Morgunblaðið - 26.02.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 26.02.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 UM helgina stendur Hundarækt- arfélag Íslands fyrir hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal. Fleiri en 800 hundar af yfir 90 hundakynjum verða dæmdir á sýningunni. Dómar hefjast kl. 9:00 báða dag- ana og standa fram eftir degi. Fimm dómarar frá fimm löndum, Bretlandi, Hollandi, Írlandi, Sviss og Svíþjóð munu dæma keppnina. Úrslit á sunnudegi hefjast kl. 14:00 og kemur þá í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Spennandi Sá besti á síðustu sýn- ingu ásamt eiganda. Hundasýning „Á undanförnum árum hafa grunn- skólar í sveitarfélaginu Árborg unnið að því markmiði að útrýma einelti og nýtt til þess m.a. aðferð Olweusar gegn einelti,“ segir í yf- irlýsingu til Morgunblaðsins frá fræðsluyfirvöldum í Árborg. Morg- unblaðið hefur undanfarna daga fjallað um eineltismál í skólum sveitarfélagsins. Fræðsluyfirvöld í Árborg segjast leggja mikla áherslu á að stöðugt sé unnið að því að koma í veg fyrir einelti innan grunnskólanna með viðurkenndum leiðum og að góð samvinna sé milli skólans og ráðgjafa Olweusar- verkefnisins á Íslandi. „Ofbeldi og einelti er því miður til staðar í íslensku samfélagi og er Selfoss þar ekki undan skilinn,“ segir í yfirlýsingunni. „Á hverjum tíma á það að vera samfélagslegt verkefni hvar sem menn búa að út- rýma ofbeldi og einelti.“ Segir í yfirlýsingunni að mikið hafi áunnist í þessum efnum á und- anförnum árum með góðri vinnu innan skólanna í Árborg. „Fræðsluyfirvöld sveitarfé- lagsins tjá sig ekki að öðru leyti en hér að framan greinir varðandi skrif Morgunblaðsins miðvikudag- inn 24. febrúar,“ segir í yfirlýsing- unni. Reynt að koma í veg fyrir einelti FJÁRHÆÐIR styrkja og uppbóta vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðs fólks hækka um 20% og ýmis skil- yrði fyrir styrkjum verða rýmkuð samkvæmt nýrri reglugerð sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur kynnt fulltrúum Ör- yrkjabandalags Íslands og Sjálfs- bjargar. Styrkir til hreyfihamlaðra vegna bifreiða hafa ekki hækkað síðastliðin níu ár. Hækka um 20% SAGA skipa- smíða Mars- ellíusar Bern- harðssonar er rakin í máli og myndum á sýn- ingu í Safnahús- inu á Ísafirði. Farið er yfir skipasmíðar Marsellíusar og einskorðast sýn- ingin við nýsmíðar hans á tíma- bilinu 1936 til 1977. Fjöldi vegg- spjalda með ljósmyndum prýðir sýninguna og vitnað er í blaða- greinar frá þessum árum er tengj- ast skipasmíðinni. Kristján G. Jó- hannsson stendur fyrir sýningunni sem verður opin fram undir páska. Unnt er að skoða veggspjöldin á vef safnanna: safn.isafjordur.is/. Rakin saga skipa- smíða Marsellíusar Marsellíus Bernharðsson STUTT FIMMTA árið í röð lesa alþingismenn og ráðherrar úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar. Hver lestur hefst kl. 18 og tengist stuttri helgistund í kirkjunni, sem tekur um fimmtán mínútur. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra reið á vaðið í gær, á fyrsta degi föstu. Morgunblaðið/Ómar Steingrímur las fyrsta sálminn VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ bar í gær til baka ummæli sem höfð voru eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráð- herra á vef Financial Times í gær um að ríkisstjórn Íslands hefði hætt við að höfða mál gegn bresku ríkis- stjórninni fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu vegna þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn ís- lenskum bönkum í október. Í tilkynningu frá ráðuneytinu sagði að engin breyting hefði orðið á fyrirhuguðum stuðningi ríkisstjórn- arinnar við hugsanlega málshöfðun skilanefnda Kaupþings og Lands- bankans á hendur breska ríkinu. Fyrri ríkisstjórn hefði ákveðið, að fengnu sérfræðiáliti um að engar lík- ur væru á að íslenska ríkinu yrðu dæmdar bætur, að höfða ekki mál gegn Bretum fyrir breskum dóm- stólum. Verið væri að kanna aðra möguleika til málshöfðunar, m.a. fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Engin breyting á afstöðu Bera til baka ummæli ráðherrans í FT Eftir Andra Karl andri@mbl.is TEKIST var á um það fyrir héraðsdómi í gær- morgun hvort lögmenn olíufélaganna ESSO (Kers), Olís og Skeljungs fái að dómkveða mats- menn til að vinna nýja undirmatsbeiðni í máli fé- laganna gegn Samkeppniseftirlitinu. Eftir nokk- urt karp var málið lagt í hendur dómara sem skilar úrskurði í næstu viku. Áður en til málflutnings vegna kröfunnar kom var karpað um dómkvadda matsmenn sem vinna eiga yfirmatsbeiðni að kröfu verjenda olíufélag- anna. Málsaðilar gátu aðeins komið sér saman um einn matsmanna, Ólaf Ísleifsson hagfræðing, en lögmenn félaganna voru ekki á eitt sáttir um hina tvo, þ.e. Gunnar Haraldsson og Katrínu Ólafsdótt- ur hagfræðinga. Bókuðu verjendur að þeir teldu Gunnar og Katrínu vanhæf til að sinna störfunum þar sem þau hefðu tjáð sig um olíufélögin í annarri matsgerð. Undirmatsbeiðnin sem lögmenn olíufélaganna fara fram á lýtur að ávinningi félaganna vegna meints samráðs þeirra. Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, fór fram á að kröfunni yrði synjað, m.a. þar sem ítarleg gögn um málefnið liggi fyrir í málinu og sönnunarfærsl- an væri þarflaus. Verjendurnir töldu hana hins vegar þarfa og kæmi til vegna gagnaöflunar Samkeppniseftirlits- ins. Töldu þeir eðlilegt að olíufélögin fengju tæki- færi til að svara fyrir sig. Ekki samstaða um matsmenn  Lögmenn olíufélaganna telja tvo af þremur dómkvöddum matsmönnum vanhæfa  Lögmaður Samkeppniseftirlitsins vill að kröfu um undirmat verði hafnað Í HNOTSKURN »Samkeppniseftirlitið komst að þeirriniðurstöðu í október 2004 að olíufélögin þrjú hefðu gerst sek um verðsamráð á ár- unum 1993 til 2001. »Enn er tekist á um upphaflega málið.Það er að olíufélögin fara fram á að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins verði hnekkt. »Málið hefur staðið frá hausti 2005 ogekki sér enn fyrir endann á því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.