Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 18

Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 LÁTTU OKKUR LÉTTA ÞÉR BYRÐINA N1 Þjónustustöðvar Kerruleiga N1 býður úrval af vönduðum kerrum. Verðskrá og nánari upplýsingar er að finna á www.n1.is 3% 3% afsláttur í formi Safnkortspunkta Sími 440 1000 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is 3X TECHNOLOGY á Ísafirði hefur hannað heildstætt snigilkerfi fyrir blóðgun og kælingu fisks um borð í fiskiskipum. Rannsóknir á virkni tækjanna í Stefni ÍS sýna að gæði fisksins aukast til muna. 3X kynnir kerfið og árangur af notkun þess á Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel í næstu viku. „Við höfum verið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Tilgangurinn er sá sami og áður, að bæta meðferð afla við vinnslu um borð í fiskiskipum sem koma með ferskan afla að landi,“ segir Jóhann Jónasson, fram- kvæmdastjóri 3X. Hann segir að unnið hafi verið að því að setja upp heildstætt framleiðsluferli sem væri þannig úr garði gert að allur fiskur fengi sömu meðhöndlun. Það hafi tekist og ekki sé hægt stytta sér leið framhjá kerfinu sem sé mikil breyt- ing frá fyrri vinnubrögðum. Byggist á ævafornri tækni Kerfið er sett upp í kringum snig- iltanka. „Þetta grundvallast á æva- fornri tækni, skrúfu sem fær til sín fisk og keyrir í gegn um blóðgunar- og kælikerfi. Fyrsti fiskurinn sem kemur inn í kerfið fer fyrstur út hin- um megin eftir að hafa legið í kæli- baði í tiltekinn tíma,“ segir Jóhann. 3X vann verkefnið í samvinnu við Matís og fjögur sjávarútvegsfyr- irtæki, Samerja, Brim, Vísi og Hrað- frystihúsið – Gunnvör. AVS – rann- sóknasjóður í sjávarútvegi og Rannsóknaráð Íslands veittu styrki til að standa undir kostnaði við rann- sóknir og mælingar. Heildstætt snigilkerfi var sett um borð í skip HG, Stefni ÍS, og þar hef- ur verið unnið að mælingum og próf- unum á vegum Matís. „Niðurstöður þeirra sýna svo ekki verður um villst að með þessum aðferðum tryggjum við stöðug gæði farmsins. Það er minna los í fiskholdinu, fiskurinn hvítari og afurðin geymist lengur,“ segir Jóhann. Allir þessir þættir eru Morgunblaðið/Árni Sæberg Róður Vinnuaðstæður sjómanna við blóðgun batnar þegar sett eru upp snigiltankakerfi fyrir ferskan fisk. Sniglast í gegn um kerfið Ný hönnun 3X eykur gæði á ferskum fiski Snigilker Nýtt kerfi komið um borð í skip. Fiskurinn rennur jafnt í gegn. an kynnt á Evrópsku sjávarútvegs- sýningunni í Brussel í Belgíu. „Ég veit ekki um framhaldið. Það setur ugg að manni að heyra þær fréttir að til standi að hræra í fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Það mun bitna á okkur, eins og sjávarútvegsfyrirtækjunum, með sama hætti og kvótaniðurskurð- urinn 2007. Fyrirtæki draga úr fjár- festingum og hætta að taka þátt í verkefnum með okkur,“ segir Jó- hann. mikilvægir því mikið af fiski sem ís- fiskskipin bera að landi er flutt út ferskt. „Með stöðluðum vinnubrögð- um og stýrðu ferli náum við fyrst fullri stjórn á gæðunum.“ Uggur vegna breytinga Starfsmenn 3X eru þessa dagana að ljúka uppsetningu snigiltanka- kerfis í nýtt skip, Skinney SF 20, sem Skinney – Þinganes á Hornafirði hef- ur látið smíða. Þessi lausn verður síð- HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Skeljung, Ker og Olíu- verzlun Íslands til að greiða Dala- Rafni ehf. 2,3 milljónir króna í skaða- bætur með vöxtum auk einnar millj- ónar í málskostnað vegna verð- samráðs olíufélaganna þriggja. Dala-Rafn hóf útgerð í Vest- mannaeyjum árið 1975 og frá árinu 1985 var hann í viðskiptum við Skelj- ung vegna olíukaupa eftir að hafa áð- ur verið í viðskiptum við Olíuverzlun Íslands og Olíufélagið. Allt frá árinu 1990 reyndi hann árangurslaust að fá betri kjör á olíukaupum sínum hjá Skeljungi og öðrum olíufélögum. Taldi Dala-Rafn að félögunum hefði tekist með ólögmætu verðsamráði að halda olíuverði hærra en ef eðlilegar samkeppnisaðstæður hefðu ríkt. Gerði Dala-Rafn kröfu um að fé- lögunum þremur yrði gert að greiða sér rúmlega 8,3 milljónir króna með vöxtum og vísaði m.a. til olíuverðs í Færeyjum á sama tíma. Til vara krafðist hann um 2,4 milljóna króna bóta skv. útreikningum. Voru félögin þrjú sýknuð af aðal- kröfunni þar sem dómurinn taldi Dala-Rafn ekki hafa sýnt fram á að tjón hans væri í samræmi við út- reikninga hans. Hins vegar þótti sannað að ólögmæt háttsemi félag- anna hefði valdið Dala-Rafni tjóni og byggðist það á úrskurði Samkeppn- isráðs um ólöglegt samráð olíufélag- anna á árunum 1993 til 2001. Var því tekið tillit til varakröfunnar. Dæmdar bætur vegna samráðs olíufélaganna Í HNOTSKURN »Árið 2004 úrskurðaði Sam-keppnisráð að olíufélögin hefðu brotið gegn samkeppn- islögum með samningum og samstilltum aðgerðum á ár- unum 1993 til 2001. »Áfrýjunarnefnd sam-keppnismála staðfesti brot olíufélaganna árið 2005. »Málinu var skotið til dóm-stóla þar sem það er nú. Héraðsdómur úr- skurðaði Dala- Rafni í vil í gær FORMAÐUR Verkalýðsfélags Akraness krefst þess að Kristján Gunnarsson, for- maður Verka- lýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur (VSFK) sem jafn- framt er formað- ur stjórnar Starfsgreinasambandsins (SGS), segi sig úr síðarnefndu stöðunni. Kristján hefur lagt til að VSFK segi sig úr SGS og sæki um beina aðild að Alþýðusambandi Íslands. Samþykkt var á aðalfundi VSFK í fyrradag að fela stjórn félagsins að beita sér fyrir breytingum á skipu- lagi ASÍ sem heimili félögum beina aðild að því. Eins var stjórn VSFK falið að kanna vilja félagsmanna til þess að segja félagið úr SGS og sækja um beina aðild að ASÍ í sam- starfi við önnur verkalýðsfélög. Þá var stjórn VSFK falið að láta fara fram úttekt á kostum og göllum þess að félagið sameinaðist öðru félagi eða félögum. Er á launum sem formaður SGS Vihjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir rökrétt að Kristján segi af sér vegna þessa. „Það má ekki gleyma því að hann er launaður sem formaður SGS sem hin aðildarfélögin greiða skatta til. Þar af leiðandi á hann að gæta hagsmuna allra félaganna.“ Hann segir það ekki geta verið hagsmuni þeirra að sambandið liðist í sundur. „Alla vega hefði mér fund- ist eðlilegt þegar formaðurinn legg- ur slíkt fyrir sitt félag að hann hefði greint framvæmdastjórn SGS frá þeim fyrirætlunum eða boðað til for- mannafundar meðal aðildarfélag- anna. Slíkt var ekki gert.“ Hann telur fleiri innan SGS á sama máli. „Það er alveg ljóst að ég er ekki einn um þessa skoðun.“ ben@mbl.is Krefst þess að Kristján segi af sér Ekki hagsmunir SGS að leysast upp Vilhjálmur Birgisson 3X Technology kynnir snigil- tankana og afrakstur uppþíð- ingarkerfa fyrirtækisins á Evr- ópsku sjávarútvegssýningunni sem haldin verður í Brussel í næstu viku, dagana 28. til 30. apríl. „Sjávarútvegssýningin er einn af helstu fundarstöðum ís- lensks sjávarúvegs. Einskonar uppskeruhátíð okkar sem erum að framleiða tæki fyrir sjáv- arútvegsfyrirtæki. Þar erum við með sýningarbás, kynnum vörur okkar og hittum viðskiptavini,“ segir Jóhann Jónasson hjá 3X. Fyrirtækið hefur oft náð góð- um árangri á þessum sýningum og bindur Jóhann vonir við að svo verði einnig nú. Sýningin í Brussel er lang- stærsti viðburðurinn á þessu sviði í heiminum. Á síðasta ári kynntu hátt í tvö þúsund fyr- irtæki frá um 90 löndum vörur sínar og þjónustu. Kynna sig á sjáv- arútvegssýning- unni í Brussel „ÞAÐ er alltaf einhver hreyfing á flokksskránni í kringum prófkjör. Margar nýskráningar fyrir próf- kjör og eitthvað af því fólki geng- ur úr flokknum strax á eftir. Það hefur ekki fækkað svo neinu nemi,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, spurð hvort borið hafi á úrsögnum úr flokknum í kjölfar styrkjamálsins á dögunum. Hún segir fjölda flokksmanna vera innan við 50 þúsund. Erfitt sé að gefa upp nákvæmari tölu þar sem alltaf fjölgi fyrir prófkjör og fækki síðan að þeim loknum. „Hvort fækkunin er vegna um- ræðunnar eða vegna þess að fólk ætlaði sér hvort eð er að láta taka sig af skrá eftir prófkjör er ekki gott að segja. Fækkunin er ekki meiri en við er að búast eft- ir prófkjör,“ segir Gréta. bjb@mbl.is „Alltaf hreyfing á flokksskránni“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.