Morgunblaðið - 26.02.2009, Qupperneq 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðið/Þorkell
Enga farsíma Miðlarar eiga að skjalfesta samskipti sín við viðskiptavini.
að öll samskipti væru skrásett. Það
hafi bara ekki alltaf verið tæknilega
mögulegt auk þess sem eitthvert
hlutfall viðskiptavina hafi helst aldr-
ei viljað tala í hljóðritaða síma, af
ótilgreindum ástæðum. Reglurnar
voru því strangar en eftirfylgnin við
þær oft slök. Eftir stendur að Davíð
tók ekki skýrt fram hvort hann átti
við verðbréfaviðskipti, lánafyrir-
greiðslu eða eitthvað annað.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari vegna bankahrunsins,
segir að viðtalið við Davíð hafi ekki
gefið tilefni til frumkvæðis af hálfu
síns embættis, en að hann hvetji
Davíð til að koma á framfæri við sig
öllum upplýsingum sem geti leitt til
ákæru. Um sérmeðferð við einka-
hlutafélög innan gömlu bankanna
segir Ólafur að hafi fyrrnefnd endur-
skoðendateymi skilanefndanna
fundið eitthvað misjafnt í rekstri
þeirra komi það inn á hans borð.
JÓN Baldvin Hannibalsson hefur
tilkynnt þátttöku sína í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í til-
kynningu frá honum segir að hann
sækist eftir einu af átta efstu sætum
á listanum en hann tiltekur ekki sér-
stakt sæti, í trausti þess að boðaðar
breytingar á kosningalögum, er fela
í sér rétt kjósenda til per-
sónukjörs, nái fram að
ganga. Þannig segir Jón að
væntanlegir alþingismenn
öðlist ótvírætt umboð kjós-
enda. Jón Baldvin var for-
maður Alþýðuflokksins frá
1984 til 1996 og sat á þingi
fyrir flokkinn frá 1982 til
1998 eða þar til hann tók við
stöðu sendiherra Íslands í
Washington í Bandaríkj-
unum. Ellefu ár eru því síð-
an Jón Baldvin hafði bein
afskipti af stjórnmálum síð-
ast. ben@mbl.is
Í pólitík á ný eftir 11 ára hlé
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ATVINNULAUSIR eru nú á
sautjánda þúsund, eða 16.155 sam-
kvæmt vef Vinnumálastofnunar í
gær. Þar af eru um 20% í hlutastörf-
um á móti atvinnuleysisbótum. Ef
miðað er við að fjöldi fullra stöðu-
ígilda á atvinnuleysisskrá sé um
14.500 er atvinnuleysi nú í kringum
8%.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al-
þýðusambands Íslands, segir að þótt
eitthvað geti hægt á fjölgun atvinnu-
lausra um þessi mánaðamót óttist
hann að enn eigi eftir að bætast tvö
til fjögur þúsund manns á skrána.
ASÍ hefur spáð 9,5% meðaltals-
atvinnuleysi á þessu ári.
„Þess vegna er mjög mikilvægt að
lækka vextina. Þeir eru svo hrika-
lega háir að það getur enginn staðið
undir þeim,“ segir Gylfi. Þeir magni
upp bæði vanda fyrirtækjanna og
heimilanna.
Í aðdraganda mánaðamótanna
segir Jón Steindór Valdimarsson,
framkvæmdastóri Samtaka iðnaðar-
ins, að ekki sé von á mikilli bylgju úr
iðngreinunum inn á atvinnuleys-
isskrá. Hann segist ekki trúa öðru
en að nú nálgist menn lágmarkið í
byggingageiranum. Erfiðara sé að
spá fyrir um hvað gerist í öðrum iðn-
aði. Ljósir punktar séu í því að geng-
ishrunið hafi auðveldað sumum
framleiðendum lífið og að eftirspurn
hafi ekki minnkað heldur aukist eftir
vörum sumra fyrirtækja. Hins vegar
kvartar Jón Steindór yfir háum
vöxtum. Þau fyrirtæki sem enn séu
ekki í erfiðleikum lendi í þeim ef
vextir lækka ekki.
Nálgumst lág-
markið í bygg-
ingageiranum
16.155 voru á atvinnuleysisskrá í gær
Morgunblaðið/Golli
Íslenskt efnahagslíf
- áskoranir og tækifæri
Straumur fjárfestingabanki stendur að morgunfundi laugardaginn 28. febrúar kl. 10:00-
12:00 í Iðnó. Á fundinum verða ræddar helstu áskoranir og tækifæri Íslands í náinni
framtíð.
Waltraud Schelkle, sem er meðal færustu sérfræðinga á sviði efnahags- og
peningamálastefnu Evrópusambandsins, mun fjalla um aðlögunarferli ríkja að stefnu
sambandsins og kosti og galla aðildar. Vilhjálmur Egilsson kynnir nauðsynlegar aðgerðir til
endurreisnar atvinnulífsins að mati Samtaka atvinnulífsins. Sveinn Hjörtur Hjartarsson
fjallar um hagsmuni íslensks sjávarútvegs í tengslum við Evrópusambandsaðild og að lokum
mun Arnór Sighvatsson fara yfir peningastefnu á óvissutímum.
Raffaella Tenconi, aðalhagfræðingur og greinandi Straums mun stýra fundinum sem lýkur
með pallborðsumræðum.
Laugardagur 28. febrúar 2009 - Iðnó
Nauðsynlegar aðgerðir til endurreisnar atvinnulífsins
Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri, Samtök atvinnulífsins
Kostir og gallar aðildar Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU)
Dr. Waltraud Schelke, dósent, Hagfræðideild Evrópumiðstöðvar
London School of Economics
ESB og sjávarútvegurinn
Sveinn Hjörtur Hjartarsson, aðalhagfræðingur, LÍÚ
Peningastefna á tímum óvissra gjaldeyrishafta
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
Pallborðsumræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri er Raffaella Tenconi, aðalhagfræðingur Straums.
10:00
10:20
10:40
11:00
11:20
Fundurinn fer fram á ensku og er engin aðgangseyrir.
Skráning fer fram í síma 585-6600 eða með tölvupósti á receptionreykjavik@straumur.com
NÁMSSTYRKIR
Veittir verða styrkir í fjórum flokkum:
3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr.
3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr.
4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr.
3 styrkir til listnáms, 350.000 kr.
30.
SÆkTU UM FYRIR:
mars 2009
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
6
7
6
0
umsóknarblað má finna á landsbankinn.is
HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá
máli manns sem kærði gæsluvarð-
haldsúrskurð. Í dóminum segir að
bókað hafi verið á dómþingi héraðs-
dóms að maðurinn kærði úrskurðinn
til Hæstaréttar, en ekki hefði verið
bókað í hvaða skyni kært væri. Var
því ekki komist hjá því að vísa mál-
inu frá. Maðurinn situr í gæsluvarð-
haldi til klukkan 16 á morgun.
Í greinargerð lögreglustjóra kem-
ur fram að maðurinn hefur átt aðild
að ólöglegum innheimtum – hand-
rukkunum – og frelsissviptingum.
Segir að maðurinn hafi haft ávinning
af handrukkun. andri@mbl.is
Kæru vísað frá dómi