Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 45. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is EVRÓVISJÓNFORKEPPNINNI LOKIÐ JÓHANNA ÓTVÍRÆÐUR SIGURVEGARI TÓNLEIKAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS Mikilvirks tónlistar- manns minnst Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, er ósátt við meðferðina sem mál Ramune Pekarskyte fékk hjá aganefnd HSÍ. Stjarnan og FH leika til úrslita í bikarkeppninni. ÍÞRÓTTIR Þjálfari Hauka ósáttur við HSÍ Björgvin Björgvinsson náði ekki að ljúka keppni í sviginu á HM í Frakklandi. Hnémeiðsli Gísla Rafns Guðmundssonar reyndust alvar- legri en í fyrstu var haldið. Meiðsli Gísla Rafns alvarleg Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska liðið Cov- entry. Akureyringurinn vonast til þess að eignast armbandsúr knatt- spyrnustjórans Chris Colemans. Aron vill fá arm- bandsúr Colemans STJARNAN skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar liðið sigraði KR 78:76 í úrslitum bik- arkeppninnar í körfuknattleik karla. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan sigrar í þessari keppni og liðið hafði aldrei áður komist í úrslit keppn- innar. „Enginn spáði okkur sigri,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í gær. KR hafði fyrir leikinn í gær aðeins tapað einum leik á tímabilinu í öllum keppnum á vegum KKÍ. Kvennalið KR landaði sigri í úrslitaleiknum gegn Keflavík, 76:60. Þetta í 10. bikartitill KR og sá fyrsti frá árinu 2002. | Íþróttir Morgunblaðið/hag „ENGINN SPÁÐI OKKUR SIGRI“ Kvennalið KR fagnaði en vonbrigði hjá karlaliðinu Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur og Önnu Sigríði Einarsdóttur BREYTT lyfjaverðlag mun bæði hafa í för með sér hækkanir og lækkanir fyrir neyt- endur. Einstaklingar sem hafa ekki verið með lyfjaskírteini fyrir maga- og þunglyndislyf koma til með að greiða talsvert minna. Þeir sem eru með lyfja- skírteini koma hins vegar til með að greiða 10% meira. Lágmarks- greiðslur almennra greiðenda hækka úr 1.700 kr. í 1.900 og hámarkið úr 4.950 í 5.450 kr. Þá mun 30 daga afgreiðslutak- mörkun vegna veirulyfja og mígrenilyfja til dæmis verða afnumin. Niðurgreidd lyf fyrir börn og atvinnulausa, frekari lækkun smá- söluálagningar og lækkun heildsöluverðs er meginatriði í reglugerð sem heilbrigðisráð- herra kynnti í gær og miðar að því að lækka lyfjakostnað ríkisins um einn milljarð. Útboðin skuldbinda spítalann Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjarta- deild Landspítalans, segir sjálfsagt að skoða alla möguleika varðandi blóðfitulækkandi lyf. „Það gera sér allir grein fyrir að það þarf að leita allra leiða til að spara og hagræða.“ Landspítalinn sé skuldbundinn til að hafa útboð og taka hagstæðustu lyfin sem spít- alanum bjóðast. Það séu hins vegar ekki allt- af ódýrustu lyfin úti í þjóðfélaginu. Yfir þetta verði farið á næstu vikum. „Það verður meg- inmarkmið hjá okkur áfram að nota bestu lyf sem við teljum að nái sama árangri.“ Litið sé til Norðurlandanna í þessu sambandi, en skoða þurfi þó hvern lyfjaflokk fyrir sig. Sú staða geti því vissulega komið upp að sjúk- lingur sé á einu lyfi á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur og fái svo annað lyf er út er komið. Flestir greiði minna Gera ráð fyrir eins milljarðs lækkun Í HNOTSKURN »Lyfjanotkunbarna og fólks á fullum atvinnuleysis- bótum verður niðurgreidd. »Heildsölu-og smásölu- álagning lyfja verður lækkuð.  Vilja ná milljarðs lækkun | 4  Nýr fjármálaráðherra Simbabve, Tendai Biti, segir að seðlabanki landsins eigi einna mesta sök á efnahagsvand- anum í landinu en þar er mesta verðbólga í heimi, að því er segir í frétt BBC. Seðla- bankastjóri Sim- babve er liðs- maður Roberts Mugabe forseta. Biti, sem er úr röðum liðsmanna Morgans Tsvang- irais, nýs forsætisráðherra lands- ins, sagði að seðlabankinn væri „rú- inn trausti“. Hann hyggst leggja fram nýtt fjárlagafrumvarp og hvatti vestræn ríki til að veita Sim- babve fjárstuðning. »12 Kennir seðlabanka um vandann í Simbabve Tendai Biti  Skógareigendur telja að þeir eigi það kolefni sem binst í trjánum á sama hátt og þeir eiga viðinn sem framleiddur er í skóginum. Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands skógarbænda, segir hag- kvæmt að rækta skóg til að binda kolefni og það sé því eðlilegt að menn velti því fyrir sér hver eigi þessa bindingu, sem geti orðið verðmæti í viðræðum um kolefn- iskvóta. Björn segir þessa umræðu á byrj- unarstigi, samtökin hafi skipað nefnd til að skoða þessi mál og muni ræða þau á sínum vettvangi á næstu mánuðum. »9 Hver á kolefnisbindinguna?  ,,Ég hygg að margir myndu þá annaðhvort lækka laun á móti hækk- ununum eða gera einhverjar aðrar ráðstafanir,“ seg- ir Vilhjálmur Eg- ilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, um afleið- ingar þess ef kemur til launa- hækkana um mánaðamótin, eins og gildandi samningar kveða á um. Skiptar skoðanir eru innan verkalýðshreyfingarinnar um hvort rétt sé að fresta endurskoðun samn- inga. Nokkur verkalýðsfélög taka það ekki í mál. »14 Sumir myndu lækka laun á móti hækkunum 1. mars Vilhjálmur Egilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.