Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 29

Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Jólasveinar í apríl Nóg er af jólasveinunum í þjóðfélaginu þessa dagana. Þó gangast kannski ekki allir jafnglaðlega við því að vera álitinn slíkur og þessir útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík. Þeir fögnuðu dimmisjón í miðbænum í gær, slettu ærlega úr klaufunum áður en lagst verður yfir bækurnar. Eggert Ómar Valdimarsson | 21. apríl 2009 Að kenna eða hjálpa Ég horfði í kvöld með áhuga á prýðilega gerða heimildamynd um kyn- lífshryllinginn í Kambó- díu. Það mætti gera meira af slíku efni og með þeirri natni sem María Sigrún Hilmarsdóttir og Guð- mundur Bergkvist lögðu í verkið. Ég varð þó svolítið hissa þegar ein stúlkan fór að segja frá því hve trú hennar væri henni mikið gagn í end- urhæfingunni: mín reynsla þar austur frá er frekar sú að fólk geri almennt ekki mikinn greinarmun á (búdda)trú sinni og daglegri menningu. Þá áttaði ég mig á því að myndin var gerð fyrir tilstilli hjálparsamtaka að- ventista; auðvitað var stúlkan orðin kristin! Meira: umbiroy.blog.is Hildur Helga Sigurðardóttir | 22. apríl 2009 Meinhorn fer í frí Kosningaáróðurinn und- anfarið hefur lækkað svo greindarstuðul þjóð- arinnar, jafnt í netheimum sem annars staðar, að það er ekki fyrir heilvita konu að taka þátt í þessu lengur, a.m.k. ekki fram að næsta laug- ardegi. Hvers vegna eru allir gömlu frasarnir gengnir aftur? Hefur ekkert breyst? Meira: hildurhelgas.blog.is Í UMRÆÐU um íslensk efna- hagsmál undanfarið hefur gætt margs konar misskilnings. Það er ekki að undra. Mikið hefur gengið á og erfitt, jafnvel fyrir sérfróða, að átta sig á því hvað gerst hefur og hvers má vænta. Umræða um þjóðargjaldþrot á villigötum Ljóst er að íslenska hagkerfið hefur orðið fyrir þungu höggi. Af- leiðingarnar eru ekki allar komnar fram. Myndin er þó smám saman að skýrast. Það er þörf á þjóðarátaki til að vinna á vandanum en hann er þó engan veginn óleysanlegur. Því er öll umræða um þjóðar- eða ríkisgjaldþrot vegna þessa á fullkomnum villigötum. Ekkert bendir til annars en að íslenska ríkið geti að fullu staðið við allar skuldbindingar sínar. Raunar er útlit fyrir að hreinar skuldir ís- lenska ríkisins verði jafnvel minni en margra nágrannaríkja okkar þegar um hægist. Skuldir íslenska ríkisins munu þó verða nokkuð meiri þegar upp er staðið en áður en bankakerfið hrundi. Í samanburði á skuldum ríkja er rétt að hafa í huga að íslenska lífeyr- iskerfið er enn mjög vel stætt í alþjóðlegum samanburði. Það þýðir m.a. að lífeyr- isgreiðslur munu ekki verða jafnþung byrði fyrir íslenska ríkið á næstu áratugum og ríki sem ekki búa við jafnvel fjármagnað lífeyr- iskerfi. Erlendar skuldir fyrir hrun voru óviðráðanlegar Erlendar skuldir þjóðarbúsins, þ.e. sam- anlagðar erlendar skuldir ríkis- og einkageira, verða einnig að sönnu umtalsverðar næstu ár- in. Þær verða hins vegar einungis lítið brot af því sem þær voru haustið 2008. Mikill meiri hluti þessara skulda var til kominn vegna bankanna. Þær skuldir eru nú kröfur á þrotabú og hverfa þegar búin hafa verið gerð upp. Eftir stendur einungis það sem þau fyr- irtæki sem eftir standa skulda, skuldir heimila og hins opinbera. Það er lítill hluti heild- arskuldanna sem við blöstu haustið 2008 og voru með öllu óviðráðanlegar. Þótt skuldirnar séu engu að síður talsverðar þá ætti þjóðarbúið í heild að geta staðið undir þeim, með útflutningstekjum og átt þó vel fyr- ir öllum nauðsynlegum og eðlilegum innflutn- ingi. Hér gildir jafnframt að hver ber ábyrgð á sínum skuldum. Þjóðin eða ríkið bera ekki ábyrgð á skuldum einstakra fyrirtækja eða einstaklinga. Tjónið vegna hruns íslenska fjármálakerfisins var afar mikið. Þær peningalegu eignir sem urðu að engu eru margföld landsframleiðsla. Þegar best lét var markaðsverð skráðra hluta- félaga í Kauphöll Íslands um tvöföld landsframleiðsla. Það er nánast allt farið. Til viðbótar hafa fjölmörg önnur einkafyr- irtæki tapað miklu eigin fé. Mest er tjónið þó í krónum talið hjá ýmsum sem áttu kröfur á ís- lenska banka og önnur fyrirtæki sem fást nú ekki greiddar nema að hluta. Tjón þeirra mælist í þúsundum millj- arða króna. Mest af þessu bera ýmsir erlendir aðilar, einkum evrópskir bankar, en tapið er einnig umtalsvert fyrir innlenda aðila, svo sem lífeyrissjóði. Þótt eyðilegging peningalegra eigna hafi verið meiri hérlendis en í öðrum vestrænum löndum er rétt að hafa í huga að mikið hefur gengið á um heim allan. Þannig hefur verð hlutabréfa í kauphöllum heims fallið um að jafnaði helming á tæpum tveimur árum og þar með þurrkað út alla hækkun sl. 13 ára. Þetta er meðaltalið, í mörgum löndum öðrum en Ís- landi hefur lækkunin orðið mun meiri. Raunverulegar eignir enn óskemmdar Eignir sem eyðileggjast í fjármálakreppu eru fyrst og fremst svokallaðar peningalegar eignir, t.d. hlutabréf og skuldabréf. Raunveru- legar eignir standa hins vegar eftir. Mann- auður landsmanna, mannvirki, náttúru- auðlindir og allt annað sem þarf til að framleiða vörur og þjónustu, verður ekki fyrir beinu tjóni. Fyrir þjóðarbúið í heild skiptir, þótt undarlegt kunni að virðast, ekki höf- uðmáli hvernig verðmæti peningalegra eigna þróast. Meiru skiptir hvernig gengur að búa til raunveruleg verðmæti, þ.e. framleiða vörur og þjónustu. Verðþróun peningalegra eigna hefur hins vegar mikil áhrif á tekju- og eignaskiptingu. Þetta sást vel fyrir hrunið. Mikil hækkun eignaverðs bjó til á pappír gríðarlegan auð og hagnað. Það gerði tekjudreifingu Íslendinga ójafnari en áður voru dæmi um. M.a. varð til, a.m.k. um tíma, fámenn stétt milljarðamær- inga sem gat leyft sér fáránlegan lífsstíl sem engin fordæmi eru fyrir í Íslandssögunni. Margir aðrir högnuðust vel, þótt ekki yrðu þeir milljarðamæringar. Hrun á verðmæti peningalegra eigna hefur að sama skapi mikil áhrif á eigna- og tekju- skiptingu. Því miður verða ekki bara fyrrum milljarðamæringar fyrir tjóni. Nær allir finna á einn eða annan hátt fyrir áhrifunum, m.a. vegna lífeyrisréttinda sem skerðast. Breyt- ingar á gengi krónunnar hafa einnig mikil áhrif, sérstaklega á einstaklinga og fyrirtæki sem skulda í erlendri mynt. Munurinn á peningalegum eignum og öðr- um skiptir höfuðmáli við endurreisn hagkerf- isins. Ekki er auðvelt að koma á fót nýju fjár- málakerfi. Það er þó leikur einn miðað við að reisa aftur hagkerfi þar sem raunverulegar eignir hafa skemmst illa, t.d. vegna stríðs eða náttúruhamfara. Ísland að mörgu leyti öfundsvert Fjölmörg dæmi eru um ríki sem hafa komist út úr fjármálakreppu á tiltölulega skömmum tíma. Það tekur í en með skynsamlegum vinnubrögðum má flýta ferlinu og sjá til þess að byrðarnar verði engum óbærilegar. Að þessari endurreisn fjármálakerfisins hef- ur verið unnið allt frá því í október sl. Útlit er fyrir að verkinu ljúki að mestu leyti á næstu vikum. Að því loknu verða Íslendingar að nokkru leyti í öfundsverðri stöðu, miðað við margar aðrar þjóðir. Við vorum neydd til að horfast í augu við að fjármálakerfi okkar varð ekki bjargað. Fyrir vikið sitjum við hins vegar ekki uppi með fársjúkt fjármálakerfi sem þarf mikla aðstoð á kostnað skattborgara til að hægt sé að halda því á floti. Tiltektin hjá okkur kemur ekki af sjálfu sér en við áttum engan annan kost. Fjármálakerfinu varð ekki bjarg- að. Vandamál þess verða nú að miklu leyti skil- in eftir í þrotabúum hruninna fjármálastofn- ana. Það er mikilvægt fyrir endurreisn íslenska fjármálakerfisins og þá um leið íslenska hag- kerfisins alls að vel sé staðið að þessari vinnu. Nýju bankarnir verða að byrja með heil- brigðan efnahagsreikning og vænlegar rekstr- arhorfur. Þeir sem eiga kröfur á hina föllnu ís- lensku banka verða einnig að geta treyst því að hagsmunum þeirra sé ekki fórnað við skipt- ingu bankanna í gamla og nýja banka. Auk fjárhagslegrar endurskipulagningar þarf ýmsar aðrar breytingar á hagkerfinu. Innflutningur þarf að dragast verulega saman og hefur raunar þegar gert það. Útflutningur þarf að aukast og jafnframt framleiðsla á vörum og þjónustu sem leysa innfluttar af hólmi. Það tekur talsverðan tíma að ná þeirri breytingu fram. Hér setur það nokkuð strik í reikninginn að samdráttur í heimsverslun kemur illa við Ís- lendinga eins og aðra. Hann tefur fyrir því að útflutningur héðan geti aukist. Það skiptir því miklu fyrir endurreisn íslenska hagkerfisins að samdrátturinn í heimsverslun verði sem minnstur. Hagræða verður í ríkisútgjöldum Staða ríkissjóðs skiptir höfuðmáli í end- urreisn hagkerfisins. Taka þarf erfiðar ákvarðanir í ríkisfjármálum. Vegna efnahags- samdráttar rýrna flestir skattstofnar talsvert og tíma mun taka fyrir þá að ná aftur fyrri styrk. Velta dregst saman, hagnaður fyr- irtækja og arðgreiðslur minnka verulega og launatekjur lækka. Ná þarf fram nokkurri lækkun ríkisútgjalda í hlutfalli við landsfram- leiðslu vegna þessa. Jafnframt þarf að bregðast við auknum út- gjöldum hins opinbera á ákveðnum sviðum, t.d. vegna atvinnuleysisbóta. Þessum út- gjöldum þarf að mæta með niðurskurði annars staðar. Það verður að sjálfsögðu ekki notalegt. Vandinn er þó vel viðráðanlegur ef skyn- samlega verður staðið að málum. Hér má hafa í huga að útgjöld hins opinbera hafa vaxið mik- ið undanfarin ár. Þannig var svokölluð sam- neysla 40% meiri árið 2007 en 1998, á sama verðlagi. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 13% þannig að samneysla á mann jókst um því sem næst fjórðung að raungildi. Framtíðarsýnin fyrir Ísland fer mjög eftir því til hve langs tíma er horft. Árið 2009 verður um margt erfitt. Á því ári kemur samdrátt- urinn að mestu fram og atvinnuleysi ætti að ná hámarki. Það er heldur ekki hægt að búast við miklum viðsnúningi árið 2010. Þá ætti þó eitt- hvað að draga úr atvinnuleysi og ekkert útlit er fyrir mikla verðbólgu. Vextir ættu því að vera mun lægri en nú. Þá ætti útflutningur einnig að fara vaxandi, að því gefnu að sam- dráttur í heimsverslun verði ekki of mikill. Þessi tvö ár ættu að duga Íslendingum til að gera flestar þær breytingar sem gera þarf og ná aftur vopnum okkar. Það er hins vegar engin ástæða til svartsýni þegar til lengri tíma er litið. Lífskjör á Íslandi ættu eftir sem áður að verða með þeim allra bestu í heimi. Vel menntuð og ung þjóð, með sterka menningu, trausta lýðræðishefð, góða innviði og ríkulegar náttúruauðlindir. Ekkert af þessu hefur farið forgörðum. Eftir Gylfa Magnússon » Árið 2009 verður um margt erfitt. Á því ári kemur sam- drátturinn að mestu fram og atvinnuleysi ætti að ná há- marki. Það er heldur ekki hægt að búast við miklum við- snúningi árið 2010. Gylfi Magnússon Höfundur er viðskiptaráðherra. Endurreisn BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.