Morgunblaðið - 26.02.2009, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Þeir sem vilja leigja sér húsnæði eða bjóða eign til leigu
geta nú einfaldlega farið á mbl.is.
mbl.is/leiga verður miðstöð þeirra sem vilja skoða
leigumarkaðinn, hvort heldur sem er fyrir atvinnuhúsnæði
eða íbúðarhúsnæði. Þeir sem vilja bjóða eignir til leigu er
hvattir til að nýta sér tilboð um að skrá eign sína til leigu á
vefnum frítt fyrir 20. mars.
– meira fyrir leigendur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Nýjung á mbl.is fyrir
leigjendur og þá sem
vilja leigja eignir
mbl.is/leiga
Eftir Baldur Arnarson og
Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
NÍU létust og 31 særðist alvarlega,
þar af sex lífshættulega, þegar flug-
vél með 127 farþega og sjö manna
áhöfn brotlenti á Schip-
hol-flugvelli í Amst-
erdam í gærmorgun.
Flugvélin, sem var af
gerðinni Boeing 737-800,
var í eigu tyrkneska flug-
félagsins Turkish Airl-
ines á leið frá Istanbúl.
Þrír hinna látnu voru
úr áhöfninni en ekki er
ljóst hvers vegna óhapp-
ið varð en skyggni mun
hafa verið gott og fremur
lygnt.
Stélið brotnaði af
„Nef flugvélarinnar sneri upp [...]
stélið kom fyrst niður á jörðina og
brotnaði svo af,“ sagði Tomas Fried-
hoff, nemi sem var að hjóla í grennd-
inni þegar slysið varð. „Nokkrum
sekúndum eftir brotlendinguna byrj-
aði fólk að yfirgefa vélina í gegnum
afturhlutann,“ sagði Friedhoff.
Tyrkneski samgöngumálaráðherr-
ann Binali Yildirim segir það krafta-
verki líkast að ekki skyldu fleiri láta
lífið. „Það að vélin lenti á mjúku und-
irlagi og að ekki kom upp eldur gerði
það að verkum að mannfall varð ekki
meira,“ sagði Yildirim.
Sex flugbrautir eru á Schiphol-
flugvelli og ein flugstöð. Árið 2007
áttu 47 milljónir farþega leið um flug-
völlinn og er hann því sá fimmti
stærsti í Evrópu.
Reuters
Aðstoð Hlúð að slösuðum farþega við brak tyrknesku flugvélarinnar.
Margt á huldu um
tildrög flugslyssins
Á vettvangi Stélið brotnaði af flugvélinni.
AP
Níu fórust þegar vél brotlenti á Schiphol
„Í kjölfar svona
slyss fer rann-
sókn af stað
um leið og
björgun er lok-
ið og vett-
vangur er
tryggður. Það
er byrjað að
safna saman
flugritagögn-
um, samtölum
áhafnar, vitnisburðum sjónarvotta
og öðrum vettvangsgögnum. Það
geta margir komið að rannsókn-
inni,“ segir Þorkell Ágústsson,
rannsóknarstjóri rannsókn-
arnefndar flugslysa.
Að sögn Þorkels geta meðal
annars fulltrúar ríkis, framleið-
enda loftfars og framleiðenda
hreyfla komið að rannsókninni.
Ætla megi að greining gagna taki
að minnsta kosti nokkra mánuði.
Hvað snertir möguleikann á því
að flugvélin
hafi misst afl
vegna elds-
neytisskorts
segir Þorkell of
snemmt um
það að segja.
Í slysum
sem þessum
sé allt skoðað.
Ef takist að
finna ein-
hverjar úrbætur sem geti komið í
veg fyrir að slysið endurtaki sig
verði þeim umsvifalaust komið á
framfæri.
Jóhannes Bjarni Guðmundsson,
flugmaður hjá Icelandair, segir
óhætt að fullyrða að Schiphol-
flugvöllurinn sé mjög góður og
öruggur völlur.
Ekki sé hægt að koma auga á
neitt í uppbyggingu eða skipulagi
flugvallarins sem skýrt geti slys
af þessu tagi.
Allt verði skoðað í rannsóknarferlinu
Jóhannes Bjarni
Guðmundsson
Þorkell
Ágústsson