Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 VENJAN er sú að sé kveiktur eldur á byggðu svæði þá er hann slökktur samstundis. Þetta segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vakti hve lögregla var fljót til við- bragðs í mótmælunum sem urðu á Lækjar- torgi á laugardagskvöld og móttökurnar harðari. „Þetta var annað umhverfi en verið hefur,“ segir Geir Jón. „Þarna var kveiktur eldur og verið að flytja eldsmat á staðinn. Lögreglan stoppaði þær aðgerðir og það var nóg til þess að hún þurfti að verja sig.“ Voru tveir menn handteknir og hald lagt á bifreið, sem notuð var til þess að flytja eldsmat að torginu. Er mest lét, um miðnætti, var um hundrað manns á Lækjartorgi og kveikti fólkið ítrekað bál um leið og búið var að slökkva í og hreinsa. Geir Jón segir ástæðu þess að ekki var gengið jafn hart fram við að slökkva elda í búsáhaldabyltingunni í janúar þá að lög- reglan hafi staðið frammi fyrir því að slíkt myndi kosta meiri átök og hættan af eldinum því ekki verið stærsta vandamálið. Jón Geir segir tímasetningu mótmælanna á laugardag hafa komið lögreglu á óvart. „Í jan- úar tóku mótmælendur sjálfir af skarið með að gera þetta ekki á föstudags- eða laugar- dagskvöldum til að blanda ekki saman mót- mælum og fólki sem er að koma út af öldur- húsunum.“ Tímasetningin nú hafi því vissu- lega haft sín áhrif á aðgerðir lögreglu. Morgunblaðið/Jakob Fannar Mótmæli Ítrekað var kveikt bál á Lækjartorgi á laugardagskvöld og slökkti lögregla eldana samstundis. Tímasetningin hafði áhrif á aðgerðir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað síðastliðinn föstudag upp dóm í máli sem byggingarfélagið Eykt höfðaði í maí 2006 gegn fyrirtæk- inu 101 Skuggahverfi. Um var að ræða efndir á greiðslum og ábyrgð á töfum sem urðu á einstökum framvæmdum í háhýsum við Skúlagötu í Reykjavík. Var í stórum dráttum fallist á kröfur Eyktar í niðurstöðu dómsins, en auk þess var fallist á kröfur Skuggahverfis um endurgreiðslur að hluta. Segir í dómnum að tilkvaddir matsmenn telji að Eykt hafi í lang- flestum tilvikum skilað verkhlutum fyrir áætlaðan verktíma, og af- hending á þeim örfáu sem skilað var eftir áætlaðan verktíma hafi aðeins dregist í fáa daga. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur skal 101 Skuggahverfi greiða Eykt liðlega 82 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna framkvæmda sem lokið er. Eykt fór hins vegar fram á að fá greidd- ar um 136 milljónir auk dráttar- vaxta. Málavextir þessa máls eru í stórum dráttum þeir, að vorið 2004 var orðið ljóst að ekki myndi tak- ast að halda þeirri verkáætlun sem verksamningur Eyktar og 101 Skuggahverfis gerði ráð fyrir. Kenndi hvor aðili hinum um ástæð- ur þess. Samkomulag náðist í apríl 2004 um nýja skiladaga íbúða og nýja verkáætlun fyrir verkið í heild. Eykt taldi að forsendur þessa hefðu brugðist vegna atvika sem 101 Skuggahverfi bæri ábyrgð á, en forsvarsmenn Skuggahverfis féllust hins vegar ekki á þá túlkun. Því kom upp ágreiningur milli að- ila um uppgjör verksamnings. Rétt er að taka fram að í þessu máli var ekki fjallað um flísar utan á umræddum húsum við Skúlagöt- una. Þar er um að ræða sérmál sem eftir er að fjalla um fyrir dómi. gretar@mbl.is Eykt fær greitt Matsmenn segja að Eykt hafi í langflestum tilvikum skilað á réttum tíma við Skúlagötu JÁKVÆÐ stemning og jarðvegur fyrir bjartsýni og von voru skilaboð sem skipuleggjendur Kærleiksgöngu vildu koma á framfæri. En á sama tíma og mótmælendur kveiktu elda og börðu í potta og pönnur á Lækjartorgi á laugardagskvöld fór Kærleiksganga um miðborg Reykjavíkur. Gengið var með kyndla í kringum Tjörnina við undirleik hljóðfæraleikara og kórar Reykjavíkur sameinuðust við Reykjavíkurtjörn og tóku lagið undir stjórn Harðar Áskelssonar. Bjartsýnin í fyrirrúmi í Kærleiksgöngu Morgunblaðið/hag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.