Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 6

Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is GISSUR Júní Kristjánsson lög- fræðingur hefur borið eiginnafnið Júní frá því í september á síðasta ári. Gissur, sem er kominn á sjö- tugsaldur, segir að síðasta sumar hafi vaknað hjá sér löngun til að bæta við nafninu Júní. „Þetta er fallegt nafn, enda er júnímánuður einn bjartasti tími ársins. Aðrar þjóðir hafa líka not- að þetta nafn, meðal annars Róm- verjar og báru rómversk stór- menni gjarnan þetta sögufræga nafn sem og gyðjan Júnó, eig- inkona Júpíters,“ segir Gissur Júní. Góð viðbrögð hjá vinum og vandamönnum Í framhaldi gerði hann sér ferð niður á skrifstofu Þjóðskrár og komast þá að því að mannsnafnið Júní var ekki til á mannanafna- skrá. Senda þurfti því sérstaka beiðni til mannanafnanefndar til að fá það samþykkt. Gissur Júní segir beiðni um skráningu nafnsins hins vegar ekki hafa verið flókna. „Ég fyllti bara út einfalt skjal á staðnum og svo sá Þjóðskrá um að senda beiðnina áfram. Þremur vikum síðar barst mér svo bréf um að mannanafna- nefnd hefði samþykkt nafnið.“ Hann var að vonum ánægður með skjót og góð viðbrögð nefnd- arinnar, sem hann segir að hafi gefið upp eignarfallsendinguna Júnís. Og Gissur Júní hefur notað nýja nafnið frá því það var sam- þykkt og segir viðbrögð vina og vandamanna hafa verið góð. En þess má geta að júní er einnig fæðingarmánuður þessa fyrsta ís- lenska Júnís. Breyttist í Júní í september  Fyrstur íslenskra karla til að bera eiginnafnið Júní  Fékk hraða og góða afgreiðslu hjá mannanafnanefnd  Er fæðingarmánuður Gissurar og í miklu uppáhaldi hjá honum Morgunblaðið/RAX Ánægður með nafnið „Júní er bjartasti tími ársins,“ segir Gissur Júní. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is RÚMUR helmingur stærstu fyr- irtækja á Íslandi ætlar að ráða í ný störf á þessu ári. Þetta kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í gær og vísaði hún þar til nýrrar könnunar atvinnu- þjónustu Háskólans í Reykjavík. Hún sagði þetta meðal jákvæðra teikna um að botninum væri náð og að þróunin væri tekin að snúast við. Jóhanna sagði mikilvægt að tala skýrt í Evrópusambandsmálum. „Villuljós um einhliða upptöku evru eða upptöku evru í samstarfi við AGS og ESB eru ekki boðleg,“ sagði hún. Framkvæmdastjórn ESB teldi unnt að ljúka aðildarviðræðum við Ísland á innan við einu ári eftir að þær hefjast. „Aðild að M2, sem teng- ir gjaldmiðil nýs aðildarríkis við evr- una með ákveðnum vikmörkum, gæti fengist nokkrum mánuðum eft- ir aðild.“ Þá sagði Jóhanna að aðeins í gegnum aðildarviðræður fái þjóðin raunhæfa kosti sem hún geti tekið afstöðu til. „Það segir sig sjálft að við munum ekki ganga í ESB nema við fáum ásættanlega niðurstöðu, t.d. fyrir sjávarútveg og landbúnað.“ Hvað ríkisfjármálin varðar sagð- ist Jóhanna vilja forgangsraða upp á nýtt, fækka ráðuneytum og sameina stofnanir. „Það hlýtur að vera svig- rúm til hagræðingar þegar við lítum til þess að útgjöld ríkissjóðs hafa hækkað um rúm 60% frá aldamót- um. Á sama tíma hefur hlutfall út- gjalda til almannatrygginga og vel- ferðarmála aðeins hækkað um 3%.“ Loks sagði hún að hún hefði falið nýrri peningastefnunefnd Seðla- bankans að fara yfir kosti og galla þess að breyta peningamálastefn- unni. Aðstæður væru nú að skapast fyrir verulega lækkun vaxta. Teikn um að botni sé náð  Forsætisráðherra segir villuljós í umræðunni um ESB ekki boðleg  Peninga- málastefnan í endurskoðun  Skilyrði hafa skapast fyrir verulega vaxtalækkun „ÉG HEF mjög miklar efasemdir um að Íslend- ingar séu í stakk búnir til að fara út í olíuvinnslu. Það segir ekkert um stefnu flokks- ins að öðru leyti,“ segir Kol- brún Halldórs- dóttir umhverf- isráðherra. Það sé rangt sem kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær- kvöld að Vinstri grænir leggist gegn olíuleit á Drekasvæðinu. „Þvert á móti greiddum við atkvæði með málinu 2001 því við töldum að vinna ætti að því af heilindum.“ Flokkurinn hafi setið hjá við af- greiðslu málsins í vetur vegna þess óðagots sem einkenndi máls- meðferðina. Í fréttinni sagði hún ennfremur að hún hefði ekki trú á því að „groddaralegar“ ákvarðanir á borð við olíuvinnslu væru leiðin til að reisa þjóðina við. En bendir þetta orðalag ekki til þess að hún sé andsnúin málinu? „Jú, ég er það,“ svarar Kolbrún. „Ég hef miklar efasemdir um olíu- vinnslu á Drekasvæðinu. Mér finnst menn tala um þetta núna sem ein- hverja töfralausn fyrir íslenskt at- vinnulíf. Ég er ekki trúuð á það.“ Hún segir að það væri skrýtið ef umhverfisráðherra beitti sér fyrir aukinni notkun á jarðefnaeldsneyti í stað þess að beita hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar við leit að at- vinnutækifærum. En myndi ekki breyta miklu fyrir Íslendinga ef þessi auðlind fyndist á Drekasvæðinu? „Jújú, ég get ekkert neitað því en þess vegna hefði ég viljað skoða málið frá öllum hliðum.“ Mikilvægt sé að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. „Væri ekki nær að Ís- lendingar reyndu að virkja vindinn á hálendinu og meðfram ströndum landsins? Kynni ekki að vera að það skapaði miklu fleiri atvinnutæki- færi í landinu en olíuvinnsla?“ Í yfirlýsingu frá VG í gærkvöld er áréttað að flokkurinn leggist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Hins vegar hafi hann sett fyrirvara um umhverfisáhrif og mengunar- varnir við mögulega olíuleit og ol- íuvinnslu. ben@mbl.is Kolbrún andsnúin olíuvinnslu Kolbrún Halldórsdóttir VG ekki á móti leit á Drekasvæðinu ÞVÍ fer fjarri að Júní sé eini mánuðurinn sem einnig er notað sem mannsnafn. Raunar er helmingur ársins nú þegar í notkun. Apríl er þannig samþykkt eiginnafn stúlku. Júní, Júlí, Ágúst, Nóvember og Mars eru síð- an samþykkt eiginnöfn drengja. Eflaust má færa rök fyrir því að September, Október og Desember gætu því einnig fengið samþykki sem eiginnöfn drengja. En hvernig ætli staðan sé varð- andi Janúar, Febrúar og Maí? Á það virðist ekki hafa reynt enn. Helmingur ársins í notkun TÍMARITIN Melkorka, Vera, Frúin, Snót og Eldhúsbókin kveikja efalítið minningar í huga einhverra kvenna. Eru þessi blöð meðal muna á sýningu um kvennablöð og kvennatímarit sem opnuð var í Þjóðarbókhlöðunni í gær, síðasta vetrardag. Húsfreyjan, elsta kvennatímaritið sem enn er gefið út, fær þá sinn hluta athyglinnar sem og frumkvöðull kvenna í blaðamannastétt, rithöf- undurinn og myndlistarmaðurinn Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, en hún hóf að gefa út árs- ritið Draupni árið 1891. Morgunblaðið/Árni Sæberg Og íslenska konan eignaðist rödd … Kjarasamningar sem gerðir voru í fyrra fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði eiga að halda gildi sínu út næsta ár skv. drögum að stöðugleikasáttmála milli stjórn- valda, Samtaka atvinnulífsins og samtaka launafólks. Þetta kom fram í ræðu Þórs Sigfússonar, sem endurkjörinn var formaður SA í gær. Þá gera drögin m.a. ráð fyrir að fyrir árslok 2010 verði verð- bólga minni en 2,5%, að vextir hafi lækkað svo mikið að vaxtamunur gagnvart evrusvæðinu verði minni en 4% og að gengi evru verði á bilinu 130-140 krónur. Kjarasamningar frá í fyrra gildi út næsta ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.