Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 22
22 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 Sudoku Frumstig 9 2 7 1 2 7 9 4 8 9 5 6 3 8 1 9 4 3 5 2 7 6 3 8 2 9 7 2 4 7 2 5 8 6 3 9 2 3 1 5 3 1 9 1 9 6 3 3 9 3 9 6 8 5 1 7 2 3 9 7 5 4 3 6 5 7 2 9 7 8 3 6 1 8 4 2 4 2 3 5 6 1 1 9 5 2 7 7 1 6 7 2 9 1 2 9 6 3 9 5 2 9 4 1 7 3 8 5 2 6 7 5 8 2 1 6 9 3 4 6 2 3 5 9 4 1 8 7 1 9 2 6 4 5 8 7 3 8 3 7 9 2 1 4 6 5 5 6 4 3 8 7 2 1 9 3 1 9 4 6 2 7 5 8 2 7 6 8 5 9 3 4 1 4 8 5 1 7 3 6 9 2 9 5 1 8 6 7 2 3 4 7 6 4 3 2 5 8 9 1 2 8 3 9 4 1 5 6 7 3 9 6 5 7 2 4 1 8 1 7 2 4 8 9 6 5 3 8 4 5 1 3 6 9 7 2 5 2 8 7 9 3 1 4 6 6 3 9 2 1 4 7 8 5 4 1 7 6 5 8 3 2 9 9 8 4 3 6 7 2 5 1 5 7 6 8 2 1 4 9 3 3 1 2 9 5 4 7 6 8 2 3 8 1 4 9 6 7 5 1 6 9 5 7 3 8 4 2 4 5 7 2 8 6 1 3 9 8 4 1 6 9 5 3 2 7 6 9 3 7 1 2 5 8 4 7 2 5 4 3 8 9 1 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Er Ísbóset sonur Sáls frétti, að Abner væri dauður í Hebron, féllust honum hendur, og allur Ísrael varð óttasleginn. (II Sam. 4, 1.-2.) Víkverji dagsins er sennilegasnobbaður, hefur til dæmis lít- inn áhuga á popptónlist. Því miður er hann nánast aleinn um þessi við- horf á vinnustað sínum og verður því stundum fyrir aðkasti, oft er líka hlegið að honum á bak, segja traustir heimildarmenn. Þeir segja að honum sé líkt við geirfuglinn en ekki sé þó ætlunin að stoppa hann upp eftir andlátið. Það sé of dýrt. x x x Þetta eru dapurleg örlög. En Vík-verji gefst ekki upp. Hann er kominn á virðulegan aldur og telur það skyldu sína að halda uppi merki gæða og smekkvísi, heiðra gömul gildi og er viss um að hann á sér þjáningarsystkin annars staðar í samfélaginu, fólk sem finnst allt of mikið af hoppi og híi. x x x En þetta er bara persónan út ávið. Auðvitað er Víkverji ekk- ert öðruvísi en aðrir þjóðhollir Ís- lendingar og fylgist með Söngva- keppni Sjónvarpsins og eftirleiknum sem nú verður í Moskvu. Skárra væri það nú á þess- um ömurlegu tímum! Við verðum að standa saman um eitthvað. Víkverji hafði reyndar lúmskt gaman af Sil- víu Nótt á sínum tíma en er sáttur við að leikurinn sé ekki endurtek- inn. Líklega er Eurovision ekki nógu góður vettvangur fyrir svona beitt grín. Ekki valdi Víkverji sigurlagið en er samt mjög ánægður með nið- urstöðuna. Lagið er alveg þokkalegt og venst líklega vel. Söngkonan skilar sínu ágætlega og er auk þess bráðfalleg, það ætti að tryggja nokkuð mörg stig. x x x En hvað ef við sigrum? Þá verð-um við að halda næstu keppni hér sem gæti orðið dýrt spaug. Vík- verji reynir nú að ímynda sé upplit- ið á ráðamönnum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins þegar við förum fram á aukalán vegna útgjalda í tengslum við Eurovision. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 lund, 4 band, 7 sessum, 8 styrkir, 9 stúlka, 11 mannsnafn, 13 vætlar, 14 stefnan, 15 brúnþörungar, 17 kropp, 20 flana, 22 var- kár, 23 gisinn, 24 heift, 25 tek ákvörðun um. Lóðrétt | 1 vafasöm, 2 óhæfa, 3 sterk, 4 digur, 5 ráðvönd, 6 sér eftir, 10 kynið, 12 dæld, 13 elska, 15 talar ekki, 16 smá- gerði, 18 hagur, 19 dreitillinn, 20 grein, 21 bára. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ættstórir, 8 rækta, 9 ætlar, 10 ríf, 11 seint, 13 annað, 15 hatts, 18 iðjan, 21 tíð, 22 kriki, 23 ræsið, 24 lingerður. Lóðrétt: 2 tékki, 3 svart, 4 ógæfa, 5 illan, 6 hrós, 7 bráð, 12 nyt, 14 náð, 15 hökt, 16 teiti, 17 sting, 18 iðrar, 19 jussu, 20 níði. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 Bg7 5. Dd2 Rg4 6. Bg5 h6 7. Bh4 c6 8. f3 Rf6 9. 0-0-0 b5 10. Bd3 Da5 11. e5 b4 12. exf6 bxc3 13. De3 cxb2+ 14. Kxb2 Bf8 15. fxe7 Bg7 16. Bc4 d5 17. Bb3 Be6 18. Re2 c5 19. Rf4 cxd4 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur – Skeljungsmótinu sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Lenka Ptácníková (2.249) hafði hvítt gegn Hrannari Baldurssyni (2.080). 20. Rxe6! Dc3+ svartur hefði einnig tapað eftir 20. … dxe3+ 21. Rxg7+ Kd7 22. Hxd5+. 21. Dxc3 dxc3+ 22. Ka3 fxe6 23. Hxd5 Rc6? 24. Ba4 g5 25. Bxc6+ Kf7 26. e8=D+ Haxe8 27. Hd7+ Kf6 28. Bg3 Hc8 29. Hxg7 Hxc6 30. Hxa7 hvítur er nú manni yf- ir og innbyrti vinninginn skömmu síð- ar. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tvær leiðir. Norður ♠K4 ♥852 ♦6532 ♣ÁK43 Vestur Austur ♠86 ♠G1097 ♥G10974 ♥63 ♦KG98 ♦104 ♣92 ♣108765 Suður ♠ÁD532 ♥ÁKD ♦ÁD7 ♣DG Suður spilar 6G. Sagnhafi lagði vinnu í úrspilið, en valdi þó verri kostinn af þeim tveimur sem til greina koma. Útspil: hjartagosi. Byrjum á leið sagnhafa. Hann taldi spilið auðunnið með spaðanum 4-2, en til að halda tígulsvíningu inni í mynd- inni tók hann litlu hjónin í laufi og spil- aði síðan ♠Á og spaða á kónginn. Hugsunin var sú að nota innkomu blinds til að svína í tígli ef spaðinn ligg- ur mjög illa. Þegar báðir fylgdu lit í ♠K henti sagnhafi tíglum í ♣Á-K og fór í spaðann. Var þá tilbúinn til að gefa slag í 4-2-legunni, en reiknaði ekki með þeim óvænta möguleika að vörnin gæti átt slag á fimmta laufið. Leið sagnhafa er ekki slæm, en heldur betra er þó að taka ♣D-G og spila svo smáum spaða frá báðum höndum. Þá er slemman örugg ef spaðinn er ekki 5-1. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Kröfurnar frá umhverfinu virð- ast yfirþyrmandi í dag. Hinkraðu við og gefðu þér tíma til þess að hugsa málin. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér finnast öll spjót standa á þér og langar mest að draga þig í hlé. Gleymdu því ekki hvað margt jákvætt er í kringum þig sem má þakka fyrir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þótt þér finnist allt vera í lagi, skaltu hafa andvara á þér, því allt getur gerst. Gættu þess bara að gamanið sé græskulaust og ekki á annarra kostnað. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hæfni þín til að heilla aðra er með mesta móti. Ferðalög eða kostn- aðarsamir atburðir eru inni í myndinni. Hugsanlegt er að þú fáir hugmynd um nýtt lífsviðurværi eða viðfangsefni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér finnst þú þurfa að fá sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þitt. Ef þér finnst einhver hegða sér undarlega er líklegra en ekki að eitthvað sé á seyði. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hlutirnir gerast hraðar í kring- um þig en þér finnst þægilegt. Reyndu samt að halda þínu striki hvað sem tautar og raular. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Einhver sem vill þér allt hið besta er að verða dálítið þreytandi. Vertu óhræddur við breytingar því þær eru nauðsynlegur þáttur af tilverunni. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Freistingarnar eru ekki til þess að falla fyrir þeim; það er bara af- sökun þeirra sem veikir eru á svellinu. Taktu þér tíma því að flas er ekki til fagnaðar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú stendur frammi fyrir kröfum um aukna ábyrgð en ert eitt- hvað tvístígandi. Stundum felst besta sóknin í því að breyta áherslunum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Samtal við vin getur gert þig óöruggan og óvissan í þinni sök. Þú gætir komist að hneykslis- eða leynd- armálum í dag. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Skyldurnar hvíla á þér eins og mara og þér finnst þær íþyngjandi. En mundu að heimurinn stendur ekki kyrr. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er yfir margan þröskuldinn að fara til að ná því takmarki sem þú hefur sett þér. Stjörnuspá 16. febrúar 1920 Fyrsta dómþing Hæstaréttar Íslands var háð. Þar með höfðu Íslendingar fengið í hendur æðsta dómsvald í eig- in málum. 16. febrúar 1956 Gæsluflugvél stóð togara að ólöglegum veiðum í land- helgi í fyrsta sinn. Þetta var Cape Cleveland frá Hull, en hann var skammt austur af Ingólfshöfða. „Merk- isatburður í sögu Landhelg- isgæslunnar,“ sagði Morg- unblaðið. 16. febrúar 1976 Jóhannes Kristjánsson kom opinberlega fram sem eft- irherma í fyrsta sinn. Hann hefur haft þetta sem að- alstarf síðan 1982. 16. febrúar 1981 Eitt mesta ofviðri í manna minnum hófst um kvöldið og stóð fram á næsta dag. Mikið tjón varð, þök fuku af hús- um, rúður brotnuðu og bílar tókust á loft, meðal annars í Engihjalla í Kópavogi. Stað- arhólskirkja í Saurbæ fauk á félagsheimili. Vindhraði við Þyril í Hvalfirði komst í 222 kílómetra á klukkustund (62 metra á sekúndu), sem var það mesta sem mælst hafði. Það met stóð í fimm ár. 16. febrúar 1995 Hornsteinn var lagður að nýju húsi Hæstaréttar við Lindargötu, á 75 ára afmæli réttarins. Húsið var tekið í notkun í september árið eft- ir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … SIGSTEINN Pálsson, fyrrverandi stórbóndi á Blikastöðum í Mosfellsbæ, er elstur íslenskra karla, 104 ára í dag. Hann segist ekki ætla að vera með neitt tilstand en útilokar ekki að heitt verði á könnunni og eitthvað með því ef einhver skyldi líta inn. Sigsteinn býr í þjónustuíbúð á Hlaðhömr- um í Mosfellsbæ og segist vera þar í góðu yfirlæti. Þegar hann varð 100 ára kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að hann færi nær daglega í leik- fimi og spilaði bridds í hverri viku, stálminnugur og ern. „Það eru nú fjögur ár liðin síðan þetta var en ég held samt þokkalegri heilsu,“ segir Sig- steinn í dag og fer víst ekki alveg jafnoft í leikfimina og áður. „Ég er orðinn hálflatur við það,“ segir hann. Í áðurnefndu viðtali fyrir fjór- um árum sagðist hann ekki geta skýrt galdurinn á bak við háan aldur öðruvísi en að hann hefði unnið, borðað og sofið. „Þetta hefur ekkert breyst, bara fjögur ár bæst við,“ segir hann um þessi ummæli sín. Sigsteinn kom frá Austfjörðum í Mosfellssveitina um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. Tók hann við búskap á Blikastöðum árið 1942 ásamt eiginkonu sinni, Helgu Jónínu Magnúsdóttur. Þau bjuggu á Blikastöðum allt til ársins 1992 en Helga lést 1999. bjb@mbl.is Sigsteinn Pálsson á Blikastöðum 104 ára Elstur íslenskra karla Nýirborgarar Reykjavík Una Ingveldur fæddist 8. desember kl. 3.43. Hún vó 4.150 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Vagn Leví Sigurðsson og Elva Dögg Garðarsdóttir. Selfoss Ásdís Helga Agn- arsdóttir og Janis Leo- novs eignuðust son 4. jan- úar kl. 14.13. Hann vó 2.950 g og var 48 cm lang- ur. Reykjavík Logi Baldur fæddist 20. október kl. 10.39. Hann vó 3.570 g og 51 cm langur. Foreldrar hans eru Agnes Ósk Sig- mundardóttir og Bjart- mar Örn Arnarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.