Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ríkisstjórn-arflokkarnir
vilja hækka skatta
til að komast hjá
því að þurfa að ráð-
ast í allan þann
niðurskurð í ríkisfjármálunum,
sem við blasir að er óhjá-
kvæmilegur. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur hins vegar hafnað
skattahækkunum. For-
ystumenn hans hafa nú útskýrt
hvernig þeir hyggjast loka gat-
inu í ríkisfjármálum. Það vilja
þeir gera með því að lækka út-
gjöld í mennta-, heilbrigðis- og
velferðarmálum um 5% og önn-
ur ríkisútgjöld um 10%.
Tekjum í ríkissjóð vilja þeir
hins vegar ná með því að
byggja hvata til atvinnusköp-
unar inn í skattkerfið, skapa
skilyrði fyrir fjölgun starfa í
einkageiranum og endurreisa
þannig skattstofnana. Með því
komi meiri tekjur í ríkissjóð,
án skattahækkana.
Í þessu felst viðurkenning á
því hvar endurreisn íslenzks
atvinnu- og efna-
hagslífs mun eiga
sér stað. Hin raun-
verulegu verðmæti
verða til í öflugum
fyrirtækjum í
einkageiranum, ekki í rík-
isstofnunum.
Með því að hækka skatta
verður þrengt að möguleikum
almennings og fyrirtækja til
vinnu, neyzlu, fjárfestingar og
verðmætasköpunar. Peningar
verða teknir af einkageiranum
og færðir inn í ríkisgeirann.
Það er aðeins skammtíma-
lausn. Það er engin leið að við-
halda öflugu velferðarkerfi án
þeirrar verðmætasköpunar og
hagvaxtar, sem á sér stað í
einkageiranum.
Sjálfstæðismenn benda á að
verði ekkert gert, m.a. í rík-
isfjármálunum, muni Ísland
ekki uppfylla skilyrði fyrir
upptöku evrunnar. Það er gott
að þeir vilja taka upp evruna.
Næst kemur þá að finna trú-
verðuga leið til þess.
Velferðarkerfið
þrífst á öflugum
einkageira}
Hvar á endurreisnin sér stað?
Þ
eir sem upplifðu verðbólgutíma á
Íslandi muna eftir því að eitt
helsta pólitíska ágreiningsefnið
var hvort fella ætti gengið. Frétt-
irnar gengu út á hvort líkur væri á
gengisfellingu og þá hversu mikil hún ætti að
verða. Síðan þegar búið var að fella gengi
krónunnar tóku við fréttir um afleiðingar
gengisfellingar. Allt var þetta mjög fyr-
irsjáanlegt og hefðbundið. Samtök vinnuveit-
enda sögðu að útflutningsatvinnuvegirnir
gætu ekki þolað þetta háa gengi og for-
ystumenn verkalýðshreyfingarinnar skömm-
uðust yfir gengisfellingunni sem ekki gerði
annað en að rýra kjör launþega. Fulltrúar
vinstriflokkanna á þingi gagnrýndu jafnan
gengisfellingar ríkisstjórnarinnar og sögðu
sem rétt var, að með þessu væri verið að lækka
laun fólks því að lægra gengi leiddi til hærri verðbólgu og
þar með minni kaupmáttar. Þegar vinstristjórn var við
völd í landinu var mikill þrýstingur á stjórnina að halda
aftur af gengislækkun og dæmi voru um að stjórnir féllu
vegna ágreinings um gengismálin.
Eftir að þjóðarsáttarsamningar voru gerðir fyrir um 20
árum breyttist hin pólitíska umræða og segja má að orðið
„gengisfelling“ hafi nánast horfið úr tungumálinu. En
umræðan um krónuna hefur hins vegar verið haldið
áfram að vera ofarlega á dagskrá stjórnmálamanna.
Margir vilja henda krónunni en þó ekki allir. Sumir sjálf-
stæðismenn vilja halda í hana og vinstri grænir eru al-
mennt sammála um að óeðlilegt sé að kenna
krónunni um ófarir okkar í efnahagsmálum.
Nú tala stuðningsmenn íslensku krónunnar
um að það sé kostur að vera með krónu því að
með því að fella gengi hennar sé auðveldara að
finna nýjan og heilbrigðari grundvöll fyrir at-
vinnulífið.
Gott og vel. Þetta eru að sjálfsögðu sömu
rök og talsmenn gengisfellingar notuðu í
gamla daga. En nú bregður svo við að það eru
vinstrimennirnir í VG sem mæra kosti lágs
gengis. Stundum finnst manni þeir hafa lesið
yfir sig af ályktunum frá Vinnuveitenda-
sambandi Íslands þegar þeir eru að tjá sig um
kosti þess að fella gengið. Hver haldið þið t.d.
að hafi mælt eftirfarandi orð í Kastljósi í vik-
unni? „Við verðum að framleiða okkur út úr
vandanum og það gerum við best með því lága
gengi myntarinnar sem við búum við.“ Þetta sagði enginn
annar en Ragnar Arnalds, fyrrverandi formaður Alþýðu-
bandalagsins, sem á árum áður gagnrýndi stjórnvöld
harðlega fyrir að fella gengið og stuðla þannig að kjara-
rýrnun launafólks. Nú segja hann og flokksbræður hans
að það sé alveg frábært að eiga gömlu góðu krónuna því
hægt sé að gengisfella hana og þá verði allt gott aftur.
Hvað á fólk að segja sem nú er að taka á sig launalækk-
un vegna gengisfellingar á sama tíma og lánin hækka upp
úr öllu valdi? Er þetta sá stöðugleiki sem heimilin í land-
inu eru að kalla eftir? Er þetta nýja Ísland? Eru menn
sem hafna árinu 2007 bara að biðja um 1983 aftur?
Egill
Ólafsson
Pistill
Ánægja hjá VG með gengisfellingar
Safna liði til að mót-
mæla einkarekstri
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
H
ann er vandfundinn sá
safnamaður sem líst
vel á áform Akranes-
kaupstaðar og Hval-
fjarðarsveitar um að
einkavæða rekstur Byggðasafnsins í
Görðum og Listasetursins Kirkju-
hvols. Raunar hafa öll samtök safna-
manna og safnamenn sem hafa tjáð
sig um málið gagnrýnt samnings-
drögin og vinnubrögð sveitarfélag-
anna, þó sérstaklega að ekkert sam-
ráð var haft við Safnaráð,
menntamálaráðuneytið eða aðra
safnamenn. Þá eru þeir andvígir því
að rekstur byggðasafna sé færður til
einkaaðila.
Í fyrradag sendi Ríkisendurskoðun
fyrirspurn til bæjarins út af fyr-
irhugðum samningi auk þess sem
málið er til skoðunar í mennta-
málaráðuneytinu.
Um 900 manns hafa skráð sig á
Facebook-síðuna Björgum byggða-
safninu og minnihlutinn á Akranesi
boðar til bæjarmálafundar á mánu-
dagskvöld til að ræða málið.
Faglegar ástæður
Í Morgunblaðinu í gær sagði Gísli
S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi,
aðspurður um gagnrýni Margrétar
Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar og
Rakelar Halldórsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Safnaráðs á samning-
inn, að „kengur“ væri milli þeirra og
Adolfs Friðrikssonar, fram-
kvæmdastjóra Vætta ehf., sem taka á
við rekstri safnsins.
Margrét og Rakel hafna því alfarið
að um persónulegar deilur sé að ræða
eins og megi ráða af orðum bæj-
arstjórans. „Málið snýst ekki um per-
sónulegan ágreining, málið snýst um
að það er ekki við hæfi að einkavæða
rekstur safns á þennan hátt, án nokk-
urs samráðs við Safnaráð og mennta-
málaráðuneytið. Þess vegna gerum
við athugasemdir,“ sagði Margrét í
samtali við Morgunblaðið í gær. Mar-
grét líkt og fleiri safnamenn sem rætt
var við segja undarlegt að skilja eigi
bátakost safnsins frá rekstri byggða-
safnsins, líkt og áform eru um og það
sé algjörlega óljóst hver muni sjá um
vörslu þeirra. Varðveisla bátanna
væri flóknasta og erfiðasta verkefni
safnsins. Margrét sagði að margt ylli
henni áhyggjum í þessu máli, s.s.
hvernig skráningu safngripa og varð-
veislu yrði háttað, gerð sýninga og
faglegt starf safnsins. Þá brjóti samn-
ingurinn gegn alþjóðlegum siða-
reglum safna (ICOM). Yfirlýsing um
annað í samningsdrögunum sé fyr-
irsláttur því það liggi fyrir að safnið
verði rekið af einkafyrirtæki og það
eitt og sér brjóti gegn siðareglum
ICOM. Þar með geti safnið ekki feng-
ið framlög úr safnasjóði og vænt-
anlega ekki heldur úr ríkissjóði.
„Þetta er menningararfur sem varðar
alla þjóðina og það er ekki við hæfi að
einkavæða slíkt,“ sagði Margrét.
Það væri að auki athugavert að
þetta væri gert án útboðs.
Samningurinn um rekstur safnsins
og listasetursins var ekki boðinn út
og sagði Gísli S. Einarsson, bæj-
arstjóri á Akranesi, að verkefnið væri
ekki útboðsskylt. Hann hefði efa-
semdir um að útboð hefði skilað betri
samningi. Spurður um varðveislu
bátanna sagði Gísli að þeir hefðu
lengi legið undir skemmdum og það
væri ætlun bæjarsins að koma þeim í
varðveislu. Bærinn hefði hins vegar
aðeins efni á að taka kútter Sigurfara
í sundur og koma honum í trausta
geymslu, lengra kæmist bærinn ekki
að sinni.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Hver sigrar? Samningurinn verður afgreiddur úr bæjarstjórn á þriðjudag.
Ástand eða staðsetning kútters Sigurfara breytist ekkert við það.
Samkvæmt drögum að samningi
Akraneskaupstaðar og Hvalfjarð-
arsveitar við Vætti um rekstur
Byggðasafnsins að Görðum og
Listasetursins Kirkjuhvoli ætlar
Akranes að borga Vættum rétt um
30 milljónir króna á ári til að reka
byggðasafnið. Sú upphæð fylgir
vísitölu neysluverðs.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu Akraneskaupstaðar lagði
bærinn safninu til tæplega 26 millj-
ónir á árinu 2008. Við þá fjárhæð
bætist rekstrarhalli og að teknu til-
liti til hans eru upphæðirnar sam-
bærilegar, að sögn Gísla S. Ein-
arssonar. Gísli segir að
fjárhagslegur ávinningur af samn-
ingnum felist í því að störfum fjölgi
um 4-7 og að starfið verði mun öfl-
ugra en hingað til.
Í samningnum er kveðið á um að
forvarsla og viðhald sýningargripa
sé á kostnað sveitarfélaganna.
EKKI SPARN-
AÐUR
››
Það hlutfallkjósenda,sem hyggj-
ast skila auðu í
kosningunum á
laugardag, er til
marks um djúp-
stæða óánægju.
Samkvæmt skoð-
anakönnun Capacent Gallup
ætla 8,4% kjósenda að skila
auðu atkvæði. Til samanburðar
skiluðu 1,4% auðu eða ógildu at-
kvæði í kosningunum 2007.
Atkvæði er ekki léttvægt fyr-
irbæri. Lýðræðið byggist á því
að hver einstaklingur hafi sína
rödd, sín áhrif. Þessum áhrifum
kemur hann á framfæri með at-
kvæði sínu. Það er ekki lítið mál
þegar stjórnmálahreyfing fer
fram á að fá atkvæði kjósenda.
Með því er hið pólitíska afl að
biðja um umboð og um leið að
gefa fyrirheit um að það muni
gæta hagsmuna kjósandans –
ekki sérhagsmuna, heldur
hagsmuna almennings.
Að þessu sinni fara at-
kvæðaveiðar stjórnmálaflokk-
anna fram við mjög sérstakar
aðstæður. Þrír af þessum flokk-
um voru við völd þegar banka-
hrunið átti sér stað og/eða í að-
draganda þess. Engum blöðum
er um það að fletta að þeir, sem
réðu ferðinni í bönkunum, bera
fyrst og fremst ábyrgð á
hruninu, en engu að síður brást
hin pólitíska forusta hlutverki
sínu, annars vegar með því að
fyrirbyggja ekki stórhættu-
legan vöxt fjármálakerfisins og
hins vegar með því að taka ekki
í taumana þegar stjórn-
málamönnunum átti að vera
ljóst að komið var í óefni.
Nú vilja þeir flokkar, sem
sváfu á verðinum þegar kerfið
hrundi, að kjós-
endur greiði þeim
atkvæði eins og það
sé sjálfsagt að þeir
eigi það skilið. Þeir
ganga ekki fram af
auðmýkt þegar
þeir biðja um að
umboðið verði end-
urnýjað. Þeir biðja ekki náð-
arsamlegast um annað tæki-
færi, heldur fara í sömu
stellingar og þeir voru í fyrir
hrun eins og ekkert hafi í skor-
ist. Karpið fer fram með sama
hætti eins og sást við þinglok;
þegar þörf er á samstöðu þvert
á flokkslínur komast flokkarnir
ekki upp úr sandkassanum og
kenna síðan hver öðrum um
hvernig fór.
Hið háa hlutfall kjósenda,
sem hafa í hyggju að skila auðu,
sýnir að ákveðinn trún-
aðarbrestur hefur orðið milli al-
mennings og stjórnmálamanna
á Íslandi og það er ekki útilokað
að fleiri kjósendum sé skapi
næst að gera slíkt hið sama, en
geti það ekki vegna tilhugs-
unarinnar um að þá kasti þeir
atkvæði sínu á glæ. Upplýs-
ingar um hegðun framsóknar-,
sjálfstæðis-, og samfylking-
armanna í flokksfjármálum
hjálpa ekki til við að endurreisa
trúnaðinn og eftir síðustu frétt-
um að dæma um framlög fjár-
málastofnana til einstakra
stjórnmálamanna eru ekki öll
kurl komin til grafar í þeim efn-
um.
Stjórnmálamenn verða að
átta sig á því að þeir geta ekki
að þessu sinni beðið kjósendur
um atkvæði þeirra eins og sjálf-
sagt sé að þeir eigi það skilið.
Þeir þurfa að vinna fyrir traust-
inu.
Nú fara þeir sem
fóru með völdin
fram á atkvæði kjós-
enda eins og sjálf-
sagt sé að þeir eigi
það skilið }
Auðmýkt og atkvæði