Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 12
12 Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EITT af erfiðustu vandamálunum sem stjórn Baracks Obama þarf að takast á við er baráttan gegn talí- bönum í Afganistan. Sendimaður bandaríska forsetans, Richard Hol- brooke, hefur ferðast um svæðið og átti í gær fund með Hamid Karzai forseta í Kabúl. Fram kom að fulltrúar Karzais munu taka þátt í að endurskoða stefnu Bandaríkja- manna. En afganski forsetinn nýtur ekki lengur trausts í Washington. Er Joe Biden, núverandi varafor- seti Bandaríkjanna og þar áður for- maður utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar, kom til Kabúl í fyrra missti hann stjórn á skapi sínu á fundi með Karzai. Honum fannst forsetinn ekki svara af neinni hrein- skilni spurningum um spillingu og fíkniefnaviðskipti sem fara nú hratt vaxandi í Afganistan. Biden rauk að lokum á dyr. Forsetakosningar verða á árinu en ljóst er að Karzai er farinn að búa sig undir að Bandaríkjamenn sleppi af honum hendinni. Hann hefur haft uppi lítt dulbúnar hótanir um að snúa sér annað ef Bandaríkjamenn neiti að láta afganska herinn, sem nýtur stuðnings um 73.000 her- manna Atlantshafsbandalagsins, ekki hafa þann búnað sem hann fer fram á. Nýlega sást rússneski sendi- herrann, Zamír Kabúlov, ábúð- armikill á göngum þingsins í Kabúl. Bandaríkjamenn hafa nú góð sam- skipti við Indverja sem berjast gegn því að Pakistanar, meintir stuðn- ingsmenn Bandaríkjamanna í stríð- inu gegn hryðjuverkum, efli áhrif sín í Afganistan. En jafnframt þarf Obama við stefnumótun sína að hafa í huga að Pakistanar, sem á sínum tíma studdu talíbana til valda, virð- ast nú gera ráð fyrir að Bandaríkja- menn gefist ef til vill upp í Afganist- an, eins og Rússar 1989. Og margir gruna Pakistana um að styðja enn talíbana á laun; svo gæti farið að þeir næðu aftur völdum. Flókið verkefni Obamas Bandaríkjamenn endurskoða nú stefnu sína í Afganistan og svo getur farið að Hamid Karzai forseti snúi sér að Rússum Reuters Sáttir Bandarískur hermaður gant- ast við stráka í Kunar-héraði. FELLDAR hafa verið niður ákærur á hendur Roy Bennett, einu af að- stoðarráðherraefnum Morgans Tsvangirais, forsætisráðherra Sim- babve, en hann var handtekinn á föstudag, rétt áður en Tsvangirai sór embættiseið. Bennett er bóndi úr röðum hvíta minnihutans. Hann verður nú ákærður fyrir samsæri um að valda samfélagstruflunum með ofbeldi. Mannréttindasamtök segja að fjöldi manna hafi verið handtekinn á laugardag í borginni Bulawayo er þeir kröfðust umbóta. Breska blað- ið The Guardian segir að fimm miklir áhrifamenn í valdaklíku Ro- berts Mugabe forseta séu stað- ráðnir í að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að samningur sem Mugabe og Tsvangirai gerðu um að skipta völdum milli flokka þeirra verði að veruleika. Áhrifamennirnir fimm stýra landhernum, flughernum, lögregl- unni, fangelsunum og leyniþjónust- unni. Þeir hafa í reynd völd til að ritskoða allt sem birtist í fjöl- miðlum og hafa jafnvel síðasta orð- ið þegar seðlabanki landsins tekur ákvarðanir í peningamálum. Heim- ildarmenn segja að nú vilji valda- klíkan láta Tsvangirai og menn hans vita að stjórnarseta veiti þeim enga vörn. kjon@mbl.is Reuters Vinir? Morgan Tsvangirai (t.v.) með Emmerson Mnangagwa varnar- málaráðherra. Valda- klíka sýn- ir klærnar Hyggjast velta stjórn Tsvangirais FUNDIST hefur gamalt skjal í sænska utanrík- isráðuneytinu sem varpar óþægilegu ljósi á samskipti Svía við Þýskaland Hitlers í stríðinu, að sögn Dagens Nyheter. Þar kemur fram að þáverandi fjármálaráðherra, Ernst Wigforss, samþykkti ábyrgðir á lánum til Þjóðverja vegna skipa sem þeir vildu fá smíðuð í Svíþjóð. Ráð- herrann var hins vegar út á við ávallt eindreginn andstæðingur þess að mikið samstarf væri átt við Þýskaland. kjon@mbl.is Svíar lánuðu Þjóðverjum Adolf Hitler Á krepputímum finnst mörgum meiri þörf en nokkru sinni fyrr á því að ýta undir ástina. Íbúar Mexíkóborgar settu um helgina nýtt met sem skráð verður í Heimsmetabók Guinness, þá komu alls 39.897 manns saman á Valentínus- ardeginum á Zocalo-torginu í miðborginni og kysstust samtímis í 10 sekúndur. Áður hafði söngkonan Susana Zavaleta komið pörunum í réttan grír með því að syngja hið klassíska lag Besame Mucho sem mun þýða Kysstu mig oft og ákaft. Gamla metið áttu íbúar borgarinnar We- ston-super-Mare í Bretlandi, það var sett 2007. Ástin logar heitt í 10 sekúndur í Mexíkóborg AP Samhæfðir kossar á Zocalo GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, á nú mjög í vök að verjast og í nýrri skoðanakönnun blaðsins Independent er flokkurinn aðeins með 22% fylgi, sama og Frjálslyndir demókratar. Íhaldsmenn fá 41%. Brown var fjármálaráðherra í ára- tug áður en hann tók við núverandi embætti sínu og þakkaði sér þá mik- inn uppgang í landinu sem m.a. staf- aði af því að fjármálafyrirtæki þönd- ust út. En hann er sakaður um, að hafa vanrækt að safna í sjóði til mögru áranna og einnig hafi hann gefið fyrirtækjunum of lausan taum- inn. Allt eftirlit með þeim hafi verið í skötulíki. Segja fréttaskýrendur að Verkamannaflokkurinn hafi viljað sanna að hann væri gerbreyttur og hefði ekki lengur ímugust á einka- framtakinu. Paul Moore, sem eitt sinn var yf- irmaður áhættustýringar hjá hús- næðislánabankanum HBOS, segir Brown hafa hunsað viðvaranir um að lánastefna bankanna væri stór- hættuleg og Moore segist geta sann- að það með fjölmörgum gögnum. Yf- irmaður Moore rak hann 2005. kjon@mbl.is Í kröppum dansi vegna bankahruns Brown sagður hafa hunsað viðvaranir vegna bankanna Í HNOTSKURN »Við yfirheyrslur á þingihefur verið skotið fast á Brown. Hann beitti sér fyrir því í fyrra að HBOS var forðað frá gjaldþroti og hann samein- aður Lloyds TSB. Nú er ljóst að tap HBOS 2008 var mun meira en áætlað hafði verið eða um 10 milljarðar punda. Er líklegt að ríkið verði að þjóðnýta nýja bankann. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa gripið til óvenjulegs ráðs til að reyna að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó. Útvarpsstöðvar í norðanverðu Mexíkó hafa fengið ókeypis plötur með lögum þar sem í spænsku text- unum er lýst öllum þeim skelf- ingum sem bíða fólks sem reyni að laumast norður yfiir landamærin. Sagt er frá illri meðferð, nauðg- unum og öðrum erfiðleikum. Í einu laginu segir frá tveim frændum, Abelardo og Rafael, þeir villast í eyðimörkinni. Abelardo vaknar að morgni og finnur frænda sinn við hliðina á sér, látinn úr þorsta. „Hann ákvað að fara aftur heim/ Og láta jarðsetja hann í borginni þeirra.“ Síðar segist Abelardo vona að Guð leyfi sér að deyja í heima- landinu. Um er að ræða ballöður í anda svonefndrar corrido-hefðar. En fíkniefnasmyglarar á þessum slóðum hafa samið sín eigin lög, narcocorridos. Er þar lýst hetju- skap þeirra sem oft endar með því að þeir eru drepnir. kjon@mbl.is Fældir frá með söng Hver verður stefna Obama? Hann hefur rætt um að fjölga um 30.000 manns í bandaríska herlið- inu í Afganistan til að tryggja þar raunverulegt öryggi. Fyrr verði ekki hægt að fara að byggja upp lýðræði. Hve mikilvægt er Pakistan? Það er lykilríki á þessum slóðum. Mönnum hrýs hugur við því að herskáir íslamistar nái ef til vill völd- um þar og fái þannig aðgang að kjarnorkuvopnum. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.