Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009                     Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „FRAMAN af haustinu og fram yfir áramót var markið sett á að fram- lengja kjarasamningana þrátt fyrir mikla verðbólgu. Það er hins vegar ekkert launungarmál að efnahags- hrunið og mjög háir vextir hafa þrengt mjög verulega að fyrirtækj- unum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), um tildrög þess að samtökin sömdu um frestun kjarasamninga fram í júní. Þrátt fyrir frestun munu lág- markslaun hækka í 157.000 kr. 1. mars nk., auk þess sem önnur ákvæði samninganna, m.a. lenging orlofs, koma til framkvæmda. Gylfi segir tvo kosti hafa verið uppi eftir að Samtök atvinnulífsins (SA) lýstu því yfir um miðjan janúar, fyrir hönd sinna fyrirtækja, að þau treystu sér ekki til að standa við kjarasamn- ingana. Höfðu um tvennt að velja „Við stóðum þá frammi fyrir tvennu, annars vegar að þrýsta fast á efndir á samningunum og þar með að framkalla uppsögn þeirra, eða þá hitt, að setja af stað einhverja skoðun á því með hvaða hætti við gætum komið til móts við atvinnurekendur. Við treystum okkur hins vegar ekki til að gera það án þess að hafa rík- isstjórn við borðið sem væri til í að koma eitthvað að málunum. Framan af höfðum við ríkisstjórn sem virtist ekki geta tekið ákvarðanir, sem leiddi til þess að hún féll.“ Hann bendir á að frestun samning- anna gildi fram yfir kosningarnar. „Að hluta til komum við til móts við atvinnurekendur, að hluta til vinnum við okkur tíma til að fá nýja ríkis- stjórn að borðinu. Út úr þessu getur orðið til þríhliða samstarf um að vinna að þessum gríðarlega vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir […] Það var yfirgnæfandi meirihluti sem vildi fara þessa leið.“Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að gott samstarf hafi verið um þessa málalyktir. „Við fórum fram á það við ASÍ að fá meiri sveigjanleika. Alþýðusam- bandið hefur komið til móts við þetta. Niðurstaðan var sú að við myndum fresta endurskoðun samninganna fram í júní og glíma þá við málið. Það má segja að við höfum verið mjög mikið að tala saman alveg frá því við skrifuðum upp á samninginn 17. febrúar í fyrra um framvindu mála, sérstaklega í haust þegar fallið varð í bönkunum. Við deilum um margt sömu sýn á þróunina, sem segja má að geri öll þessi samskipti og viðræður auðveldari,“ segir Vil- hjálmur, sem telur að ella hefðu menn séð fram á launalækkanir. Staðan mjög erfið „Það liggur alveg fyrir að fyrirtæk- in eru í mjög erfiðri stöðu. Ef við hefðum látið þessar hækkanir ganga fram nú er hætt við að það hefði kall- að fram enn meira atvinnuleysi og að einhverju leyti komið fram í hærra verðlagi. Það væri bara ekki ráðlegt. Í einhverjum tilvikum hefðu laun ver- ið lækkuð á móti hækkunum.“ Samstaða um frestun Handsal Þór Sigfússon, formaður SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.  Kjarasamningar verða endurskoðaðir í júní  Sátt um málið hjá SA og ASÍ  Framkvæmdastjóri SA segir að launahækkanir hefðu getað aukið atvinnuleysið Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KRISTJÁN Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að um 30 manns verði til sjós við hvalveiðar á vegum fyrirtækisins í sumar og að reikna megi með að um 170 manns verði við störf í landi. Hann hafði ekki upplýsingar um hvernig störfin í landi skiptust á milli hvalskurðar, verkunar og annars en byggði þetta mat á reynslu sinni af hval- veiðum. Fjöldinn, þ.e. 200 starfsmenn, eigi við um fyrirtækið í fullum rekstri. Mat á fjölda starfs- manna geti þó aldrei verið nákvæmt. Þetta muni koma betur í ljós í maí. „Við erum ekki í gangi nema kannski fimm mánuði á ári en svo þarf líka að undirbúa starfsemina. Þú hleypur ekki bara strax af stað,“ sagði Kristján. Aðspurður sagðist Kristján ekki vita um hve mörg ársstörf væri að tefla. „Það veit ég ekki. Ég hef ekki reiknað það út.“ Þá væri ekki víst að hann þyrfti að auglýsa eftir starfsfólki því margir hefðu hringt og spurst fyrir um störf við hvalveiðarnar. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf., telur að um 20-30 manns muni vinna við veiðar og vinnslu á hrefnu í sumar. Miðað við núverandi kvóta má veiða 100 hrefnur en Gunnar vonast eftir kvóta upp á 200 dýr. Miðað við 200 dýra kvóta gerir hann ráð fyrir 24-28 ársstörfum við hrefnuveiðar en um 16-20 ársstörfum ef kvótinn verður 100 dýr. Þarf 30 til sjós og 170 í landi  Margir hafa hringt og spurst fyrir um störf við hvalveiðar í sumar  Gert ráð fyrir að um 20-30 manns starfi við hrefnuveiðar og vinnslu Morgunblaðið/ÞÖK ÞRÍTUG kona sem grunuð er um milligöngu um vændi verður í gæsluvarðhaldi til klukkan 16 á morgun, þ.e. ef ekki verður farið fram á framlengingu varðhaldsins. Hún kærði gæsluvarðhaldsúrskurð til Hæstaréttar en málinu var vísað frá sökum annmarka á kærunni. Í greinargerð lögreglustjóra segir að lögreglu hafi borist upplýsingar þess efnis að konan og unnusti henn- ar ætluðu sér að flytja til landsins mikið magn af fíkniefnum. Lögreglu bárust svo upplýsingar um að unn- ustinn hefði verið handtekinn á Schiphol-flugvelli með fíkniefni. Konan var handtekin við komuna til landsins á föstudag fyrir viku. Þá lá fyrir rökstuddur grunur lög- reglu um að konan hefði lífsvið- urværi sitt af vændi annarra og stundaði mansal ungra kvenna hing- að til lands í því skyni. Var gæslu- varðhaldið samþykkt á þeim grunni. andri@mbl.is Grunur um mansal SIGRÍÐUR Á. Andersen, fram- bjóðandi í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, hefur birt á heimasíðu sinni www.sig- ridurandersen.is yfirlit yfir eignir og skuldir heim- ilis síns, en hún er gift Glúmi Jóni Björnssyni efna- fræðingi. „Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar og vegna mikillar umræðu um fjár- hagsleg tengsl og hagsmuni kjör- inna fulltrúa þykir mér sjálfsagt að upplýsa kjósendur í Reykjavík um stöðu mína að þessu leyti um leið og ég óska eftir umboði þeirra til starfa á Alþingi,“ skrifar Sigríður í yfirlýsingu um ákvörðun sína. Hún kveðst virða rétt þeirra frambjóðenda sem gera þetta ekki. Birtir yfirlit yfir fjármál Sigríður Á Andersen AÐ meðaltali hafa um tveir útlend- ingar á dag samband við utanrík- isráðuneytið til að koma á framfæri mótmælum gegn hvalveiðum. Flest- ir senda tölvupóst en tiltölulega fáir hringja, að sögn Urðar Gunnars- dóttur upplýsingafulltrúa. Frá áramótum hafa átta manns komið á framfæri mótmælum við sendiráð Íslands í London og einn bættist við í síðustu viku. Sendiráðið í Berlín hefur tekið á móti 14 mót- mælum, þar af tvennum í síðustu viku. Í liðinni viku höfðu fjórir sam- band við sendiráð Íslands í Wash- ington til að mótmæla hvalveiðum og er heildarfjöldi mótmæla þar með kominn upp í sex. Sjávarútvegsráðu- neytinu hafa borist fjögur mótmæla- bréf frá útlöndum og tvær stuðn- ingsyfirlýsingar. runarp@mbl.is Tveir mót- mæla á dag KÝRIN Örk á bænum Egg í Skaga- firði var afurðahæsta kýrin á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum úr skýrsluhaldi nautgriparæktarfélag- anna sem birtar voru í gærkvöldi. Örk mjólkaði 12.851 kg á árinu. Kýrin Hin á Hraunhálsi skilaði heldur verðmeiri afurðum, eða 1001 kg verðefna, sem er Íslandsmet, á meðan Örk skilaði 977 kg. Mestu afurðir á einu búi voru hjá Daníel Magnússyni á Akbraut í Holt- um, 8159 kg að meðaltali á kú. helgi@mbl.is Örk er afurða- hæsta kýrin STARFSMENN banka og spari- sjóða hér á landi eru ekki fleiri en voru í lok árs 2004. Þetta segir Frið- bert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyr- irtækja. Hann undrast að viðskipta- ráðherra auki á óróann í ríkisbönk- unum með því að segja þá of stóra eða of marga. Atgervisflótti banka- starfsmanna sé óumflýjanlegur und- ir þessari umræðu. „Liggi fólk stöðugt undir þessu tali bíður það ekki eftir aðgerðum. Það fer annað sé það í boði.“ Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra sagði á þingi í fyrradag blasa við að starfsmenn bankanna væru of margir miðað við umsvifin. Banka- stofnunum myndi fækka frá því sem nú er, þó að engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Við óskuðum eftir því við síðustu ríkisstjórn að hún færi hægt í þessa umræðu á meðan verið væri að byggja bankana upp, því mikilvægt væri að skapa ró,“ segir hann og óskar þess að viðskiptaráðherra og þingmenn sem svona tali kynni sér fjölda starfsmanna bankanna nú og fyrir útrás þeirra. Friðbert bendir á að starfs- mönnum banka og sparisjóða hafi fækkað um 1.300 á árinu 2008 og það sem af er árinu. gag@mbl.is Fækkað um 1.300 í bönkum Segir ummæli ráðherra auka á óróann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.