Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 25
Daglegt líf 25ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Merkilegur dagur í dag; sumarið
komið og sólin skín væntanlega í
heiði frá morgni til kvölds þar til í
haust. Að minnsta kosti hér fyrir
norðan.
Eins gott að veðrið verði gott því Ak-
ureyringar þurfa að hjóla eða ganga
um helgar í sumar. Strætó ekur
a.m.k. ekki nema virka daga frá 1.
maí til 31. ágúst, vegna sparnaðar.
Hilda Jana Gísladóttir sést nú aftur
á sjónvarpsskjám okkar hér í höf-
uðstaðnum, virka daga. Akureyrska
stöðin N4 er komin aftur í loftið, eins
og það er kallað. Því ber að fagna.
N4 byrjaði raunar með látum um
síðustu helgi þegar stöðin sýndi
beint á netinu frá Skíðamóti Íslands
í Hlíðarfjalli. Það var verðugt verk-
efni.
Mikið er jafnan um að vera á Minja-
safninu á Akureyri sumardaginn
fyrsta, ekki síst fyrir ungu kynslóð-
ina. Fastir liðir eru margir: Mögu-
legt er að verða að athlægi með því
að endastingast í pokahlaupi, hestar
eru teymdir undir börnin, safnið er
opið, veðrið er gott, svo eitthvað sé
nefnt, en ég er allt spenntastur fyrir
lummunum sem boðið er uppá.
Blásarasveit Tónlistarskólans blæs
inn sumarið þegar dagskráin hefst
við Minjasafnið, klukkan tvö.
Starfsmönnum Rafeyrar verða í dag
færðar hjartans þakkir frá bæjar-
búum fyrir hjartað stóra og glæsi-
lega í Vaðlaheiðinni, sem glatt hefur
bæjarbúa – og hlýjað okkur öllum
um hjartarætur – síðan fyrir jól. Sig-
rún Björk Jakobsdóttir bæjarstóri
veitir Rafeyrarmönnum formlega
þakkir og síðan mun fólk mynda
stórt hjarta.
Vonandi fjölmennir fólk að Minja-
safninu, ekki seinna en hálf þrjú, og
troðfyllir hjartað sem teiknað verður
á flötina fyrir neðan safnið.
Það er næsta víst að Hlíðarfjall iðar
af lífi frá því árla í dag þar til síðdeg-
is á laugardag. Þar verða á ferðinni
nærri 800 krakkar á Andrésar and-
ar-leikunum á skíðum.
Gleymi sumarið að koma í Minja-
safnið má treysta því að vorið verður
í Ketilhúsinu klukkan fjögur. Þar
hefst árlega samkoma, Vorkoma Ak-
ureyrarstofu, þar sem m.a. verður
tilkynnt hvaða listamenn hljóta
starfslauna bæjarins næsta árið.
Merkjavara á tombóluprís! Starfs-
fólkið á Kaffi Akureyri verður í
kvöld með uppboð á fötum, sem
gestir hafa gleymt á staðnum und-
anfarna mánuði en þar kennir víst
ýmissa grasa. Jakkar, frakkar, úlp-
ur, treflar, vettlingar, kápur...
Í stað þess að gefa fötin beint til góð-
gerðarstofnunar ákváðu þeir á Kaffi
Akureyri að bregða á leik en rétt er
að taka skýrt fram að allur ágóði af
sölunni rennur til góðgerðarmála.
Uppboðið hefst klukkan níu í kvöld
og plötusnúðurinn Mikki svangi býð-
ur upp á tónlist.
Ekki er verulegur munur á kostnaði
við það að láta umfelga dekk undir
bílinn og jafnvægisstilla hér í bæn-
um, skv. könnun Neytendasamtak-
anna. Verð var kannað á fimm stöð-
um; hjá Toyota, Dekkjahöllinni,
Höldi, Alorku og Max1. Verðmunur
á milli verkstæða er mestur 14% og
er verð í þrjú skipti hæst hjá Höldi
og í einu tilfelli hjá Alorku. Dekkja-
höllin var þrisvar með lægsta verð
og Max1 einu sinni.
Mér finnst það fallega gert gagnvart
pabba og mömmu að kjörfundur á
laugardaginn verði í Verkmennta-
skólanum. Þau bjuggu áratugum
saman við hlið Oddeyrarskólans, þar
sem kosið hefur verið frá því ég man
eftir mér, en eru nú flutt upp á
Brekku – efst í innbæinn, eins og
eyrarpúkinn pabbi tekur jafnan til
orða – og geta því farið á tveimur
jafnfljótum á kjörstað, sem fyrr.
Allir kjósa alltaf rétt, hvar sem þeir
setja x-ið. Munið bara að kjósa.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nonni Ekki er orðið svona litskrúð-
ugt en Jón Sveinsson verður á sín-
um stað við Minjasafnið í dag.
Rúnar Kristjánsson sendirVísnahorninu sumarvísur frá
Skagaströnd:
Nú kallar það allt eftir kostum
sem kúrir í mannlegri sál,
því vetur með fönnum og frostum
er farinn og búið hans mál.
Nú nálgast sú fegursta flétta
sem finnst gegnum náttúru rök,
með vordrauma vængina létta
og vermandi frjálsræðis tök.
Nú opnast þar árstíðarhliðið
og allt fer á leikandi ról,
og sumarið mætir á sviðið
í sólgullnum hátíðarkjól.
Nú hlær þessi gleði í hjörtum
sem hlýjustu strengina á,
og dansar mót dögunum björtum
í dýrlegri hásumarþrá.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Kveðja á
sumardag
Á SUMARDAGINN fyrsta skipuleggur ATORKA
mannrækt og útivist ferð frá Gljúfrasteini að Gróttu,
eftir göngustígum meðfram ströndinni norðanmegin
og í gegnum Eliðaárdalinn og áfram með ströndinni
sunnanmegin. Mæting er við Gljúfrastein upp úr kl.
9:30. Lagt er af stað kl. 10 að morgni úr Mosfells-
dalnum og geta þátttakendur valið um að hlaupa,
hjóla eða skauta. Leiðin er í heildina tæpir 40 kíló-
metrar. Gert er ráð fyrir að vera kl. 10:30 við Íþrótta-
miðstöðina á Varmá, kl. 11:00 við bensínstöð gegnt
Gufunesbænum og 11:30 við rafstöðvarhúsið í Elliða-
árdalnum. Hvílt er og borðað nesti í dalnum í hálf-
tíma. Lagt af stað aftur kl. 12:00, komið í Nauthólsvík
kl. 12:30 og endað úti í Gróttu kl. 13:00. Hægt er að
vera með hluta leiðarinnar og bætast í hópinn á áð-
urnefndum stöðum.
Síðustu ár hafa mætt um 50 manns en nú er gert
ráð fyrir að dagskrá verði við Gljúfrastein, í Elliðaár-
dal og úti í Gróttu. Sumarið er komið, fuglarnir
syngja, gróðurinn að lifna og að margra mati er núna
rétti tíminn til að hrista af okkur slen vetrar og
kreppumánaða. Veðurspáin gerir ráð fyrir hlýju
veðri, hugsanlega smágolu og skúrum. Ekkert sem er
ekki hægt að lifa við og klæða af sér. Ekkert þátt-
tökugjald, en hægt að kaupa orkudrykk og fleira í
Elliðaárdalnum.
&
!
"#$ %
!
$
Ætla að ganga frá Gróttu að
Gljúfrasteini í Mosfellsdal
Morgunblaðið/Kristinn
Löng leið Gengið verður frá Gljúfrasteini að Gróttu.
TÓNLISTARSKÓLINN
Í REYKJAVÍK
2009-2010
Innritun stendur yfir
Nánari upplýsingar á
tono.is
Lán og styrkir til tækninyjunga
og umbóta í byggingariðnaði
Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í bygg-
ingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna
að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði
og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða stuðlað með öðrum
hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði.
Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is.
Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Stefánsson
hjá Íbúðalánasjóði í síma 569 6900 og með
tölvupósti einarorn@ils.is.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2009
Íbúðalánasjóður skal samkvæmt lögum stuðla að tækni-
nýjungum og umbótum í byggingariðnaði, m.a. með því
að veita lán eða styrki.
www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík
Sími: 569 6900, 800 6969, ils@ils.is