Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 Ótrúleg sértilboð - aðeins örfá sæti! Heimsferðir bjóða þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austurríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Bjóðum nú frábært sértilboð á flugsætum 21. og 28. febrúar (ath. 28. feb. aðeins aðra leið) og á flugsætum og gistingu 21. febrúar. Aðeins örfá sæti laus og mjög takmörkuð gisting! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 21. febrúar. Aðra leið með sköttum kr. 19.990, sértilboð 28. febrúar. Verð kr. 119.990 Vikuferð, hálft fæði. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 21. febrúar. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í 7 nætur eða á Hotel Neue Post í Zell am See með hálfu fæði í 7 nætur kr. 30.000 aukalega. Sértilboð 21. febrúar. Beint morgunflug! Skíðaveisla í Austurríki í febrúar frá kr. 49.990 * Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum, sértilboð 28. febrúar. Sigrún Erna Geirsdóttir sigrunerna@mbl.is NÝ reglugerð gerir verulegar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Með breytingunum munu lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækka um einn milljarð á ársgrundvelli. Ætlunin er að færa lyfjanotkun Íslendinga nær því sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Niðurgreiðslum lyfja verður beint að ódýrari lyfjum en notuð hafa verið. Lyfjaútgjöld fjölskyldna lækka Breyttri neyslu maga- og blóð- fitulækkandi lyfja er ætlað að spara 450 til 550 milljónir króna en báðir lyfjaflokkarnir eru mikið not- aðir. Lyfin auka lífsgæði sjúklinga verulega en heilsuhagfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin nema í undantekning- artilvikum. Ef sjúklingur þyrfti á dýrari lyfjunum að halda fengi hann þau en þá þyrfti að leggja fram rökstudda undanþágubeiðni. Lyfjakostnaður vegna barna mun breytast og verða lyf þeirra nið- urgreidd á sama hátt og lyf elli- og örorkulífeyrisþega. Hið sama mun gilda um einstaklinga á fullum at- vinnuleysisbótum. Segir í rökstuðn- ingi að fylgifiskur atvinnuleysis geti verið heilsubrestur sem, ásamt minnkandi tekjum og félagslegum örðugleikum, bitni harkalega á þeim sem misst hafa vinnuna. Breytingin vegna barnanna mun kosta ríkið um 80 milljónir á ári en ekki er hægt að áætla kostnað vegna þeirra sem eru á atvinnu- leysisbótum þar sem tölur um at- vinnuleysi lágu ekki fyrir í lok árs- ins. Ætlar heilbrigðisráðuneytið að fylgjast grannt með þróun mála hvað þessa flokka varðar og breyta eða endurskoða þennan þátt reglu- gerðarinnar ef í ljós kemur að breytingin hefur ekki tilætluð áhrif. Breytingar á þökum og gólf- um Breyting verður á skiptingu lyfjaverðs milli sjúklings og al- mannatrygginga en greiðsluþökin hafa ekki breyst frá 1. janúar 2001. Vísitalan hefur síðan hækkað um 60% og lyfjareikningur Trygg- ingastofnunar um 32%. Ætlar ráðu- neytið að breytingin á þökum og gólfum dragi úr lyfjakostnaðar- aukningu sjúkratrygginga um 400 milljónir króna. Heildsöluverð lækkað Þá hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heildsöluverð og smásölu- álagningu. Þessari aðgerð er ætlað að skila um 610 milljónum króna á ársgrundvelli. Líklegt er að við- ræður hefjist síðar á árinu um frekari lækkun álagningar. Reglu- gerðin tekur ennfremur fyrir þung- lyndis-, veiru- og mígrenilyf en há- marksafgreiðsluregla verður aflögð. Þetta þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísuð lyf til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði. Viðbót- arútgjöldin sem af þessu hljótast eru 110 til 140 milljónir króna. Vilja ná milljarðs lækkun  Notkun ódýrari lyfja í fyrirrúmi  Lyfjanotkun barna og fólks á fullum atvinnuleysisbótum niðurgreidd  Breyting verður á skiptingu lyfjaverðs Lækkun Heilbrigðisráðuneytið kynnti í gær nýja reglugerð sem ætlað er að lækka lyfjakostnað um milljarð.                                                                             Smásöluálagning lækkuð 1. janúar og 1. júlí Greiðsluþök og -gólf sjúklinga hækkuð um 10% Ódýrustu lyfin almennt niðurgreidd Atorvastatin í 100 daga kostar sjúkling 4.950 Simvastatin kostar almennan sjúkling 2.192 kr. SIGBJÖRN Gunnars- son fyrrverandi al- þingismaður er látinn, 57 ára að aldri. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri í gær. Foreldrar Sig- björns voru Gunnar Steindórsson kennari og Guðrún Sigbjörns- dóttir trygginga- fulltrúi. Sigbjörn lauk stúd- entsprófi frá MA 1972 og stundaði nám í lög- fræði við Háskóla Ís- lands 1974-1975. Hann starfaði sem kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1972- 1974 og 1975-1976. Hann var kaup- maður á Akureyri 1976-1991. Árið 1991 var Sigbjörn kjörinn á Al- þingi fyrir Alþýðuflokkinn í Norð- urlandskjördæmi eystra. og sat á þingi til 1995. Hann vann að ýms- um verkefnum 1995-1996 en var sveitarstjóri Skútu- staðahrepps í Mý- vatnssveit árin 1997 til 2005. Hann var ráðinn sveitarstjóri Þingeyjarsveitar árið 2006 og gegndi því starfi fram á mitt ár 2008. Sigbjörn gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um. Hann var til að mynda í aðalstjórn Knattspyrnufélags Akureyrar um tíma sem og í stjórn Golf- klúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Mývatns- sveitar. Þá sat hann í íþróttaráði Akureyrar og í stjórn Knatt- tspyrnusambands Íslands um skeið. Sigbjörn kvæntist Guðbjörgu Þorvaldsdóttur verslunarmanni ár- ið 1972. Þau eiga fjögur börn, þrjár dætur og einn son, auk þess sem hann átti einn son fyrir. Andlát Sigbjörn Gunnarsson KRISTINN Örn Jóhannesson, sembýður sig fram til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2009-2011, sakar for- mann VR og trúnaðarmenn um að hafa viðhaft óheiðarleg vinnubrögð. Í fréttatilkynningu segist hann hafa skilað fullnægjandi gögnum ásamt ósk um allsherjarkosningu að morgni 12. febrúar. Kjörstjórn VR staðfesti svo lögmæti framboðsins skömmu eftir hádegi sama dag. „Ég harma þau vinnubrögð for- manns VR og trúnaðarmanna að senda frá sér upplýsingar um „göll- uð“ mótframboð gegn listum sam- þykktum á Nýársfundi með þeim hætti að illgreinanlegt, ef ekki ómögulegt, er að greina um hvaða framboð er að ræða. Sem fyrr segir hafa engar athugasemdir verið gerð- ar við lögmæti míns frjálsa framboðs til formanns VR. Svo virðist sem til- kynningar VR séu viljandi settar fram með þeim hætti að þær kasti rýrð á öll framboð sem fram hafa komið. Eru slík vinnubrögð í senn ódrengileg, óheiðarleg og þeim sem að standa til mikillar minnkunar. Hvaða heilindi standa að baki slíkum vinnubrögðum?“ Ósáttur við VR FRUMTÖK, samtök fram- leiðenda frum- lyfja, gera alvar- legar athuga- semdir við stuttan aðlög- unartíma sem gefinn er til lækkunar lyfja- kostnaðar. „Það gefur augaleið að við höfum fullan skilning á þeirri afstöðu að ná fram sparnaði,“ segir Jakob Falur Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Frumtaka. Eigi sparnaðaraðgerðirnar hins vegar að taka gildi í mars sé þessi stutti tími til að bregðast við óá- sættanlegur. „Mér sýnist að verið sé að taka upp eins konar ríkislyf í flokki maga- og blóðþrýstingslækk- andi lyfja,“ segir Jakob Falur og telur viðbúið að þung og mikil stjórnsýsla verði í kringum lyfja- skírteinaútgáfu. Það megi ekki gleymast að gríðarlegur árangur hafi náðst sl. ár í að lækka verð og heildsöluverð á Íslandi sé nú sam- bærilegt við nágrannalöndin. Enginn aðlögunartími Jakob Falur Garðarsson ,,ÉG myndi segja að ákveðið and- varaleysi meðan allt lék í lyndi hafi valdið því að við fórum ekki út í það fyrr að beina fólki að ódýrari lyfjum,“ segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, en hin Norðurlöndin hófu þessar að- gerðir þegar árið 2005. Þá segir Ögmundur að þessu megi líkja við umferðina. Áður hafi fólk keyrt milli staða í Rolls Royce en nú þurfi að nota fjölskyldubíl- inn. Höfðað til lækna ,,Með þessum aðgerðum erum við líka að höfða til lækna og fá þá til að þroska kostnaðarvitundina,“ segir Ögmundur. Hann segist vera bjartsýnn á samstarfið við læknana því allir átti sig á breyttum að- stæðum í þjóðfélaginu og þörfinni á að spara. Hann segist því ekki óttast að undanþágubeiðnir vegna dýrari lyfja verði vandamál. Þá hafi hann trú á að sjúklingar verði meðvitaðir um breytt fyrirkomulag og láti lækna vita að betri kjör séu í boði, ef þeim finnst þeir borga meira en nauðsynlegt er. sigrunerna@mbl.is Kostnaðarvit- undin innrætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.