Morgunblaðið - 23.04.2009, Síða 31
Umræðan 31KOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
holar@simnet.is
FÖRUM Á FJÖLL
Glæný bók um gönguferðir
á hæstu fjöll í öllum sýslum
landsins. Göngulýsingar
og fróðleikur um hvert fjall
(jarðfræði og sögur).
Fjöldi litmynda og korta.
Já, drífðu þig í fjallgöngu!
VARLA fór nokkur
skattur eins illa í eldri
borgara landsins og
eignaskattur á íbúðar-
húsnæði.
Á kjörtímabilinu 1999
til 2003 var þessi skattur
lækkaður úr 1,2% í 0,6%
en áður hafði hinn al-
ræmdi sérstaki eigna-
skattur, svokallaður
Þjóðarbókhlöðuskattur,
verið aflagður. Hann var 0,25% um-
fram tiltekin eignamörk. Eignaskatt-
urinn kom síðast til álagningar á
árinu 2005 og væntu flestir að þar
með hefði sá skattur verið jarðaður
endanlega.
VG vill eignaskatta
Það var því eins og draugur úr for-
tíðinni hefði vaknað með ályktun
landsfundar Vinstri grænna. Þar kom
fram að hluti af skattahækk-
unarhugmyndum þeirra snerust um
að setja á eignaskatta á ný. Það fór
kuldahrollur um marga.
Leggst þungt á eldri borgara
Eignaskattur var lagður á eignir
umfram tiltekin eignamörk að frá-
dregnum skuldum eignarinnar en var
að öðru leyti óháður tekjum viðkom-
andi og öðrum fjárhagsástæðum ein-
staklinga. Þessi skattur vó sér-
staklega þungt hjá eldri borgurum
þessa lands en yfir 90% þeirra sem
eru 67 ára og eldri búa í eigin hús-
næði sem iðulega er skuldlítið eða
skuldlaust.
Minni skuldir, hærri
skattar
Sterk hefð er fyrir því hér
á landi að fjölskyldur komi
sér upp eigin húsnæði. Þær
leggja mikið á sig til þess og
þurfa jafnan að beita ráðdeild
og sparnaði til að greiða niður
skuldir af húsnæðinu. Eðli
eignaskatta eru að eftir því
sem skuldir minnka þurfa
fjölskyldur að greiða hærri
upphæð eignaskatts. Það er í
hæsta máta óeðlilegt að skattleggja
slíkar eignir, sem að öðru leyti skila
ekki arði. Á hinn bóginn má benda á að
með álagningu fjármagnstekjuskatts
fyrir nokkrum árum var farin sú leið að
skattleggja arð af eignum, sem er mun
skynsamlegri og réttlátari leið.
Ranglátur skattur
Álagning eignaskatts kemur sér-
staklega illa við eldri borgara. Þetta
fólk kvíðir því að hugmyndir VG um
skattahækkanir gangi eftir. Það man
hvernig þessi rangláti skattur, sem
skattlegur ráðdeild og fyrirhyggju,
skerti ráðstöfunartekjur þeirra.
Gegn eignaskatti
Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir
því að afnema eignaskatt á íbúðar-
húsnæði. Hann mun berjast hart gegn
öllum hugmyndum um að leggja slíkan
skatt á landsmenn að nýju, sem sér-
staklega leggst á eldri borgara þessa
lands.
Skattur sem íþyngir
eldri borgurum
Eftir Ástu Möller
Ásta Möller
Höfundur er þingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
EINS og menn muna þá lækkaði Seðla-
bankinn vexti úr 15,5 í 12 prósent fáeinum
dögum eftir að bankarnir hrundu í haust.
Þessi vaxtalækkun var að sjálfsögðu rétt
ákvörðun og nauðsynleg, eins og komið var.
Með réttu hefði átt að fylgja henni eftir með
hröðum lækkunum, þannig að stýrivextir
væru komnir vel niður fyrir 10 prósent um sl.
áramót og stæðu þá í 3-4 prósentum nú. Með
því hefði ugglaust mátt koma í veg fyrir að
mörg þúsund störf töpuðust. Sú stýrivaxta-
stefna sem AGS þvingaði íslensk stjórnvöld
til þess að fylgja hefur engu góðu komið til leiðar. Eng-
um hefur tekist að sýna fram á það. Hún hefur aðeins
valdið skaða. Í þeirri djúpu kreppu sem nú ríkir í land-
inu, með fjárhag fyrirtækja og heimila eins og rjúkandi
rústir, reynist þessi vaxtastefna vera hreint tilræði við
íslenskt samfélag. Þessir ofurháu vextir valda miklum
eignabruna og flytja mikið fjármagn frá þeim sem höll-
um fæti standa til þeirra sem betur standa að
vígi. Frjálslyndi flokkurinn gerir því kröfu til
þess að vextir verði nú þegar lækkaðir niður í
8% og lækkuninni síðan fylgt eftir á næstu
vikum. Þetta er eitt það allra brýnasta sem
gera þarf til þess að snúa þróuninni við og
stjórnvöld verða að ná samkomulagi við AGS
um þessa aðgerð. Frjálslyndi flokkurinn hefur
einnig um árabil lagt áherslu á að verðtrygg-
ing verði afnumin. En það eru fleiri atriði óað-
gengileg í skilmálum AGS. Frjálslyndi flokk-
urinn telur augljóst að íslenska þjóðin eigi
ekki og geti ekki undirgengist skilmála AGS.
Þetta eiga stjórnvöld að segja þjóðinni og
gera kröfur um að skilmálum sjóðsins verði
breytt án tafar. Að því búnu þýðir ekkert annað en að
horfa fram á veginn og bretta upp ermarnar. Frjálslyndi
flokkurinn hefur mótað fjölmargar tillögur sem miða að
öflugri atvinnuuppbyggingu til lands og sjávar á næstu
árum. Við biðjum um stuðning til góðra verka.
Óaðgengilegir skilmálar
AGS – snúum vörn í sókn
Eftir
Guðjón Arnar Kristjánsson
Guðjón Arnar
Kristjánsson
Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.
NÚ ER umræðan um
stjórnarskipunarlög á Al-
þingi lokið og sjálfstæð-
ismenn standa uppi sem
sigurvegarar. Vinstri
minnihlutastjórnin sló á
útrétta sáttarhönd sjálf-
stæðismanna. Þetta mik-
ilvæga mál sýndi að
breytingar á stjórnarskrá
Íslands verða ekki gerðar
nema með aðkomu sjálf-
stæðismanna. Þingmenn á Alþingi
sökuðu sjálfstæðismenn um að
standa í vegi fyrir því að auðlindir
þjóðarinnar yrðu í almannaeign og
undir það tóku fjölmiðlar. Þetta er
ekki rétt ef skoðuð er breyting-
artillaga Sjálfstæðisflokksins. Þar
stendur:
„Íslenska ríkið fer með
forsjá, vörslu og ráðstöf-
unarrétt þeirra nátt-
úruauðlinda sem ekki eru
í einkaeign og hefur eft-
irlit með nýtingu þeirra
eftir því sem nánar er
ákveðið í lögum. Slíkar
auðlindir má hvorki selja
né láta varanlega af
hendi.“
Af þessu má sjá að
sjálfstæðismenn höfðu
þann vilja sem þarf til að
semja um mál sem þetta
en minnihlutastjórnin kaus að semja
ekki um málið. Því er Sjálfstæð-
isflokkurinn hinn móralski sigurveg-
ari málsins.
Sigur Sjálfstæðis-
flokksins
Eftir Pjetur
Stefánsson
Pjetur
Stefánsson
Höfundur er myndlistarmaður og á
10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi suður.
Boðuð stefnumið Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna í kosningabaráttunni sem nú
stendur yfir um afskriftir í sjávarútvegi, nán-
ar tiltekið fiskveiðikvótanum, er hrein aðför
að öllum fyrirtækjum og íbúum landsbyggð-
arinnar sem tengjast sjávarútvegi. Hug-
myndir þessara tveggja flokka eru með ólík-
indum vegna þess að þær munu setja öll
sjávarpláss landsins í uppnám, setja fyrir-
tæki á hausinn í stórum stíl, snarlækka laun
sjómanna og fiskvinnslufólks og allra sem
koma bæði beint og óbeint að ýmiskonar
þjónustu við sjávarútveginn. Hugmyndir Samfylking-
arinnar og Vinstri grænna byggjast á því að afskrifa
kvótann án þess að útskýra á nokkurn hátt hvernig fisk-
veiðiréttindunum eigi að reiða af, hvert kvótinn fari og
hvernig á að vinna hann og selja hann. Svo eru Vinstri
grænir að bjóða í bónus strandveiðar, nýtt kerfi sem
stangast á við allt sem hefur verið gert án þess að færa
nokkur rök fyrir því hvernig á að framkvæma það nema
á kostnað annarra.
Íslenska þjóðin hefur yfir 50% af þjóðartekjunum frá
sjávarútvegi og með því að afskrifa kvótakerfið sem sjáv-
arútvegurinn og öll fjárfesting hans er byggð upp á með
5% afskriftum í 20 ár þá er alveg borðliggj-
andi að sjávarútvegnum mun blæða út hraðar
en fiski í blóðgun. Allt lífsmunstur sjávar-
plássa landsins, stórra og smárra, mun fara í
uppnám. Afskriftirnar þýða eignaupptöku,
hruninn rekstrargrundvöll fiskvinnslu og út-
vegsfyrirtækja innan fjögurra ára þegar nálg-
ast 20% afskriftirnar (5% á ári), snarlækkuð
laun sjómanna, fiskvinnslufólks og þeirra sem
vinna að þjónustustörfum við útveginn, hrun
bankastofnana og stjórnleysi. Þessi afskrifta-
hugmynd er ennþá verri en hugmyndin um
inngöngu í ESB vegna þess að hugmyndin
tekur súrefnið frá landsbyggðinni sérstaklega
og molar innan frá og utan frá allan stöðugleika í öllum
rekstri sem snýr að útvegi og vinnslu, stöðugleika sem er
lífsnauðsynlegur fyrir greinina því nóg er óvissan í veið-
um og vinnslu hvað verð áhrærir, alla markaðssetningu
erlendis og stöðu fiskistofnanna, hvort sem er uppsjávar
eða í öðrum veiðum. Sjávarútvegurinn er helsta fjöregg
þjóðarinnar og grunnurinn að sjálfstæði Íslands. Rugg-
um ekki þeim bát. Þess vegna er svo mikilvægt að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn.
Mesta árás Íslandssögunnar
á sjávarpláss landsins
Árni Johnsen
Árni Johnsen
Höfundur er alþingismaður.
FRJÁLSLYNDI
flokkurinn vill ekki
sækja um aðild að
ESB. Samfylkingin tel-
ur að Íslendingar eigi
að sækja um aðild að
Evrópusambandinu nú
þegar, það muni leysa
vanda Íslendinga í
bráð og lengd. Í Fram-
sóknarflokki og einnig
í Vinstri grænum virð-
ist vera áhugi á því að sótt verði
um aðild og ljóst að Sjálfstæð-
isflokkurinn er klofinn í afstöðu
sinni.
Frjálslyndi flokkurinn er eini
stjórnmálaflokkurinn sem hafnar
alfarið aðild og telur enga ástæðu
til að sækja um, því ljóst sé, að
skilyrðin fyrir inngöngu séu óað-
gengileg fyrir íslenska hagsmuni.
„Ísland sé frjálst meðan sól gyll-
ir haf“ segir í frægum söngtexta,
sem sunginn er vítt og breitt um
landið þegar fólk kemur saman.
Okkur ber að varðveita landið,
m.a. fyrir ásókn annarra þjóða,
sem sækja stíft í auðlindir okkar
til lands og sjávar. Það kann ein-
hverjum að finnast að þetta við-
horf beri vott um þjóðernishyggju
og jafnvel einangrunarstefnu í ver-
öld sem sífellt er að opnast og
verða alþjóðlegri.
En er ástæða til að opna Ísland
fyrir umheiminum frekar
en þegar hefur verið gert
? Viljum við fórna yf-
irráðum okkar yfir fiski-
miðunum, jarðvarma,
vatnsföllum og hugs-
anlega olíulindum til þess
eins að komast í ESB
klúbbinn? Frjálslyndi
flokkurinn hefur tekið þá
afstöðu að vera á móti
slíkum hugmyndum og
mun berjast gegn þeim
eftir megni. Gleymum því
ekki að ef við segjum já
við aðild þá verður ekki snúið til
baka frá evrópska regluverkinu.
Norðmenn, sem búa að mun fjöl-
breyttara atvinnulífi en Íslend-
ingar og myndu án efa þola betur
aðild að ESB en við, hafa í tvígang
hafnað þeim samningum sem lagð-
ir hafa verið fyrir norsku þjóðina.
Því skyldum við eyða starfsorku
okkar í það að ræða um aðild,
fram og tilbaka, þegar við vitum
fyrir víst að við þyrftum að fórna
fjölmörgu af því sem okkur hefur
verið kærast og er okkur mik-
ilvægast til framtíðar litið.
Leggjumst heldur á eitt og
vinnum saman að nýtingu auðlind-
anna og uppbyggingu betra sam-
félags sem við eigum og ráðum
sjálf.
Stöndum vörð um
íslenskar auðlindir
Eftir Kolbrúnu
Stefánsdóttur
Kolbrún
Stefánsdóttir
Höfundur skipar 1. sæti á framboðs-
lista Frjálslynda flokksins
í Suðvesturkjördæmi.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla
útgáfudaga aðsendar umræðugrein-
ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér
rétt til að hafna greinum, stytta
texta í samráði við höfunda og
ákveða hvort grein birtist í um-
ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á
vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar sem eru skrifaðar fyrst og
fremst til að kynna starfsemi ein-
stakra stofnana, fyrirtækja eða
samtaka eða til að kynna viðburði,
svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein.
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er not-
að þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið, en næst þegar kerfið er
notað er nóg að slá inn netfang og
lykilorð og er þá notandasvæðið
virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri há-
markslengd sem gefin er upp fyrir
hvern efnisþátt en boðið er upp á
birtingu lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka
aðsendra
greina