Morgunblaðið - 26.02.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SAMNINGAR hafa tekist um að
Þórsmörk ehf. eignist Árvakur hf.,
útgáfufélag Morgunblaðsins, með
yfirtöku skulda og nýju hlutafé.
Kaupverð er ekki gefið upp. Nýir
eigendur taka við félaginu eftir
nokkrar vikur.
Þórsmörk ehf. er í eigu Óskars
Magnússonar lögmanns og fjár-
festis. Hluthafar með honum verða
Gísli Baldur Garðarsson lögmaður
og stjórnarformaður Olís, Guðbjörg
Matthíasdóttir sem er með fjöl-
skyldu sinni aðaleigandi Ísfélags
Vestmannaeyja hf., Gunnar B.
Dungal fyrrverandi aðaleigandi
Pennans, Pétur H. Pálsson fram-
kvæmdastjóri útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækisins Vísis hf. í
Grindavík, Þorgeir Baldursson for-
stjóri Kvosar sem er móðurfélag
prentsmiðjunnar Odda og Þor-
steinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja.
Samningar um kaup nýrra hlut-
hafa á Árvakri voru gerðir fyrir
milligöngu Íslandsbanka. Fram
kemur í tilkynningu bankans í gær
að ráðgert er að dreifa eignaraðild
að félaginu enn frekar með því að
fleiri hluthafar gangi til liðs við það
á síðari stigum.
Samið við aðra kröfuhafa
Boðað verður til hluthafafundar
þar sem hlutafé fyrri eigenda verð-
ur fært niður í núll og nýtt hlutafé
gefið út sem hinir nýju eigendur
munu kaupa. Á sama tíma verður
gengið til samninga við stærstu
kröfuhafa Árvakurs, fyrir utan Ís-
landsbanka sem er aðili að samn-
ingum um sölu fyrirtækisins, um
lækkun krafna. Gefa samningsað-
ilar sér fáeinar vikur til að ljúka
þessu ferli.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi og sölu Árvakurs undanfarna
mánuði en formlegt söluferli hefur
staðið frá 27. janúar með auglýs-
ingu fyrirtækjaráðgjafar Íslands-
banka.
Gengið var til samninga við
Þórsmörk ehf. sem hæstbjóðanda. Í
tilkynningu Íslandsbanka um
samningana kemur fram að tilboð
Þórsmerkur hafi verið 200 millj-
ónum kr. hærra en næsthæsta til-
boð sem var frá Palumbo holdings
ehf.
Kaupverð er ekki gefið upp. „Við
erum að kaupa fyrirtækið á 200
milljónum meira en næstbjóðandi,“
var það eina sem Óskar Magnússon
sagðist geta sagt um þetta.
Sjö fjárfestar munu
kaupa Árvakur hf.
Nýir eigendur taka yfir skuldir og leggja til nýtt hlutafé
Pétur H.
Pálsson
Þorsteinn Már
Baldvinsson
Gísli Baldur
Garðarsson
Guðbjörg
Matthíasdóttir
Þorgeir
Baldursson
Morgunblaðið/ Jim Smart
Gunnar
Dungal
„MARKMIÐIÐ er fyrst og fremst
það að reka góðan, traustan og trú-
verðugan fjölmiðil sem Morgun-
blaðið hefur verið og koma honum
upp úr því fari sem hann hefur verið
í að undanförnu,“ segir Óskar Magn-
ússon, lögmaður og eigandi Þórs-
merkur ehf., um tilgang hóps fjár-
festa sem gert hefur samning við
Íslandsbanka um kaup á nýju
hlutafé í Árvakri, útgáfufélagi
Morgunblaðsins.
„Við teljum að það megi gera úr
þessu góðan og arðvænlegan rekst-
ur. Það er aðalmarkmið þeirra fjár-
festa sem hafa komið til liðs við mig í
þessu verkefni til þessa. Svo eru
sjálfsagt mismunandi ástæður hjá
hverjum og einum. Eflaust bera allir
einhverjar tilfinningar til Morgun-
blaðsins, hafa áhuga á þessu merka
fyrirbæri í íslenskri fjölmiðlasögu
og vilja af ýmsum ástæðum að það
blað verði gefið út áfram. Grundvöll-
urinn er samt sem áður viðskipta-
legs eðlis,“ segir Óskar.
Íhaldssöm þróun
Árvakur hefur átt í fjárhagserf-
iðleikum að undanförnu og hefur
rekstrarkostnaður verið lækkaður,
meðal annars með fækkun starfs-
fólks. Spurður hvort gera þurfi
miklar breytingar á rekstrinum seg-
ist Óskar telja að lykillinn að því að
rekstur fyrirtækisins verði arðvæn-
legur sé ekki síst að viðhalda því sem
til er. „Við væntum þess að Árvakur
og það sem honum tilheyrir muni
taka eðlilegri þróun, eins og hefur
gerst í gegnum tíðina. Sú þróun hef-
ur verið frekar íhaldssöm og ég held
að það sé af hinu góða, ekki síst á
tímum eins og núna.“
Nýir eigendur taka ekki strax við
fyrirtækinu. Óskar segir að fyrst
þurfi að ljúka ársuppgjöri og boða til
hluthafafundar þar sem hlutafé
verði væntanlega fært niður og síð-
an aukið aftur. Þetta ferli geti tekið
nokkrar vikur. „Á sama tíma er ætl-
unin að láta reyna á samninga við
aðra kröfuhafa
heldur en þá sem
núna hefur verið
samið við um
lækkun krafna.
Fyrr er ekki
hægt að ganga
frá eigendaskipt-
um og taka við
fyrirtækinu. Ég
vænti þess ein-
dregið að þetta ferli gangi greið-
lega,“ segir Óskar.
Sex fjárfestar standa að kaup-
unum með Óskari en fram kom í gær
að ráðgert er að fleiri hluthafar
komi til liðs við félagið. Óskar segir
að þeir sex fjárfestar sem kynntir
hafi verið til leiks með honum í gær
standi að kaupunum. „Við höfum
gefið til kynna að við viljum gjarnan
fá fleiri. Það hafa aðrir gefið sig
fram og lýst áhuga. Þó þeir séu ekki
með á þessu stigi málsins kann það
að vera að með nánari kynningu og
þegar þessum áfanga er náð, að
fleiri komi með. Það er opið.“
Félag með mjög dreifða eignarað-
ild, Almenningur ehf., var meðal
bjóðenda í Árvakur. Spurður hvort
til greina komi að opna félagið svo
mikið, lýsir Óskar þeirri afstöðu
sinni að ekki sé ráðlegt að Árvakur
verði að svo stöddu hlutafélag í eigu
mörg hundruð eða þúsund ein-
staklinga úr hópi almennings á Ís-
landi. „Það er einfaldlega vegna
þess að þarna hafa verið miklir erf-
iðleikar. Ég tel að þeir sem nú taka
væntanlega við þurfi að ná tökum á
því sem þeir eru að fara að fást við,
þannig að þeir standi í báða fætur,
áður en farið er að hugleiða það að
bjóða almennum borgurum hér að-
ild að Árvakri. Almenningur hefur
orðið fyrir miklum búsifjum á und-
anförnum mánuðum vegna hluta-
bréfakaupa og ég treysti mér ekki
til þess að fara í fararbroddi fyrir
því að þeir fjárfesti í hlutabréfum,
hvorki í Árvakri né annars staðar að
svo stöddu.“ helgi@mbl.is
Markmiðið að
reka góðan og
traustan fjölmiðil
Kaupin á viðskiptalegum grundvelli
Óskar Magnússon
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„VIÐ héldum þessu í mjög þröngum
hópi innan bankans, það voru fjórir
starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar sem
sáu um ferlið og þrír starfsmenn sem
voru viðstaddir opnun tilboða,“ segir
Einar Örn Ólafsson, forstöðumaður
fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, en
Þórsmörk, eignarhaldsfélag Óskars
Magnússonar og félaga var með
hæsta tilboðið í Árvakur.
Bæði tilboð Óskars hærri
Óskar og félagar skiluðu tilboðum
með og án fyrirvara og þau voru bæði
hærri heldur en tilboð Steve Cosser.
„Það var boðið upp á að menn skiluðu
fyrirvaralausu tilboði sem var í raun-
inni staðlað tilboð og síðan var boðið
upp á að skila tilboði með fyrirvara
sem fól í sér ákveðna hindrun sem
bankinn þurfti að taka afstöðu til. En
það kemur aldrei til skoðunar því
bæði tilboð Þórsmerkur voru hærri,“
segir Einar. Cosser nýtti sér ekki til-
boð með fyrirvara og var 200 milljóna
króna munur á tilboðum án fyrirvara.
„Það er ekki
rétt að ég hafi
sagt honum að
hann væri með
hæsta fyrirvara-
lausa tilboðið,“
segir Einar að-
spurður um þær
yfirlýsingar Cos-
sers að hann hefði
fengið upplýsing-
ar frá bankanum um að hann væri
með hæsta tilboðið.
Einar segir að eftir opnun tilboða
hafi verið athugað hvort tilboðin væru
ekki fyllilega samanburðarhæf. „Auk
þess var ekki hundrað prósent búið að
ganga frá öllum endum. Vaxtastig
lána Árvakurs var klárt en það eru
alls kyns ákvæði í lánasamningum
Árvakurs og við þurftum að ganga úr
skugga um að það væri gagnkvæmur
skilningur milli tilboðsgjafanna og Ís-
landsbanka á þessum ákvæðum,“
segir Einar. Myntkörfulán sem er
veðtryggt í prentsmiðju Árvakurs er
það lán sem hefur vegið þyngst í
rekstrarerfiðleikum félagsins. Að-
spurður um fjárhæð lánsins segist
Einar ekki hafa nákvæma fjárhæð á
stöðu þess í dag. „En það er nokkuð
hærra en félagið þolir.“
Ekki sérstök bakgrunnsathugun
Aðspurður hvort farið hefði verið í
sérstaka bakgrunnsathugun á þeim
sem buðu í félagið til að kanna hvort
þeir væru í samstarfi við einhverja
sem ekki voru tilgreindir í tilboðun-
um sjálfum, segir Einar svo ekki
vera. Tilboðsgjafar hefðu þurft að
sýna fram á greiðslugetu og fjárhags-
legan styrk og að staðfesta með und-
irritun sinni að þeir, og aðeins þeir,
stæðu á bak við tilboðin.
Að sögn Einars munu nýir kaup-
endur kanna hvort ekki fáist ásætt-
anleg niðurstaða í málefnum þeirra
sem eiga veðlausar kröfur á Árvakur.
„Það er einkum Landsbankinn og að-
stæður bjóða ekki upp á annað en
hann fái ekki nema að mjög litlu leyti
greitt upp í veðlausar kröfur sínar,“
segir Einar.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Steve Cosser í gærkvöldi sagðist
hann ekki vilja tjá sig um málið að svo
stöddu.
Bæði tilboð Óskars
og félaga voru hærri
Gefinn var kostur á tilboðum með og án fyrirvara
Einar Örn Ólafsson
„SÚ niðurstaða, sem er fengin í
málið, er jákvæð fyrir miðla Árvak-
urs, Morgunblaðið og mbl.is. Óvissu
um reksturinn er eytt og öflugir
fjárfestar komnir að félaginu,“ segir
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri
Morgunblaðsins.
„Samsetning þess hóps, sem
stendur að Þórsmörk ehf., er ekki
ósvipuð því eignarhaldi sem Morg-
unblaðið hefur lengst af búið við;
þar er á ferð tiltölulega breiður og
fjölbreyttur hópur stöndugra fjár-
festa.
Það er að mínu mati jákvætt að
þessi hópur hyggst fá enn fleiri eig-
endur að félaginu. Dreift eignarhald
er æskilegast fyrir fjölmiðlafyrir-
tæki eins og Árvakur. Ég geng út
frá því að eins og fyrri eigendur í
áranna rás muni hinn nýi eig-
endahópur standa þétt við bakið á
ritstjórn Morgunblaðsins og
tryggja sjálfstæði hennar í hví-
vetna,“ segir Ólafur.
Niðurstaðan fagnaðarefni
„Það er fagnaðarefni fyrir starfs-
menn og áskrifendur Morgunblaðs-
ins og mbl.is að búið sé að eyða
óvissu um framtíð félagsins,“ segir
Einar Sigurðsson, forstjóri Árvak-
urs hf. „Starfsfólk fyrirtækisins hef-
ur í vetur barist fyrir Morgunblaðið
og mbl.is og haft sigur í tvennum
skilningi. Við höfum sýnt svo ekki
verður um villst að þessir miðlar
skiptu máli í umfjöllun um eitthvert
örlagaríkasta tímabil Íslandssög-
unnar. Við höfum líka sýnt að þær
fórnir sem starfsfólk hér hefur fært
með aukinni vinnu, fækkun starfa
og lækkun launa, hafa átt umtals-
verðan hlut í að fyrirtækið er nú í
rekstrarfæru standi við erfiðustu
aðstæður sem sést hafa á fjölmiðla-
markaðnum,“ segir Einar.
Hann segir að verkefnið hafi ver-
ið unnið hratt og örugglega og sölu-
ferlinu stjórnað af festu af hálfu Ís-
landsbanka. „Ég tel að þetta
söluferli geti orðið fyrirmynd að
endurskipulagningu annarra fyrir-
tækja af hálfu bankanna. Ég vil
þakka Íslandsbanka fyrir traust
samstarf í þessu máli,“ segir Einar
Sigurðsson.
Öflugir fjárfestar
komnir að félaginu
Einar Sigurðsson Ólafur Stephensen