Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 10

Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Það má heita fastur liður að réttfyrir kosningar sýna Vinstri grænir sitt rétta andlit og þá byrjar að hrynja af þeim fylgið.     Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærsagðist Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra vera alfarið á móti olíuleit á Drekasvæðinu. „Þetta er svona óðagotsaðgerð í mínum huga, sem farið var í, og algerlega, eins og ég segi, að vanbúnu máli,“ sagði Kol- brún.     Ráðherranntelur Ísland „engan veginn í stakk búið til að gerast olíuríki“. Reisa þurfi landið við á nýjan leik „og þá er það ekki í mínum huga með því að fyrstu ákvarðanirnar séu svona stórar og groddalegar eins og olíuvinnsla á Drekasvæðinu óneitanlega er“.     Olíuleit er að sögn Kolbrúnar íandstöðu við hugmyndafræði vinstri grænna. Aukinheldur gangi hún gegn alþjóðlegum samningum. „Er þetta eitthvað sem samrýmist þeim skuldbindingum sem við erum þegar búin að undirgangast í um- hverfismálum? Og þar staldra ég við. Mitt svar við þeirri spurningu er nei,“ segir Kolbrún.     Umhverfisráðherrann er aldeilisekki af baki dottinn. Ekki má nota vatnsorku eða jarðhita til að byggja upp atvinnu. Og nú má ekki heldur nota hugsanlegar olíulindir. Hvaða auðlindir má þjóðin nýta?     Í gærkvöldi sendi VG út yfirlýs-ingu, þar sem ummælum ráð- herra flokksins í ríkisstjórninni var afneitað.     Er nokkur ástæða til að afneitasínu rétta andliti? Kolbrún Halldórsdóttir Rétta andlitinu afneitað Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 8 skýjað Lúxemborg 15 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Bolungarvík 2 rigning Brussel 16 léttskýjað Madríd 23 heiðskírt Akureyri 5 rigning Dublin 14 skýjað Barcelona 19 léttskýjað Egilsstaðir 6 rigning Glasgow 13 skýjað Mallorca 22 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 8 rigning London 19 heiðskírt Róm 20 léttskýjað Nuuk -3 alskýjað París 19 heiðskírt Aþena 16 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Winnipeg 6 skýjað Ósló 14 heiðskírt Hamborg 7 skúrir Montreal 12 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Berlín 10 léttskýjað New York 13 heiðskírt Stokkhólmur 9 skýjað Vín 21 léttskýjað Chicago 13 léttskýjað Helsinki 7 heiðskírt Moskva 5 léttskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 23. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.09 3,5 11.22 0,4 17.29 3,7 23.42 0,4 5:27 21:27 ÍSAFJÖRÐUR 1.12 0,3 7.06 1,8 13.29 0,1 19.30 1,9 5:19 21:44 SIGLUFJÖRÐUR 3.06 0,2 9.17 1,1 15.29 0,1 21.43 1,1 5:02 21:27 DJÚPIVOGUR 2.24 1,9 8.27 0,5 14.40 2,0 20.53 0,4 4:53 20:59 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Norðan 13-18 m/s á V-verðu landinu, en annars mun hæg- ari. Slydda eða snjókoma ámeð köflum N- og A-lands, en ann- ars stöku él. Hiti 0 til 5 stig, en 3 til 8 stig SA-til. Á laugardag Norðaustan 8-13 m/s og dálítil él, en bjart SV-til. Vaxandi suð- austanátt með slyddu SV-lands um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Útlit fyrir eindregna austanátt og fremur svalt veður. Dálítil væta S- og A-lands, en annars þurrt að kalla. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-13 metrar á sekúndu og rigning með köflum sunnan til og norðaustan 13-15 m/s og slydduél á Vestfjörðum. Annars stöku skúrir. Hvessir heldur í kvöld. Hiti 0 til 8 stig, svalast á Vestfjörðum. SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur- borgar samþykkti samhljóða í gær tillögu Júlíusar Vífils Ingvarssonar, formanns ráðsins, um að endurskoða deiliskipulag Víðidals. Í tillögunni segir að mikilvægt sé að sátt ríki um skipulag og uppbygg- ingu í nágrenni Elliðaánna. Árnar séu stórkostleg náttúruperla í miðri höfuðborg og að því leyti einstakar á heimsvísu. Verndun lífríkis og nátt- úru séu forsendur alls skipulags svæðis sem umlykur árnar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hef- ur gagnrýnt harðlega skipulagið sem samþykkt var fyrr á árinu. Með til- lögu skipulagsráðs er verið að bregð- ast við þessari gagnrýni. Formaður skipulagsráðs hefur átt fundi með embættismönnum, formanni Hesta- mannafélagsins Fáks, framkvæmda- stjóra og formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur og veiðimálastjóra ásamt sérfræðingum Veiðimála- stofnunar. Skipulagið verður lagt að nýju fyrir ráðið. Samþykkt að endurskoða deiliskipulag Víðidals STARFSMENN Kópavogsbæjar verða á ferðinni í lok apríl og byrj- un maí við að hreinsa garðaúrgang sem eigendur lóða og landssvæða setja utan við lóðarmörk sín. Eins og fram hefur komið mun Reykja- víkurborg ekki bjóða borgarbúum upp á þessa þjónustu í ár. Þjónustan er veitt í íbúðahverf- um Kópavogsbæjar frá 27. apríl næstkomandi til og með 8. maí. Lóðarhafar þurfa sjálfir að fjar- lægja lausan jarðveg og rusl af byggingarlóðum, s.s. timbur og málma. Sama á við um spilliefni sem á að skila til endurvinnslu- stöðvar, að því er segir í frétta- tilkynningu. Kópavogsbær hreinsar garðaúrgang í vor Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.