Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 30
30 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
GÓÐ SÁTT hefur náðst milli bænda og
stjórnvalda um nýjan búvörusamning. Fyrr-
verandi ríkisstjórn hafði með fjárlögum 2009
samþykkt 800 m.kr. einhliða niðurskurð á
verðbótaþætti beingreiðslna til bænda án und-
angenginna breytinga á búvörusamningi eða
nokkurra fyrirheita um slíkar breytingar. Í
spilunum lá að það sama myndi gerast á árinu
2010. Reyndar var fátt sem benti til annars en
bændur yrðu án verðbóta á beingreiðslur út
alla samningstímana þrátt fyrir samninga um
annað!
Við þingmenn VG gagnrýndum harðlega þessi vinnu-
brögð fyrrverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar og brot á samningum við bændur. Því getur eng-
inn neitað að fyrrverandi ríkisstjórn hafi þurft að skera
niður útgjöld ríkissjóðs. En þau vinnubrögð sem hún beitti
voru ekki afsakanleg. Af hverju leitaði hún ekki samninga
við bændastéttina eða taldi hún ákvarðanir sínar yfir þá
hafna? Nú er komið í ljós að þetta vinnulag var auðvitað
ófært og ekkert annað en ávísun á töpuð málaferli því aug-
ljóst er að bændur áttu samningsbundinn rétt
og gátu sótt sér hann!
Samið við bændur
Eftir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók við
embætti hóf hann þegar að ræða við forsvars-
menn bænda um þá stöðu sem uppi var. Og
hvað kom í ljós? Forustumenn bænda höfðu
mjög ábyrga afstöðu og það var vel hægt að
semja við þá, líkt og ávallt hefur verið. Þeir
voru til í að taka á sig byrðar líkt og aðrir í tvö
til þrjú ár og semja um það en fóru síðan fram á
að bætt yrði tveimur árum við þessa samninga í
staðinn, gagngert til þess að skapa framtíðarsýn og aflétta
óvissu í matvælaöryggi þjóðarinnar. Þar fóru sjónarmið
bænda og okkar saman og samningur undirritaður á laug-
ardag með fyrirvara um samþykki í atkvæðagreiðslu með-
al bænda og samþykkis Alþingis.
Það er í þessum anda sem samskiptin eiga að vera á
milli ríkis og hagsmunaaðila.
Undirritun nýrra búvörusamn-
inga – ábyrg aðgerð
Eftir Jón Bjarnason
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi.
Í ÞEIM efnahagserfiðleikum sem íslenskt
samfélag stendur frammi fyrir er mikilvægt
að ráðist verði í atvinnuskapandi verkefni vítt
og breitt um landið án þess að stofna með því
til óheyrilegrar lántöku. Í því augnamiði gætu
ríki og sveitarfélög gert átak í viðhaldi op-
inbers húsnæðis.
Sjálf lagði ég, ásamt nokkrum þingmönn-
um Vinstri grænna, fram þingsályktun-
artillögu þessa efnis sl. haust. Vildum við láta
meta viðhaldsþörf á öllu opinberu húsnæði en
einnig gera átak í viðhaldi þess og aðlögun að
aðgengi fyrir alla. Það er ánægjulegt að nýlega var sam-
þykkt lagabreyting um endurgreiðslu á virðisaukaskatti
sem hjálpar til við að ná þessum markmiðum. Þar er
kveðið á um að fram til 1. janúar 2011 geti húsbyggj-
endur íbúðar- og frístundahúsnæðis fengið að fullu end-
urgreiddan bæði þann virðisaukaskatt sem þeir hafa
greitt af vinnu manna á byggingarstað, þ.m.t. jarðvegs-
vinnu eða við endurbætur og viðhald húsnæðisins. Hið
sama gildir um vsk af þjónustu hönnuða, eftirlitsaðila,
arkitekta, verkfræðinga og tæknifræðinga vegna hönn-
unar eða eftirlits með byggingunni. Lögin ná
einnig til húsnæðis, stofnana og félaga sem
eru alfarið í eigu sveitarfélaga og því lag fyrir
þau að nýta sér þessi lagaákvæði þar sem við-
hald og endurbætur á húsnæði sveitarfélag-
anna sátu víðast hvar á hakanum á nýliðnum
uppgangstímanum þegar erfitt var að fá iðn-
aðarmenn til starfa.
Í ályktun okkar var einnig hvatt til þess að
ráðist yrði í það þjóðþrifaverk að bæta að-
gengi fatlaðra að opinberum byggingum. Enn
hefur ekki farið fram heildarmat á þörfinni
fyrir bætt aðgengi að húsnæði sveitarfélaga
en nýleg norræn könnun á aðgengi þátttöku
fatlaðra í pólitísku starfi í sveitarstjórnum á Íslandi
leiddi í ljós að víða er pottur brotinn á þessu sviði. Ann-
ars staðar á Norðurlöndum hefur þessari skyldu sam-
kvæmt sáttmálum SÞ um réttindi fatlaðra verið betur
sinnt en hér. Ég tel því einboðið að hugað verði að þessu
verkefni þegar sveitarfélögin ráðast í viðhald á húsnæði í
sinni eigu.
Sveitarfélögin grípi tækifærið
– 100% endurgreiðsla
Eftir Þuríði Backman
Þuri?ur Backman,
Höfundur er alþingismaður og formaður
Norræna fötlunarráðsins NHR.
„Kjósum vinnu og velferð“
segir í auglýsingum Samfylking-
arinnar fyrir alþingiskosning-
arnar. ,,Verjum velferð, sköpum
störf.“, segja Vinstri græni
Þegar ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna var
mynduð var sagt að forgangs-
verkefni hennar væri að slá
skjaldborg um heimilin í landinu
og koma hjólum atvinnulífsins í
gang á nýjan leik. Hvorugt hef-
ur tekist. Formaður Framsóknarflokksins,
sem varði stjórnina vantrausti, gaf henni á
endanum falleinkunn.
Því er merkilegt að hlusta nú á
Jóhönnu og Steingrím J. hreykja
sér af því hvað ríkisstjórnin hafi
náð góðum árangri þegar ljóst er
að þeim hefur mistekist að leysa
þau brýnu verkefni sem við blasa
og fólkið í landinu kallar eftir að
verði leyst.
Raunar er staðreyndin sú að
staðan í íslensku samfélagi hefur
versnað í flestu eða öllu tilliti
eftir að ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna tók við
völdum.
Hér eru nokkur dæmi sem
styðja þá fullyrðingu:
Um 12.000 Íslendingar voru atvinnulausir
þegar ríkisstjórn þeirra tók við. Þeir eru
nú um 18.000.
Eignarhlutur fólks í fasteignum sínum
hefur rýrnað.
Verðmæti fasteigna hefur rýrnað.
Skuldir heimilanna hafa aukist.
Skuldir ríkisins hafa aukist.
Gengi krónunnar hefur hríðfallið.
Fleiri bankar og fjármálastofnanir hafa
fallið í tíð þessarar ríkisstjórnar en hinn-
ar fyrri.
Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað.
Gjaldþrotum einstaklinga hefur fjölgað.
Gjaldeyrishöft hafa verið hert og við-
skiptafrelsi skert.
Vextir eru enn himinháir.
Þessi listi gæti verið mun lengri, en ár-
angurinn er ekkert til þess að hreykja sér
af.
Skjaldborg hefur hvorki verið slegin um
vinnu né velferð.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að snúa þess-
ari þróun við. Við ætlum að koma atvinnu-
lífinu af stað á nýjan leik. Við ætlum að
tryggja 20.000 ný störf. Við ætlum að nýta
auðlindir landsins fyrir fólkið í landinu. Við
ætlum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána
um 50%. Við ætlum ekki að lækka laun og
hækka skatta.
Við ætlum að standa með fólkinu og fyr-
irtækjunum í landinu.
Falleinkunn
Eftir Sigurð Kára
Kristjánsson
Sigurður Kári
Kristjánsson
Höfundur er alþingismaður og skipar
3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi norður.
UNGI maðurinn sem ég hitti á dögunum á
Akranesi var ekki reiður, en hann var sár.
Hann sagðist hafa trúað því að ríkisstjórnin
sem nú sæti myndi koma til móts við fjöl-
skyldur, eins og hans. Hann sagðist hafa hrif-
ist með þeim sem sögðu ráðherrana í rík-
isstjórninni vera líklega til þess að standa
með fólkinu í landinu.
En hvílík vonbrigði, sagði hann. Við þetta
venjulega fólk eigum fáa möguleika. Þetta
líkist mest því, sagði hann, að maður hefði
skorið sundur slagæðina í slysi og svo birtast
Jóhanna og Steingrímur og segjast ætla að
bjarga málunum með því að líma heftiplástur
á sárið!
Það er mikið talað. En venjulegt fólk, sem nú stendur
frammi fyrir miklum vanda, veit vel og skynjar að fátt er
verið að gera til þess að koma til móts við það. Þetta er
heila meinið.
Brimskafl skellur nú yfir fólk með erlend bíla- og hús-
næðislán. Fyrirtækin eru í nákvæmlega sömu stöðu.
Gengi krónunnar hefur fallið um nærri 20% í tíð rík-
isstjórnarinnar. Og skyndilega er verðbólgu-
draugurinn aftur kominn á kreik fyrir vikið.
Verðbótaþáttur lána hefur staflast upp og rýr-
ir eignir fólks á sama tíma og húsnæðisverð
fer lækkandi. En veruleikafirringin er svo
mikil á stjórnarheimilinu að þar segjast menn
hafa slegið skjaldborg um heimilin. Heyr á en-
demi! Skjaldborg ríkisstjórnarinnar er í senn
aðhlátursefni og skammaryrði hvar sem mað-
ur kemur. Hún er orðin eins og tjaldborg í
roki og veitir engum skjól.
Þess vegna er þörf á alvöru aðgerðum, en
ekki þessum flóknu skriffinnskuaðgerðum
sem ná ekki til fjöldans. Við þurfum að lækka
greiðslubyrði heimilanna um helming og
lengja lánstíma á móti, eins og við sjálfstæð-
ismenn höfum lagt til og kynnt hvernig gera megi. Við
þurfum líka að huga að lækkun á höfuðstól lánanna við
þessar aðstæður. Forsendur sem voru til staðar þegar
fólk tók lánin sín eru allar úr lagi færðar. Við þurfum
þess vegna að taka djarfar ákvarðanir; ekki bara tala á
blaðamannafundum í Þjóðmenningarhúsinu.
Þau eru mætt með heftiplásturinn
Eftir Einar Kristin Guðfinnsson
Einar K.
Guðfinnsson
Höfundur er alþingismaður.
NÆSTU þingkosn-
ingar eru væntanlega
einar þær mikilvægustu
í sögu þjóðarinnar.
Búsáhaldabyltingin,
sem kom vanhæfri rík-
isstjórn frá og VG til
valda fram að næstu
kosningum, kosningum
sem munu vafalítið færa
Vinstri grænum áfram-
haldandi umboð til
stjórnarsetu, var jafnframt lýðræð-
isbylting.
Lýðræðisleg vinnubrögð
Kaflaskil urðu með aðkomu
vinstri grænna að heilbrigðismálum.
Á tímum sársaukafulls niðurskurðar
hefur tekist að snúa ýmsu til betri
vegar á þeim fáu vikum sem VG hef-
ur verið þar við stjórnvölinn. Víð-
tækt samráð við það fólk sem starfar
í heilbrigðiskerfinu er lykillinn að
því að unnt verði að ná sparnaði án
þess að skerða þjónustuna.
Þetta er aðeins eitt dæmi um þau
vinnubrögð sem VG stendur fyrir í
stjórnsýslunni, dæmi sem sannar að
okkur er alvara.
Lýðræðisleg alþjóðasamvinna
Samvinna í alþjóðamálum er
geysilega mikilvæg, ekki síst fyrir
okkur Íslendinga, sem höfum tals-
verða sérstöðu. Við eigum mikla
samleið með þeim öflum í heiminum
sem vinna að umhverf-
isvernd. Við berum ábyrgð
á landi sem enn er að
miklu leyti ósnortið og
gjöfulum og viðkvæmum
fiskimiðum umhverfis
landið. Við eigum að taka
okkur stöðu með friðelsk-
andi þjóðum heimsins. Við
höfnum ESB og því ólýð-
ræðislega valdi sem þar
ræður ferðinni, þar sem
kjörnir fulltrúar fólksins
mega sín lítils gegn and-
litslausu skrifræði. Fyrir
allt þetta stendur VG.
Lýðræðisleg endurskipulagn-
ing samfélagsins
Við erum að stokka upp á nýtt. Á
næstu vikum verða teknar mikil-
vægar ákvarðanir er varða hag okk-
ar og afkomenda okkar. Ætlum við
að vinna með VG að því að krefjast
endurskoðunar á ákvæðum sem
AGS hefur lagt á okkur og reka
hann á brott ella – eða ætlum við að
hanga í pilsfaldi nýfrjálshyggjukapí-
talismans sem leiddi okkur í þessar
ógöngur? AGS, útrásarvíkingarnir
og bankahrunið eru öll skilgetin af-
kvæmi þessarar stefnu. Ætlum við
að stuðla að jöfnuði í samfélaginu
eða auka bilið enn frekar milli ríkra
og fátækra?
VG fyrir lýðræðið
Eftir Önnu Ólafs-
dóttur Björnsson
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
Höfundur er sagnfræðingur, tölv-
unarfræðingur og skipar 6. sæti á
lista VG í Reykjavík norður.
FURÐU margir
þeirra sem ég hef spurt
hafa átt að stríða við
leka í húsum sínum
vegna flötu þakanna.
Þetta vandamál þyrftu
skipulagsyfirvöld, bygg-
ingamenn og samtök
húseigenda að kanna vel
vegna atvinnuleysis um
þessar mundir og leita
að úrbótum.
Á Íslandi, ekki síst í Reykjavík,
eiga flöt þök síður við en í flestum
öðrum löndum vegna veðráttu.
Hauststormar og regn feykja laufi
frá sívaxandi trjágróðri. Laufið
slengist á blaut þökin, flýtur í áttina
að niðurföllunum og lokar þeim
kirfilega. Lofthitinn sveiflast upp og
niður fyrir frostmarkið mest af vetr-
inum. Snjókoma og rigning, frost og
þíða, skiptast á og mynda þykka
klakahellu með tímanum. Svo þarf
ekki nema sæmilega hláku til að
fylla tjörnina upp fyrir lægstu loft-
túðu þaksins svo að vatnið fossi nið-
ur á grandalaust heimilisfólkið.
Kannski reynir þá hugdjarfasti íbú-
inn að brölta upp á þak. En það er
heldur seint séð og hann getur lítið
annað að gert en að hugsa miður
hlýlega til arkitekta og bygg-
ingaverktaka, standandi í
djúpu vatni á hálum ís í
blautum landsynningnum.
Ekki bætir úr skák að á
hann leitar öfund gagnvart
nágrannanum forsjála sem
tók sig til í fyrra og setti
fallegt bárujárnsþak á
húsið sitt, með nógu litlum
halla til þess að sólin skín
jafn yndislega og áður á
húsin norður undan. Í
kaupbæti fær náunginn
allt í kringum húsið breitt
og snoturt svissneskt þakskegg sem
bægir rigningunni ágætlega frá því
að eyðileggja málningu á veggjum
og gluggum. Sá þarf ekki lengur að
hafa miklar áhyggjur af sífelldum
viðgerðarkostnaði hússins, jafnvel
þó að hann verði of gamall til að
klöngrast upp á þak. – En vonandi
skríður stiginn ekki svo illilega til
hliðar með fyrrnefnda íbúann á leið-
inni niður að hann geti ekki sagt fjöl-
skyldunni tíðindin, sem reyndar eru
ekki skemmtileg.
Nú er atvinnuleysi hjá bygg-
ingamönnum. Það skyldi þó ekki
vera að þúsundir húsa bíði eftir því
þjóðþrifastarfi á komandi sumri?
Það á vel við í efnahagstiltektinni.
Atvinnutækifæri
í byggingariðnaði
Eftir Pál
Bergþórsson
Páll Bergþórsson
Höfundur er aldinn veðurfræðingur
og skipar heiðurssæti á framboðslista
VG.