Morgunblaðið - 27.03.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 27.03.2009, Síða 1
„FÁTT er […] mikilvægara um þessar mundir, sama hvaða flokki menn til- heyra, sama í hvaða pólitísku hugsjón menn finna hugmyndum sínum far- veg, en að rísa nú upp úr pólitískum skotgröfum og sameinast um þau mál sem mestu skipta: Að tryggja hér til skamms tíma og langs öflugt atvinnu- líf, blómlega búsetu og góð lífskjör,“ sagði Geir H. Haarde í setningarræðu sinni á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll í gærkvöldi. Geir fjallaði ítarlega um aðdraganda þess að bankarnir þrír, Landsbank- inn, Glitnir og Kaupþing, hrundu í október í fyrra. Hann baðst afsökunar á því að mistök hefðu verið gerð við einkavæðingu á bönkunum þar sem dreifð eignaraðild hefði ekki verið tryggð. | 14 Baðst afsökunar á mistökum við einkavæðingu Morgunblaðið/Árni Sæberg F Ö S T U D A G U R 2 7. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 84. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «MÚSÍKTILRAUNIR 42 SVEITIR REYNA MEÐ SÉR Í ROKKINU «GALLERÝ PRJÓNLES SÁPA ÚR NAUTAMÖR Á HARÐVIÐARBEÐI                                                              !             "   #                       Sérblað um VinnuVélar og bíla fylgir Morgunblaðinu í dag Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LAGT er til í frumvarpi um breyt- ingu á búvörulögum að afurða- stöðvar verði sektaðar fyrir að taka við mjólk frá framleiðendum sem ekki hafa mjólkurkvóta og bjóða til sölu á innanlandsmarkaði. Sama á að gilda ef afurðastöð markaðssetur mjólk á innanlands- markaði umfram mjólkurkvóta framleiðanda án samþykkis fram- kvæmdanefndar búvörusamninga. Lagt er til í frumvarpinu að sektin verði 110 kr. á hvern mjólkurlítra. Frumvarpið var samið í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyt- inu, í samráði við verðlagsnefnd búvöru, Bændasamtök Íslands og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðn- aði. Verður ekki að lögum nú Atli Gíslason, formaður sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefndar Al- þingis, segir að frumvarpið hafi verið lagt til hliðar og verði ekki að lögum á þessu þingi. „Það stóð til að nefndin flytti þetta sjálf, en samstaða náðist ekki um málið í henni.“ Haraldur Benediktsson, formað- ur Bændasamtakanna, telur að með frumvarpinu sé verið að skerpa á löggjöfinni og eyða rétt- aróvissu með mjólk utan greiðslu- marks, þ.e. utan kvóta. Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga geti ákveðið að mjólk utan greiðslumarks fari á innanlands- markað. Nú eigi að eyða óvissu um slíka mjólk sem nefndin hafi ákveðið að nota ekki á innanlands- markaði. Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, telur að frumvarpinu hafi verið stefnt gegn fyrirtækinu. „Það skýtur skökku við að þeir sem ekki eru innan greiðslumarks eða þiggja ríkis- stuðning við sína framleiðslu skuli ekki hafa jafnan aðgang að innan- landsmarkaði og hinir sem þiggja ríkisstuðning,“ sagði Ólafur. Hann gagnrýnir fleiri atriði í frumvarp- inu og segir þau vinna gegn starf- semi Mjólku. Sekt fyrir að selja mjólk sem ekki er ríkisstyrkt  Ólafur Magnússon í Mjólku telur að frumvarpi sé stefnt gegn fyrirtækinu  Réttaróvissu eytt | 4 SAMKVÆMT nýrri skoðanakönn- un Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV heldur Samfylkingin stöðu sinni sem fylgismesti stjórnmála- flokkur landsins. Vinstri grænir bæta við sig tæpum tveimur pró- sentustigum og eru því orðinn ann- ar fylgismesti flokkurinn. Sjálf- stæðisflokkurinn missir fylgi miðað við síðustu könnun og er kominn í þriðja sætið með 24,4% fylgi. Það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá því í nóv- ember á síðasta ári. | 2                                         ! Samfylking- in er stærst Sjálfstæðisflokkur í 3. sæti í könnun Gallup Morgunblaðið/Kristinn Jón Þórisson Lán ríkisins til Saga Capital og VBS eru umdeild.  Fjármálafyrirtækin Saga Capital og VBS Fjárfestingarbanki mega ekki greiða sér út arð nema þau niðurgreiði höfuðstól lánsins og stilli kaupaukum til starfsmanna í hóf. Þá er þeim óheimilt að auka fyrirgreiðslu til venslaðra aðila og þurfa að innleiða leiðbeinandi regl- ur sem takmarka útlánavöxt við innlendan fjármögnunargrunn. Afar ströng lánaskilyrði VBS og SAGA Capital  Verðmæti makríls meira en þrefaldast í manneld- isvinnslu en stærstur hluti þess afla sem veiddur hefur verið hér hefur farið í bræðslu. Í fyrra færði makríllinn þjóðarbúinu um sex milljarða króna. Erfitt er að eiga við makrílinn þegar hann er í íslenskri lögsögu þar sem hann er þá feitur, laus í sér og þolir illa hnjask. »20 Dýrmætt væri fyrir þjóðar- búið að fullvinna makríl  Samgönguráðuneytið þarf að taka efnislega afstöðu til þess hvort samkomulag Landsvirkjunar við Flóahrepp, um gerð aðalskipulags vegna Urriðafossvirkjunar, stand- ist ákvæði skipulags- og bygging- arlaga. Í nýju áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að ráðuneyti hafi hvorki sinnt rannsóknarskyldu sinni né reglum stjórnsýslulaga um málshraða með fullnægjandi hætti í kærumáli ábúenda. »6 Skoða hvort Landsvirkjun hafi keypt skipulagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.