Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 RÍFLEGA tíu þúsund störf munu tapast umfram þau nýju störf sem verða til á næstu tveimur til þremur árum, að mati hagdeildar ASÍ. Ef ferða- þjónusta þróast með svipuðum hætti og undanfar- in ár gætu orðið til hátt í 2.000 störf í þeirri grein. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum 2009-2011. Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, sagði þegar skýrslan var kynnt í seinustu viku að á tímabilinu 2009-2011 gætu tapast um 18.000 störf. Á árinu 2008, áður en hremming- arnar hófust, hefðu um tvö þúsund verið atvinnu- laus. Þörf fyrir ný störf á vinnumarkaði, ungt fólk sem væri að hefja atvinnuþátttöku, jafngilti um 7.000 störfum. Þrátt fyrir ástandið verða til ný störf á vinnu- markaði. Auk nýrra starfa í ferðaþjónustu benti Ólafur Darri á að einnig gætu orðið til ný störf hjá hinu opinbera og í atvinnugreinum sem færu ekki illa út úr erfiðleikunum. Líklegt er talið að meiri stöðugleiki verði á opinbera markaðnum en þeim almenna og að störfum þar fjölgi nokkuð á tíma- bilinu. Áætlað er að ríflega sjö þúsund útlendingar hverfi af vinnumarkaði, miðað við síðasta haust. Þá er gert ráð fyrir að brottfluttir Íslendingar um- fram aðflutta geti orðið um 3.000. Tólf þúsund án atvinnu 2011 „Þegar við tökum þetta saman þá erum við að spá því að atvinnulausir á árinu 2011 gætu verið nálægt tólf þúsundum. Það myndi þýða að at- vinnuleysi sem hlutfall af þeim sem eru á vinnu- markaði væri tæp 8%,“ sagði Ólafur Darri. Hagdeild ASÍ telur að flest störf muni tapast í verslun og þjónustu, eða allt að 10.000 störf. gudni@mbl.is Tapa tíu þúsund störfum  Áætlað að ríflega sjö þúsund útlendingar hverfi af vinnumarkaði frá sl. hausti  Gert er ráð fyrir að brottfluttir Íslendingar umfram aðflutta geti orðið um 3.000 VERULEGA hefur dregið úr byggingafram- kvæmdum víðsvegar um landið en þó má sum- staðar enn sjá byggingakrana hreyfast og harð- duglega iðnaðarmenn að störfum. Á útboðsþingi, sem haldið var í lok síðustu viku, kom fram að kostnaður við yfirstandandi og væntanlegar verk- framkvæmdir á þessu ári nemur 58 milljörðum en í fyrra var upphæðin áætluð 130 milljarðar í upp- hafi árs. Morgunblaðið/RAX Ekki algert frost í byggingariðnaðinum FRÉTTASKÝRING Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is KALLAÐ er eftir ákveðinni nýliðun innan allra flokka þessa dagana. Telji Jón Baldvin Hannibalsson sig vera þá nýliðun sem Samfylk- ingin þurfi á að halda, þá er honum frjálst að bjóða sig fram til formannsembættisins og láta reyna á fylgi sitt. Þetta var viðhorf þeirra sam- fylkingarmanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Eins virtust menn sammála um að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir nyti stuðnings sam- fylkingarfólks í formannsembættinu. „Það hefur verið mikill almennur stuðningur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem for- mann innan Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll Árnason, þingmaður flokksins. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylking- arinnar er sama sinnis. „Bæði Ingibjörg og Jó- hanna njóta fulls stuðnings í sínum störfum,“ segir Lúðvík. „Jóhanna sem forsætisráðherra og Ingibjörg sem formaður flokksins.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er ekki sáttur við þau ummæli Jóns Baldvins að Ingibjörg eigi að víkja úr formannsstólnum. „Ummæli Jóns gerðu mig dapran,“ segir hann. „Ingibjörg Sólrún er í veikindafríi og kemur heim í næstu viku og ég tel að enginn eigi að tala með þeim hætti sem fyrrverandi formaður Alþýðufloksins gerði. Þetta er ólíkt þeim Jóni sem ég hef unnið með. Það er alveg ljóst af minni hálfu að ef Ingibjörg Sólrún vill gefa kost á sér til að leiða áfram Samfylkinguna þá mun ég styðja hana af heilum hug.“ Stuðningurinn virðist víðar fyrir hendi því Ungir jafnaðar- menn lýstu í gær yfir óskoruðum stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu sem formann flokksins. Stendur ekki fyrir neitt afl Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, segir Jón Bald- vin ekki virðast vera málsvari neins sérstaks málstaðar innan Samfylkingarinnar. „Jón Baldvin hefur verið að gefa yfirlýsingar um hitt og þetta undanfarin ár. Hann stendur hins veg- ar ekki fyrir neitt afl í flokknum, það að ég geti séð.“ Það breyti hins vegar ekki því að Jón Baldvin sé fyrrverandi formaður flokksins og því óþægilegt fyrir flokkinn og mögulega for- ystumenn hans líka að hann skuli taka þetta mál upp með þessum hætti. „En ég get ekki séð að á bak við hann sé nein sérstök hreyfing eða armur í flokknum,“ segir Gunnar Helgi. Það myndi því koma sér frekar á óvart næði Jón Baldvin kjöri sem formaður Samfylking- arinnar. Hver staða Ingibjargar Sólrúnar sé, eða hvort hún hafi hug á að halda formannsemb- ættinu, kveðst hann ekki vita. „Ég held að hún hafi leikið sterkan leik með því að víkja og vera ekki í þessari ríkisstjórn. Síðan þarf hún að kanna hvort hún eigi kost á að endurnýja sitt umboð sem formaður á landsþingi flokksins. Og af yfirlýsingum hennar að dæma virðist frekar mega álykta að hún hafi hug á að halda áfram.“ Ákvörðun um prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verður tekin á fundi fulltrúaráðs flokksins í kvöld. Jóni frjálst að láta reyna á fylgið  Ingibjörg Sólrún nýtur stuðnings Samfylkingarfólks  Ummæli óþægileg fyrir flokkinn Jón Baldvin Hannibalsson Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi for- maður Alþýðuflokksins, telur stuðning við Ingibjörgu ekki jafn mikinn og samfylking- arfólk vill láta í veðri vaka. Honum hafi líka verið full alvara með framboð til formanns Samfylkingarinnar, sitji Ingibjörg Sólrún áfram og gefi Jóhanna Sigurðardóttir ekki kost á sér. Jóhanna hafi mest fylgi til að taka við stjórn Samfylkingarinnar og nauðsynlegt sé að breyta um forystu í aðdraganda kosninga. Ekki sé hins vegar við því að búast að Jó- hanna gefi nein svör við því að hún ætli sér að fara fram gegn sitjandi formanni. „Ég sagði í umræddri ræðu á Alþýðu- flokksfundinum í gær [fyrradag] að ég styddi Jóhönnu Sigurðardóttur sem væri „de facto“ orðin hinn pólitíski foringi Samfylk- ingarinnar,“ segir Jón Baldvin. Málið sé hins vegar nú í höndum Ingibjargar Sólrúnar. „Spurningin er einföld, telur hún að hún og við eigum að gera sömu kröfur til okkar jafn- aðarmanna og við gerum til annarra. Ef hún er þeirrar skoðunar við nánari íhugun þá mun hún draga sig til baka.“ Skiptar skoðanir séu þó á þessum ummæl- um sínum. „Einhver fór á netið og kom til baka með þá skýrslu að 70% væru mér í vil og 30% mjög andvíg. Stuðningur við Ingi- björgu væri hins vegar sáralítill í hvorum hópnum sem væri, en undirtektirnar við að hún víki mjög miklar.“ Jóhanna með mest fylgi til að leiða flokkinn GUÐRÚN Egilsdóttir, bóndi í Holtsseli í Eyjafjarðarsveit, segir að það gefi ágæta raun að nota spíritus til að lækna júgurbólgu í kúm. Guðrún hefur notað þessa að- ferð undanfarin ár, en hún hefur í allmörg ár verið notuð í Dan- mörku, ekki síst í lífrænum búskap þar sem notkun á pensilíni er óheimil. Aðferðin byggist á því að leysa upp lækningajurtir í spíritus og úða vökvanum upp í kjaftinn á kúnum tvisvar á dag. Guðrún segir að spírinn virki vel á kýrnar. Hún segir að þetta lækni ekki alla júg- urbólgu, en bendir á að pensilínið vinni ekki heldur á allri júgur- bólgu. „Ég hef sagt við menn að þeir geti tekið spíritusinn með á þorrablótið ef hann dugi ekki á kýrnar,“ segir Guðrún. Júgurbólga veldur kúabændum miklu tjóni á hverju ári. Bæði þurfa þeir að fella margar kýr sem ekki ná sér og eins þurfa þeir að kaupa lyf og dýralæknaþjónustu fyrir margar milljónir á hverju ári. Þá þurfa þeir að hella niður mjólk meðan kýrnar eru á pensilínkúr. Guðrún segir að einn kosturinn við spíritusinn sé að hann spilli ekki mjólkinni. egol@mbl.is Læknar júg- urbólgu með spíritus Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Jóhanna Sigurðardóttir ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigð- isráðherra hefur staðfest að ákvörðun fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, Guðlaugs Þórs Þórð- arssonar, um St. Jósefsspítala verði snúið við. „Sjúkrahúsið verður starfrækt áfram sem sjúkrahús. Sú áhersla sem menn ætluðu að leggja á öldrunarþáttinn verður einnig endurskoðuð,“ segir Ögmundur. „Þetta er skoðað heildrænt með tilliti til heilbrigðisstofnana á suð- vesturhorninu. Ég hef átt samræð- ur við fulltrúa Landspítalans og sjúkrahússins í Reykjanesbæ, þar sem ég hef viðrað þá skoðun mína að fulltrúar allra þessara aðila þurfi að stilla saman sína strengi,“ segir Ögmundur. jonpetur@mbl.is Ákvörðun snúið við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.