Morgunblaðið - 27.03.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
MIKIÐ tjón varð í eldsvoða sem kom upp í báta-
smiðjunni Sólplasti í Sandgerði á miðvikudags-
kvöld. Þrátt fyrir að slökkvistarf hafi gengið
vel er ljóst að tjónið hleypur á tugum milljóna
króna. Talið er fullvíst að eldurinn hafi komið
upp í línubátnum Oddi á Nesi. Hann var í báta-
smiðjunni til viðgerðar en eldur kom upp í
stýrihúsi bátsins 17. febrúar sl.
„Þetta er orðið frekar leiðinlegt,“ segir út-
gerðarmaðurinn Freyr Steinar Gunnlaugsson
og eigandi Odds á Nesi. Hann hafði vonast til
að fá bátinn afhentan í gærdag og ætlaði að sjó-
setja hann að nýju í dag. Í stað þess þurfti
Freyr Steinar að horfa upp á bát sinni stór-
skemmdan í annað skipti á fimm vikum. Hann
sagði tilfinninguna afar slæma.
Freyr Steinar gerir út frá Siglufirði en bát-
urinn hefur verið í Sandgerði frá því í haust. Í
febrúar kom upp eldur í stýrishúsi bátsins og
talið er að kviknað hafi í út frá fjöltengi. Eld-
urinn var töluverður og skemmdir miklar.
Slökkvilið var hins vegar fljótt á vettvang og
bjargaði því sem bjargað varð.
Ekki er vitað um upptök eldsins á mið-
vikudagskvöld og er málið í rannsókn. Freyr
hafði ekki fengið að fara um borð í gærdag en
sagðist telja að báturinn væri ónýtur af útlitinu
að utan að dæma.
Báturinn er sá fimmti sem Freyr Steinar
eignast en hann er aðeins 25 ára gamall. Spurð-
ur hvort ekki styttist í þann sjötta sagðist Freyr
ætla að sjá hvernig færi með Odd á Nesi, s.s.
hvort viðgerð borgaði sig.
Ljósmynd/Reynir Sveinsson
Bruni Báturinn er illa farinn eftir
eldsvoðann á miðvikudagskvöld.
Fimm vikur á milli eldsvoða
Freyr S. Gunnlaugsson óttast að bátur sinn, Oddur á Nesi, sé gerónýtur
Bátinn átti að sjósetja í dag en viðgerð á honum vegna bruna var að ljúka
EKKI hefur verið rætt innan þing-
flokka Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar um hvernig staðið verði
að birtingu fjárhagsupplýsinga
þingmanna flokkanna í samræmi
við nýjar reglur forsætisnefndar
Alþingis, sem samþykktar voru í
síðustu viku og taka gildi 1. maí.
Allir flokkarnir studdu regl-
urnar. Í þeim er mælst til þess að
þingmenn birti upplýsingar um
fjármál sín en ekki kemur til refs-
inga fari þingmenn ekki eftir þeim.
Framsóknarflokkur og Vinstri
græn birta upplýsingar á heimasíðu
um fjárhagsleg tengsl þingmanna.
Arnbjörg Sveinsdóttir og Lúðvík
Bergsveinsson, formenn þingflokka
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar,
segja málið ekki hafa verið rætt
innan þingflokkanna. Arnbjörg
segir þó ekki ólíklegt að upplýsing-
arnar verði birtar fyrir kosningar.
Grétar Mar Jónsson, formaður
þingflokks Frjálslynda flokksins,
segir ekkert því til fyrirstöðu að
birta upplýsingarnar. ben@mbl.is
Hafa ekki
rætt birtingu
upplýsinga
GLACIER Partn-
ers, orkufyrir-
tæki Magnúsar
Bjarnasonar og
fleiri fyrrum
starfsmanna
Glitnis í Banda-
ríkjunum, hafa
sameinast
Pritchard Capi-
tal Partners, sem
er fjárfestingabanki á sviði jarðhita
og sjávarútvegs. Frá þessum sam-
runa var nýverið greint í banda-
rískum fjölmiðlum. Engar upp-
hæðir voru nefndar en haft eftir
eiganda Pritchard að mikil tæki-
færi séu í nýtingu jarðhitans.
Sameinast
orkubanka
Magnús Bjarnason
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
GEYSIR Green Energy (GGE) er
þátttakandi í nokkrum jarð-
hitaverkefnum í Bandaríkjunum
með fyrirtækinu Ram Power Inc.,
sem sérhæfir sig í verkefnaþróun á
sviði jarðvarma. Um er að ræða
virkjanir í Kaliforníu og Nevada
sem samtals eru
yfir 200 MW að
stærð. GGE
keypti fyrr í vet-
ur 37% hlut í
Ram Power fyrir
um tíu milljónir
dollara, jafnvirði
um 1.100 milljóna
króna.
Í Nevada eru
þrjú verkefni; í
Weepah, Pearl Hot Springs og Del-
cer Butte. Hver þessara jarð-
varmavirkjana er með aflþörf upp á
um 30 MW. Í Kaliforníu hefur fé-
lagið nokkur verkefni í Imperial
Valley og er um þessar mundir að
ljúka orkusölusamningi vegna 50-
100 MW jarðhitaverkefnis þar
vestra.
Áður hjá Ormat
Davíð Stefánsson, forstöðumaður
viðskiptaþróunar hjá Geysir Green,
segir að Ram Power hafi á að skipa
einu reyndasta teymi manna í
Bandaríkjunum í jarðhitaþróun.
Starfsfólk félagsins var áður meðal
stjórnenda eins stærsta jarðhitafyr-
irtækis heims, Ormat, sem er skráð
á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum.
„Þeir ákváðu að ganga til sam-
starfs við Íslendinga á þessu sviði
þar sem við komum með þekkingu í
beislun jarðhitans. Þeir koma inn
með mikilvæg viðskiptasambönd og
þekkingu á jarðhitamarkaðnum í
Bandaríkjunum,“ segir Davíð.
Forstjóri Ram Power Inc., Hezy
Ram, sem á stóran hlut í félaginu,
segist í samtali við Morgunblaðið
vera ánægður með samstarfið við
Geysir Green Energy. Skiljanlega
hafi fyrirtækið líkt og mörg önnur á
Íslandi orðið fyrir áhrifum af
bankahruninu en vonandi takist að
halda áfram farsælu samstarfi og
Íslendingar haldi áfram ótrauðir í
orkuútrásinni.
„Bandaríkin hafa verið í forystu á
heimsvísu í nýtingu jarðvarma og
fátt sem mun breyta því á næstu ár-
um. Obama forseti hefur lagt mikla
áherslu á nýtingu endurnýjanlegrar
orku. Þeir sem ætla að hasla sér
völl á þessu sviði verða að koma sér
fyrir í Bandaríkjunum og þess
vegna er það eðlilegt að Geysir
Green Energy vilji starfa hér,“ seg-
ir Ram en Barack Obama hefur sett
sér það markmið að 10% raforku
komi frá endurnýjanlegum orku-
gjöfum árið 2012 og hlutfallið verði
komið í 25% fyrir árið 2025.
Glitnir ruddi veginn
Hezy Ram telur engan vafa leika
á því að starfsmenn Glitnis banka í
Bandaríkjunum hafi rutt veginn
fyrir Íslendinga og fjölmarga aðra
sem hafa viljað fjárfesta í jarð-
varmaverkefnum.
Ram segir verkefnin, sem GGE
hefur tekið þátt í með hans fyr-
irtæki, ganga samkvæmt áætlun og
framkvæmdir hafnar á nokkrum
stöðum.
Í stórum jarð-
varmaverk-
efnum vestra
Hezy Ram Jarðhiti Gríðarlegur jarðhiti er í
Kaliforníu og borar sjást víða.
Hverjir eiga Geysir Green Energy?
Félagið er að stærstum hluta í eigu
Atorku, sem á 41%, og 40% eru í eigu
Glacier Renewable Energy Fund, sjóðs
á vegum Íslandsbanka o.fl, áður Glitn-
is. VGK Invest á 9% en það félag er í
eigu Mannvits. Sjö manns sitja í stjórn
GGE, stjórnarformaður er Ólafur Jó-
hann Ólafsson.
Hverjir stofnuðu fyrirtækið?
Geysir Green Energy tók til starfa í
byrjun árs 2007. Stofnendur voru FL
Group, Glitnir og VGK-Hönnun, nú
Mannvit. Stofnfé nam sjö milljörðum
króna. Meðal dóttur- og hlutdeild-
arfélaga eru HS Orka, HS Veitur, Jarð-
boranir, Enex, Enex Kína, Exorka, Ram
Power og Western GeoPower.
S&S
KVEIKT var á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey frá 19. til 25. mars í tilefni vor-
jafndægra. Að sögn Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur, verkefnisstjóra í
Viðey, kom fjöldi gesta út í eyna en þessa daga var boðið upp á kvöldsigl-
ingar þangað. Erlendir ferðamenn voru þar fyrirferðarmiklir en síðasta
kvöldið komu um 400 manns í Viðey. Boðið var upp á sérstakar leið-
söguferðir að friðarsúlunni en Guðlaug Elísabet segir það engu líkt að
standa við mannvirkið þegar kveikt er á ljósi friðarins. Það er einnig til-
komumikið að sjá til friðarsúlunnar úr landi, líkt og blasti við áhuga-
ljósmyndaranum Hjalta Árnasyni sem tók myndina eitt kvöldið. bjb@mbl.is
Ljósmynd/Hjalti Árnason
Friðarsúlan skein skært
á vorjafndægrum í Viðey
Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík
Sími: 544 5466 www.kemi.is
... vorið er komið
Smurolíur á öll
mótorhjól
fáðu ráðgjöf við val á olíu