Morgunblaðið - 27.03.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Óskrifuð regla ASÍ
Gylfi segir viðtekna venju að starfsfólk í öruggum þingsætum hætti
Vigdís hafi ekki óskað eftir launalausu leyfi og verið hvött til að koma aftur
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ENGIN skrifuð regla er um
það hjá Alþýðusambandi Ís-
lands hvenær starfsmenn skuli
hætta vegna stjórnmálaþátt-
töku. Hins vegar er að sögn
Gylfa Arnbjörnssonar, forseta
ASÍ, sú venja að sé starfsfólk
komið í öruggt þingsæti láti
það af störfum.
Á þeim grundvelli hafi hann rætt starfslok við
Vigdísi Hauksdóttur lögfræðing, sem leiða mun
Framsóknarflokk í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hún hafi ekki óskað eftir launalausu leyfi, en það
hafi aðrir starfsmenn ekki heldur gert. Gylfi segir
skýran mun á því að vera á lista, eins og Magnús
M. Norðdahl, lögmaður ASÍ, eða að leiða lista, eins
og Vigdís. „Þegar þú leiðir lista þá ertu pólitískur
forystumaður. Þú ert að verja þau málefni sem
listinn er að berjast fyrir. Þú ert í leiðtogasæti.“
Gylfi segir ekki amast við því að starfsfólk taki
þátt í prófkjörum. Magnús hafi t.a.m. óskað eftir
launalausu leyfi síðast þegar hann tók þátt í próf-
kjöri. Þá hafi hann ekki fengið brautargengi og
málið því fallið niður. Sjálfur hafi Gylfi boðið sig
fram í prófkjöri þegar hann var framkvæmda-
stjóri ASÍ. „Þá var líka alveg klárt að ef ég næði
öruggu sæti þá færi ég héðan út.“
Vigdís hafi verið hvött til að koma aftur ef hún
næði ekki á þing, m.a. í samtali hennar við starfs-
mannastjóra ASÍ. Launalaust leyfi hafi hins vegar
aldrei komið til tals og því sé málið með ólíkindum.
Gylfi
Arnbjörnsson
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
TAKA þarf efnislega afstöðu til þess
í samgönguráðuneytinu hvort sam-
komulag Landsvirkjunar við Flóa-
hrepp, um gerð aðalskipulags vegna
Urriðafossvirkjunar, standist
ákvæði skipulags- og byggingarlaga.
Með öðrum orðum, hvort Lands-
virkjun hafi „keypt sér“ skipulag í
Flóahreppi. Í nýju áliti Umboðs-
manns Alþingis kemur fram að ráðu-
neyti hafi hvorki sinnt rannsóknar-
skyldu sinni né reglum stjórnsýslu-
laga um málshraða með fullnægjandi
hætti, í kærumáli ábúenda í Skálm-
holti vegna samkomulagsins.
Borgar fyrir skipulagsgerðina
Ábúendurnir kærðu á síðasta ári
og kröfðust þess að samkomulagið
yrði ógilt eða lýst ólögmætt, enda
felur það í sér að Landsvirkjun beri
til dæmis allan kostnað af gerð deili-
skipulags, endurbæti farsímakerfið
á svæðinu, endurbyggi vegi, komi
upp ferðamannaaðstöðu og veiti
hreppnum 40 milljón króna ein-
greiðslu sem sveitarstjórn sjái um að
ráðstafa.
Meginniðurstaða ráðuneytisins
var að þótt efni samkomulagsins
væri óvenjulegt félli það undir rétt
sveitarstjórnar til að ráða sjálft mál-
efnum sínum, samkvæmt 78. grein
stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið
spurði umboðsmaður samgöngu-
ráðuneytið hvort það teldi samkomu-
lagið samrýmast reglum skipulags-
og byggingarlaga um greiðslu kostn-
aðar við gerð skipulags. Ráðuneytið
svaraði því til að ekki hefði farið
fram sérstök athugun á því, af þess
hálfu. Þess utan sagði í samkomulag-
inu að 40 milljón króna eingreiðslan
skyldi „styðja við að landbúnaður og
föst búseta verði styrkt og eftirsótt á
svæðinu“. Taldi umboðsmaður því
ekki útilokað að sveitarstjórnar-
menn hefðu átt verulegra hagsmuna
að gæta við ráðstöfun þessara fjár-
muna.
Skoði hvort Landsvirkjun
hafi keypt sér skipulagið
Skipulag Flóahrepps vegna Urriðafossvirkjunar í uppnámi
Í HNOTSKURN
»Skipulagsstofnun telur til-löguna uppfylla skipulags-
og byggingarlög.
»Skipulagið bíður einnigstaðfestingar umhverf-
isráðherra en heimildir herma
að tillagan hljóti líklega ekki
náð fyrir augum ráðherra.
BIRGIR Ármannsson hefur lagt
fram á Alþingi fyrirspurn til Stein-
gríms J. Sigfússonar fjár-
málaráðherra hver yrði tekjuauki
ríkissjóðs ef hugmyndir fjár-
málaráðherra um nýtt 3% viðbót-
arskattþrep á allar tekjur ein-
staklinga yfir 500 þúsund krónur
næðu fram að ganga.
Þá vill Birgir vita hver tekju-
aukinn yrði ef þessu til viðbótar
yrði komið á sérstöku 5% skatt-
þrepi á allar tekjur einstaklinga
yfir 700 þúsund krónur þannig að
skattgreiðendur með slíkar tekjur
þyrftu samanlagt að greiða 8%
hærra tekjuskattshlutfall en al-
mennt gerist. sisi@mbl.is
Spyr ráðherra
um tekjuauka
Fyrstu áratugi Alþýðusambandsins var stjórn-
málaþátttaka forystunnar sjálfsögð, enda Al-
þýðuflokkurinn hluti af ASÍ 1916 til 1940. Eft-
ir það dró úr stjórnmálahlutverkinu. Björn
Jónsson var þó bæði forseti ASÍ og þingmað-
ur á áttunda áratugnum. Snorri Jónsson tók
sæti sem varamaður á þingi í nokkra daga og
Ásmundur Stefánsson var varaþingmaður Al-
þýðubandalagsins 1987-1991 og forseti ASÍ á
sama tíma. Benedikt Davíðsson var ekki á
þingi en Grétar Þorsteinsson var um tíma
varaþingmaður Alþýðubandalagsins.
Minni pólitík í seinni tíð
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 27 ára
gamlan karlmann, Sævar Sæv-
arsson, í fimm ára fangelsi fyrir til-
raun til manndráps. Maðurinn réðst
að öðrum við Hverfisgötu í ágúst á
sl. ári, stakk hann með hnífi í bakið
og vinstri framhandlegg. Fórn-
arlambið hlaut stungusár inn í
brjósthol og inn í lungað með loft-
brjósti og blæðingu í brjóstholi, og
stungusár á vinstri framhandlegg
fyrir neðan olnboga.
Maðurinn játaði fyrir héraðsdómi
að hafa stungið fórnarlambið en
neitaði að um tilraun til manndráps
hefði verið að ræða. Í niðurstöðu
dómsins sagði að þurft hefði að beita
nokkru afli til að hnífurinn gæti
gengið inn í rönd lungans og mögu-
lega hefði fórnarlambið getað látið
lífið ef ekkert hafði verið að gert.
Tilviljun ein hefði ráðið því að stung-
an hitti manninn fyrir á þessum stað
en ekki í stærri æðar í eða við lung-
að. Hefði honum þá blætt út á mjög
skömmum tíma. andri@mbl.is
Dæmdur fyrir
manndrápstilraun
LÖGREGLAN á
höfuðborg-
arsvæðinu fann
enn einn kanna-
bisræktunarstað-
inn aðfaranótt
fimmtudags. Um
tvö hundruð
plöntur fundust í
bakhúsi við Vest-
urgötu í Reykjavík. Málið er til
rannsóknar hjá fíkniefnadeild lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins og var
einn maður yfirheyrður í gærdag.
Honum var í kjölfarið sleppt.
Um þriðjungur plantnanna, sem
fundust í húsinu, var á lokastigi
ræktunar. Lagt hefur verið hald á
yfir 5.000 kannabisplöntur það sem
af er ári og ræktun verið upprætt á
á þriðja tug staða.
Enn af kannabis
BRJÁLAÐUR bylur var utandyra en skólabörn
Grunnskólans í Grímsey voru samt himinsæl
þegar þau syntu áheitasundið sitt sl. mið-
vikudagskvöld.
Áheitasund hefur verið fastur liður í skóla-
starfinu síðastliðin 15 ár og krakkarnir eru
alltaf jafnspenntir að komast að því hversu
langa vegalengd þeir geta synt. Að þessu sinni
lögðu átta börn af stað og skiluðu rúmum
þremur kílómetrum. Í Grunnskólanum á litlu
eyjunni við heimskautsbaug eru níu börn, en sá
níundi neyddist til að fylgjast með af bakk-
anum því hann gat ekki synt sökum meiðsla í
hendi.
Foreldrar og vinir hvöttu sitt fólk í lauginni.
Strax að sundinu loknu buðu skólabörnin upp á
pylsuhlaðborð í félagsheimilinu og mæting var
ótrúlega góð miðað við veðurlag. Afrakstur
áheitanna rennur svo í ferðasjóð barna í eldri
deildinni, en þau fara alltaf í þriggja daga vor-
ferðalag „til Íslands“.
Kátir krakkar syntu áheitasund og buðu í hlaðborð
Ljósmynd/Helga Mattína
Skólabörn í Grímsey safna fyrir ferð „til Íslands“
ILVA Korputorgi. s: 522 4500
laugardaga 10-18
sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-19
www.ILVA.is
einfaldlega betri kostur
NÝTT NÝTT
Summer.
Kerti í leirskál.
490,-/stk.
Mikið úrval af nýjum
húsgögnum og gjafavöru.