Morgunblaðið - 26.02.2009, Síða 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
!
"
#
$ %
# &
#'
"
( ) *
# #
% * %
% &
#
+
, ") %
(
#
+
,#
#-
Dags.
Fyrir hönd Moggakl
úbbsins.
. ( /
#
$ % % /
%
& ,
– meira fyrir áskrifendurFáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Til hamingju
með vinninginn
Vinningshafi Moggaklúbbsins í
febrúar hlýtur þriggja daga ferð fyrir
tvo til Búdapest
mbl.is/moggaklubburinn
UNA María Ósk-
arsdóttir, formaður
Freyju, félags
framsóknarkvenna
í Kópavogi, býður
sig fram í 2. sæti á
lista Framsóknar-
flokksins í Suðvest-
urkjördæmi.
Una María er
uppeldis- og menntunarfræðingur
með BA-próf frá Háskóla Íslands og
stundar nú meistaranám í lýð-
heilsuvísindum við sama skóla.
Una María býður
sig fram í 2. sætið
Samfylking og Vinstri hreyfingin
grænt framboð hafa komið sér
saman um að Alþingiskosningar
fari fram laugardaginn 25. apríl
næstkomandi. Morgunblaðið
mun daglega birta fréttir sem
tengjast framboðum, próf-
kjörum, kosningafundum o.fl.
Kosningar
2009
FRIÐRIK Atlason
forstöðumaður á
sambýli gefur kost
á sér í 4. sæti í for-
vali VG í Reykja-
vík. Friðrik hefur
lengi starfað að
málefnum fatlaðra.
Hann situr í Borg-
armálaráði VGR og
í stjórn SFR – Stéttarfélags í al-
mannaþjónustu. Hann hefur m.a.
unnið að verkefnum fyrir Fem-
ínistafélag Íslands.
Friðrik gefur kost
á sér í 4. sæti VG
Friðrik Atlason
INGIGERÐUR Sæ-
mundsdóttir gefur
kost á sér í próf-
kjör sjálfstæðis-
manna í Suður-
kjördæmi. Hún er
verkefnastjóri Fé-
lags foreldra og
foreldraráða í
grunnskólum
Reykjanesbæjar og
nemi í HÍ. Hún er ritari Sjálfstæð-
isfélagsins Njarðvíkings síðan 2007.
Ingigerður fram í
Suðurkjördæmi
Ingigerður
Sæmundsdóttir
BRYNDÍS Bjarn-
arson býður sig
fram í 2. sæti á lista
Framsóknarflokks-
ins í Suðvestur-
kjördæmi.
Hún sat m.a. í
bæjarstjórn Mos-
fellsbæjar 2002-
2006, er með BA
gráðu í hagfræði,
heimspeki og stjórnmálafræði frá
Háskólanum á Bifröst og er nú í
meistaranámi í menningarstjórnun.
Bryndís sækist
eftir 2. sætinu
Bryndís
Bjarnarson
ÁRNI Páll Árna-
son þingmaður
sækist eftir að
leiða lista Sam-
fylkingar í Suð-
vesturkjördæmi í
komandi kosn-
ingum. Árni hefur
m.a. menntun í
Evrópurétti og
hefur kennt við
HR frá 2004. Hann hefur m.a. setið
í heilbrigðisnefnd, utanríkis-
málanefnd og viðskiptanefnd Al-
þingis og er nú formaður allsherj-
arnefndar.
Árni Páll sækist
eftir endurkjöri
Árni Páll Árnason
STUTT
Eftir Sigrúnu Lóu Svansdóttur
meistaranema í markaðsfræðum
og alþjóðaviðskiptum í HÍ
Á Sólheimum í Grímsnesi hefur ný-
lega risið 560 fermetra hús. Um það
bil 85% af efni í húsið fengust gefins
og 34 sjálfboðaliðar vinna við að
reisa það. Húsið er eins konar hvíld-
arheimili fyrir langveika og hefur
verið nefnt Orlofssetur. Það verður
opnað 1. maí með prompi og prakt.
Líknar- og vinafélagið Bergmál
stendur að byggingu hússins en fé-
lagið hefur hingað til leigt gistiheim-
ili að Sólheimum í Grímsnesi og boð-
ið langveikum til vikudvalar að
sumri, þeim að
kostnaðarlausu.
Kolbrún Karls-
dóttir, formaður
félagsins, segir
hvatann að bygg-
ingu hússins
þann að aðsókn
var orðin meiri en
framboðið. Fólk
sem hafði einu
sinni komið til
þeirra vildi koma aftur og í kjölfarið
ákvað stjórn Bergmáls að ráðast í
þetta risavaxna verkefni. „Þetta er
okkar hugsjón og við viljum geta
gefið fólki eitthvað þó það sé ekki
nema ein vika af gleði og hamingju.
Það gefur okkur öllum svo ótrúlega
mikla lífsfyllingu að starfa við þetta.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá erum
við ríkust allra.“
Kolbrún segir að Bergmál hafi unn-
ið lengi með veiku fólki og hafi mjög
skýra sýn á þarfir þess. Þess vegna sé
meira lagt í þetta hús en flest önnur.
Félagið byggir alla sína starfsemi á
sjálfboðavinnu. „Við gerum nánast allt
sem okkur dettur í hug en aðalfjáröfl-
unin okkar er hins vegar jólakorta-
sala.“ Meðal helstu styrktaraðila
Bergmáls er Álfaborg sem gefur allt
gólfefni í húsið, Húsasmiðjan og Bón-
us.
Hingað til hefur félagið aðeins
getað tekið á móti fólki í tvær vikur
að sumri, en með nýju húsi verður
hægt að taka á móti fleiri gestum og
hafa opið allan ársins hring. „Við
höfum ekki þurft að neita neinum
hingað til og ég hræðist ekki meiri
eftirspurn með stærra húsi,“ segir
Kolbrún. „Það kemur alltaf ár eftir
þetta ár. Hins vegar eru allir sjálf-
boðaliðar afskaplega vel þegnir,
núna þegar boðið verður upp á þetta
oftar og lengur þá gæti farið að
vanta starfsfólk.“
Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér
þjónustu Bergmáls geta hringt í
síma 587-5566.
„Ein vika af gleði og hamingju“
Kolbrún
Karlsdóttir