Morgunblaðið - 26.02.2009, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
ÖLLUM landsmönnum verður tryggt
háhraðanet fyrir árslok 2010, en Fjar-
skiptasjóður og Síminn undirrituðu í
gær samning þess efnis. Um er að
ræða tæplega 1.800 heimili og verða
þau fyrstu tengd innan mánaðar.
Samningurinn er til fimm ára og
tekur gildi 1. mars 2009. Samnings-
fjárhæðin er 606 milljónir króna og í
samningnum felst að Fjarskiptasjóð-
ur veitir Símanum fjárstyrk til upp-
byggingar á háhraðanetkerfi og há-
hraðanetþjónustu sem nær til staða
sem ekki hafa aðgang að slíkri þjón-
ustu. Þjónustan mun ná til heimila
þar sem einn eða fleiri einstaklingar
eru með lögheimili og hafa þar jafn-
framt heilsársbúsetu og einnig til
húsnæðis þar sem lögaðili er með at-
vinnustarfsemi allt árið.
Vinna við uppbygginguna hefst
strax og geta fyrstu heimilin nýtt sér
netþjónustu Símans við lok mars-
mánaðar. Áætlað er að tengingu
þessara tæplega 1.800 staða ljúki við
lok næsta árs. Þau heimili sem þiggja
þjónustuna munu hafa kost á 2Mb/s
tengingu en það er margfaldur hraði
miðað við þann hraða sem nú er í boði
á þessum stöðum. Samhliða þessari
uppbyggingu mun Síminn byggja
upp 3G farsímasamband á þessum
svæðum.
Upphaflegt umfang verkefnisins
var um 1.100 staðir. Umfangið hefur
aukist um tæplega 700 staði þar sem
markaðsáform nokkurra aðila gengu
ekki eftir. Auglýst var eftir áformum
markaðsaðila á þessum viðbótarstöð-
um sem reyndust engin vera. Samn-
ingurinn nær því í dag til allra staða á
landinu sem, að uppfylltum búsetu-
skilyrðum, eiga ekki kost á háhraða-
nettengingu á markaðslegum for-
sendum.
Með þessum samningi hafa sam-
gönguráðuneytið og fjarskiptasjóður
komið í framkvæmd öllum helstu
verkefnum gildandi fjarskipta-
áætlunar 2005-2010 sem eru:
Að allir landsmenn, sem þess óska,
hafi aðgang að háhraðanettenging-
um.
GSM-farsímaþjónusta verði að-
gengileg á þjóðvegi 1, öðrum helstu
stofnvegum og á helstu ferðamanna-
stöðum.
Að dreifing sjónvarpsdagskrár
Ríkisútvarpsins, auk hljóðvarps Rás-
ar 1 og Rásar 2, til sjómanna á miðum
við landið og til strjálbýlli svæða verði
stafræn um gervihnött.
Sjá nánar á slóðinni:
www.fjarskiptasjodur.is.
Háhraðanet lagt til
allra landsmanna
Fjarskiptasjóður og Síminn undirrita samning til fimm ára
Háhraðanet tryggt öllum landsmönnum fyrir árslok 2010
Undirritun Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, Kristján L. Möller sam-
gönguráðherra og Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
BJARNI Benediktsson, alþing-
ismaður og frambjóðandi til for-
mennsku í Sjálfstæðisflokknum,
kveðst ekki fráhverfur hugmyndum
Framsóknarflokksins um að allar
húsnæðisskuldir og skuldir fyr-
irtækja verði færðar niður um 20%.
„Ég held að það sé staðreynd að
aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið
til í vetur og birtast í frumvörpum
sem eru núna til meðferðar í þing-
inum muni ekki duga til að koma
nægilega til móts við vanda heimila
og atvinnulífsins. Ég tel að það þurfi
að taka stærri og meira afgerandi
skref og mér finnst að afskriftir
skulda eigi að koma fyllilega til
greina í því samhengi,“ sagði hann í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Þarf ekki að auka útgjöld
Bjarni sagði að ef það væri rétt,
líkt og rætt hefði verið um, að eigna-
söfn gömlu bankanna verði færð í
nýju bankana með gríðarlegum af-
skriftum, þá væri búið að draga upp
þá mynd að viðskiptavinir bankanna
væru í og myndu verða í gríð-
arlegum vandræðum. Það svigrúm
sem bankarnir hefðu vegna þess að
þeir keyptu eignasöfnin á nið-
ursettu verði, væri það svigrúm sem
hugmyndin um niðurfellingu
skuldanna gengi m.a. út á að nýta.
„Það er út af fyrir sig alveg rétt að
þetta þurfi ekki að leiða til útgjalda
[fyrir ríkið]. Þvert á móti má halda
því fram að með því að bankarnir
gangi fram af fullri hörku og láti
reyna á innheimtu alls eignasafns-
ins þá muni það á endanum valda
ríkinu mun meira tjóni.“
Bjarni tók fram að menn yrðu að
sýna ákveðna varkárni í málinu og
óvíst væri að 20% væri rétt tala.
„En menn verða fyrst að staldra við
þá staðreynd að ef það er verið að
tala um allt að 50% niðurfærslu á
kröfunum, hvaða
mynd er verið að
draga upp af
stöðu íslensks
atvinnulífs? Það
er einhver
dekksta mynd
sem hefur verið
dregin upp í
nokkurri krísu
sem dunið hefur
yfir lönd og við
höfum verið að
skoða til samanburðar. Þetta er
meiri kreppa í atvinnustarfseminni
en dæmi eru um. Og til að bregðast
við því dugir ekki að lengja í lánum
og fresta aðfarargerðum,“ sagði
hann. Það væri mjög óábyrgt að ýta
þessari hugmynd út af borðinu
nema menn hefðu aðrar útfærslur
sem væru líklegar til að taka á vand-
anum með sama hætti.
Bjargar ekki þeim skuldugustu
Í þeim hugmyndum sem Fram-
sóknarflokkurinn kynnti var fjallað
um að það gæti verið álitamál að
þeir sem skuldi mikið fái hærri upp-
hæð fellda niður, að niðurfærsla
gagnaðist þeim best sem skulda
mest. Bjarni sagði að það væri alveg
klárt að niðurfærslan sem um væri
rætt myndi ekki duga til að bjarga
þeim sem eru verst settir. Þeir sem
væru skuldlausir yrðu að spyrja sig
hvort þeim litist á umhverfið ef inn-
heimtur bankanna myndu ganga af
40% af atvinnulífinu dauðu. Að sjálf-
sögðu væru engar hugmyndir galla-
lausar. Hann hefði hitt forsvars-
menn fyrirtækja sem skulduðu lítið
eða ekkert en þeir hefðu sagt að ef
ekki yrði tekið í taumana og hjólum
atvinnulífsins komið í gang á nýjan
leik myndu fyrirtæki einnig fara á
hausinn, jafnvel á einu ári. „Það
hafa öll fyrirtæki hagsmuni af því að
hjól atvinnulífsins stöðvist ekki og
við erum í stórhættu á að það ger-
ist.“
Ekki fráhverfur
niðurfærslu skulda
Bjarni
Benediktsson
Hætta á að hjól atvinnulífsins stöðvist FINNUR Árna-son, forstjóri
Haga, segir að
Gylfi Magnússon
viðskiptaráð-
herra verði að út-
skýra betur hvað
hann átti við þeg-
ar hann sagði á
Alþingi á þriðju-
dag að Íslend-
ingar hefðu um margt búið við óeðli-
lega skipan mála hvað varðaði
samkeppni í verslun og fleiri grein-
um. Samþjöppun í verslunarrekstri
væri ekki meiri hér en t.d. í Dan-
mörku og Noregi og raunar minni
en í Svíþjóð.
Gylfi sagði einnig að ef greiða
þyrfti úr málum eignarhaldsfélaga í
verslunarrekstri yrðu þau ekki end-
urreist í fyrri mynd heldur seld í
smærri einingum og þar af leiðandi
yrði meira svigrúm til samkeppni.
Finnur sagði ummæli Gylfa dap-
urleg. Tilefnið hefði verið umræða
sem Ásta Möller átti frumkvæði að
um stöðu verslunarinnar en mik-
ilvægi hennar hefði lítill gaumur
verið gefinn. Það hefði komið fram
að ráðherrann hefði engar lausnir
en í staðinn fullyrt ýmislegt sem
hann yrði að skýra betur, t.d. hvað
hann ætti við með að tala um óeðli-
lega skipan mála í samkeppni. Skip-
an mála væri sambærileg og í ná-
grannalöndunum.
Dapurlegt fyrir starfsfólk
„Í öðru lagi talaði hann um illa stödd
félög. Ég get bara talað fyrir Haga
sem er eina félagið á þessum mark-
aði sem er skráð á markað og birtir
afkomutölur opinberlega. Ég tel
Haga ekki standa illa þannig að ég
tel óeðlilegt að hann taki þessa at-
vinnugrein í heild og segi að hún
standi illa,“ bætti Finnur við.
Þá væru ummælin dapurleg fyrir
verslunarfólk, ekki síst þar sem um-
ræðan á Alþingi hefði átt að snúast
um leiðir til að vernda störf. „Þetta
er dónaskapur við íslenska verslun.“
runarp@mbl.is
Dónaskapur
við íslenska
verslun
Finnur Árnason
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
70
15
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Ævintýri og
ógleymanlegar minningar!
SÉRFERÐIR
GLÆSILEGAR
Sérferðir Heimsferða í sumar hafa fengið frábærar viðtökur eins
og fyrri ár, enda hefur framboðið sjaldan verið glæsilegra. Sæ-
tin eru óðum að fyllast í margar ferðanna, en þó eru enn sæti
laus í fjölmargar spennandi ferðir sem bjóða ævintýri, upplifanir
og ógleymanlegar minningar.
Tryggðu þér strax sæti í frábæra sérferð!
Gardavatn 27. júlí - 3. ágúst
Rapallo – Ítalska rivíeran 15.-22. júní
Tyrkland Sól – saga – menning 12.-26. september
Töfrar Andalúsíu 26. apríl - 3. maí
Náttúruperla í Austurríki 13.-20. ágúst
Í hjarta Toskana 24.-31. ágúst
Alpaævintýri í Seefeld 9.-16. júlí
Ævintýri í Marrakesh – Marokkó 22.-30. september
GÖNGUFERIR
Spánn – Valenciahéraðið 16.-23. maí
Ítalía – Cinque Terre 30. maí • 24. ágúst
Ítalía – Chiantihérað 1.-8. júní
Spánn – Pýreneafjöllin 12.-18. september
SIGLINGAR
Gersemar Miðjarðarhafsins 27. júni - 11. júlí.
Töfrar Miðjarðarhafsins 5.-12. júní • 18.-25. september
Vikusiglingar frá Kaupmannahöfn
• Norsku firðirnir
• Eystrasaltið