Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 18

Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 9 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI FYRIR GISTIHEIMILI DANIEL Gross, sem kunnur er fyrir skrif sín um efnahags- og pen- ingamál, segir í nýrri bók, „Dumb Money“, að það hafi ekki verið mannvonska, sem olli fjármála- kreppunni, held- ur heimska. Gross segir, að hornsteinar heimskunnar hafi verið fjórir: Í fyrsta lagi sú trú, að vextir yrðu lágir um ókomna tíð; í öðru lagi, að eignir myndu halda áfram að hækka í verði; í þriðja lagi, að lítil hætta væri á, að lántakendur borguðu ekki af lánun- um og í fjórða lagi, að markaðurinn fyrir skuldabréf væri óendanlegur. Gross nefnir mörg dæmi um heimsku þeirra, sem betur hefðu átt að vita, en Alan Greenspan, fyrrver- andi seðlabankastjóra Bandaríkj- anna, útnefnir hann sem æðstaprest heimskunnar. svs@mbl.is Kreppan stafar af heimsku Æðstiprestur heimskunnar? Heilbrigð skynsemi var látin lönd og leið IVAN, sex ára gamall sonur Davids Camerons, leiðtoga breska Íhalds- flokksins, lést í gær en hann hafði verið mikið fatlaður frá fæðingu. Ivan þjáðist af krampalömun og var alvarlega flogaveikur og því þurfti hann að fá umönnun allan sól- arhringinn. Hann veiktist í fyrrinótt og lést í gærmorgun. Gordon Brown forsætisráðherra og William Hague, talsmaður Íhaldsflokksins, vottuðu Cameron og fjölskyldu hans samúð sína áður en þingfundir hófust í gær. Þau hjón- in, Cameron og Nancy, kona hans, eiga tvö önnur börn, fimm ára gamla dóttur og þriggja ára gamlan son. Brown hefur einnig misst barn, fyrsta barn sitt, stúlku, sem var að- eins 10 daga gömul er hún lést 2002, og síðan hefur annar sona hans greinst með arfgengan sjúkdóm, sem veldur lömun í öndunar- og meltingarfærum. svs@mbl.is Sonur Cam- erons látinn Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BARACK Obama, forseti Banda- ríkjanna, sagði í ræðu sinni á þingi í fyrrakvöld, að nú væri komið að „skuldadögunum“, þjóðin þyrfti nú að gera upp við græðgina og bruðlið, sem leitt hefðu til efnahagshruns og ófara fyrir land og lýð. Vegna þeirra yrðu landsmenn allir að færa miklar fórnir en hann hét því, að út úr þess- um hremmingum myndu Bandaríkin koma heilbrigðari og sterkari en nokkru sinni fyrr. „Endurreisnin er hafin, við munum komast yfir þenn- an hjalla. Nú er tími til að láta hend- ur standa fram úr ermum af festu og skynsemi.“ „Á þessum tímamótum horfir öll þjóðin til okkar, hún bíður þess að við hefjumst handa, hún bíður þess að við vísum veginn,“ sagði Obama er hann gerði grein fyrir áætlunum stjórnar sinnar. Hann sagði, að taka yrði allt regluverk fjármálalífsins til gagngerðrar endurskoðunar en lagði um leið áherslu á, að ekki væri víst, að björgunarpakkinn, 787 millj- arðar dollara, dygði til að koma því á lappirnar. Snýst ekki um bankana, heldur fólkið í landinu Flestir þingmenn stóðu upp og klöppuðu þegar Obama sagði, að bankar og eigendur þeirra yrðu gerðir fullábyrgir fyrir því fé, sem bandarískir skattborgarar legðu þeim til. „Þetta snýst ekki um að hjálpa bönkum. Þeir dagar eru liðnir. Þetta snýst um að hjálpa fólkinu.“ Obama reyndi að blása löndum sínum í brjóst kjark og bjartsýni og boðaði framtíð þar sem áherslan yrði á endurnýjanlega orku, á nýja gerð bíla og á samfélag, sem tryggði öllum eðlilegan aðgang að heilbrigð- isþjónustu. Hann tók hins vegar fram og lagði á það mikla áherslu, að nú væru að renna upp þeir tímar, að fólk yrði að fara að haga útgjöldum sínum í samræmi við raunveruleg efni og snúa baki við lönguninni eftir skjótfengnum gróða. „Við gleymdum að horfa lengra en til næstu útborgunar, til næstu mán- aða, til næstu kosninga,“ sagði Obama. Ekki verður lengur reynt að leyna stríðskostnaðinum Obama hefur sett sér það mark að minnka fjárlagahallann um helming á næstu fjórum árum og í ræðu sinni sagði hann, að nú þegar væri búið að eyrnamerkja útgjöld upp á 2.000 milljarða dollara, sem unnt væri að spara næsta áratuginn. „Við munum uppræta alla þá samninga, sem gerðir voru án út- boðs og hafa kostað okkur milljarða dollara í Írak; við munum endur- skoða útgjöldin til hermála og hætta að ausa fé í kalda-stríðs-vopnakerfi, sem við notum ekki,“ sagði Obama, sem mun leggja fram sín fyrstu fjár- lög í dag. Þá sagði hann, að ekki yrði lengur reynt að leyna stríðskostn- aðinum í Írak og Afganistan með því að halda honum utan fjárlaga. Nýir tímar í utanríkismálum Utanríkismálin voru ekki mjög fyrirferðarmikil í ræðu Obama en hann boðaði samt nýja tíma í sam- skiptum Bandaríkanna og umheims- ins. Kvaðst hann mundu vinna að friði í Mið-Austurlöndum og berjast gegn öfgaöflum. „Við getum ekki staðist ekki allar ógnir einir og umheimurinn getur það ekki án okkar.“ „Endurreisnin hafin“ Reuters Nýir tímar Barack Obama er hann greindi frá stefnumálum stjórnar sinnar og sagði, að upp úr þrengingunum myndu Bandaríkin rísa öflugri en fyrr. Obama sagði í ræðu sinni til þings og þjóðar að dagar græðgi og bruðls væru liðnir, þjóðin þyrfti að færa fórnir sem gerðu hana heilbrigðari og sterkari en fyrr Í HNOTSKURN » Obama hvatti Bandaríkja-þing til að setja lög til að takmarka útblástur gróður- húsalofttegunda. » Hann hét því einnig aðdraga úr niðurgreiðslum í landbúnaði en þær hafa helst staðið í vegi fyrir samningum á vettvangi Heimsviðskipta- stofnunarinnar. » Ekki verður horfið frástuðningi við bílaiðnaðinn en hann verður að umskapa. Kína minnkaði um helming og bílaútflutningur um tvo þriðju. Sem dæmi um það má nefna, að útflutningur Nissan-bíla hefur minnkað um 54%. Á síðasta fjórð- ungi liðins árs var efnahags- samdrátturinn 12,7% á árs- grundvelli. Ástandið í öðrum Suðaustur- Asíuríkjum er einnig slæmt. Í Hong Kong og Singapúr, sem eru að mestu leyti komin upp á út- flutning, er mikill samdráttur og iðnframleiðsla á Taívan var 43,11% minni í janúar en fyrir ári. svs@mbl.is KREPPAN í Suðaustur-Asíu harðnar með degi hverjum og margt bendir til, að Japan, stærsta hagkerfið í þessum heims- hluta, muni fara einna verst út úr henni. Það sýnir sig nú, að því háðari sem ríki eru útflutningi, þeim mun viðkvæmari eru þau fyrir minni eftirspurn. Mikil halli er nú á viðskiptum Japana við útlönd, ólíkt því, sem verið hefur, en útflutningur í jan- úar var hvorki meira né minna en 45,7% minni en í sama mánuði fyr- ir ári. Útflutningur til Bandaríkj- anna, Evrópusambandsríkja og Útflutningsríkin verða illa fyrir barðinu á kreppunni Viðbrögð við ræðu Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið mjög góð í bandarískum fjölmiðlum og urðu sumir til að líkja honum við Franklin D. Roosevelt og þá for- ystu, sem hann veitti Bandaríkja- mönnum í kreppunni miklu. „Síðan Roosevelt flutti sína fyrstu ræðu til þjóðarinnar átta dögum eftir að hann tók við embætti hef- ur Bandaríkjamenn aldrei hungrað jafnmikið eftir forystu í efnahags- málunum. Frá því á dögum Roose- velts höfum við ekki heyrt um aðra efnahagsáætlun djarfari og metn- aðarfyllri, stefnu, sem er líkleg til að umbylta bandarískum kapítal- isma,“ sagði í The Washington Post. Í leiðara The New York Times sagði, að Obama hefði gert hvort- tveggja, að glæða vonir þjóðar- innar án þess þó að gera lítið út erfiðleikunum. Margir þingmenn repúblikana, til dæmis John McCain, keppinautur Obama í forsetakosningunum, hrósuðu ræðunni og hún hafði góð áhrif í kauphöllum um allan heim. Hækkaði gengi hlutabréfa alls staðar. Mjög góð viðbrögð við ræðu Obama „ÞETTA er mjög neyðarlegt. Þeir reyna að gefa okkur ráð eins og „þetta færi þér örugglega betur en hitt,“ en okkur finnst það ekki sið- samlegt,“ segir sádísk kona sem kaupir sér einungis undirföt utan heimalandsins Sádí-Arabíu. Ástæð- an er sú að í undirfataverslunum landsins eru bara karlar við af- greiðslustörf. Það er jafnvel undarlegra sé það sett í samhengi við strangar reglur sádí-arabískra yfirvalda um sam- skipti kynjanna. Einhleypum körl- um og konum er m.a. bannað að vera einum saman séu þau ekki skyld. Karlarnir líka vandræðalegir „Þetta eru viðkvæmir líkams- hlutar kvenna,“ segir Reem Asaad sem stendur fyrir herferð á Fés- bókinni þar sem sádískar konur eru hvattar til að sniðganga nær- fataverslanir. Karlkyns afgreiðslumönnum til varnar skal þó taka fram að mörg- um þeirra þykir fyrirkomulagið líka óþægilegt. „Þeir verða að sigla meðalveginn, vinna vinnuna sína sem afgreiðslumenn en gæta sín um leið á því að haga sér siðsamlega,“ segir Asaad í viðtali við BBC. Hún segir að konur megi sam- kvæmt lögum starfa í slíkum versl- unum. Fyrir fjórum árum hafi verið sett lög sem leyfi konum að af- greiða í verslunum er selji varning einungis ætlaðan konum. Lögin hafa þó ekki verið innleidd með við- eigandi hætti og er það talið vera til að vernda störf karla. Auk þess hafi valdamiklir múslimaklerkar lands- ins sitt að segja með rótgróin við- horf um að konur skuli fyrst og fremst sinna heimilinu. Asaad og félagar hennar í barátt- unni hafa nú ákveðið að sniðganga klerka jafnt sem yfirvöld og beita búðirnar sjálfar þrýstingi. „Neyt- endur hafa síðasta orðið. Við ákveðum hvað við kaupum eða ekki og þar er veiki bletturinn – í pyngj- unni,“ segir Asaad. jmv@mbl.is Karla út úr nærfatabúðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Burt! Sádískar konur vilja ekki lengur þiggja ráð karla við undirfatakaup. Sádi-arabískar konur í herferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.