Morgunblaðið - 27.03.2009, Page 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
Í FYRRAHAUST greip forstjóri
Umhverfisstofnunar (UST) til þeirr-
ar vanhugsuðu ákvörðunar, án sam-
ráðs við hagsmunasamtök, að leggja
veiðistjórnunarsvið UST niður. Það
hafði séð um útgáfu veiðikorta og
rekstur Veiðikortasjóðs, stjórnun
hreindýraveiða, refaveiða og eyð-
ingu minks. Þá sá sviðið um nám-
skeið vegna veiðikorta og síðar
skotvopnanámskeið og ýmsa fræðslu
tengda skotveiðum.
Stofnað var nýtt svið, nátt-
úruauðlindasvið, til að annast jafn
ólíka málaflokka og eyðingu minks,
erfðabreyttar lífverur, veiðistjórnun
og rekstur friðlýstra svæða. Þessari
skipulagsbreytingu hefur fylgt að
þjónusta UST við íslenska skot-
veiðimenn hefur versnað svo að ekki
verður lengur við það unað.
Stjórn Skotveiðifélags Íslands
(Skotvís) skrifaði umhverfisráðherra
25. nóvember 2007 og lýsti áhyggj-
um af því að leggja ætti veiðistjórn-
unarsviðið niður. Svar barst 8. jan-
úar 2008 undirritað af
umhverfisráðherra og ráðuneyt-
isstjóra. Ráðuneytið tók ekki undir
varnaðarorð Skotvís en skrifaði
m.a.: ,,Að mati umhverfisráðuneyt-
isins eru verkefni fv. veiðistjórn-
unarsviðs þ.e. umsjón með verndun,
friðun og veiðum villtra dýra í sam-
ræmi við samnefnd lög
nr. 64/1994 vistuð með
eðlilegum hætti hjá
Umhverfisstofnun og
telur ráðuneytið ekki
ástæðu til að ætla að
umræddar breytingar á
starfsskipulagi Um-
hverfisstofnunar verði
til að veikja á nokkurn
hátt stjórnsýslu Veiði-
stjórnunar. Vænta má
að betri heildarsýn ná-
ist yfir málaflokkinn
með þessu fyr-
irkomulagi.
Umsýsla málefna skotveiða og
veiðistjórnun hefur ekki sama vægi
innan UST eftir að veiðistjórn-
unarsvið var lagt niður. Aðal-
ástæðan fyrir þeim ógöngum sem
málefni skotveiðimanna eru komin í
innan stofnunarinnar er þó áhuga-
leysi yfirstjórnar UST á mála-
flokknum, þekkingarleysi og metn-
aðarleysi. Lög og reglur sem UST
sér um að semja eða gefa umsögn
um á þessu sviði eru illa unnin
vegna þekkingarleysis og skorts á
samvinnu við hagsmunasamtök.
Helstu verkefni náttúru-
auðlindasviðs eru á sviði nátt-
úruverndar. Þegar hagsmunir frið-
unar og nýtingar rekast á er
afgreiðsla UST nánast ávallt sú að
friðun er tekin fram yfir nýtingu.
Dæmi um það er friðun Guðlaug-
stungna norðan
Hofsjökuls. Skotveið-
ar á svæðinu voru
bannaðar þó svo að
íslenski heiðagæsa-
stofninn sé hvað
sterkastur stofn
veiðidýra hér á landi.
Ekki var leitað álits
Skotveiðifélags Ís-
lands á þessari
makalausu ákvörðun.
Klúður á
klúður ofan
Hreindýrastofninn hefur verið í
örum vexti og mikil ásókn í veiði-
leyfin. Í fyrra var kvótinn 1.333 dýr
og fengu mun færri veiðileyfi en
sóttu um. Hins vegar eru hrein-
dýraleiðsögumenn aðeins 80 talsins.
Námskeið fyrir nýja leiðsögumenn
hafa ekki verið haldin síðan árið
2001. Þá var veiðikvótinn meira en
helmingi minni en nú. Það er því
mikil þörf á að fjölga leiðsögumönn-
um. Lög um störf, nám og hæfn-
iskröfur fyrir hreindýraleið-
sögumenn hafa verið afar
ófullkomin. Þegar fyrsta nám-
skeiðið fyrir leiðsögumenn með
hreindýraveiðum var haldið árið
1998 var gerð krafa um að þeir
hefðu góða þekkingu á því veiði-
svæði sem þeir myndu starfa á.
Sama krafa var gerð 2001. Vegna
meinbugs í lögunum kom í ljós að
ekki var hægt að standa við þessa
kröfu. Því geta leiðsögumennirnir
nú fylgt veiðimönnum á hvaða
svæði sem er, jafnvel þótt þeir hafi
aldrei komið þangað áður.
UST tók að sér að halda
skotvopnanámskeið og hefur fengið
ágætlega greitt fyrir. Í tæpt ár, eða
frá 2007-2008, var ekki hægt að
halda slík námskeið því í ljós kom
að vafi lék á því hvort innheimta
mætti námskeiðsgjald af þátttak-
endum. Þótt dómsmálaráðuneytið
ætti þar nokkra sök hefði UST átt
að beita sér fyrir því að þetta klúð-
ur yrði lagfært svo ekki þyrftu að
líða fleiri mánuðir svo að ekki væri
hægt að halda skotvopnanámskeið.
Annað dæmi um andvaraleysi
UST er götuskráning fjórhjóla. Ár-
ið 2002 voru samþykkt lög og bann-
að að fara til skotveiða á vélsleða,
fjór- eða sexhjóli. Þegar heimilað
var að götuskrá fjórhjól kom í ljós
að þau höfðu sömu stöðu í lögunum
og bifreiðar. Þannig var leyfilegt að
ferðast með vopn á vegum og slóð-
um á götuskráðu fjórhjóli. Þarna
brást UST eftirlitshlutverki sínu.
Um síðustu áramót hækkaði
gjald fyrir veiðikort úr 2.280 kr. í
3.500 kr. Þar eð þjónusta UST við
íslenska skotveiðimenn er jafn
slæm og raun ber vitni á þessi
hækkun engan rétt á sér. Á árs-
fundi UST 4. apríl 2007 sagði for-
stjóri stofnunarinnar, Kristín Lind
Árnadóttir, að mikið stefnumót-
unarstarf hefði verið unnið þetta ár-
ið. Þrjátíu félagasamtökum hefði
verið boðið að koma að þessari
vinnu. Skotveiðifélagi Íslands var
hins vegar ekki boðið að taka þátt í
þessu stefnumótunarstarfi. Það er
varla tilviljun – eða hvað? Þess má
geta að tekjur stofnunarinnar frá
skotveiðimönnum verða líklega um
160 milljónir nú í ár.
Að lokum skal tekið fram að
Skotvís hefur átt ágætt samstarf
við starfsfólk UST á Akureyri og á
Egilsstöðum. Við þetta ágæta fólk
er ekki að sakast. Starfsskilyrði
þess eru hins vegar ekki öfunds-
verð, en það er önnur saga.
F.h. stjórnar Skotveiðifélags
Íslands.
Sigmar B. Hauksson
gagnrýnir Umhverfisstofnun
Sigmar B. Hauksson
» Lög og reglur sem
UST sér um að
semja eða gefa umsögn
um á þessu sviði eru illa
unnin vegna þekking-
arleysis og skorts á
samvinnu við hags-
munasamtök.
Höfundur er formaður
Skotveiðifélags Íslands.
Umhverfisstofnun í slæmum málum – enn og aftur
TILSKIPUN Al-
þjóðagjaldeyrissjóðs-
ins (AGS) að hækka
skyldi stýrivexti úr 12-
18% er fyrir atvinnu-
lífið áþreifanlegasta
aðgerðin eftir banka-
hrun og ekki til góðs.
Það var kristaltært að
þessi gjörningur og
verðtrygging íbúð-
arlána leiddi heimili og fyrirtæki inn í
eitt allsherjar svarthol væri haldið
áfram á þeirri braut. Í byrjun nóv-
ember spurði ég þau Ingibjörgu og
Geir í Morgunblaðsgrein:
Hvort væri betra 1) að allt færi á
hausinn og í ríkisrekstur eða 2) að
lækka stýrivexti í 3% og taka af verð-
tryggingu?
Nú 90 dögum síðar eru stýrivextir
enn 18% og verðtryggingin fryst.
Afleiðingar hafa komið ljós. Marg-
ir hafa misst húsnæði sitt og fjöldi
fyrirtækja gjaldþrota. Spáð er að
3.500 fyrirtæki fari á
hausinn 2009. Þá missa
fleiri vinnuna, en von-
andi ekki allt sitt. Fryst-
ing verðtryggingar er
ósómi. Hún er óbreytt
og kemur tvíefld úr
frystinum um leið og
hægt verður að ganga
að Jóni og Gunnu. Væri
mæling verðtryggingar
rétt í þeirri verð-
hjöðnun, sem nú gengur
yfir ætti hún að vera
negatíf. Höfuðstóll lána
ætti að lækka og ofgreiddar verð-
bætur ættu að hluta til að greiðast til
baka.
Fyrri stjórn talaði mikið um að
bjarga heimilum og fyrirtækjum, en
mestur tími fór í að tala um krónuna
og ESB. Ýmsir virtust ekki sjá neina
aðra lausn en þá að ESB drægi okk-
ur upp úr drullupollinum. Lands-
fundir voru tímasettir til að ræða inn-
göngu í ESB, sem virtist aðalatriðið
eða var það kannski bara smjörklípa
til að draga athyglina frá aðgerða-
leysinu.
Sigurður Oddsson
skrifar um vexti og
verðtryggingu
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
Hvenær koma áþreifanlegar
aðgerðir til góðs?
Nú er komin ný stjórn. Aðal-
áherslan er lögð á að koma skikki á
Seðlabankann og búið að semja frum-
varp og ný lög um hann. Á þingi er
þráttað um miklar kröfur, sem gerðar
eru um menntun bankastjórans. All-
strangar miðað við að nú hefur jarð-
fræðingur tekið við af fyrverandi fjár-
málaráðherra, sem var dýralæknir og
forsætisráðherra fyrrverandi flug-
freyja. Að mínu mati skiptir mennt-
unin ekki öllu máli séu heilasellurnar í
lagi. Þannig var það læknir í Noregi
sem skoðað heimsíðu Seðlabankans
og skildi betur en þeir sem áttu að
fylgjast með og tóku há laun fyrir. Út
frá þeim upplýsingum – sem lækn-
irinn aflaði sér í frístundum – hefði
hann aldrei fjárfest í íslenskum hluta-
bréfum líkt og lífeyrissjóðirnir gerðu
og töpuðu 20-30% af sjóðunum.
Til hvers annars að eyða öllum
þessum tíma í seðlabankann. Er það
ekki hvort sem er AGS, sem stjórnar.
Hvernig væri að setja bankastjórann
á frost og ræða við AGS um leyfi til að
lækka stýrivextina? Nýr fjármála-
ráðherra hefur sagt að það sé bara vel
hægt að tala við þessa voðalegu
menn. Svo þarf að semja við krónu-
bréfabraskarana. Næsta víst er, að
þeir flýta sér ekkert að samninga-
borðinu á meðan stýrivextir eru 18% í
boði Jóns og Gunnu. Nú spyr ég ykk-
ur, Jóhönnu og Steingrím. Hvenær
fáum við að sjá eitthvað áþreifanlegra
en frystingu verðtryggingar, fyr-
irfram úttekt úr séreignalífeyrissjóði
og lengingu lána með veði í „eigin“
húsnæði til allt að 80 ára? Ætlið þið að
beita almennri skynsemi á verðtrygg-
inguna og lækka stýrivextina til sam-
ræmis við það sem er hjá þróuðum
þjóðum? Eða ætlið þið kannski bara
að ýta þessu á undan ykkur næstu 80
dagana og þar með fram yfir kosning-
ar? Það skyldi þó ekki vera að Seðla-
bankinn sé enn ein smjörklípan til að
draga athyglina frá ráðleysinu.
» Það skyldi þó ekki
vera að Seðlabank-
inn sé enn ein smjörk-
lípan til að draga athygl-
ina frá ráðleysinu.
GUNNAR Ágúst
Gunnarsson sendir
mér tóninn í Mbl. 13.
mars sl., vegna svar-
greinar minnar við
skrifum hans um vega-
mál í Mýrdal. Sýnist
mér á öllum þeim pirr-
ingi sem þar skín í
gegn, að hér fari að
sannast gamla orðtækið að sérhver
verði sannleikanum sárreiðastur.
Gunnar gerir mikið úr áliti sérfræð-
inga en lítið úr okkur heimamönnum,
eins og áður. Ekki undarlegt að mað-
urinn sé löngu búinn að forða sér frá
okkur sveitavarginum og setjast að
innan um betur menntað fólk á
Reykjavíkursvæðinu.
Sannleikurinn varðandi ágreining
okkar við sérfræðing Siglingastofn-
unar er sá, að við heimamenn viljum
fara í að stöðva landbrotið strax.
Teljum óviðunandi að fá sjóinn nær
byggðinni, bæði vegna hættu á sjó-
gangi en ekki síður sandfoki sem oft
hefur valdið miklu tjóni á húsum
þeim sem standa næst sjónum. Þetta
er ekki spurning um verkfræðileg
rök, aðeins um hvort kostnaðurinn,
sem auðvitað er umtalsverður, kem-
ur nú eða eftir örfá ár. Bendi líka á
að þetta er alveg samhljóða áliti
sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sbr.
fundargerð frá 26. feb. sl.
Um veginn sunnan þorpsins vil ég
segja þetta: Ef ófært er að halda
þarna við vegi gildir væntanlega það
sama um íþróttamannvirki, sundlaug
og önnur hús sem næst standa. Ég
veit ekki annað en þetta eigi að verja
og þá gildir einu þó væntanlegur
vegur njóti góðs af framkvæmdinni
líka. Núverandi veg er auðvitað hægt
að endurbæta eitthvað en kostirnir
við jarðgöng og veg um láglendið eru
yfirgnæfandi. Kostnaður við göng
verður að sjálfsögðu meiri í byrjun
en samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni lítur þetta út fyrir að
verða arðsamt verkefni. Þarna er
verið að tala um ca. tveggja km stytt-
ingu á hringveginum en vegna
rangra upplýsinga sem ég hafði
fengið talaði ég um fjóra í fyrri grein
minni. Það er ekki rétt
og biðst ég velvirðingar
á því. Þá hefur GÁG
það eftir „staðkunn-
ugum mönnum“ að veg-
urinn fari jafnvel yfir
land hátt í þrjátíu
jarða. En ekki innan við
tuttugu eins og mér
hefur talist til. Þetta
kann að líta illa út í aug-
um þeirra sem ekki
þekkja til en þegar litið
er til þess að umrætt
land er allt margskipt í litlar skákir
er hver jörð að meðaltali aðeins að
fórna u.þ.b. 370-500 m lands fyrir
þessa veglínu eftir því hvor talan er
notuð. Sannleikurinn er sá að aðeins
einn jarðeigandi verður fyrir umtals-
verðum óþægindum af þessari veg-
línu. Þá er enn og aftur reynt að
koma óorði á okkur, sem viljum
vinna að umferðaröryggi og bættum
samgöngum, með því að við séum
hinir verstu landníðingar. Nátt-
úruvernd er mér hugleikin og öllum
ljóst að þar verður að stíga varlega
til jarðar en öll ofsatrú á þeim vett-
vangi vinnur gegn góðum málstað.
Síðan er vitað að margir sem skreyta
sig með því að vera miklir nátt-
úruverndarsinnar eru aðeins að nota
það í eiginhagsmunaskyni, þegar
þeim sjálfum hentar. Að síðustu vil
ég þakka Gunnari Á., fyrir að opna
augu mín fyrir því hvað ég er mikill
þungavigtarmaður í þessu og þá
væntanlega öðrum málum hér. Jafn-
vel sá hann ástæðu til þess að vara
þingmenn kjördæmisins við að eiga
við mig orðastað. Þetta er nokkuð
sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr, en
hitt þykist ég skynja að mínar skoð-
anir á þessu fara saman við mikinn
meirihluta fólks í Mýrdal.
Meira um vegamál
og sjóvarnir í Vík
Þórir N. Kjart-
ansson fjallar um
vegstæði og skipu-
lagsmál í Mýrdal
»Náttúruvernd er
mér hugleikin og öll-
um ljóst að þar verður
að stíga varlega til jarð-
ar en öll ofsatrú á þeim
vettvangi vinnur gegn
góðum málstað.
Þórir N. Kjartansson
Höfundur er framkvæmdastjóri.