Morgunblaðið - 27.03.2009, Page 30

Morgunblaðið - 27.03.2009, Page 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 ✝ Ingi Sævar Odds-son fæddist í Reykjavík 3. janúar 1942. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans við Hringbraut 19. mars 2009. For- eldrar hans voru Ingi- gerður Þorsteins- dóttir, f. 14.6. 1895, d. 1.1. 1973 og Oddur Magnússon, f. 9.3. 1894, d. 2.3. 1951 frá Skaftafelli í Öræfum. Systir Inga var Unnur Einarsdóttir, f. 15.10. 1922, d. 5.7. 2000, var gift Ólafi Magnússyni. Árið 1959 kynntist Ingi Sævar Þuríði Jónu Antonsdóttur, f. 10.10. 1943 og giftu þau sig 6. október 1962. Foreldrar Þuríðar eru Anton Guðjónsson, f. 5.9. 1922, d. 13.6. 1995 og Guðrún Matthíasdóttir, f. 16.11. 1924. Börn Inga og Þuríðar eru Hrafnhildur, f. 1960, gift Barða Ágústssyni. Þau eiga þrjá syni, Matthías, Hákon og Eyþór. Oddur, f. 1963, börn hans og Ernu Svölu Gunnarsdóttur eru Fannar Már, Daníel og Katrín Sóley. Gunnar Stefán, f. 1969, sambýliskona Svan- hildur Kristinsdóttir. Þau eiga tvo syni, Kristin Inga og Stef- án Atla. Ómar, f. 1982, sambýliskona Aníta Berglind Ein- arsdóttir. Ingi Sævar ólst upp í Skaftafelli til 11 ára aldurs en þá flutti hann ásamt móður sinni til Hafn- arfjarðar eftir svip- legt andlát föður síns. Ingi Sævar var sjó- maður framan af en vann við bílaviðgerðir mest allt sitt líf. Ingi var einn af stofnfélögum JC Garða, Ferðaklúbbsins 4x4 og Landssambands íslenskra vélsleða- manna (LÍV). Ingi bjó lengst af í Garðabæ þar sem hann ól upp fjöl- skyldu sína ásamt konu sinni. Ferðamennska átti hug þeirra hjóna allan og ferðuðust þau innan- lands sem utan. Síðustu æviár Inga voru oft á tíðum erfið vegna hjarta- veikinda hans sem að lokum höfðu yfirhöndina. Ingi verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 27. mars, kl. 15. Hann pabbi er dáinn. Löng og erfið veikindi höfðu hann undir í barátt- unni við lífið. Þó svo að ég hafi gert mér grein fyrir að pabbi myndi ekki lifa lengi og dauðinn væri framundan, þá er maður einhvern veginn ekki viðbúinn þegar kallið kemur. Það streyma fram margar minningar úr æskunni, t.d. um öll skemmtilegu og spennandi ferðalögin sem við fjöl- skyldan fórum í. Pabbi og mamma höfðu óbilandi elju og dugnað til að ferðast innan- lands og helst þá á slóðum sem varla voru færar bifreiðum, Gæsavatna- leið, Sprengisandsleið, Kjalvegur, há- lendið eins og það lagði sig og ekki má gleyma frábærum ferðum í Skaftafell á æskuslóðir pabba. Fyrsta alvöru ferðin sem ég man eftir var farin á Landrover-jeppa sem pabbi átti, með jeppann fullan af fólki og búnaði var lagt af stað út í óvissuna. Þrátt fyrir að sitja í grjóthöstum jeppanum í marga klukkutíma á grýttum vegaslóðum, fannst okkur krökkunum æðislegt að fara í ferða- lag með pabba og mömmu. Síðar tók við Ford Bronco-tímabilið og svo loks upphækkuðu sendibílarnir. Það var sama hvað bjátaði á í þessum ferðum, bilanir, bíllinn fastur í ám og snjó- sköflum, ekkert virtist geta stöðvað þessa ósérhlífnu og dugmiklu ferða- menn sem pabbi og vinir hans voru. Önnur minning sem kemur í huga minn, er þegar ég eignaðist fyrsta bíl- inn minn, Fiat 128 Sport, forláta bíll, svolítið bilaður, sem pabbi fann fyrir mig og tók sér næstum ár til að gera við áður en ég fékk bílprófið mitt. Ég var ekkert smá stoltur af fyrsta bíln- um mínum. Pabbi gerði sér nú fljót- lega grein fyrir því að elsti sonur hans (undirritaður) myndi aldrei vinna stórafrek á bílaviðgerðasviðinu og stóð því mér ávallt þétt við hlið í þeim efnum. Ég sakna þess að hafa ekki getað kynnst pabba betur og varið fleiri stundum með honum, t.d. við útivist og veiði, eitthvað sem ég veit að hann hafði gaman af. Vertu sæll, pabbi minn, og hvíldu í friði. Þinn sonur, Oddur. Nú er það búið. Þetta voru orðin sem þú lést falla þegar ég hitti þig á spítalanum nokkrum dögum fyrir andlát þitt. Ég var ekki tilbúinn að taka þá umræðu við þig og reyndi að breyta um umræðuefni en þó mátt- farinn værir varstu sannfærandi um að þessi lota hjá þér væri búin og eins og þú sagðir orðrétt þá vissir þú ekki hvað héldi þér gangandi. Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði þig tala um uppgjöf frá því ég kynntist þér því þú varst alltaf sá síð- asti til að gefast upp, hvort sem það var í bílaviðgerðum, ferðamennsku eða við aðrar aðstæður þar sem sýna þurfti styrk til að klára málin. Ég veit ekki hvort þetta kallast þrjóska eða bara óbilandi trú á það að hlutirnir séu gerlegir sama hvernig málin standa en þetta var svo sannarlega eiginleiki sem ekki allir bera með sér. Annar eiginleiki sem var mjög sterk- ur hjá þér var húmorinn og eru þekkt mörg hnyttin tilsvörin og frasarnir enn í dag. Minningarnar sækja á mann við aðstæður sem þessar og eru þær sterkastar þegar við vorum einhvers staðar úti í náttúrunni hvort sem það var að sumri til, fastir í einhverrri á uppi á hálendi á jeppa eða í blindbyl á sleða að vetri til. Einhvern veginn þá trúði maður og treysti á þig og þína ferðafélaga og undantekningarlaust komust allir heilir heim að lokum. Ekki eru allir svo heppnir að eign- ast foreldra sem unna náttúru og landi eins mikið og þið mamma en að þessu bý ég á meðan ég lifi og mun ég heiðra minningu þína og gera mitt besta til að feta í þín fótspor. Mér þykir sárast að hafa ekki fengið meiri tíma með þér í seinni tíð vegna veik- inda þinna því það er svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Það eina sem ég get lofað þér úr þessu er að við munum hugsa vel um mömmu og veit ég að ef það var eitthvað sem þér var kært þá var það hún. Lífsleið þín var ekki eintómur dans á rósum en sterk bein þarf til að tak- ast á við brekkur lífsins en því miður var þessi of brött svo þú þurftir að láta í minni pokann að lokum þó ég sé viss um að þér hafi ekki líkað það. Við munum öll spjara okkur og mamma verður í öruggum höndum hjá börn- unum þínum. Hvíldu í friði, pabbi minn. Gunnar og Svanhildur. Jæja gamli, þá er þinn tími liðinn hér hjá okkur og ég á eftir að sakna þín og stundanna sem við áttum sam- an mikið. Við áttum margar góðar stundir saman og geymi ég þær hjá mér og rifja þær upp þegar ég þarfn- ast þín. Þú kenndir mér allt sem ég kann og reyndir að kenna mér að takast á við mótlæti og flestallt annað sem líf- ið færir okkur með jafnaðargeði og reyna ætíð að sigla á milli skers og báru í þeim efnum. Það að sjá á eftir þér er það erf- iðasta sem ég hef gert því ég er ekki bara að missa pabba minn heldur minn besta vin og lífsförunaut, félaga og kennara. Tíminn sem ég gat verið hjá þér á nóttunni á spítalanum þessa síðustu daga þína er mér ómetanlegur og ég vona að þú hafir vitað af mér og heyrt þegar ég talaði til þín. Ég hefði ekki viljað vera annars staðar. Ég minnist þess og get ekki annað en brosað þegar ég hugsa um það sem við áttum sameiginlegt, það er blessaða bíladelluna. Það var mikið atriði hjá okkur að vera alltaf eitt- hvað að bauka í bílum. Meira að segja þegar þú varst orðinn veikur og vissir að þú myndir ekki keyra meira þá varðstu samt að eiga bíl, það var nú bara ekki annað hægt! Og að sjálf- sögðu amerískan. En jæja, þetta er orðið ágætt. Ég treysti á að þú vakir yfir mér. Ómar Ingason. Nú þegar ég kveð þig rifja ég upp okkar tíma saman sem því miður var allt of stuttur, og eftir á að hyggja finnst mér að stundirnar hefðu mátt vera fleiri. Einhvern veginn hefur mig alltaf grunað að þér hafi nú ekkert litist á mig fyrst þegar ég birtist í Marar- grundinni, einhver stelpa komin til að hafa af þér þinn besta vin og félaga í bílagrúskinu. En samband ykkar feðga var engu líkt og enginn hefði getað komið upp á milli ykkar, jafnvel ekki ég. Annars held ég nú að með tímanum hafir þú áttað þig á því að ég væri nú bara al- veg ágæt og ég get ekki annað sagt en sömuleiðis. Þú varst alveg einstak- ur maður og það tók mig langan tíma að ná að lesa þig og kynnast. Og ég er ekkert feimin við að viðurkenna það að ég var hálfhrædd við þig þegar ég kynntist þér fyrst, en með tímanum hef ég lært að meta þig og elska þann mann sem þú hafðir að geyma. Elsku Ingi. Þakka þér fyrir allar minningarnar, súrar sem sætar. Þín, Aníta. Fallinn er frá mágur minn og vin- ur, Ingi Sævar Oddsson. Hann er mesti töffari sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann var fynd- inn í tilsvörum og skemmtilegur. Kenndi okkur líka að hlusta á góða tónlist og dreif alla í útilegur með sér og opnaði fyrir okkur fegurð lands- ins. Hann vann alla tíð við bílaviðgerð- ir. Sérhæfði sig í viðgerðum á sjálf- skiptingum þó svo allt sem viðkom bílum léki í höndunum á honum. Það var gott að geta leitað til Inga sem unglingur með gamlan bílskrjóð sem þurfti aðhlynningar, alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Ár eftir ár byrjuðu sumrin á úti- legum í Þórsmörk og stundum var líka farið í heimahaga Inga, en hann ólst upp á bænum Bölta í Skaftafelli. Það var ógleymanlegt að ganga þar um undir leiðsögn hans og heyra hvernig búskapurinn var á þeim tíma. Ingi var alltaf fyrstur til að prófa allt og svo komum við hin á eftir. Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun Ferðaklúbbsins 4x4 og Landsam- bandi íslenskra vélsleðamanna. Þá var hann um tíma forseti í JC Görð- um. Ég vil þakka þér Ingi minn sam- fylgdina í þessu lífi og ég veit að þú ert farinn eins og alltaf aðeins á und- an, og svo komum við hin á eftir. Ég veit að ef þú vissir að ég væri að pára þessi minningarorð um þig þá myndir þú segja: „Hættu þessu! Sittu ekki eins og kafrekinn nagli ofan í stólinn, gerðu eitthvað af viti!“ Takk fyrir allt Ingi minn, þinn vinur, Gunnar Antonsson. Fyrir rúmlega 30 árum kom saman hópur af ungu fólki á kynningarfund á JC-hreyfingunni í Garðabæ. Upp úr því var JC Garðar stofnað, fyrsta JC- félagið á Íslandi sem var bæði fyrir konur og karla. Þetta var nokkuð skrautlegur hópur og fæstir þekktust neitt að ráði. Fljótlega myndaðist harður kjarni sem starfaði saman að uppbyggingu félagsins og ekki bara það heldur var þarna lagður grunnur að vináttu sem varir alla ævi. Í þessum hóp var Ingi Sævar og kona hans Þura. Ingi Sæv- ar var góður JC-félagi og var hann þriðji forseti félagsins. Við stofn- félagarnir eigum góðar minningar frá þessum árum þegar við og JC-hreyf- ingin var í blóma. Við vorum samtaka hópur, lögðum hart að okkur bæði í leik og starfi og hvöttum óspart hvert annað. Við vorum sérlega dugleg að taka þátt í ræðukeppnum og öðrum skemmtilegum uppákomum og fjöl- Ingi Sævar Oddsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVANHILDUR ÓLÖF EGGERTSDÓTTIR, Skálahlíð, Siglufirði, sem lést laugardaginn 21. mars, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 28. mars kl. 11.00. Elsa Guðmundsdóttir, Þórsteinn Ragnarsson, Guðný Guðmundsdóttir, Sveinn Björnsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, AUÐUR BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Heiðarbraut 7c, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 23. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 30. mars kl. 14.00. Róberta Bára Maloney, Viðar Ólafsson, Óskar Frank Guðmundsson, Aníta Eva Viðarsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Hrafnhildur Svavarsdóttir, Aron Geir Guðmundsson, Tinna Björk Guðmundsdóttir, ömmur og afar. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN GEIRSDÓTTIR, áður til heimilis á Skúlagötu 66, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 23. mars. Útförin fer fram í kyrrþey. Friðgeir K. Hólm, Gunnar K. Hólm, Bryndís Hólm, Karl Hólm, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANFRÍÐUR BJARNEY JÓHANNSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 4. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Starfsfólki Skjóls færum við þakkir fyrir veitta umönnun og aðhlynningu. Guð blessi ykkur. Sumarliði Bárðarson, Guðmundur Finnbogason, Ásthildur Gunnlaugsdóttir, Sigurlaug Finnbogadóttir, Sigurður Hallur Garðarsson, Jón Hreiðar Sigurðsson, Freyja Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARGRÉT HALLDÓRA HALLGRÍMSDÓTTIR, Ásgarði 139, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 25. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.00. Hallgrímur Ingvaldsson, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Hans Jón Björnsson, Lykke Björnsson, Emil Sæmar Björnsson, Alda Snæbjörnsdóttir, María Ingunn Björnsdóttir, Frans Jensen, Björn Elías Björnsson, Sveinn Lúðvík Björnsson, Margrét S. Pétursdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Valgerður Björnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.