Morgunblaðið - 26.02.2009, Side 40

Morgunblaðið - 26.02.2009, Side 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Fólk BANDARÍSKA hljómsveitin Brian Jonestown Massacre, sem rekin hefur verið með síbreyttri mannaskipan af hinum litríka tónlistarmanni Anton Newcombe, hljóðritar nú nýtt efni í Sýr- landi. Newcombe hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands eftir að hann vingaðist við liðs- menn Singapore Sling. Hann virðist hrifinn af ungu íslensku tónlistarfólki því á síðustu breið- skífu sinni leitaði hann einmitt á náðir liðsmanna Jakobínarínu og Singapore Sling til þess að leika tónlist sína. Um helgina gerði hann svo boð eftir Baldvini Frey Þorsteinssyni, ungum gítarleikara rokksveitarinnar Lightspeed Legend, en nafn sveitar hans er lýsandi þar sem hann er sagður geta leikið á gítar sinn á ljóshraða. Pilturinn var fenginn sérstaklega til þess að leika gítarsóló í einu lagi Brian Jonestown Massacre sem hann afgreiddi á augabragði. „Aron upptökustjóri hringdi í mig og bað mig að mæta,“ segir Baldvin, sem segist ekkert hafa orðið var við þá stjörnutakta sem gerðu Anton frægan í heimildarmyndinni Dig sem gerð var um sveit hans og Dandys Warhols. „Þetta var mjög frjálst, hann rápaði inn og út úr klefanum, brosti og reyndi að lýsa því hvað ég ætti að gera. Sagði mér hvaða nótum ég ætti að halda lengur og svoleiðis. Þetta tók eina kvöldstund og ég lék nokkrar tökur yfir lagið.“ Hljómsveit Baldvins leitar nú að söngvara. Áhugasömum er bent á að hlusta á lögin ósungin á myspace.com/lightspeedlegend. biggi@mbl.is Anton Newcombe leitar á náðir gítarhetju Morgunblaðið/Árni Sæberg Gítarhetja Baldvin Freyr er sagður skjótari en skugginn að spila gítarsólóin.  Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, viðurkenndi í viðtali við DV að hann hefði gert mistök í inn- gangi að viðtalinu sem Sigmar Guð- mundsson tók við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í fyrrakvöld. Þór- hallur sagði þá að Davíð hefði þrá- faldlega neitað að yfirgefa Seðla- bankann en þetta leiðrétti Davíð í viðtalinu og sagðist aðeins hafa gert það einu sinni í bréfi til Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra. Þórhallur gerðist þarna sekur um nokkuð sem æ oftar sést í fjöl- miðlum á Íslandi þar sem atburðir og hlutir eru ýktir úr hófi fram, væntanlega með það í huga að auka áhuga fólks á efninu. Þessi tilhneig- ing á upptök sín í auglýsingaiðn- aðinum eins og svo margt annað og er hvað algengust í kvikmyndaaug- lýsingum nú til dags þar sem kvik- myndir og leikarar eru mærð án þess að nokkur innstæða sé fyrir of- lofinu. Nærtækasta dæmið er auglýsing sem nú gengur í sjónvarpinu þar sem nýjasta kvikmynd Clints Eastwoods, Gran Torino, er sögð margverðlaunuð. Myndin hefur hlotið ein verðlaun. Þau fékk Eastwood fyrir leik í aðal- hlutverki af hendi Landssambands kvikmyndagagnrýnenda í Banda- ríkjunum. Þegar meira verður að einhverju minna!  Fyrsta tölublað nýs tímarits an- arkista á Íslandi er komið út. Tíma- ritið kallast Svartur Svanur og eins og segir í fréttatilkynningu sem að- standendur tímaritsins sendu til vefritsins Nei hefur það verið gam- all draumur anarkista á Íslandi að standa að útgáfu tímarits sem þessa en ekki orðið af því fyrr en nú. Oft hefur verið gert grín að þeirri mótsögn sem felst í því að an- arkistar bindist samtökum en nú bíður aðstandendum tímaritsins jafnvel enn stærra vandamál. Munu anarkískir blaðamenn tímaritsins lúta valdi ritstjórans? Anarkistar ráðast í tímaritaútgáfu Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is PETE Rock er einn af sigldustu hipphopp-listamönnum Austur- strandarrappsins og líka einn sá fjölhæfasti, jafnvígur á rappið, endurhljóðblandanir, upp- tökutækni og skífuþeytingar. Hann lék mikilvæga rullu í þróun djass- rappsins ásamt m.a. A Tribe Cal- led Quest og Gang Starr og með- fram öllu þessu hefur hann keyrt sólóferil en nýjasta platan, NY’s fi- nest, kom út í fyrra. Á mínar keðjur og mína hringa Á plötunni koma við sögu margir góðrapparar frá heimaborg Rocks, New York, m.a. nokkrir meðlimir úr Wu-Tang Clan. Rock segir blaðamanni að það séu sosum hæg heimatökin í þeim efnum. „Maður á greiða inni hjá fjöl- mörgum og þess vegna getur mað- ur leyft sér að raða í kringum sig draumasamstarfsmönnum þegar maður leggur í sólóplöturnar. Það er frábært að búa að því.“ Rock viðurkennir að hann muni tímana tvenna í hipphopp- menningu Bandaríkjanna, einkum Austurstrandarinnar. Þróunin hafi verið frá fremur einföldu, hörðu rappi yfir í markaðsvænt gling- urrapp og hann hafi ekkert farið varhluta af því sjálfur. „Ég á mínar keðjur og mína hringa,“ segir hann og hlær. „Þetta fylgir starfseminni mætti segja.“ Rígur er eyðileggjandi Aðspurður hvort hann hafi aldrei langað til að einbeita sér að einum þætti í hipphoppinu, frekar en að vera með puttana í svona mörgum, segir hann að sér hafi aldrei dottið slíkt í hug. „Svona er mín aðkoma að þessu, svo einfalt er það. Þetta er það sem ég geri. Einhvern veginn greip ég í það sem mér bauðst á sínum tíma og finnst einn þáttur ekkert meira „spennandi“ en ann- ar, þannig séð. En allt snýst þetta á endanum um að skapa tónlist.“ Með svona mann á línunni er ekki annað hægt en að dúndra á hann klassískri djúpsjávarspurn- ingu, þ.e. spyrja hann um muninn og togstreituna á milli Austur- og Vesturstrandarrappsins. Rock ger- ir lítið úr slíku, og segir þetta fjöl- miðlaspuna fyrst og fremst. (Hlær) „Þetta kemur aðallega frá mönnum eins og þér! Góð tón- list er góð tónlist. Þegar ég var í útvarpinu í gamla daga spilaði ég aðallega rapp frá Vesturströnd- inni! Sérstaklega Dr. Dre. Mín regla var einföld; ef platan var góð var hún spiluð, ef ekki … nú þá ekki. Svona rígur er eyðandi fyrst og fremst. Þetta eyðileggur skemmtunina. Ég meina, fólk hef- ur dáið út af þessu. Hversu mikið vit er í því?“ Afmælisveisla Kronik fer fram á Club 101 næsta laugardag, en miða má nálgast í gegnum midi.is. Mikils háttar maður  Goðsögnin Pete Rock kemur fram á fimmtán ára afmæli hipphopp-þáttarins Kronik  Hinir frónversku Forgotten Lores, Dj Intro og Dj B-ruff hita upp Goðsögn Pete Rock hefur sett mark sitt rækilega á hipphoppið og hefur m.a. verið gerður ódauðlegur af graff-listamönnum. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is UNDANFARNAR tvær vikur hafa sex útskriftarnemendur úr LHÍ, auk tveggja gestanemenda frá Valand í Gautaborg, dvalið á Seyðisfirði til þess að verða fyrir áhrifum frá fólki og umhverfi bæjarins. Á morgun verður svo opnuð sýning á þeim listaverkum sem orðið hafa til með- an á dvölinni hefur staðið en hún hefur hlotið nafngiftina löngu (Listaháskólaseyðisfjarðarbókabúð- arvinnustofulykla)-Kippuhringur. „Sýningin er í kjölfar námskeiðs sem þessir listnemar hafa sótt hér, en þetta er samvinnuverkefni milli LHÍ og Dieter Roth-akademíunn- ar,“ útskýrir Þórunn Eymunds- dóttir, framkvæmdastjóri Skaftfells, þar sem sýningin verður opnuð kl. 16. Hópurinn hefur búið saman allan tímann og fengið að kynnast vinnu- stofum og því listafólki sem er á staðnum. Hópurinn mætti al- gjörlega óundirbúinn og öll verkin á sýningunni eru unnin á Seyðisfirði. „Hughrifin sem þau verða fyrir hér á staðnum verða mjög mikill hluti af verkum þeirra. Þau eru mörg að vinna með eitthvað sem þau upplifðu hér á staðnum, hvort sem það teng- ist fólki sem þau hafa kynnst hér eða gömlum þjóðsögum, náttúrunni eða bara húsum bæjarins. Bærinn er rauði þráðurinn í verkum þeirra.“ Listamennirnir ungu eru Bergdís Hörn Guðvarðardóttir, Erla Silfa Hordvik Þorgrímsdóttir, Haraldur Sigmundsson, Kolbrún Ýr Ein- arsdóttir, Malina Cailean, Marie Lo- uise Andersson, Steven Ladouceur og Una Baldvinsdóttir. Listnemar verða fyrir hughrifum á Seyðisfirði Unglist á Seyðisfirði Hópurinn er orðinn mjög samheldinn. Ungir listnemar opna samsýningu á Seyðisfirði á morgun Pete Rock hefur unnið með fjölda stórstjarna í hipphoppi og hefur lagt til margháttaða krafta. Hann stýrði m.a. upp- töku á Run DMC, Nas, House of Pain, Busta Rhymes og DJ Jazzy Jeff & The Fresh Prince. Þá hef- ur hann endurhljóðblandað fyrir Mary J Blige, Public Enemy og Black Eyed Peas. Hann vann ná- ið að sólóferli Rakim, upptök- ustýrði taktkjaftinum Rahzel og tók meira að segja upp plötu með reggígoðsögninni Jimmy Cliff. Svo eitthvað sé nefnt … Unnið með öllum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.