Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 31
menntum ásamt Inga Sævari og Þuru á heimsþing JC-hreyfingarinn- ar í Berlín. Nú er vinur okkar farinn í hinstu ferðina og viljum við þakka honum fyrir samstarfið og vináttuna gegnum árin. Þuru og fjölskyldu vottum við samúð okkar. F.h. félaga úr JC Görðum, Helga Jakobs. Kæri Ingi Sævar. Ég minnist þín með miklum hlýhug og er þakklátur að hafa kynnst þér og ykkur hjón- unum báðum. Þið tókuð mér strax opnum örmum frá fyrstu stundu er við Ómar sonur ykkar kynnt- umst er við stunduðum nám saman. Til eru margar ógleymanlegar minn- ingar. Eru mér þær minnisstæðastar stundirnar sem við strákarnir áttum með þér í bílskúrnum við Marar- grund. Þar var hlegið og haft gaman og gátum við strákarnir verið þar alla daga og fannst þér einnig gaman að hafa okkur. Í dag kveð ég þig, Ingi Sævar og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig. Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem.) Guðni Rúnar Logason. Í æskuminningum mínum er það samhentur hópur áhyggjulausra drengja sem alast upp saman í Garðabænum á meðan foreldrarnir basla við að koma þaki yfir barnahóp- inn. Þetta voru ár ævintýra, áhyggju- leysis, nýrra uppgötvana og ekki hvað síst forspilið að ævarandi vin- áttu. Ingi Sævar og Þuríður fluttu með börnin sín í Garðabæinn um það leyti sem vinahópur minn hafði vaxið upp fyrir lágvaxna garðrunnana. Ég eignaðist nýjan vin og það var því án allra formála að ég kynntist föður hans. Á meðan feður okkar hinna drengj- anna óku um á hefðbundnum bifreið- um var ekkert hefðbundið við þá bíla sem Ingi ók á um götur bæjarins. Breið dekk, öflugar vélar og angan af vindlareyk er órjúfanlegur hluti þeirra æskuminninga. Ingi var fag- maður gamla skólans, einstaklingur sem hafði kennt sér sjálfur þá iðn sem hann stundaði, sjálfmenntaður, handverksmaður af guðs náð! Mér er það minnisstætt þegar hann aðstoðaði okkur æskufélagana við að gera draumfarir okkar að veru- leika. Það er óhætt að segja að það hafi verið hægara sagt en gert að hrinda draumnum í framkvæmd þar sem tveir þriðju hlutar auralausra hugmyndasmiðanna stunduðu nám í Bandaríkjunum á þessum tíma. Nið- urstaðan varð sú að ég legði til hand- verkið til lagfæringa á eldri hraðbát sem síðar var seldur og hagnaðurinn notaður til að fjármagna draum okk- ar. Ingi tók það hlutverk að sér að sinna samningagerð og einnig lagði hann mér til verkfæri til starfans. Í óþolinmæði minni fannst mér samn- ingagerðin taka handverksmanninn lengri tíma en efni stóðu til og fór ég því óbeðinn að blanda mér í við- kvæma samningsstöðuna. Ingi var snöggur að átta sig á því að maðkur var kominn í mjölið og lét mig heyra það svo hressilega að meitluð og vel valin orð hans óma enn í hugskoti mínu. Eftir að hafa móttekið hár- beitta yfirhalningu aðalsamninga- mannsins hlógum við báðir dátt að öllu saman. Á þessum tíma gerðust undur og stórmerki í mínu lífi þar sem ég varð faðir í fyrsta sinn en það kom ekki í veg fyrir það að ég ætti mína verk- fundi með Inga í bílskúrnum hans í Marargrundinni. Mér var eitt sinn brugðið þegar Ingi sagði mér frá sín- um draumi. Hans draumar voru ekki efnislegir, heldur voru þeir föðurlegir og fullir af væntumþykju. Draumur hans fannst mér reyndar svo sjálf- sagður að ég ungur maðurinn botnaði ekki til fulls í þeim gæðum sem í hon- um voru fólgin. Draumur Inga Sæv- ars var einfaldlega sá að fá tækifæri til að bæta sjálfan sig og sjá afkom- endur sína vaxa úr grasi! Þarna sann- færðist ég um að undir skráp hins bóngóða handverksmanns var dreng- ur góður en síðan eru liðin 24 ár og enn ylja ég mér við þetta samtal okk- ar og fyrir það vil ég þakka Inga Sæv- ari af heilum hug. Um leið og ég færi eiginkonu hans, börnum og barna- börnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur vil ég þakka Inga Sævari kærlega fyrir góð kynni, vinsemd og skemmtilegar samverustundir. Þorsteinn Geirsson og fjölskylda. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 ✝ Guðfinna SigrúnÓlafsdóttir, hús- móðir og versl- unarkona, áður til heimilis í Rauða- gerði 52 í Reykjavík, fæddist í torfbænum að Stóra Knarr- arnesi á Vatnsleysu- strönd 2. júlí 1918. Hún lést á Hrafnistu í Víðinesi 17. mars 2009, 90 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Þuríður Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 17. 4. 1891, d. 25.2. 1974 og Ólafur Pétursson, bóndi og sjó- maður, f. 28.6. 1884, d. 11.10. 1964, búsett frá árinu 1913 að Stóra Knarrarnesi. Systkini Guð- finnu eru: Guðmundur, látinn, Guðrún, látin, Ellert, látinn, Guð- mundur Viggó, látinn, Hrefna, Margrét, Ólafur, látinn, Guð- bergur, Bjarney, Áslaug, Eyjólfur og Klara, látin. Guðfinna giftist 12.10. 1940 Guðmundi Ingvari Ágústssyni, kaupmanni í Reykjavík, f. 13.3. 1917, d. 26.3. 1978. Hann var son- ur Ágústs Fr. Guðmundssonar, skósmíðameistara í Reykjavík, f. 24.5. 1891, d. 27.5. 1962 og Maíendínu Guðlaugar Kristjáns- dóttur, húsmóður, f. 11.5. 1891, d. 12.4. 1972. Börn þeirra eru: 1) Maja Þuríður, f. 1.5. 1941, börn hennar eru: Björn Ingi, hann á Berg- svein, f. 19.12. 2005, Bjarni Pétur, börn hans eru: Hafliði Þór, f. 11.11. 1991, Bene- dikt, f. 7.12. 2003 og Snædísi, f. 22.6. 2008. Yngst er María Rún, dóttir hennar Kristín Rós, f. 19.6. 2005. 2) Sigrún Hrefna, f. 29.4. 1947, dætur henn- ar eru Guðfinna Sif, synir hennar Kjartan Freyr, f. 9.10. 1992 og Arnþór Ingvi, f. 15.6. 1995. Hrefna Sigríður Briem, börn hennarÁsdís Karen, f. 1.9. 1990 og Þór Daníel, f. 25.11. 1996. Yngst er Guðbjörg Forberg, f. 15.9. 1977. 3) Ólöf Haf- dís, f. 17.12. 1949, d. 12.10. 2003. 4) Kristján Arnfjörð, f. 30.10. 1951. Börn hans eru: Guðmundur Ingvar Arnfjörð, dóttir hans Katrín Björg, f. 13.11. 2008, Díana Guðlaug Arn- fjörð, börn hennar eru: Kristófer Hólmþór, f. 22.6. 1996, Indíana Ýr, f. 15.7. 2000 og Patrekur Tristan, f. 26.8. 2006, Sylvía Arnfjörð, börn hennar eru: Sebastían, f. 26.4. 1999 og Díana Dís, f. 6.1. 2007. Ól- ína Kristjana Arnfjörð, Sesselja Ósk Arnfjörð og Arnar Gauti Arn- fjörð. 5) I. Linda, f. 1.4. 1956. Börn hennar eru: H. Maíendína, börn hennar, Aníta Ósk, f. 23.11. 1999 og Skarphéðinn Darri, f. 6.12. 2004, Eyþór Ingi og Óli Pétur. Guðfinna ólst upp hjá foreldrum sínum á Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Þar sem börnin voru mörg kom það í hlut eldri systkinanna að taka þátt í heimilis- störfum þegar þau höfðu aldur til. Guðfinna fór í nám við húsmæðra- skóla Árnýjar Filipusdóttur í Ölf- usinu. Auk uppeldis- og heim- ilisstarfa stundaði Guðfinna ráðskonustörf. Hún tók virkan þátt í verslunarstörfum ásamt eig- inmanni sínum, en þau ráku sölu- turn við strætisvagnabiðstöð við Bústaðaveg frá árinu 1961 ásamt börnum og eftir að Guðmundur lést árið 1978 hélt Guðfinna áfram rekstri ásamt dóttur sinni eða til ársins 1987. Útför Guðfinnu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 27. mars, og hefst athöfnin klukkan 13. Ástkær amma mín og nafna er fall- in frá. Ég á henni margt að þakka þar sem hún gekk mér í móðurstað frá unga aldri. Minningarnar hrannast upp á þessum tímamótum, minningar um ömmu og afa, en hann lést árið 1978 þegar ég var aðeins 12 ára göm- ul. Það var líkt og lífsneistinn dofnaði innra með ömmu þegar afi dó. Áfram hélt hún þrátt fyrir mótlæti með sínu æðruleysi. Lífið var ekki alltaf dans á rósum. Henni fannst alltaf gaman að koma á æskustöðvar sínar og voru ófáir bíl- túrar farnir um helgar á Vatnsleysu- ströndina, í Vogana og í Keflavík þar sem hún gat notið þess að vera í sveit- inni sinni og á meðal systkina sinna en mikill samgangur var á milli þeirra. Ömmu fannst gaman að spila vist og var yfirleitt tekið í spilin þegar systkinin hittust. Amma tók aldrei bílpróf og háði það henni í að komast á milli staða en hún fékk alltaf ein- hvern með sér eða fékk að vera sam- ferða systrunum sem bjuggu í bæn- um. Hún var alltaf létt á fæti og fannst gaman að ganga um í sveitinni sinni, sérstaklega á haustin þegar berjatínslan hófst. Hún var alla tíð heilsuhraust þrátt fyrir ótæpilegar reykingar og ekki beinlínis heilsu- samlegt líferni á seinni árum. Hún var glaðlynd, nægjusöm og góð kona. Hún var söngelsk, raulaði oft með þegar hún vann verkin sín. Ég minn- ist þess sem barn hvernig hún vafði sængina utan um mig þannig að það var eins og hún héldi utan um mig á meðan ég var að sofna. Áður hafi hún farið með bænirnar með mér og alla tíð bað hún guð að vera með mér. Hún var ekki kirkjurækin en þótti alltaf vænt um kirkjurnar sínar, bæði Kálfatjarnarkirkju og Bústaðakirkju. Amma var mikil húsmóðir í sér eins og konur í þá daga voru aldar upp við að sinna því hlutverki vel. Hún var hannyrðakona og saumaði föt á fjölskyldumeðlimi. Það var keypt í kistuna á haustin, búin til kæfa, sultur, saft, bakað og pönnu- kökurnar hennar ömmu voru alltaf þunnar og góðar. Þvotturinn hennar var alltaf sléttur og fínn og best fannst henni að láta hann hanga úti og láta vindinn um að þurrka. Annað áhugamál ömmu og sérstaklega eftir að afi dó, var að fara í bingó. Ömmu fannst einnig gaman að fara í sólar- landaferðir og fór hún í nokkrar slík- ar. Auk þess sem hún og afi fóru til Maju dóttur sinnar og Halla þegar þau bjuggu í Lúxemborg. Margs er að minnast úr Rauða- gerðinu, þarna lifði saman stór fjöl- skylda, heimsóknir vina og ættingja, veislurnar sem voru haldnar, sjoppan og margt fleira. Seinni árin í Mark- landinu og síðar uppi í Arahólum. Elsku amma, þig langaði aldrei að fara á dvalarheimili fyrir aldraða en það kom að því að þú gast ekki verið ein. Ég tel að þú hafir átt góð þrjú ár á Hrafnistu, Víðinesi, þar sem var hugsað vel um þig. Starfsfólkið fær bestu þakkir fyrir góða umönnun. Ég þakka fyrir öll árin sem þú varst til staðar fyrir okkur systurnar, þú varst okkar klettur. Kjartan og strákarnir minnast góðra stunda með þér. Það er með söknuði og trega sem ég rita þessar línur til þín, elsku amma mín. Ég kveð þig með þinni eigin kveðju; „vertu sæl“. Guðfinna Sif Sveinbjörnsdóttir. Guðfinna Sigrún Ólafsdóttir ✝ Móðursystir okkar, STEINUNN BJARNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði fimmtudaginn 12. mars, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 28. mars kl. 14.30. Systrabörn og aðrir aðstandendur. ✝ KRISTINN GUÐMUNDSSON, Þvottá í Álftafirði, verður jarðsunginn frá Djúpavogskirkju laugar- daginn 28. mars kl. 14.00. Unnur Guttormsdóttir, Smári Kristinsson, Kolbrún Kjartansdóttir, Hanna Kristinsdóttir, Björn Jónsson, Kári Alfreðsson, Guðmundur Kristinsson,Hafdís Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, BENEDIKT S. BENEDIKZ, andaðist í Birmingham Englandi miðvikudaginn 25. mars. John Benedikz, Þórarinn Benedikz og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐDÓRU GÍSLADÓTTUR frá Arnarnesi í Dýrafirði, Bólstaðarhlíð 45. Sérstakar þakkir færum við Ólafi Samúelssyni lækni og hjúkrunarfólki líknardeildar Landspítala Landakoti fyrir hlýhug og elskulegheit sem þið sýnduð henni og okkur fjölskyldunni. Birna Haukdal, Magnús Jóhann Óskarsson, Garðar Magnússon, Helle Magnússon, Katrín Magnúsdóttir, Þórólfur Sigurðsson, Friðdóra Magnúsdóttir, Rafn Magnús Jónsson og langömmubörnin. ✝ Ástkær fósturfaðir minn, bróðir okkar og vinur, GUÐMUNDUR HALLDÓR BENEDIKTSSON, Hellisbraut 14, Reykhólum, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 24. mars. Aðalheiður Björk Indriðadóttir, Guðrún Benediktsdóttir og fjölskylda, Ingibjörg Benediktsdóttir og fjölskylda, Dóróthea Sigvaldadóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRDÍS HANSEN, Mosabarði 6, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 22. mars. Henni verður sungin sálumessa frá St. Jósefskirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 31. mars kl. 13.00. Ólafur Árni Torfason, Helena Högnadóttir, Jón Marías Torfason, Viktoría Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.