Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 1

Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 6. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 55. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Auglýsendur eru öruggir um athygli einmitt í Morgunblaðinu og mbl.is 78% þjóðarinnar les Morgunblaðið og/eða mbl.is daglega* *annan hvorn miðilinn eða báða, skv. fjölmiðlakönnun Capacent Gallup á tímabilinu nóv.‘08 til jan.’09, allir landsmenn 12 til 80 ára ÍSLENSKI MARKAÐS- DAGURINN Á MORGUN BORGARLEIKHÚSIÐ Milljarðamærin snýr aftur Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is NÝ LÖG um Seðlabankann gætu tekið gildi á morgun, verði fyrirliggjandi lagafrumvarp um breytingar á stjórn hans samþykkt á Alþingi í dag. Við- skiptanefnd þingsins samþykkti frum- varpið um klukkan hálfátta í gærkvöld. Lokaumræða um frumvarpið fer fram í dag og býst Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, við sam- þykki þess í kjölfarið. „Efnislegri um- ræðu er lokið svo ég á von á því að frum- varpið verði samþykkt [í dag] en það er þingsins að afgreiða það,“ segir hún. Gangi það eftir taka lögin gildi daginn eftir auglýsingu í Stjórnartíðindum en hún gæti birst þar þegar í kvöld hafi menn hraðar hendur við vinnslu máls- ins. Ein breyting var gerð á frumvarpinu eftir að skýrsla Evrópusambandsins um fjármálamarkaði barst í gær en hennar hafði verið beðið frá því á mánu- dag. Í breytingunni er kveðið á um skyldu peningastefnunefndar til að gefa út viðvaranir séu alvarleg hættumerki til staðar sem ógni fjármálakerfinu. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sem situr í nefndinni, seg- ist ekki búast við löngum umræðum um málið á þinginu í dag, enda ræðutími takmarkaður við þriðju umræðu. „Við munum koma ákveðnum sjónarmiðum á framfæri en það verður ekki um neitt málþóf að ræða.“ Hann segist hafa fjölmargar athuga- semdir við efnisatriði og málsmeðferð frumvarpsins. „Þessi afgreiðsla við- skiptanefndar var að mínu mati for- kastanleg,“ segir hann. Frumvarpið í gegn  Síðasta umræða um seðlabankafrumvarpið á dagskrá Alþingis í dag eftir af- greiðslu viðskiptanefndar í gærkvöld  Lögin gætu tekið gildi þegar á morgun Aðalsalur nýja tónlistarhússins er að taka á sig mynd Morgunblaðið/RAX Musteri tónanna Í þessum sal í tónlistarhúsinu við Austurhöfn mun Sinfóníuhljómsveit Íslands spila og er salurinn að taka á sig mynd. Í salnum verða sæti fyrir 1.800 manns, að sögn Sigurðar R. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnarverkefnisins hjá ÍAV. Vinna er hafin við húsið að nýju | 16 VIÐSKIPTI Kröfuhafar Glitnis eiga réttmæta kröfu á að eignast hlut í Íslands- banka (Nýja Glitni) að mati Árna Tómassonar, formanns skilanefnd- ar hans, séu þeir ósáttir við það uppgjör sem þeim bjóðist. Gætu eignast banka við uppgjör Gunnar Örn Kristjánsson lét síð- degis í gær af starfi sem stjórn- arformaður Nýja Kaupþings eftir aðeins þrjá daga í starfi, en hann var skipaður á mánudaginn var. Hætti eftir þrjá daga í starfi Raunvirði hlutafjáreignar ríkisins í nýju viðskiptabönkunum gæti verið allt að helmingi lægra en nafnvirði hennar. Endurfjármögnun bank- anna mun kosta ríkið um 385 millj- arða króna. Hlutafé í bönk- unum lítils virði ÍMARK Eftir Helga Bjarnason og Þorbjörn Þórðarson TEKIST hafa samningar um kaup sjö fjárfesta undir forystu Óskars Magnússonar á Árvakri hf., útgáfu- félagi Morgunblaðsins. Eignast þeir fyrirtækið með yfirtöku skulda og kaupum á nýju hlutafé. Fjárfesta- hópurinn átti hæsta tilboð í fyrirtæk- ið. „Við teljum að það megi gera úr þessu góðan og arðvænlegan rekst- ur. Það er aðalmarkmið þeirra fjár- festa sem komið hafa til liðs við mig í þessu verkefni til þessa,“ segir Ósk- ar Magnússon. Kaupin fara fram undir merkjum Þórs- merkur ehf., fé- lags í eigu Ósk- ars. Með honum í kaupunum eru Gísli Baldur Garðarsson stjórnarformaður Olís, Guðbjörg Matthíasdóttir stjórnarmaður í Ísfélagi Vestmanna- eyja, Gunnar B. Dungal fyrrverandi forstjóri Pennans, Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, Þorgeir Baldursson forstjóri Kvosar og Þorsteinn Már Baldvinsson for- stjóri Samherja. Óskar segir að hóp- urinn vilji gjarnan fá fleiri fjárfesta til liðs við sig, á síðari stigum. Boðið var upp á að þeir sem skil- uðu inn tilboðum gerðu það með og án fyrirvara. Hópur Óskars nýtti sér þennan möguleika og skilaði tveimur tilboðum. Þau voru bæði hærri en til- boð Steve Cosser að sögn Einars Arnar Ólafsson forstöðumanns fyr- irtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Nýir eigendur að Árvakri  „Teljum að gera megi úr þessu góðan og arðvænlegan rekstur“  Hópur Óskars Magnússonar átti hæsta tilboð í söluferlinu, bæði með og án fyrirvara Óskar Magnússon Í HNOTSKURN »Morgunblaðið kom fyrst út2. nóvember 1913. Stofn- endur voru Vilhjálmur Finsen og Ólafur Björnsson. »Árvakur hf. var stofnsett-ur í Reykjavík árið 1919. Félagið keypti Morgunblaðið fljótlega eftir stofnun. »Fréttavefurinn mbl.is varopnaður árið 1998.  Sjö fjárfestar kaupa | 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.