Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 BÓKAFORLAGIÐ Uppheimar hefur stofnað nýjan bókaklúbb á Netinu, Undirheima. Klúbburinn krefst engra skuldbindinga af félögum sínum og býður upp á norrænar glæpa- sögur á hag- stæðum kjörum. Um þessar mundir og á næstu vikum koma eftirtaldar bækur út hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läck- berg og Kallaðu mig prinsessu eft- ir Söru Blædel. Bækur eftir Nesbø og Blædel eru nú að koma út í fyrsta sinn á íslensku, en bæði njóta þau gíf- urlegra vinsælda í heimalöndum sínum, Noregi og Danmörku, auk þess sem bækur þeirra eru gefn- ar út víða um heim. Þess má geta að Nesbø og Blædel eru bæði væntanleg til Íslands nú í maí. Bækur Ævars Arnar, Marklund og Läckberg hafa notið mikilla og vaxandi vinsælda undanfarin ár og fengið afar lofsamlega dóma. Sú nýbreytni fylgir Undir- heimum, að þar býðst fólki að kaupa væntanlegar bækur í forsölu á tilboðsverði, allt að tveimur vik- um áður en þær fara í almenna sölu í verslunum, og fá bækurnar sendar heim sér að kostn- aðarlausu. Ennfremur bjóða Und- irheimar áður útgefnar glæpasög- ur sinna höfunda til sölu á hagstæðu verði. At í Und- irheimum Fimm glæpasögur koma út á næstunni HÚMOR og Amor, dag- skrá menningarstofnana Reykjavíkur, tekur sig upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi í hádeginu í dag. Í aðalsal kynnir Jóna Þorvalds- dóttir ljósmyndari verk sín og gefur gestum innsýn í gerð hins sígilda platínó-palladíum ljósmyndaprents. Einnig verð- ur fram borinn ástardrykkur. Dagskráin stendur milli kl. 12 og 13. Í frétt um viðburðinn segir að verk Jónu Þorvaldsdóttur hafi nokkra sérstöðu í ljósmyndaflórunni á Íslandi í dag, myndheimur hennar sé draumkenndur, fullur af mýkt og róm- antík. Jóna tekur myndir sínar á gamla blaðfilmu- vél. Ljósmyndun Húmor og Amor í Ljósmyndasafninu Ein af myndum Jónu. LISTAKONURNAR Eva Signý Berger, Katrín I. Jónsdóttir, Rakel McMahon og Una Björk Sigurð- ardóttir starfa nú á vettvangi sem þær kalla Opið – til eru hræ, sem staðsettur er í Kling & Bang. Kl. 20 í kvöld verður kveikt á hljóðnem- anum á staðnum og hann hafður opinn fyrir texta- flutning af hvaða tagi sem er. „Okkur langar að skapa vettvang fyrir tilraunastarfsemi og sam- runa á milli listgreina,“ segja listakonurnar og spyrja ennfremur: „Langar þig að halda ræðu, flytja erindi, leiklesa, stofna til umræðu eða þegja? Lemja trommusett eða flytja ljóðgjörning? Möguleikarnir eru opnir.“ Myndlist Kveðið í vindvél í Kling og Bang KRISTJÁN Eiríksson, for- maður Íslenska esperanto- sambandsins, heimsækir í dag klukkan 17 sýningarrýmið 101 Projects og fjallar um alþjóða- tungumálið esperanto. Kristján mun fjalla um hug- myndir um hlutlaust alþjóða- mál, gera grein fyrir upphafi málsins og fjalla um stöðu þess nú. Þá verður spjallað um hvernig hugsjónir esperant- ista eru nátengdar baráttu lítilla málsamfélaga fyrir tungu sinni og menningu en sú umræða tengist yfirstandandi sýningu Susan Hiller í sýn- ingarrýminu. Spjallið er öllum opið og boðið verður upp á kaffiveitingar. Hugvísindi Hugmynd um hlut- laust alþjóðamál Kristján Eiríksson Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „Á SÍÐUSTU árum hafa orðið ákveðin hvörf í leikhúsinu hvað það varðar að það leikhús sem við þekkj- um hvað best, „módern“ leikhús með leikrænum átökum og söguþræði, er kannski ekki að víkja, en það er að verða til rúm fyrir svolítið nýja strauma sem bjóða upp á annars kon- ar frásagnarmáta sem er ekki fyr- irfram læstur í ákveðnu ferðalagi persóna í gegnum atburðarás,“ segir Jón Atli Jónasson. Hann er einn með- lima Mindgroup-hópsins sem stend- ur að leikverkinu Þú ert hér sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borg- arleikhússins í kvöld. Um óhefð- bundið leikverk er að ræða en það tekur á aðstæðum í íslensku þjóð- félagi í kjölfar bankahrunsins. Vinna við verkið hófst því ekki fyrr en í nóv- ember sem telst afar stuttur með- göngutími fyrir leikverk. Ástæða þessa stutta undirbúningstíma er sú að aðstandendur sýningarinnar og listrænir stjórnendur Borgarleik- hússins vildu bregðast hratt við ástandinu í þjóðfélaginu og láta leik- húsið svara þeirri umræðu sem væri í samfélaginu. Að sögn Jóns Atla kom stuttur vinnslutími ekki að sök enda er vinnan við uppsetninguna óvenju- leg. Aðstandendur eru aðeins þrír, en auk Jóns Atla eru í hópnum þeir Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfsson. Þeir hafa alla þræði í höndum sér, svo sem leikstjórn, handrit og leik. List- rænt frelsi þeirra þriggja er því mik- ið. Að nálgast ástandið „Mín kenning er sú að hið póst- móderníska leikhús hafi að mestu leyti orðið til af því að hið hefðbundna leikhús er hætt að svara þeim spurn- ingum sem vakna í okkar samfélagi í dag á fullnægjandi hátt. Auðvitað get ég sett Shakespeare upp og sagt að hann fjalli um ástandið í dag en svo get ég líka sest niður og ávarpað það með beinni hætti,“ segir Jón Atli sem vill þó ekki endilega meina að um hreina og klára ádeilu sé að ræða. „Við nálgumst bara ástandið og þessi sýning verður til upp úr því samfélagi sem við lifum í og til- heyrum. Ég held að það sé mjög auð- velt að finna einhverja heilaga vand- lætingu og mæta bara með allar byssur hlaðnar í leikhúsið. Ég veit ekki hvort það er málið, heldur frek- ar að það sem hafi talað til okkar sé það sem mætti kalla sviðsetningu at- burðanna undangengna mánuði.“ Peningar slökkva díalóg Jón Atli segir að í vissum skilningi sé komið að skuldadögum hvað varð- ar listir og menningu á Íslandi, sér- staklega þegar litið sé til góðærisins. Þetta sé endurspeglað í Þú ert hér. „Það er mjög auðvelt að segja að góð- ærið hafi verið tími sem eingöngu auðmenn upplifðu. En það er svo langt frá því. En það sem ég held að skilgreini ástandið er að peningar slökkva allan díalóg. Það er engin orðræða ef það eru peningar, það eru engin rök ef það eru peningar. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum ár- um kom út bók sem hét Kynlífs- biblían. Auðvitað settu margir spurn- ingarmerki við að spyrða saman kynlífsstellingar og Biblíuna. En svo þegar maður spurði út í þetta var réttlætingin sú að þetta seldist vel. Þá þurfti ekkert að ræða það meira. Þannig að öll rök voru tekin úr sam- bandi. Og í því sambandi er svo und- arlegt þegar maður heyrir fólk láta út úr sér hluti eins og að það hafi ekki verið hugmyndafræðin sem klikkaði, heldur fólkið.“ Aðspurður segir Jón Atli þá félaga ekki endilega vilja umbreyta leik- húsforminu þótt þeir fari óhefð- bundnar leiðir í Þú ert hér. „Við vilj- um bara að það sé pláss fyrir allt. Ég hef ekkert út á leikhússtjóra að setja sem velur saman Þú ert hér, Rústað og Sound Of Music. Það sem gerist í kreppu er að þá verða þessi óhlut- bundnu verðmæti svo mikilvæg, eins og menning og listir. Það er það sem er svo frábært við þetta Borgarleik- húss-ævintýri, að fólk flykkist í leik- húsið. Það hlýtur að vera bæði já- kvætt og eftirsóknarvert.“ Mindgroup-hópurinn frumsýnir hið mjög svo óhefðbundna leikverk Þú ert hér Spurningunum svarað Þú ert hér „Auðvitað get ég sett Shakespeare upp og sagt að hann fjalli um ástandið í dag, en svo get ég líka sest niður og ávarpað það með beinni hætti,“ segir Jón Atli Jónasson, einn höfunda leikverksins Þú ert hér. Eftir Gunnhildi Steinarsdóttur nema í mastersnámi í blaða- og fréttamennsku KÚLAN er framlag Listasafns Íslands til hönn- unardaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands 2009. Kúlan, húsgagnaverslun við Skólavörðustíg, var stofnuð 1962. Nafn hennar var dregið af forláta kúlu eftir Gunnar Malmberg sem var sett sam- an úr tannhjólum gamallar klukku. Helstu hvatamenn að stofnun hennar voru Dieter Roth og Magnús Pálsson, en í versluninni voru seldir og framleiddir munir eftir þá ásamt öðrum hönnuðum. Þeir unnu mikið með óheflaða furu en voru í uppreisn gegn tekköldinni sem var als- ráðandi upp úr miðri síðustu öld. Sigríður Melrós Ólafsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands, segir að hugmyndafræði hönnuðanna hafi verið einfald- leikinn og að kaupendur gætu sett sjálfir saman húsgögnin. Þessi hugmyndafræði hafi í raun birst áratugum seinna í húsgögnum IKEA. Hönnunin féll þó ekki í kramið hjá samtímanum og verslunin var opin í einungis þrjá mánuði. „Húsgögnin líta hins vegar nútímalega út og standast mjög vel tímans tönn. Maður mundi gjarnan vilja eiga þau“ bætir hún við. Aðstandendur sýningarinnar hafi grafið upp ýmislegt sem var til sölu í Kúlunni en einnig er varpað á skjá ljósmyndum sem varpa góði ljósi á verslunina. Sýningin stendur til 29. mars. Kúlan féll ekki í kramið hjá samtímanum Hugmyndafræði húsgagnahönnunar Dieter Roth og félaga birtist síðar í húsgögnum IKEA Morgunblaðið/Heiddi Kúluverk Munir sem seldir voru í Kúlunni eru nú sýndir í kaffistofu Listasafns Íslands. Í ljósi umfjöllunarefnisins þótti listamönnunum ekki við hæfi að eyða miklum fjármunum í ytri um- gjörð sýningarinnar. Því var farin ákveðin endurvinnsluleið við fram- leiðslu leikmyndar og annarra þátta. Umgjörðin er búin til úr gömlum leikmyndum, gömlum búningum og svo framvegis. „Þannig verður viss samhljómur í aðferðinni og umfjöllunarefninu. Okkur fannst okkur ekki stætt á að eyða miklum peningum í þetta,“ segir Jón Atli. Þá má geta þess að leikskrárnar eru í raun gamlir bæklingar frá bönkunum. Endurvinnsla vel við hæfi Við fórum mjög oft austur á firði, þar var mjög sérstakt griðland Þursanna. 42 » Í BANDARÍKJUNUM er þess nú beðið að nýtt verk eftir Pulitzerverð- launatónskáldið John Adams verði frumflutt. Verkið er óperu-óratoría, sem höfundur kallar Blómstrandi tré. Frumflutningur verður á Mostly Mozart-hátíðinni í Lincoln Center 13. ágúst. Indónesískur danshópur tekur þátt í flutningnum auk amerískra listamanna; Peter Sellars stjórnar. Nýr Adams

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.