Morgunblaðið - 26.02.2009, Síða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðið/RAX
Kaffistofa á pöllum Kaffistofan í tónlistarhúsinu verður á fjórðu hæðinni. Þaðan verður hægt að ganga með bollana sína yfir á palla og sitja þar og njóta útsýnisins yfir miðbæinn.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
ÞRÍR af sex byggingakrönum við
tónlistarhúsið við Austurhöfn eru
þegar komnir í gang þótt vinnan,
sem fór í gang á ný síðastliðinn laug-
ardag, fari hægt af stað.
Ekki stendur til að unnið verði um
helgar þótt byrjað hafi verið á laug-
ardegi, að því er Sigurður R. Ragn-
arsson, framkvæmdastjóri Austur-
hafnarverkefnis Íslenskra aðalverk-
taka, greinir frá.
„Það var einhver málamyndavinna
hér á laugardaginn. Við vildum byrja
á laugardegi til lukku en ekki mánu-
degi til mæðu. Það verður ekki al-
menna reglan að unnið verði um
helgar,“ segir Sigurður.
Á milli 50 og 60 manns hafa þegar
hafið störf á svæðinu og gert er ráð
fyrir því að um 100 manns bætist við
á næstu 10 dögum. Áætlað er að í vor
verði starfsmennirnir um 300 á
staðnum.
Þeir sem þegar eru komnir til
vinnu voru flestir við störf á svæðinu
áður. „Þegar himnarnir byrjuðu að
hrynja yfir Ísland og umheiminn
vorum við 220. Síðan var hægt á
verkinu fram að jólum en þá voru
eftir um 130. Margir erlendu starfs-
mannanna eru farnir af landi brott,“
segir Sigurður.
Ákveðið var að hefja framkvæmd-
ir þótt ekki hafi verið gengið form-
lega frá fjármögnun. „Við vonum að
það verði þá og þegar. Það er bara
formsatriði að ljúka því. Það biðu
margir í óvissu og við vildum létta
henni af. Við töldum það ekki áhættu
að byrja en auðvitað er þetta ekki
búið fyrr en það er búið en það er
líka áhætta að vera stopp,“ bendir
Sigurður á.
Alls er um 50 prósentum af heild-
arverkefninu lokið, að sögn Sigurð-
ar.
Kranarnir eru komnir í gang
Vinna við tónlistarhúsið við Austurhöfn hafin Áætlað er að starfsmenn á svæðinu verði um 300
Morgunblaðið/RAX
Óvissunni eytt Starfsmenn eru komnir til vinnu á ný og það er að vonum
létt yfir þeim. Framkvæmdir við tónlistarhúsið höfðu legið niðri frá jólum.
Í HNOTSKURN
»Menntamálaráðherra ogborgarstjórinn í Reykjavík
undirrituðu í síðustu viku
viljayfirlýsingu um fram-
kvæmdir við tónlistarhús og
ráðstefnumiðstöð við Austur-
höfnina. Stefnt er að því að
taka húsið í notkun vorið 2011.
»Kostnaður við að ljúkabyggingunni er 13,3 millj-
arðar króna. Um 600 störf
skapast vegna verksins, þar af
200 til 300 á verkstað.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÞINGFESTING í máli því sem nefnt
hefur verið skattahluti Baugsmálsins
var eftir hádegið í gær í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Þinghaldið var stutt og
laggott. Lögð var fram krafa sak-
borninga um frávísun málsins og
frestun til ritunar greinargerðar.
Frestunin var samþykkt og heldur
málið áfram 13. mars nk.
Málið er sem kunnugt er höfðað á
hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
Kristínu systur hans, Tryggva Jóns-
syni, Baugi Group og fjölskyldu- og
fjárfestingafélaginu Gaumi. Sakborn-
ingar voru allir mættir fyrir dómara
en ekki kom til þess að þau tækju af-
stöðu til sakarefnisins.
Sakarefnið er meiriháttar brot
gegn skattalögum á árunum 1998 til
2002. Málinu svipar til máls ákæru-
valdsins á hendur athafnamanninum
Jóni Ólafssyni en því var vísað frá
héraðsdómi á þeim forsendum að búið
væri að gera honum refsingu. Taldi
dómurinn að álag á vantalda skatt-
stofna yrði talið refsing í skilningi
samningsviðauka við mannréttinda-
sáttmála Evrópu.
Mál Jóns hefur ekki enn verið tekið
fyrir efnislega hjá Hæstarétti og óvíst
að svo verði.
Fordæmi fyrir hendi?
Rannsókn á bókhaldi og skattskil-
um Baugs hófst í nóvember 2003 og
fékk Baugur afhenta endurálagningu
frá ríkisskattstjóra fyrir árin 1998 til
2002 hinn 31. desember 2004. Baugur
greiddi 142 milljónir króna í janúar
2005 vegna þessa.
Jón Ásgeir og Kristín kærðu rann-
sókn málsins en höfðu ekki erindi sem
erfiði. Dómarar bæði í héraði og
Hæstarétti töldu kæruna of seint
fram komna þar sem rannsókn máls-
ins var lokið og dómsmeðferð að hefj-
ast. Var málum þeirra því vísað frá.
Við þingfestingu málsins í gær var
sett fram frávísunarkrafa. Við næsta
þinghald verður svo lögð fram grein-
argerð þar sem krafan er tíunduð.
Gera má ráð fyrir að í henni verði vís-
að til málsins á hendur Jóni Ólafssyni
og einnig til þess hversu málið hefur
dregist. Þá verður að teljast líklegt að
einnig verði tekist á um hæfi Helga
Magnúsar Gunnarssonar, saksókn-
ara efnahagsbrota. Enn eitt Baugs-
málið er því rétt að hefjast.
Tekist verður á um frávísun
Þingfesting skattahluta Baugsmálsins
fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Saman á ný Gestur Jónsson og Jakob R. Möller, verjendur Jóns Ásgeirs og
Tryggva, vinna saman í skattahluta Baugsmálins líkt og öðru hlutum.
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI gull-
depluafurða er nú orðið um 800
milljónir króna að mati Stefáns
Friðrikssonar, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar
í Vestmannaeyjum, að því er fram
kemur á heimasíðu LÍÚ. Stefán tel-
ur að reikna megi með 25-26 þús-
und krónum fyrir tonnið af út-
fluttum afurðum en fiskurinn er
unninn í mjöl og lýsi.
Alls voru í gær um 31.600 tonn af
gulldeplu komin á land. Tæpum
helmingi aflans hefur verið landað í
Eyjum, en talsverðu hefur einnig
verið landað á Akranesi, í Keflavík
og á Eskifirði.
Síðustu daga hafa sjö skip verið
að gulldepluveiðum um 130 mílur
suður af Eyjum; Huginn, Guð-
mundur, Kap, Hoffell, Birtingur,
Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eð-
valds. Eftir leiðindabrælu lagaðist
veður eftir hádegi í gær og köstuðu
skipin þá á mjög góðar lóðningar.
Þær upplýsingar fengust um borð í
Hugin að lóðningarnar hefðu verið
sterkar og jafnvel sterkari en í
Grindavíkurdýpi í síðasta mánuði.
800 milljónir
fyrir gulldeplu