Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 20

Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Það er alltaf jafngaman á öskudag- inn á Akureyri. Þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður í gær; vind, kulda og smávegis snjókomu, flykktust krakkarnir út í bítið.    Oddur Helgi Halldórsson og hans menn í Blikkrás hafa árum saman tekið vel á móti öskudagsliðum. Þar sinnir enginn hefðbundinni vinnu fyrir hádegi; starfsmennirnir eru all- ir í öskudagsbúningum, hlýða á þá sem koma og gefa einkunn.    Þetta er tuttugasta árið sem Oddur og félagar í Blikkrás standa fyrir söngkeppni. Frammistaða hvers liðs er samviskusamlega skráð og bestu þrjú liðin fá pítsuveislu í verðlaun en fyrir sönginn fékk hvert lið harðfisk að launum. Skítt með pítsuna en ég grét það í fyrsta skipti í gær að kunna ekki að syngja. Okkur norðanmönnum gengur bæri- lega í handboltanum. Meist- araflokkur Akureyrar byrjaði vel í haust en síðan hallaði aðeins undan fæti, en við eigum tvö lið í bikarúr- slitum á sunnudaginn í Laugardals- höll. Þór mætir ÍR í 3. flokki og Ak- ureyri glímir við HK í 2. flokki.    Óskar Þór Halldórsson blaðamaður hefur verið ráðinn verkefnastjóri Landsmóts UMFÍ á Akureyri næsta sumar. Hann á að stýra undirbún- ingi og framkvæmd Landsmótsins ásamt Ómari Braga Stefánssyni, framkvæmdastjóra mótsins, og landsmótsnefnd, sem í eru fulltrúar UFA, UMSE, UMFÍ og Akureyr- arbæjar.    Góð aðsókn hefur verið á sýningu óþekktra ljósmynda á Minjasafninu á Akureyri, sem opnuð var nýlega. Ástæða er til þess að hvetja sem flesta til að kíkja á sýninguna og leggja safninu lið um leið, því allar upplýsingar – t.d. um nöfn þeirra sem á myndunum eru – eru vel þegnar.    Hátt í 200 gestir, bæjarbúar og áhugasamir ferðalangar á leið um vetrarríkið Akureyri, hafa lagt hönd á plóginn og komið er nafn á mjög margar myndir á sýningunni í Minjasafninu. „En betur má ef duga skal því enn vantar þó nokkuð mörg nöfn á ferðalanga á hópmyndum þó vissulega sé búið að bera kennsl á nokkra þeirra,“ segir í tilkynningu frá safninu.    Vetrarfrí er hafið í grunnskólum hér á Akureyri og í Reykjavík og börnin njóta því vonandi lífsins ásamt for- eldrum sínum af því tilefni næstu daga. Gert er ráð fyrir því að fjöldi fólks leggi leið sína hingað norður í fríinu, skelli sér á skíði og andi að sér hinu ómengaða, norðlenska lofti, prófi jafnvel að keyra hægt …    Vonandi haga allir sér vel næstu daga. Heimamenn vita þó að ef þeir gera eitthvað af sér þurfa þeir lík- lega ekki að hafa miklar áhyggjur. Mikið verður af aðkomumönnum í höfuðborg hins hvíta og hreina norð- urs og þeim er alltaf kennt um allt.    Heimamenn og gestir fá tækifæri til þess að upplifa sögulega stund á laugardagskvöldið. Þá kemur Gunn- ar Þórðarson fram einn síns liðs í fyrsta skipti á 45 ára ferli. Sam- koman verður í menningarhúsinu Græna hattinum. Nema hvar.    Dagskráin með Gunnari nefnist Söngbókin og sögurnar. Hann syng- ur altso eigin lög og segir sögurnar á bak við þau.    Rúmlega 150 manns sóttu kynningu á tillögum að nýju deiliskipulagi fyr- ir miðbæinn á Amtsbókasafninu um síðustu helgi. Ég hvet alla sem vett- lingi geta valdið til að kíkja á tillög- urnar.    Að síðustu er rétt, vegna þess hve margir utanbæjarmenn verða hér í höfuðstað Norðurlands um helgina, að hvetja heimamenn til þess að radda vel framburðinn þannig að þeir skeri sig úr; fá sér kók í bauk, prumpa í stampinn og drekka mjólllk. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skýr skilaboð Þessi starfsmaður Blikkrásar tók upp starfsaðferðir mót- mælenda en var þó meðmæltur því gestirnir þendu raddböndin. úr bæjarlífinu Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is O kkar markmið er að ná heild- stæðri skrá yfir þátt Norður- landanna í baráttunni gegn að- skilnaðarstefnunni í suðurhluta Afríku. Til þessa hefur hins veg- ar vantað allar upplýsingar um Ísland,“ segir Proscovia Svärd, verkefnisstjóri hjá Nordiska Afrikainstitutet í Svíþjóð. Svärd, sem hefur dvalið hér á landi und- anfarna daga, segir fyrstu heimsókn sína í október í fyrra ekki hafa bent til þess að um auðugan garð yrði að gresja. Stutt dvöl í Þjóðarbókhlöðunni leiddi ekki til stórra funda. „En svo kom í ljós að maður varð að þekkja betur til íslenskra fjölmiðla og hvaða stjórnmálastraumum þeir fylgdu til að vita hvar átti að leita,“ segir Svärd og kveður vinstrisinnuð blöð hafa sýnt baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni meiri áhuga en þau hægrisinnuðu. Mikil virkni Með aðstoð fólks á borð við Jónínu Ein- arsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, og Margréti Einarsdóttur, verkefn- isstjóra hjá Þróunarsamvinnustofnun, hafi henni gengið mun betur að safna upplýs- ingum en leit út í fyrstu. „Við viljum vita hvað var að gerast í þessum málum á Íslandi, hvort einhver mótmæli hafi átt sér stað og hvort einhver gögn um baráttu Íslendinga gegn að- skilnaðarstefnunni sé enn að finna.“ Hún segir marga hafa reynst hjálplegir og viðtölin sem hún hafi átt við fólk frá því í október í fyrra bendi til þess að slík gögn eigi að leynast á landinu, þau hafi hins vegar e.t.v. ekki ratað inn í atriðisorðaskrár skjalasafna og það geri leitina óneitanlega erfiðari. Nordiska Afrikainstitutet gegnir, auk rann- sóknanna sem á vegum þess eru unnar, hlut- verki skjala- og skráningarmiðstöðvar. Stofn- unin vill því hafa sem ítarlegastar upplýsingar um hvar rannaskendur og aðrir áhugasamir geti leitað gagna á Norðurlöndunum. Meðal þeirra sem Svärd hefur rætt við hér á landi eru einstaklingar sem voru virkir í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni. „Það var í raun mikið að gerast hér, til að mynda meðal stúdenta, og ég tel gott fyrir þá sem ungir eru í dag að sjá hvernig unga fólkið þá tók þátt í baráttunni þrátt fyrir íhaldssemi stjórnvalda.“ Stúdentar virkir í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni Íslenskir fjölmiðlar sýndu bar- áttunni gegn aðskilnaðarstefn- unni í suðurhluta Afríku mis- mikinn áhuga á sínum tíma, allt eftir því hvaða stjórnmála- straumum þeir fylgdu. Þeir sem búa yfir upplýsingum um baráttu Ís- lendinga gegn aðskilnaðarstefnunni geta haft samband við Svärd á netfanginu prosco- via.svart@nai.uu.se eða leitað sér frekari upplýsinga á vefnum www.nai.uu.se. Mótmæli Viðskiptum Citibank í Bandaríkj- unum við stjórnvöld í Suður-Afríku mótmælt. Aðskilnaður Stoppistöð fyrir blökkumenn, Asíubúa og aðra litaða. Morgunblaðið/Heiddi Proscovia Svärd Vill vita hversu virkir Íslendingar voru í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í suðurhluta Afríku á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.