EN SÁ AUMINGI! HAHA! EFTIR MÖRG ÁR, ÞEGAR HANN ER Í FANGELSI OG ÉG ER HAMINGJU- SAMUR... ÆTLA ÉG AÐ VERA NÓGU BARNALEGUR TIL AÐ MONTA MIG! RANNSÓKNIR SÝNA AÐ 56% AF ÖLLUM SJÚKLINGUM SEM LEITA TIL LÆKNIS ERU MEÐ ÍMYNDUÐ VANDAMÁL HVAÐ ÁTTU EIGINLEGA VIÐ, LÆKNIR? ÞETTA ER ALLT Í HÖFÐINU Á ÞÉR NEI, VIÐ BJÓÐUM EKKI UPP Á NEINAR SKEMMTI- FERÐIR! ÉG SÉ AÐ ÞÚ KEYPTIR NÝJA SKÓ HANDA KALLA JÁ, OG ÞAÐ VAR ALLS EKKI AUÐVELT ÞEIR VORU MEÐ HLAUPASKÓ... KÖRFUBOLTASKÓ... SKÓ MEÐ LJÓSUM... SKÓ MEÐ HJÓLUM... OG ÞÚ KEYPTIR SKÓ MEÐ TÖLVULEIK! HANN VILDI ENGA AÐRA! VIÐ VORUM BARA Í BURTU Í NOKKRA DAGA... EN ÞAÐ ER ÁGÆTT AÐ KOMA AFTUR ERT ÞÚ EKKI MARY JANE PARKER?!? ÆTLI ÞAÐ EKKI MEGUM VIÐ FÁ EIGINHANDARÁRITUN? ÉG ER NÆSTUM ÖFUNDSJÚKUR. ÞÆR VITA EKKI AÐ ÉG ER KÓNGULÓARMAÐURINN FARÐU BURT MEÐ ÞETTA LJÓTA BEIN! HA! AF HVERJU VILDI HÚN EKKI BEINIÐ? ÞAÐ VAR ENGINN BÚINN AÐ NAGA ÞAÐ ÉG VIL ÞAÐ EKKI! ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ FARA BURT! AÐSTÆÐUR til skíðaiðkunar hafa verið með besta móti í vetur, mikill snjór í fjöllum og hið allra besta vetrarveður. Þessi mynd var tekin í Hlíð- arfjalli nýlega þar sem skíðafólkið áir í fjallinu og gæðir sér á gómsætu nesti og nýtur útsýnisins. Gott skíðafæri Stórkostlegur stærðfræðivefur Mikil neikvæð um- fjöllun um internetið hefur verið í fjöl- miðlum að undanförnu og vissulega á hún rétt á sér þar sem margt má varast á veraldarvefnum. Kost- ir internetsins eru þó ýmsir og ekki aðeins til afþreyingar heldur einnig til fræðslu og námsaðstoðar. Ég er nemandi í níunda bekk og einn laug- ardaginn hafði ég allt á hornum mér yfir blessaðri stærðfræðinni því að próf var í vændum. Þegar ég hafði fengið al- veg upp í kok af námsbókunum ákvað ég að taka mér pásu og kveikti á tölvunni. Fyrir slysni rambaði ég inn á vefsíðu sem kallast www.rasmus.is. Vefsíðan er gagnvirk námsaðstoð- arsíða sem býður upp á marga möguleika s.s. tungumál og ýmis stærðfræðiverkefni. Síðan hentar flestum aldurshópum; notandi vel- ur þyngdarstig sjálfur. Þegar þyngdarstig hefur verið valið eru ótal stærðfræðigreinar í boði. Þeg- ar valin er grein, t.d. flatarmál, eru þar nokkrar kynningar og eitt krossapróf á eftir hverri kynningu. Þetta gerir notanda kleift að læra námsefnið á auðveldan, skilvirkan og ágætlega skemmtilegan hátt. Ég vil þakka Thomasi Rasmus, Hugo Rasmus og Jóhanni Ísak Péturssyni umsjónarmönnum síð- unnar kærlega fyrir að aðstoða mig og aðra við stærðfræðina. Nemandi í 9. bekk. Hvað kostar stjörnuleitin? Það hefur ekki farið framhjá neinum Ís- lendingi að Idol stjörnuleit var að byrja aftur á Stöð 2. Maður er minntur á þetta daglega í út- varpinu, þar sem Simmi og Jói fara á kostum, og einnig í sjónvarpinu á kvöldin. Idol stjörnuleit er svo sem ágætis þáttur en hvað kostar framleiðsla á slíkum þætti? Nú ríkir kreppa á Íslandi og margir að missa sína atvinnu. Væri ekki ágætis ráð að hvíla stjörnuleitina fram yfir kreppu og nýta fjármunina sem annars myndu fara í Idol í eitthvað ann- að? Nýlega hætti 365 framleiðslu á fréttaskýringaþættinum Kompási sökum fjárskorts. Samtímis var öllum starfsmönnunum sem unnu við þáttinn sagt upp. Það hefði t.d. mátt hvíla stjörnuleitina og halda áfram framleiðslu á Kompási. Mér finnst a.m.k. meira varið í Kompás heldur en Idol stjörnuleit. Hvað finnst þér? Sjónvarpsáhorfandi.         Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Dagblaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 10, út- skurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8-15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, fé- lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Lífsorkuleikfimi, bútasaumur, handavinna, fótaaðgerð. Kaffi/dagblöð. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línudanskennsla kl. 18, danskennsla, samkvæmisdans, byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.20, gler- og postulínskl. 9.30 og 13, leiðb. í handavinnu til hádegis, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10, brids og handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8 og 9, kvennaleikf. kl. 9, 9.50 og 10.30, bókband kl. 10, göngu- hópur kl. 11, biblíulestur í Jónshúsi kl. 14. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Skoðunarferð í Byggðasafn Hafn- arfjarðar 19. febrúar. Farið frá Hlaðhömr- um kl. 13. Akstur kr. 1.000. Þátttaka til- kynnist í síma 586-8014, kl. 13-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnust. opn- uð kl. 9, handavinna, tréútskurður, postulínsnámskeið kl. 10, spilasalur op- inn f. hádegi, kóræfing fellur niður. Hraunbær 105 | Handavinna, útskurður kl. 9, bænastund kl. 10, myndlist kl. 13. Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga og pútt kl. 10, G-kórinn kl. 10.30, glerb. og fé- lagsvist kl. 13.30. Tréskurður á Hjalla- braut og í gamla Lækjarskóla kl. 14, bilj- ard- og innipúttstofa opin kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Vinnustofa kl. 9, jóga kl. 9 og 10, spilað kl. 13. Hæðargarður 31 | Dagblöðin og kaffi í Betri stofunni, listasmiðja kl. 9-16, Stef- ánsganga kl. 9.10, spænska kl. 13, leið- beiningar á tölvur eru fólki að kostn- aðarlausu kl. 13-15, félagsvist 13.30, World Class í dag. Gáfumannakaffi kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 10.40, leikfimi í Kópavogsskóla kl. 17. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogsl. kl. 9.30 á morgun. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall, æfingar kl. 10.30, hand- verks- og bókastofa opin kl. 11.30, prjónaklúbbur kl. 13, fræðsla um Frakk- land með Janick Moisan kl. 13.15, söngur við píanó m/ Sigrúnu E. Hákonard. kl. 15. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi hjá Bliki þriðjud. kl. 12 og fimmtud. kl. 11. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, leshópur kl. 13, kóræfing kl. 13.30, tölvukennsla kl. 15. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band kl. 9, morgunstund, boccia kl. 10, upplestur framh.saga kl. 12.30, stóla- dans kl 13.15, handavinnustofan opin all- an daginn, spilað. Komið með handa- vinnu og fáið leiðsögn kennara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.