Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 20
20 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Aðalfundur 2009
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn fimmtudaginn
30. apríl kl. 9 í húsakynnum félagsins, Síðumúla 24, Reykjavík.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins eða hvernig mæta skuli halla.
4. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
6. Kosning stjórnar félagsins.
7. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags).
8. Önnur mál löglega fram borin.
Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar, Síðumúla 24, Reykjavík, skemmst fimm dögum fyrir
aðalfundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf,
önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og
samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.
Reikninga félagsins og tillögur má nálgast á vef TM, www.tm.is eða á aðalskrifstofu viku fyrir fundinn.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
TILLAGA til þingsályktunar frá
viðskiptanefnd Alþingis um að rík-
isstjórnin hlutist til um að fram fari
listfræðislegt mat á listaverkum
bankanna náði ekki fram að ganga á
lokaspretti Alþingis. Nefndin lagði
til að því mati yrði lokið fyrir 1. októ-
ber í haust, en ljóst er að sú tíma-
setning mun ekki standast. Álfheið-
ur Ingadóttir, formaður
nefndarinnar, segir leitt að svona
skyldi fara. Hún telur einsýnt að
þetta mál verði tekið upp aftur þeg-
ar þing kemur saman að nýju.
Eins og margoft hefur komið fram
eru um 4.000 listaverk af marg-
víslegum toga í listasöfnum bank-
anna, þar af um 1.700 í Landsbanka
Íslands, um 1.200 í Kaupþingi og
tæplega 1.100 verk hjá Íslands-
banka, sem áður hét Glitnir.
Í umsögn, sem Aðalsteinn Ingólfs-
son lisfræðingur lét viðskiptanefnd í
té vegna afgreiðslu málsins, leggur
hann til að Listasafn Íslands verði
umsjónaraðili með þessum listaverk-
um, enda yfirlýst meginsafn ís-
lenskrar myndlistar í eigu íslenska
ríkisins (þjóðarinnar).
Listasafnið býr við þrengsli
„Listasafnið á nú u.þ.b. 11.000
listaverk en býr við mikil þrengsli og
skert fjárráð, sem m.a. hefur komið
niður á mannaráðningum og sýning-
arstarfsemi. Eigi safnið að taka við
4.000 verkum til viðbótar þarf það að
leigja 4-500 fermetra geymslu-
húsnæði einhvers staðar í Reykjavík
og gera það þannig úr garði að það
standist ýtrustu kröfur sem gerðar
eru til listaverkageymslu, þ.e. með
sérútbúnum rekkum, nýjustu bruna-
vörnum og hita- og kuldajöfn-
unarkerfi,“ segir Aðalsteinn. Þessu
til viðbótar þyrfti að ráða starfsfólk
og allt myndi þetta kalla á viðbót-
arkostnað fyrir ríkið upp á tugi
milljóna króna.
Í áliti sínu fullyrðir Aðalsteinn að
um það bil þriðjungur þeirra verka,
sem nú er að finna í söfnum bank-
anna þriggja, ef ekki fleiri, muni
ekki standast gæðakröfur Lista-
safns Íslands.
„Hér er að mestu leyti um að ræða
verk sem keypt eða leyst voru til
bankanna áður en þeir voru einka-
væddir, ýmis undirmálsverk eftir
þekkta og lítt þekkta listamenn eða
verk eftir leikmenn víða um land,
keypt af útibússtjórum hér og þar í
gustukaskyni eða tekin upp í skuldir
þegar engin önnur verðmæti fund-
ust í fórum skuldara. Listaverkasöfn
bankanna þarf því að grisja verulega
áður en hægt verður að sameina þau
þeirri safneign Listasafnsins, sem
fyrir er,“ segir Aðalsteinn.
Í upphaflegri þingsályktun-
artillögu, sem nokkrir þingmenn
fluttu, sagði að mikill fjöldi lista-
verka, sem verið höfðu í eigu bank-
anna og þar með sameign þjóð-
arinnar, hefði runnið til einkaaðila
við einkavæðingu bankanna árið
2003. Aðalsteinn segist taka heils-
hugar undir að um afar vafasaman
gjörning hafi verið að ræða.
„En svo horft sé á jákvæðar hliðar
þessa gjörnings, þá fullyrðir und-
irritaður að bankarnir hafi verið
mjög meðvitaðir um þá ábyrgð sem
þeir tókust á hendur með „yfirtöku“
listaverkanna. A.m.k. tveir þeirra,
Landsbankinn og Kaupþing, kapp-
kostuðu að bæta við söfn sín nýjum
verkum eftir helstu listamenn þjóð-
arinnar og leituðu aðstoðar sérfræð-
inga við hvaðeina sem viðkom þess-
um verkum,“ segir hann. Þannig hafi
Landsbankinn einn og sér bætt við
sig um 450 listaverkum á þeim fimm
árum, sem hann var í eigu einka-
aðila. Í bankanum hafi farið fram
stöðugar viðgerðir á eldri listaverk-
um, þau hafi ævinlega verið aðgengi-
leg sérfræðingum og áhugamönnum
um myndlist og verkin hafi reglu-
lega verið lánuð á sýningar.
Listaverkin féllu á tíma
Listfræðingur vill að Listasafn Íslands hafi umsjón með söfnum bankanna
Telur að þriðjungur verkanna standist ekki gæðakröfur Listasafnsins
Morgunblaðið/Sverrir
Við Tjörnina Listasafn Íslands á nú um það bil 11 þúsund listaverk. Ef söfn
bankanna fara undir verndarvæng safnsins bætast við um 4.000 listaverk.
Í HNOTSKURN
»Mörg verkanna eru óað-skiljanlegur hluti af inn-
réttingum bankanna og ekki
má hrófla við þeim, segir Að-
alsteinn.
»Nefnir hann sem dæmifreskur eftir Jón Stef-
ánsson og Kjarval, vegg-
málverk eftir Jón Engilberts
og þrívíðar veggmyndir eftir
Gerði Helgadóttur og Sig-
urjón Ólafsson.
»Þá eru mörg listaverk áveggjum útibúa bankanna
víðs vegar um landið.
Tiltölulega ódýr og farsæl lausn er
að fela bönkunum að geyma lista-
verk þjóðarinnar áfram í þeim
geymslum sem þau hafa komið
upp með ærnum tilkostnaði og
nota þau áfram í svipuðum til-
gangi og þeir hafa gert til þessa,
segir Aðalsteinn Ingólfsson.
Í því fælist einnig að bankarnir
myndu áfram bera kostnað af for-
vörslu verkanna og flutningum
milli sýningarstaða. Í sameiningu
yrði bönkunum gert að bera kostn-
að af því að koma upp samræmdu
skráningarkerfi og fella það að
skráningarkerfi Listasafns Íslands.
Hins vegar myndu bankarnir
hvorki leggja fé til frekari kaupa á
listaverkum né leysa til sín verk
upp í skuldir, nema í samráði við
Listasafn Íslands.
Aðalsteinn leggur ennfremur til
að bankarnir ráði sameiginlegan
tilsjónarmann yfir listaverkasöfn-
unum. Hann verði tengiliður þeirra
við Listasafn Íslands, sjái um að
grisja listaverkin í samráði við
safnið, samræmi skáningarkerfi
bankanna og safnsins og líti eftir
söfnunum.
Listaverkin verði áfram geymd í bönkunum
KAMPUR, frístundamiðstöð Aust-
urbæjar-, Háteigs- og Hlíðaskóla,
stendur fyrir hátíð á Miklatúni í
dag, sumardaginn fyrsta. Dagurinn
hefst með réttindagöngu barna, í
samstarfi við UNICEF, frá Austur-
bæjarskóla kl. 13. Gengið verður
niður á Miklatún þar sem fjölbreytt
dagskrá hefst kl. 14. Þar er lögð
áhersla á að sýna afrakstur vinnu
barna og unglinga í hverfinu með
Barnasáttmála SÞ.
Yngri börnin úr skólunum þrem-
ur syngja lög sem fjalla um réttindi
barna, unglingarnir verða með
söngatriði og auk þess munu þeir
selja boli sem voru hannaðir með
barnasáttmálann að leiðarljósi.
Einnig fer fram áheitasöfnun fyr-
ir UNICEF.
Morgunblaðið/Heiddi
Börn fara í
réttindagöngu
Sjálfstæðismenn
hafa ekki útfært
hugmyndir um
hvar skera eigi
niður í ríkisgeir-
anum eða sam-
eina stofnanir
o.s.frv. Flokk-
urinn hefur
kynnt tillögur
sínar í ríkisfjár-
málum, m.a. um
20 milljarða hagræðingu (5%) í
mennta-, velferðar- og heilbrigð-
iskerfinu. Þá eigi að ná fram hag-
ræðingu í öðrum hlutum rík-
isrekstrarins sem skili 10 milljarða
sparnaði. Tryggvi Þór Herberts-
son, frambjóðandi í Norðaust-
urkjördæmi, segir að hugmyndir
um flatan niðurskurð séu ekki hag-
kvæmasta leiðin. Þessar tillögur
sjálfstæðismanna eigi ekki að valda
skerðingu á þjónustu. omfr@mbl.is
Þjónustan
verði ekki skert
Tryggvi Þór
Herbertsson
STUTT
BORIST hafa svör frá Sjálfstæðis-
flokknum við 8 af 9 spurningum sem
Morgunblaðið lagði fyrir flokkana um
fjárstyrki frá fyrirtækjum á árinu
2006. Skv. upplýsingum skrifstofu
flokksins lágu ekki fyrir gögn til að
hægt væri að svara spurningu nr. 8.
Svör annarra flokka við spurningun-
um birtust í blaðinu 16. apríl. Með
svörum Sjálfstæðisflokksins fylgdi
einnig yfirlýsing um að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé reiðubúinn í samstarfi
við aðra flokka að fela Ríkisendur-
skoðun að gera úttekt á fjármálum
sínum síðastliðin ár.
1. Með hvaða hætti var efnt til fjár-
söfnunar af hálfu flokksins á meðal
fyrirtækja í lok árs 2006, áður en ný
lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku
gildi?
Fjársöfnun var í höndum fjármála-
ráðs flokksins.
2. Hver eða hverjir tóku ákvörðun
um þá fjársöfnun?
Um venjubundna fjársöfnun var að
ræða.
3. Tók formaður flokksins, þing-
menn eða aðrir kjörnir fulltrúar þátt í
söfnuninni með því að hafa samband
við fyrirtæki og/eða forsvarsmenn
þeirra?
Fjársöfnun fyrir flokkinn er og hef-
ur ávallt verið í höndum fjármálaráðs.
4. Var sett eitthvert hámark af
hálfu flokksins á styrki, sem mætti
þiggja?
Nei, en almennt fóru styrkir ekki
yfir 5 milljónir króna.
5. Hverjir vissu af styrkjunum?
Heildaryfirsýn var á borði for-
manns og framkvæmdastjóra.
6. Hverjir tóku ákvörðun um að
þiggja styrki, sem bárust?
Formaður og framkvæmdastjóri.
7. Hvaða styrki þáði flokkurinn
umfram 300.000 krónur?
Þegar hefur verið birtur listi yfir
styrki umfram 1.000.000 krónur.
8. Hvenær bárust styrkir frá
hverju fyrirtæki flokknum?
9. Eiga þær tölur, sem þegar hafa
verið gefnar upp af hálfu flokksins um
styrki á árinu 2006, eingöngu við um
fé, sem safnað var af aðalskrifstofu
flokksins eða eru einnig inni í þeim
styrkir, sem veittir voru einstökum
félögum og samtökum innan flokks-
ins?
Þær eiga eingöngu við um að-
alskrifstofuna.
Ekki var sett há-
mark á styrki Sjálf-
stæðisflokksins
Svör við spurningum um styrki 2006