Morgunblaðið - 27.03.2009, Page 36

Morgunblaðið - 27.03.2009, Page 36
36 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 Sudoku Frumstig 1 7 4 9 2 7 6 3 4 1 6 9 7 1 3 5 6 8 8 5 8 7 4 2 7 5 4 6 6 7 8 1 7 2 8 3 7 9 6 8 1 2 7 3 9 1 4 7 8 8 1 4 6 3 9 2 3 2 1 5 7 6 7 3 9 5 6 1 8 3 4 5 7 3 2 6 5 4 9 1 8 6 9 4 1 7 8 5 3 2 8 1 5 2 9 3 6 7 4 5 6 7 9 1 2 8 4 3 9 4 8 3 6 7 1 2 5 1 2 3 4 8 5 7 6 9 3 8 9 7 4 1 2 5 6 4 7 6 5 2 9 3 8 1 2 5 1 8 3 6 4 9 7 8 5 7 9 3 4 2 1 6 4 1 9 2 6 7 8 5 3 2 3 6 5 1 8 4 9 7 5 4 8 3 9 6 7 2 1 3 7 1 8 2 5 9 6 4 9 6 2 4 7 1 5 3 8 7 2 3 6 8 9 1 4 5 1 9 5 7 4 3 6 8 2 6 8 4 1 5 2 3 7 9 3 1 5 4 6 9 7 2 8 6 2 9 1 8 7 5 3 4 8 7 4 2 3 5 9 6 1 5 6 7 8 2 1 4 9 3 2 4 3 9 5 6 1 8 7 9 8 1 7 4 3 2 5 6 1 3 6 5 9 4 8 7 2 4 5 8 6 7 2 3 1 9 7 9 2 3 1 8 6 4 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 27. mars, 86. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Víkverjiskrifar Víkverji heyrði á dögunum í út-varpinu samtal tveggja kvenna um unglinga og bóklestur. Þar kom m.a. fram að unglingar lesa nú minna en áður og eru hæglæsari; meðan meðalleshrað- inn var áður 200 til 250 orð á mín- útu er hann nú um 150 orð og sjaldgæft að hann nái 200 orðum. Unglingarnir eru orðnir betur læs- ir á myndir en eru síður hand- gengir söguþræði orðanna. Ein meginástæða þessa er að bóklest- ur er ekki viðurkennd tóm- stundaiðja unglinga, nú eru það íþróttir öllum stundum en einvera í heimi bókanna er frekar talin til leti og ómennsku en eitthvað ann- að. Þetta finnst Víkverja slæmar fréttir. Hann var og er bókaormur og vissi ekkert betra í æsku en að hreiðra um sig með bók í hendi og gefa sig ævintýrinu á vald. Bók- heimurinn var ekki síður fjöl- breyttur og lærdómsríkur en veru- leikinn fyrir utan og oftast betri og Víkverji var fróðari um menn og málefni en félagar hans sem höfðu eytt tímanum í annað en bóklestur. Enn eru bókabúðir í miklu uppáhaldi hjá Víkverja. Þeim fylgir kitlandi eftirvænting og ekk- ert veit Víkverji skemmtilegra en að handfjatla framandi bók, þefa af henni og fletta henni, finna fyrst reykinn af réttinum og sökkva sér svo í söguheiminn og vera umvafinn af söguþræði orðanna. Þótt handbolti og fótbolti séu skemmtilegar íþróttagreinar, þá er bóklestur ekki síður mann- bætandi tómstundaiðja og óskar Víkverji þess öllum unglingum til handa að þeim sé bókin töm sem boltinn. x x x Í sjónvarpsfréttum í vikunni sáVíkverji Helgu Jónsdóttur bæjarstjóra Fjarðabyggðar kynnta sem bæjarstýru. Í augum Víkverja er þetta fordild, sem betra er að vera án. Víkverji minnist þess ekki að ríkissjónvarpið hafi kynnt Elínu Hirst sem fréttastýru meðan hún gegndi stöðu fréttastjóra þar á bæ. víkverji@mbl.is Krossgáta Lárétt | 1 soltinn, 8 fúl- menni, 9 refs, 10 aðgæti, 11 rýma, 13 hreinir, 15 fælin, 18 nagla, 21 upp- tök, 22 vaggi, 23 ávöxt- ur, 24 tekur höndum. Lóðrétt | 2 heimild, 3 missa marks, 4 eftirrit, 5 þoli, 6 höfuðblæja, 7 skordýr, 12 nöldur, 14 þjóta, 15 móðguð, 16 gretta sig, 17 hvalur, 18 vísa, 19 furða sig á, 20 brátt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sekur, 4 bylta, 7 járns, 8 ólykt, 9 tíð, 11 reit, 13 ótta, 14 unaðs, 15 vörð, 17 agns, 20 bik, 22 kuðla, 23 líð- um, 24 aurum, 25 rjóma. Lóðrétt: 1 skjór, 2 korði, 3 rúst, 4 blóð, 5 leyft, 6 aftra, 10 ílaði, 12 tuð, 13 ósa, 15 vökva, 16 roðar, 18 geðró, 19 semja, 20 barm, 21 klór. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 d6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e5 6. Rf3 Be6 7. Rg5 Rf6 8. Rxe6 fxe6 9. Bc4 Dd7 10. Be3 Hc8 11. Bb3 Be7 12. Df3 Ra5 13. Ba4 Rc6 14. O-O-O O-O 15. Dh3 Kh8 16. Hhf1 a6 17. f4 exf4 18. Hxf4 Dc7 19. Dxe6 b5 20. Bb3 Ra5 21. Kb1 Hfe8 22. Bd4 Rxb3 23. Dxb3 Db7 24. Df7 Dc6 Staðan kom upp í blindskák á Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Nice í Frakklandi. Rússinn Vladimir Kramnik (2.759) hafði hvítt gegn Azeranum Teimour Radjabov (2.761). 25. Bxf6 Bxf6 26. Hxf6! og svartur gafst upp enda fátt til varna eftir t.d. 26…gxf6 27. Dxf6+ Kg8 28. Hd3. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Rjómalega. Norður ♠D10953 ♥Á9 ♦D632 ♣54 Vestur Austur ♠KG82 ♠Á764 ♥D10642 ♥G87 ♦108 ♦974 ♣92 ♣DG8 Suður ♠– ♥K53 ♦ÁKG5 ♣ÁK10763 Suður spilar 7♦ doblaða. Ralph Katz, liðsforinginn í sig- ursveit Vanderbilt-keppninnar, mátti þakka fyrir leguna í spili dagsins, sem er frá úrslitaleiknum við John Diamond og félaga á sunnudaginn. Katz og makker hans, George Ja- cobs, renndu sér alla leið í 7♦. Katz vakti á Standard-laufi og sýndi svo sterka opnun með tveggja-tígla vend- ingu við spaðasvari norðurs. Jacobs studdi tígulinn og þegar Katz komst að því síðar að makker átti ♥Á og ♦D stökk hann glaðbeittur í 7♦. Ge- off Hampson í austur hafði grun um einhvern misskilning í sögnum og do- blaði út á spaðaásinn. Útspilið var spaði og Katz trompaði ásinn. Samn- ingurinn hrynur til grunna ef annar lágliturinn liggur 4-1, en legan gat ekki betri verið og þrettán slagir reyndust auðteknir. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert við stjórnvölinn, sem er gott, því þú ert sú eina sem veist hvað er á seyði. Skoðun þín er eins og laglína sem skapar spennu við lagið sem við syngjum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þótt þú eigir bágt með að skilja hug- myndir vinar þíns er engin ástæða til þess að leggja vináttuna á ís. Leyfðu öðrum að deila ánægjunni með þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Tilhneiging þín til þess að dreyma dagdrauma verður þér til happs. Hlustaðu á hlutlausan athuganda í stað ættingja sem hefur staðnað fortíð- arviðhorf til þín. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Láttu ekki værðina ná svo sterk- um tökum á þér að þú hafir ekki dug í þér til að vinna þau verk sem þarf að vinna. Gleymdu ekki að áhyggjur eru eins og ruggustóll sem hreyfist en fer hvergi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert þessi trausti og öruggi náungi sem óhætt er að fela verkefni. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú munt eiga áhugaverðar sam- ræður við systkini þín og vini í dag. En best fer á því að sumir hlutir verði aldrei skýrðir því ekkert líf er án leyndardóma. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú munt hugsanlega kaupa eitthvað sem kemur á óvart í dag. Líklega er þetta einstakt tækifæri, því eitt er alveg nóg. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Nú er rétti tíminn til að sækj- ast eftir því sem þú vilt í vinnunni. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú hefur uppi kröfur á hendur öðrum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það gæti komið upp óánægja innan heimilisins eða fjölskyldunnar í dag. Reyndu að klára það sem þú hefur tekið að þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur hundrað hugmyndir um hvað á að gerast næst. Þegar þið getið sýnt hvort öðru hversu mikið þið þarfnist hvors annars, verður lífið auðveldara. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Nú er rétti tíminn til þess að fitja upp á einhverju nýju, hvort heldur er í einkamálum eða atvinnu. Aðeins þannig getur þú reiknað með því að félagar þínir séu samstarfsfúsir. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þótt nútíminn sé nærtækastur er viturlegt að horfa fram á veginn um leið og hollt er að hyggja að fortíðinni. Stjörnuspá 27. mars 1918 Stjórnarráðið auglýsti að eina og sömu stafsetningu skyldi nota í skólum, skóla- bókum og öðrum bókum sem landssjóður gæfi út eða styrkti. Þá var meðal annars ákveðið að rita skyldi je í stað é og s í stað z. Því var breytt rúmum áratug síðar. 27. mars 1943 Varðskipið Sæbjörg stóð breska togarann War Grey að ólöglegum veiðum við Stafnes. Togarinn sigldi áleiðis til Englands með stýrimann Sæbjargar og stöðvaði ekki fyrr en varð- skipið Ægir hafði elt togar- ann uppi og skotið þrjátíu skotum að honum. Farið var með togarann til Reykjavík- ur. Skagafjarðarskjálftinn. Mik- ill jarðskjálfti, um 7 stig, fannst víða um land um kl. 23.15. Upptökin voru norður af mynni Skagafjarðar. Hús léku á reiðiskjálfi, fólk varð óttaslegið og sumir héldu sig utandyra alla nóttina. 27. mars 1967 Snjóflóð féll úr Bjólfi á Seyð- isfirði á síldarverksmiðju Hafsíldar. Fimmtán hundruð fermetra geymsluhús lagðist saman. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Þorleifur Pálmi Jónsson, fyrrum lög- regluþjónn, frá Geithóli í Hrúta- firði verður ní- ræður á morgun, laugardaginn 28. mars. Hann tek- ur á móti gestum í sal Hrafnistu í Reykjavík, (að- albyggingu) 4. hæð, milli kl. 13 og 16 á afmælisdaginn. 90 ára „ÉG ætla að eyða afmælisdeginum með fjölskyld- unni,“ segir Jón Gíslason bóndi sem verður fimm- tugur í dag. „Ég verð að heiman og mun ekki halda veislu í þetta skiptið heldur ætla ég að láta mig hverfa,“ bætir hann við. Spurður um eft- irminnilegasta afmælisdaginn segir Jón að hann verði að nefna tvo. „Sá fyrri var árið 1991, en þá var sonur okkar, Valur, skírður á afmælisdaginn minn. Það var svo fjórtán árum seinna, eða árið 2005, sem hann var fermdur sama dag.“ Fertugsafmælið er honum einnig minnisstætt fyrir þær sakir að þá hélt hann veislu. „Þetta var nú ósköp hefðbundið fyrir vini og kunningja en heilmikil veisla sem ég hélt hérna heima,“ segir Jón. Jón býr á Stóra-Búrfelli ásamt konu sinni og sonum en Jón á þrjá syni og einn fósturson. Þau hjónin stunda sauðfjárrækt auk þess sem þau eru með mjólkurframleiðslu upp á 120.000 lítra á ári. Þegar Jón er spurður um áhugamál segir hann að hann hafi gaman af að ferðast. Hins vegar fer mikill tími í búskapinn og er vinnan því einnig áhugamál sem og félagsmál. „Ég væri nú ekki hérna nema það væri einhver áhugi fyrir því.“ Jón Gíslason, bóndi á Stóra-Búrfelli, 50 ára Verður með fjölskyldunni Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.