Morgunblaðið - 23.04.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 23.04.2009, Síða 24
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is E f einhvern tímann hefur verið þörf, þá er núna nauðsyn á að taka hin gömlu, góðu gildi skáta- hreyfingarinnar og hefja þau til vegs og virðingar,“ segir Mar- grét Tómasdóttir skátahöfðingi. Hún segir skátastarf standa með blóma víða um land, en eins og í áratugi verða skátar áberandi á sumardag- inn fyrsta. Í samtali við Morgunblaðið rekur Margrét að þátttöka skáta í dagskrá sumardagsins fyrsta megi rekja aft- ur til stofnunar Væringja, sem séra Friðrik Friðriksson stofnaði á sum- ardaginn fyrsta árið 1913. Gekk hann í fylkingu með hina nýju skáta um götur borgarinnar sem sungu sálma á latínu. Þetta voru fyrstu skrúðgöngur skáta. Upphaflega voru Væringjar KFUM-skátar, en sam- einuðust síðan Skátafélagi Reykja- víkur. Í mörgum bæjum og hverfum verða skátar með skemmtanir og skrúðgöngur fyrir íbúa. Í Hallgríms- kirkju verður skátamessa, sem að vanda verður útvarpað. Þangað fjöl- menna alla jafna eldri skátar. Á sumardaginn fyrsta endurnýja skátar gjarnan skátaheitið, sem allir skátar fara með við formlega inn- göngu í alheimshreyfingu skáta. Skátastarf á heimsvísu varð ald- argamalt árið 2007, en hér á landi verður aldarafmælis skátastarfs minnst árið 2012. Um 2.500 börn og unglingar eru nú virk í skátastarfi víða um land. Fjöldi eldri skáta kemur einnig að starfinu, en að sögn Margrétar hefur ekki ver- ið slegið á heildarfjölda þeirra ein- staklinga. Aukin þátttaka foreldra Hún segir að margt sé að gerast í skátahreyfingunni, kraftur sé í starf- inu og hreyfingin tilbúin að takast á við breytta tíma. „Inntak skáta- starfsins, lífsviðhorf og hug- myndafræði endurspegla gildi sem hverju samfélagi eru nauðsynleg,“ segir Margrét. „Við höfum tekið skipulagið hjá okkur til endurskoðunar og meðal annars þjálfun foringja. Á síðustu ár- um höfum við séð þá breytingu að foreldrar vilja í auknum mæli vera með börnum sínum í starfinu. Í júní- mánuði í sumar verður stórt mót yngstu skátanna á Úlfljótsvatni og nú hefur verið ákveðið að vera þar með sérstakar fjölskyldubúðir að ósk for- eldra barnanna. Slíkt hefur ekki tíðk- ast áður, en á síðustu landsmótum hafa fjölskyldubúðir stækkað mjög.“ Flöggum fyrir hækkandi sól Síðustu vikur hafa skátar dreift í gegnum grunnskóla landsins fána- veifum til allra sjö ára barna og er þetta sextánda árið sem það er gert. Með fylgja leiðbeiningar um meðferð íslenska fánans. Margrét segir mik- ilvægt að kenna fólki að umgangast fánann af virðingu. „Á tímum þrenginga eru öll samein- ingartákn þjóðarinnar mikilvæg og því þarf að árétta að þjóðfánanum sé ávallt sýnd tilhlýðileg virðing. Á sum- ardaginn fyrsta eigum við að flagga fyrir hækkandi sól, fyrir samstöðu og aukinni bjartsýni og baráttu fyrir betra og heilbrigðara samfélagi,“ seg- ir skátahöfðinginn Margrét. Að styrkja einstaklinginn Aðspurð segir hún að skátastarf eigi erindi við ungt fólk sem aldrei fyrr. „Hreyfingin finnur farveg fyrir alla,“ segir Margrét. „Við reynum að styrkja einstaklinginn með því að nýta hæfileika hans. Um leið og við styrkjum hæfileika hans þá styrkist sjálfsmyndin og fólk verður öruggara að takast á við lífið og bæta sig í því sem þarf að bæta. Skátaflokkur er þannig upp- byggður að við viljum ekki hafa þar tíu góða kokka. Við viljum hafa einn góðan kokk, einn góðan varð- eldastjóra, einn góðan birgðavörð, einn góðan gjaldkera og svo fram- vegis. Síðan lærast mismunandi hlut- verk, hópurinn þjálfar hjálpsemi og tillitssemi milli einstaklinganna. Við viljum alls ekki steypa alla í sama mót því við náum ekki langt ef allir eru eins.“ Hún segist aldrei hafa litið á annað æskulýðsstarf sem keppinaut. Hreyf- ingin þurfi að vera sterk og foringj- arnir hæfir. Ef þessi skilyrði séu fyr- ir hendi sé hún ekki í vafa um að krakkarnir skili sér í skátastarfið. „Fyrir hrun áttum við frekar í erf- iðleikum með að halda foringjum í starfi vegna launaðra hlutastarfa. Unglingarnir okkar voru vinsæll starfskraftur til dæmis á skyndibita- stöðum og í alls konar þjón- ustustörfum og þar vorum við frekar í samkeppni heldur en við annað æskulýðsstarf. Síðustu mánuði hef ég tekið eftir breytingum, mér finnst unglingarnir vera rólegri í skáta- starfinu,“ segir Margrét Tómasdóttir að lokum. Kraftur í skátastarfi Á góðri stundu Skátahöfðinginn með gítarinn á skátamóti. Morgunblaðið/Árni Torfason Skyldustörf Benedikta Danaprinsessa hefur lagt mikið af mörkum til að efla starf kvenskáta. Á myndinni er hún með Margréti Tómasdóttur. Í HNOTSKURN »Drekaskátar 7 til 9 ára.Læra að þekkja umhverfi sitt, hættur í daglegu lífi og rétt viðbrögð við þeim. »Fálkaskátar 10 til 12 ára.Ævintýraþráin fær frek- ari útrás og nýjar slóðir kann- aðar með áherslu á útilífið. »Dróttskátar 13 til 15 ára.Heiðin og fyrstu kynni af fjallamennsku, sjálfstæðið eykst og verkefnin verða meira ögrandi. »Rekkaskátar 16 til 18 ára.Hálendið allan ársins hring og rekkaskátar njóta lífsins í fjölbreyttri náttúru, stefnan sett á Forsetamerkið. »Róverskátar 19 til 22 ára– Heimurinn allur. Ferð Róverskáta ræðst af áhuga- málum þeirra sjálfra.  Lífsviðhorf skátahreyfingarinnar í fullu gildi  Skátar að venju áberandi á sumardaginn fyrsta  Skyndibitastaðir ekki lengur keppinautur um unglingana 24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 MARGRÉT Tómasdóttir hefur verið skátahöfðingi í fimm ár, en hún tók við af Ólafi Ásgeirssyni árið 2004. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistarapróf í stjórn- un. Hún var í óðaönn að skrifa lokaritgerð í meistaranámi í lögfræði þegar blaðamaður truflaði hana. Viðfangsefnið er sjúkraskrár og hvernig þær eiga að nýtast sjúklingum. En hvers vegna skáti? „Ég er fædd inn í skátahreyfinguna, svo einfalt er það. Ég kynntist skátastarfi sem krakki og það hefur að hluta til alið mig upp. Þú losnar aldrei við þennan lífsstíl og þennan áhuga og ég hef heldur ekki nokkurn áhuga á því. Eitt sinn skáti, ávallt skáti.“ Ljósálfar Systurnar Margrét og Anna Guðrún Tómasdætur í búningi ljósálfa fyrir margt löngu. Ekki er lengur tal- að um ylfinga og ljósálfa í skátastarfi, en yngstu skátarnir kallast drekaskátar og á næsta stigi eru fálkaskátar. Eitt sinn skáti, ávallt skáti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.