Morgunblaðið - 27.03.2009, Síða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
✝ Kristján ValbergGuðbjörnsson
fæddist í Reykjavík
12. desember 1947.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans
í Kópavogi 16. mars
2009. Hann var sonur
hjónanna, 15. maí
1943, Guðbjörns Guð-
mundssonar húsa-
smíðameistara frá
Böðmóðsstöðum í
Laugardal, f. 16. júní
1920, d. 29. janúar
1999, og Þóru Krist-
jánsdóttir húsmóður frá Einholti í
Biskupstungum, f. 17. september
1923. Þau skildu. Systkini Kristjáns
eru: Arnbjörg Edda, f. 4. mars 1943,
gift Grími Valdimarssyni, f. 16. júní
1943, Hafdís Karólína, f. 30. nóv-
ember 1946, gift Kristjáni Gíslasyni,
f. 14. ágúst 1944, Guðmundur, f. 24.
júní 1949, Sólrún, f. 1. maí 1951, Ás-
gerður, f. 9. febrúar 1955, og Ar-
inbjörn, f. 23. maí 1957. Hálfsystur
1997, Arnar, f. 31. júlí 1998, og
Agnes Björk, f. 18. ágúst 2000. 3)
Lena Margrét, f. 15. mars 1973.
Synir hennar og fyrrverandi sam-
býlismanns, Baldvins Gíslasonar, f.
7. maí 1969, eru Viktor, f. 28. júlí
1994, og Eyþór Darri, f. 21. ágúst
1998.
Seinni kona Kristjáns, 12. des-
ember 1987, er Kristín Guðmunds-
dóttir, f. í Reykjavík 12. nóvember
1943. Þau skildu. Foreldrar hennar
eru hjónin Guðmundur Sam-
úelsson, f. 15. maí 1921, og Mál-
fríður Þorleifsdóttir, f. 22. nóv-
ember 1921. Dætur Kristínar eru
Anna Lára, f. 4. júlí 1961, Andrea
Kristín, f. 4. júlí 1966, og Alma, f. 6.
janúar 1975.
Kristján lærði smíðar hjá föður
sínum. Hann lauk prófi sem tré-
smiður frá Iðnskólanum í Reykja-
vík en bætti við sig meistararétt-
indum í sama fagi síðar. Kristján
vann lengst af í nánu samstarfi við
föður sinn. Hann var afbragðs fag-
maður, farsæll í starfi, útsjón-
arsamur og eftirsóttur. Um nokk-
urra ára bil vann Kristján við
uppbyggingu og framkvæmdir á
Bláfjallasvæðinu.
Útför Kristjáns verður gerð frá
Laugarneskirkju í dag, 27. mars,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Kristjáns, samfeðra,
eru Jóhanna, f. 16.
maí 1963, gift Eggerti
Snorra Guðmunds-
syni, f. 1. janúar 1961,
og Þuríður, f. 21. jan-
úar 1968, gift Torfa
Markússyni, f. 6. maí
1965.
Kristján var tví-
kvæntur. Fyrri kona
hans, 17. júní 1968, er
Unnur Björk Gísla-
dóttir, f. í Reykjavík
29. nóvember 1948.
Þau skildu. Foreldrar
hennar eru hjónin Gísli Oddsson, f.
5. september 1912, d. 1987, og Lára
Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 28.
september 1913. Börn Kristjáns og
Unnar eru: 1) Gísli Valberg, f. í
Reykjavík 10. febrúar 1968; 2) Þóra
Björk, f. 28. júlí 1969. Maki 18. sept-
ember 1993 Brynjar Hermannsson,
f. 17. júní 1962. Börn þeirra eru
Andri, f. 4. júní 1997, d. 7. júní 1997,
Bárður, f. 4. júní 1997, d. 11. júní
Elsku pabbi minn og afi. Síðustu
vikuna í lífi þínu áttum við saman
sem mér finnst mjög dýrmætt. Það
var gott að geta verið hjá þér og
þegið nærveru þína. Meðan ég
dvaldi hjá þér á líknardeildinni rifj-
uðust upp fyrir mér allar góðu
minningarnar sem ég á með þér.
Þótt svo að ég hafi ekki búið hjá þér
eftir að þið mamma skilduð hafði ég
alltaf aðgang að þér og mátti koma
til þín þegar ég vildi, sem og ég
gerði oft.
Ég man hvað þú varst alltaf glað-
ur og fagnandi þegar við hittumst.
Það var líka alltaf gaman hjá okkur,
þú gast setið tímunum saman og
spilað við mig eða teflt. Ófáar voru
sumarbústaðaferðirnar okkar aust-
ur á Böðmóðsstaði þar sem margt
var brallað. Ég man vel eftir gæsa-
veiðunum, þegar þú skaust gæsirn-
ar og ég hljóp þær uppi og dró þær
á eftir mér heim.
Þú varst alltaf mjög yfirvegaður
og rólegheit í kringum þig, þannig
að mér leið vel hjá þér og það var
þægilegt að vera í kringum þig,
sama hvort við vorum að bralla eitt-
hvað saman eða ég að fylgjast með
þér vinna. Margt fékk ég að læra af
þér, sérstaklega þegar þú varst að
smíða af mikilli fagmennsku og
vandvirkni, enda voru hæfileikar
þínir mikils metnir á meðal fólks.
Alltaf varstu svo montinn og stoltur
af mér, sama hvert við komum þá
fékk ég að finna það. Ég man hve
stoltur þú varst þegar ég flutti
hingað norður til að fara í nám, því
þú hafðir mikinn metnað fyrir mína
hönd.
Viktor og Eyþór Darri eiga
margar góðar minningar með afa úr
sumarbústaðnum, sérstaklega þeg-
ar var verið að smíða handa þeim
dýrgripi að þeirra mati. Það sem ég
nefni hér er bara lítið brot af þeim
minningum af þér sem búa innra
með mér og ég mun alltaf varðveita.
Það er erfitt að hafa þurft að kveðja
þig svo ungan að árum en minn-
ingin um þig lifir. Elsku pabbi minn
og afi, við kveðjum þig nú í hinsta
sinn og vonum að þér líði vel á nýj-
um stað.
Þín dóttir og afastrákar,
Lena, Viktor og Eyþór Darri.
Kiddi kom inn í líf mitt eins og
þruma úr heiðskíru lofti þegar ég
var 11 ára, en þá kynntust hann og
móðir mín. Ég get ekki sagt að ég
hafi verið himinlifandi yfir þessu til
að byrja með en skjótt skipast veð-
ur í lofti og hann reyndist mér hinn
besti uppeldisfaðir. Upp frá því höf-
um við fylgst að í gegnum súrt og
sætt.
Í minningunni einkennast
bernskuárin með Kidda af ferðum á
Böðmóðsstaði þar sem við eyddum
gífurlegum tíma í að reisa sumar-
húsið. Óneitanlega minnist maður
þess hve mikið við spiluðum, unn-
um, unnum meira, borðuðum
franskar í dós, dóum nær úr hita í
plasthúsinu og lifðum seinna í sátt
og samlyndi í litlu rými í baðhúsinu.
Og svo hrossakjötið sem var algjör
nýlenda fyrir mig, Guði sé lof fyrir
uppstúf.
Um áratug síðar slitu mamma og
Kiddi samvistum en okkar samband
þróaðist æ meira út í vináttu. Ég
hvarf af landi brott í nokkur ár en
við héldum sambandi allan þann
tíma.
Eftir að við fluttum aftur til Ís-
lands, fyrir tæpum 5 árum, fékk
Kiddi nýtt hlutverk á heimilinu.
Hann fékk titilinn Kiddi afi sem ég
held að hann hafi verið mjög stoltur
af. Það sama má segja um dætur
okkar, þær hafa alltaf verið mjög
ánægðar með afa sinn.
Elsku Kiddi minn.
Söknuðurinn er sár. Tilhugsunin
um að þú sért ekki lengur hjá okkur
er svo undarleg og einhvern veginn
tóm. En svona er lífsins gangur og
það er ekki hægt að segja annað en
að þessir síðustu mánuðir hafi ein-
kennst af miklum kjarki og æðru-
leysi auk óhemju bjartsýni. Umræð-
ur okkar um lífið, tilveruna,
fjölskylduna og dauðann á þessu
tímabili tel ég að hafi styrkt sam-
band okkar enn frekar.
Þú hefur alltaf verið í kallfæri og
alltaf til staðar, sama hvað á hefur
bjátað. Það var svo sem ekki við
öðru að búast þegar um er að ræða
mann blíðleika, vináttu, trausts,
vinnusemi, dugnaðar, og svo mætti
lengi telja.
Jón Ágúst, Kolbrún, Karen og
Katrín senda þér sínar einlægustu
kveðjur.
Takk fyrir að vera hluti af lífi
okkar.
Þín
Alma.
Kristján Valberg Guðbjörnsson,
eða Kiddi eins og við kölluðum
hann, var þriðji í röðinni af sjö
systkinunum sem ólust upp á Hof-
teig 20 í Laugarneshverfi. Leik-
vangur bernskunnar var Hofteig-
urinn, kirkjutúnið og svæðið
umhverfis Laugarnesskólann.
Gömlu sundlaugarnar voru heim-
sóttar dag hvern. Frelsið var ótak-
markað og bílaumferð nánast engin.
Kristján bar nafn móðurföður
síns, Kristjáns Þorsteinssonar,
bónda í Einholti, Biskupstungum.
Þar var hann alla tíð aufúsugestur
og þar dvaldi hann í góðu atlæti
ömmu, Arnbjargar Jónsdóttur, sem
orðin var ekkja en bjó myndarbúi
ásamt börnum sínum sem enn voru
heima. Arnbjörg amma hefði orðið
109 ára þann 16. mars sl. á dán-
ardegi bróður okkar. Henni hefur
án efa þótt tími til kominn að taka
drenginn með í ferð til æðri og
bjartari heima.
Frá sumrinu 1950 dvaldi Kiddi
lungann úr sumrinu með fjölskyld-
unni í sumarbústað sem pabbi og
mamma reistu á landi Böðmóðs-
staða í Laugardal þaðan sem pabbi
var ættaður. Amma Karólína Árna-
dóttir og afi Guðmundur Njálsson
voru þá enn á lífi.
Árin liðu. Skilnaður foreldranna
frá stórum barnahóp var óumflýj-
anlegur, en hann setti mark á
bernsku og unglingsárin. Við lærð-
um að bretta upp ermar og ganga
heil til vinnu. Síðar meir reisti Kiddi
sér hús í næsta nágrenni við sum-
arhús bernskunnar, hús sem hann
nefndi Vin. Kiddi byggði líka smíða-
verkstæði sem búið var vélakosti af
bestu gerð.
Kiddi var smiður af Guðs náð,
fagmaður mikill og úrlausnagóður.
Oft var haft á orði að Kiddi virtist
ekki hreyfast þegar hann gekk að
starfi en afköstin voru ótrúleg og
handbragðið óaðfinnanlegt. Öll störf
voru skipulega unnin og fumlaus,
hvergi var feilhögg. Að verklokum
var gluggum og hurðum staflað og
að stundu liðinni var vinnusvæðið
tandurhreint og fínt.
Kiddi var mikið náttúrubarn, átti
jafnan góða bíla og ferðaðist mikið
hérlendis sem erlendis. Börnin hans
eiga margar góðar minningar frá
þeim ferðum.
Kiddi var hávaxinn og mikill á
velli. Hann naut þess að gleðjast
með góðum. Hann átti til að vera
seinheppinn hrakfallabálkur en bar
gæfu til að taka hlutunum létt og
segja skemmtisögur af óförum sín-
um með glettnissvip sem náði til
augnanna. Hann lofaði okkur hinum
að hlæja með sér þegar rifjaðar
voru upp sögur af því þegar kvikn-
aði í grillmatnum, báturinn rann frá
bryggju og maðurinn með, mýsnar
sem bjuggu í gólfteppinu o.fl. mætti
nefna.
Við Kiddi vorum nágrannar alla
tíð. Við hjónin byggðum í Fossvog-
inum, það gerðu Kiddi og Unnur
líka og bjuggu börnum sínum þrem-
ur gott heimili. Við hjónin byggðum
síðar í Seljahverfinu. Það gerðu
Kiddi og Unnur líka En leiðir
þeirra hjóna skildi og árin liðu.
Kiddi byggði húsið sitt í Laugar-
dalnum og við hjónin eignuðumst
gamla sumarhúsið sem faðir okkar
byggði.
Kristjáns Valbergs bróður míns
er sárt saknað, en við eigum minn-
ingar margar og góðar sem við
þökkum fyrir. Móðir okkar fylgir
syni sínum hinsta spölinn. Henni
sem og börnum, tengdabörnum og
barnabörnum sendum við dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum ykkur
öllum Guðs blessunar.
Arnbjörg Edda og Grímur.
Meira: mbl.is/minningar
Þegar Sólrún tilkynnti mér lát
Kristjáns bróður síns seint á mánu-
dagskvöldi fyrir rúmri viku kom
það ekki á óvart að kallið væri kom-
ið. Það var fyrirséð í hvað stefndi.
Baráttan við illvígan sjúkdóm var á
enda en fregnin snerti viðkvæman
streng og ósjálfrátt fór hugurinn til
baka, áratugirnir hafa hlaðist upp
og margs að minnast með góðum
dreng og vini.
Við Kiddi kynntumst fyrst þegar
við hófum nám við Iðnskólann í
Reykjavík vorið 1965. Hann sem
trésmíðanemi en ég í rafvirkjun. Á
þeim tíma var öllum iðngreinum
blandað saman í fyrstu bekkjum
skólans. Nánari samskipti og vin-
átta hófst þegar leiðir mínar og
systur hans lágu saman. Sólrún
kynnti mig fyrir stóra bróður og þá
styrktust vináttuböndin. Í þá daga
voru tímarnir aðrir, lán voru ekki
auðfengin og ungt fólk sem var að
koma sér þaki yfir höfuðið vann af
kappi og byggði sjálft. Skiptivinna
iðnaðarmanna var tíð og unnið
hörðum höndum á kvöldin og um
helgar. Verkkunnátta og lagni
Kidda gerði hann að eftirsóttum
smið. Vinnan lék í höndum hans og
gott var að leita í smiðju hans með
útfærslu og hvernig hentugast væri
að leysa málin. Oft gat tekið smá
tíma að koma sér af stað en þegar
verkið hófst var eins og Kiddi hefði
ekkert fyrir því, verkið var úthugs-
að frá upphafi til enda. Ég naut
krafta hans þegar við Sólrún byggð-
um okkur hús í Stekkjarseli svo til í
sömu götu og Kiddi reisti sér hús.
Kiddi átti þar ófá handtök og oft
var glatt á hjalla og veittist honum
ávallt létt að vinna, hvert handtak
hnitmiðað og ekki neinir feilar.
Samskipti okkar Kidda hafa ekki
síst verið í sveitinni á Böðmóðs-
stöðum. Fyrst í sumarbústað föður
hans og seinna í hans eigin húsi sem
hann reisti ásamt verkstæði í
hlaðinu á Böðmóðsstöðum. Oft lá
leiðin til Kidda að biðja hann um
smá viðvik á verkstæðinu sem
reyndist honum létt enda vélakost-
ur góður og öll aðstaða til fyrir-
myndar. Samskipti fjölskyldna okk-
ar hafa í gegnum árin verið góð og
mikil og margs að minnast. Kiddi
var hrókur alls fagnaðar á gleði-
stundum og oft spilað á skemmt-
arann og sungið fram eftir nóttu.
Veislur í mat og drykk hafa verið
ófáar, sennilega á maður ekki eftir
að setjast að góðum mat öðruvísi en
að minnast mágs míns fyrrverandi.
Kiddi hefur alltaf verið stór þátt-
ur í lífi barna minna og minnast þau
Kidda sem frændans góða sem allt-
af var á flottum stórum bílum,
sterkur og stór og gat gert allt sem
viðkom smíðum. Þegar Kiddi
greindist með krabbamein í höfði í
lok ágúst síðastliðins tók hann ör-
lögum sínum með mikilli karl-
mennsku og æðruleysi. Vonin um
bata var samt sem áður til staðar en
hún brást.
Lífið heldur áfram en stórt skarð
hefur orðið og erfitt að hugsa sér
framtíðina án Kidda, góðs drengs
sem söknuður er að. Eftir situr
þakklæti fyrir samferðina öll þessi
ár og góðan vinskap.
Öllum aðstandendum, móður
hans Þóru, systkinum, börnum,
tengdasyni og barnabörnum sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Hvíl í friði, kæri vinur.
Ólafur Sigurðsson.
Í dag kveðjum við góðan vin,
Kidda eða Kidda meistara eins og
ég kallaði hann. Kidda kynntist ég
1987 þegar ég byrjaði að vinna hjá
honum sem ungur drengur, þá ný-
kominn til Reykjavíkur frá Stykk-
ishólmi. Kiddi reyndist góður læri-
meistari, sem bar fullt traust til
okkar ungu strákanna.
Unnið var við hin ýmsu verkefni í
Reykjavík og Bláfjöllum. Bláfjöll
voru í miklu uppáhaldi hjá honum
og okkur. Honum þótti gaman að
heyra og segja sögur af einhverju
skoplegu, sem oft voru um hann.
Mig langar að láta eina flakka.
Þegar ég byrjaði að vinna hjá
honum 1987 átti hann forláta Cort-
inu-bíl sem var svo ryðgaður að bíl-
stjórasætið var að detta á götuna,
en því var reddað með því að stífa
það með timbri í aftursætið. Þegar
Staðarsel fékk verðlaun fyrir feg-
urstu götu Reykjavíkur, var hann
vinsamlegast beðinn að fjarlægja
bílinn af götunni á meðan á verð-
launaafhendingu stóð sem hann og
gerði og hafði gaman af.
Kiddi reyndist góður vinur. Sem
dæmi fengum við að vera í kjall-
aranum í Staðarselinu hjá honum
og Kristínu með eldri dóttur okkar
fyrsta árið okkar í Reykjavík. Þegar
frí gafst fór Kiddi í sumarbústaðinn
á Böðmóðsstöðum, þar sem honum
þótti alltaf gott að vera. Þar átti
hann flott verkstæði þar sem hann
setti saman glugga og hurðir. Þang-
að var alltaf mjög gaman og gott að
koma í heimsókn, ég tala nú ekki
um þegar maður kom á matartíma
og fékk eitthvað þjóðlegt í kropp-
inn, eins og t.d. íslenska kjötsúpu
og saltað hrossakjöt sem var í miklu
uppáhaldi hjá honum.
Kiddi veiktist 16. ágúst í fyrra, en
þrátt fyrir erfið veikindi bar hann
sig mjög vel allan tímann, sem er
mjög lýsandi fyrir hann. Að lokum
viljum við þakka allar góðu stund-
irnar og skemtilega hláturinn sem
þú hefur gefið okkur öll þessi ár.
Elsku Gísli, Þóra, Lena og aðrir
aðstandendur. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi minning
Kidda lifa.
Hafþór Helgi og Guðrún.
Vinur minn, Kristján Guðbjörns-
son, er látinn eftir stutta en snarpa
viðureign við manninn með ljáinn
sem engu eirir ef því er að skipta.
Við Kiddi vorum vinir hátt í 30 ár
og aldrei bar skugga á þá vináttu.
Kynni okkar hófust þegar ég réði
mig í vinnu hjá föður hans, Guðbirni
Guðmundssyni byggingameistara,
sem þá hafði mörg járn í eldinum.
Ósjaldan kom það fyrir að faðir
hans sendi okkur tvo saman í ein-
hver verkefni og betri félaga en
hann var varla hægt að fá. Hann
var góður fagmaður sem hægt var
að treysta.
Seinna þegar hann hafði komið
sér upp sumarhúsi ásamt trésmíða-
verkstæði á afar fallegum stað á
föðurarfleið sinni á Böðmóðsstöðum
fórum við hjónin oft í heimsókn til
hans og voru þá alltaf fagnaðar-
fundir.
Ég sakna Kidda vinar míns og
bið honum blessunar í nýjum heim-
kynnum.
Ég sendi móður hans, börnum og
systkinum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Siguróli Jóhannsson.
Kristján Valberg
Guðbjörnsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
EVA PÉTURSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hulduhlíð,
Eskifirði,
sem andaðist laugardaginn 21. mars, verður
jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn
28. mars kl. 14.00.
Aðalsteinn Valdimarsson, Elinborg Þorsteinsdóttir,
Pétur Valdimarsson, Fjóla Gunnarsdóttir,
Albert Valdimarsson, Svanhildur Þórisdóttir,
Auður Valdimarsdóttir, Guðjón V. Björnsson,
Ástdís Valdimarsdóttir, Guðni Helgason,
Hildur Valdimarsdóttir, Tove Engebretsen,
Sólveig Valdimarsdóttir, Bjarni Pétursson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.