Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 32
32 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
ÁGÆTT að halda því
til haga að 0,8% af
vinnuafli á Íslandi
starfar í álverum á
sama tíma og niður-
greiðsla í formi tap-
rekstrar Landsvirkj-
unar til sömu starfsemi
nam á síðasta ári
40.000.000.000 krónum.
Þessar krónur streyma
frá Íslandi til erlendra
lánardrottna og arðurinn af ál-
vinnslunni fer til hlutahafanna. Er
annars einhver íslenskur sem á í
álveri?
Gegn þessum áformum hefur
umhverfisráðherra, Kolbrún Hall-
dórsdóttir, staðföst staðið. Að
henni hafa þingmenn úr öllum
flokkum ráðist fyrir hugsjónir
hennar. Afstaða þeirra er klár:
Allir nema VG vilja áframhaldandi
stóriðju þó öll hag-
fræðileg rök mæli gegn
því.
Leiðtogi Samfylking-
arinnar á Suðurlandi
gengur meira að segja
svo langt að telja að
koma erlendra ál-
bræðslna sé ákveðin af
guðlegri forsjón og því
sannkölluð himnasending
inn í íslenskt athafnalíf
og þjóðlíf. Hann gleymir
þó að ekki er allt sem
kemur að himnum ofan komið frá
guði því stundum eiga fuglarnir
það til að skíta á fólkið á jörðinni.
Vinstri græn eru eini flokkurinn
sem vill stöðva þessa þróun. Hinir
hamast í því að halda áfram feigð-
arflani stóriðju og gefa frá okkur
auðlindirnar. Og ef ekki er nóg að
gefa þær þá vilja stóriðjuflokk-
arnir borga með gjöfinni. Sú með-
gjöf var á síðasta ári 40 milljarðar
og ekki verður hún minni á þessu
ári. Halda menn að þessi fyrirtæki
muni halda úti álbræðslustarfsemi
af góðsemi við Íslendinga?
Hin frábæra mynd, Drauma-
landið, sem sýnd er í kvikmynda-
húsum núna flettir ofan af þessum
trúarbrögðum. Þegar horft er á
myndina skammast maður sín fyr-
ir íslenska ráðamenn sem lágu
kylliflatir fyrir erlendum auð-
hringjum og töldu þá vera að gera
okkur greiða með því að láta svo
lítið að þiggja rafmagn á und-
irverði. Ég hvet alla til að sjá
myndina og hugsa til þeirrar bar-
áttu sem var háð við ofurefli í að-
draganda virkjana og álvers og
koma til liðs við baráttuna sem við
eigum fyrir höndum gegn ásælni
erlendra auðhringja.
Himnasending inn í
íslenskt athafnalíf og þjóðlíf
Eftir Ara Matthías-
son
Ari Matthíasson
Höfundur skipar 4. sæti á lista VG
í Reykjavíkurkjördæmi suður.
FRAMSÓKN-
ARFLOKKURINN
hefur ályktað að hefja
beri aðildarviðræður
við Evrópusambandið
á grundvelli nokkurra
mikilvægra skilyrða
sem snúa meðal ann-
ars að sjávarútveg-
sauðlindinni og land-
búnaði. Að viðræðum
loknum myndi þjóðin greiða at-
kvæði um hvort hún vildi sam-
þykkja eða hafna aðild í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Ekki er hægt að giska á hver
niðurstaðan úr viðræðum verður
fyrirfram. Því er eðlilegt að fara í
aðildarviðræður og sjá „hvað er í
pakkanum“ ef svo má að orði
komast. Líki okkur niðurstaðan
illa, s.s. gagnvart sjávarútvegi eða
landbúnaði, höfnum við samn-
ingnum. Líki okkur niðurstaðan
vel samþykkjum við hann.
Staðan í gjaldmiðilsmálum okk-
ar er grafalvarleg. Margir, þar á
meðal ég, telja að krónan geti ekki
verið framtíðargjaldmið-
ill okkar. Krónan er of
lítill og óstöðugur gjald-
miðill. Nærtækast er að
taka upp evruna vegna
mikilla viðskipta okkar
við önnur Evrópulönd.
Kostir inngöngu í mynt-
bandalag Evrópu eru
þeir að vextir myndu
lækka og mistök í efna-
hagsmálum myndu ekki
valda lækkun á gengi
gjaldmiðilsins eins og nú.
Auðveldara væri fyrir almenning
að bera saman verð á vöru og
þjónustu við önnur Evrópulönd og
því veita fákeppni og einokun sem
hér ríkir meira aðhald.
Vilji til erlendra fjárfestinga hér
á landi myndi aukast. Gallar við
upptöku evru eru að sveigjanleiki
til að mæta tímabundnum áföllum
myndi minnka. Framsókn vill því
hefja viðræður á grundvelli skil-
yrða og telur að þjóðin eigi að
taka afstöðu til niðurstöðunnar í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Aðildarviðræður
Eftir Siv Friðleifs-
dóttur
Siv Friðleifsdóttir
Höfundur er alþingismaður.
ÉG ÞARF að biðla
til þín um eitt: Að
hjálpa mér að lifa af
þessa kreppu. Þá
meina ég auðvitað ekki
bara mér persónulega,
heldur öllum sem eru í
mínum sporum og
þeim sem hafa það enn
verra. Ég skal segja
þér aðeins frá mínum
högum svo þú getir
glöggvað þig á ástand-
inu.
Ég er einstæð móðir, menntaður
framhaldsskólakennari og missti
vinnuna um áramót. Í eitt ár þar á
undan minnkaði ég við mig vinnu
svo ég gæti sinnt syni mínum betur.
Það átti eftir að koma mér í koll. Ég
á lítið hús, en vaxtabæturnar voru
teknar af mér fyrir nokkrum árum,
þar sem ég átti of mikið í húsinu
þegar fasteignamatið var hækkað.
Ef ég væri gift hefði ég fengið vaxta-
bætur áfram. Eitthvað finnst mér
nú bogið við þetta.
Vinnuna missti ég nánast fyr-
irvaralaust og fékk engan uppsagn-
arfrest þar sem fjarkennarar starfa
ekki eftir kjarasamningi. Ég hafði
sótt um meistaranám í HÍ til vara og
ákvað að stökkva á það til að gera
eitthvað uppbyggilegt í atvinnu-
leysinu. Á sama tíma þurfti ég
tekjur og sótti um atvinnuleys-
isbætur. Eitthvað hafði ég heyrt um
áætlun þína um nám á atvinnuleys-
isbótum og hélt ég gæti verið í svo-
sem eins og hálfu námi. Það reynd-
ist hinn mesti misskilningur, því
þegar til kom mátti aðeins vera í um
33% námi, eða í allra mesta lagi 12
ECTS-einingum, jafnvel þótt í bækl-
ingi frá Vinnumálastofnun standi að
þeir sem eiga ekki rétt á bótum séu:
„Þeir sem stunda 75% nám eða sam-
bærilegt nám“. Þetta er auðvelt að
skilja sem svo að hægt sé að stunda
74% nám.
Í grein sem þú skrifaðir og birtist
21. janúar segir þú: „Fólk án at-
vinnu getur stundað nám og nám-
skeið og fengið samhliða greiddar
atvinnuleysisbætur samkvæmt
áunnum réttindum sínum.“ Við nán-
ari lestur kemur þó í ljós að það er
ekki hvaða nám sem er, heldur að-
eins það nám sem ykkur hentar að
við stundum. Það hentar í það
minnsta ekki mér. Og ef fólk á
möguleika á námsláni, á það að
byrja á því að steypa sér í skuldir;
eins skynsamlegt og það er um þess-
ar mundir.
Mér þætti gott ef þú svaraðir mér
þessu: Hvers vegna getur Vinnu-
málastofnun ekki stuðlað að því að
atvinnulaust fólk nái
sér í háskólagráðu og
auki þar með mögu-
leika sína á starfi? Og í
þessu ástandi, þegar
möguleikarnir á að fá
vinnu eru hvort sem er
hverfandi, hvers vegna
ekki að borga fólki fyrir
að bæta menntun sína?
Það er svo annað mál
hvort ekki sé kominn
tími til að breyta út-
hlutunarreglum LÍN.
En þetta er ekki öll
sagan, því vegna reglna
um bótarétt fæ ég ekki fullar bætur,
þar sem ég minnkaði við mig vinn-
una árið á undan. Er ekki kominn
tími til að endurskoða þennan þátt,
sem verið hefur við lýði í marga ára-
tugi? Síðast fékk ég útborgaðar 106
þúsund krónur. Það lifir enginn á
þessari upphæð einni saman. Það er
eins og gert sé ráð fyrir því í kerfinu
að allir eigi maka sem þéni eitthvað
á móti. Hér er frétt handa þér og
öðrum ráðamönnum: Einstæðir for-
eldrar eru eina fyrirvinna fjölskyld-
unnar.
Ég hef einnig velt öðru fyrir mér
frá því ég missti vinnuna. Sem kenn-
ari hef ég alltaf verið í fríi á sumrin
og því ekki þurft að hafa áhyggjur af
syni mínum, sem er 9 ára, yfir sum-
arið. Nú fæ ég ekki orlof í sumar svo
þá kemur upp spurningin: Hvernig í
ósköpunum fara einstæðir foreldrar
að því að vinna á sumrin? Ég hef
ekki efni á að borga dýr námskeið
fyrir barnið mitt allt sumarið. Þarf
ekki að fara að laga samfélagið að
breyttum tímum? Hér er önnur frétt
handa þér og öðrum ráðamönnum:
Tími heimavinnandi amma er liðinn.
Ég er í slæmum málum, eins og
fleiri. Ég er atvinnulaus, eins og
fleiri, með skertar bætur og hús til
að borga af. Það er ólíklegt að ég
geti selt húsið ef illa fer. Er bankinn
eitthvað betur settur með húsið en
ég? Þið segist ætla að hækka vaxta-
bætur, þýðir það að ég fái vaxtabæt-
urnar mínar aftur?
Kær kveðja.
Kæra Jóhanna
Eftir Þuríði Björgu
Þorgrímsdóttur
ÞuríðurBjörg
Þorgrímsdóttir
» Greinin fjallar um
vanda atvinnu-
lausra, einstæðra for-
eldra, sem hafa litla
möguleika á að mennta
sig vegna óréttlátra
reglna í kerfinu.
Höfundur er framhaldsskólakennari
og varaformaður Félags einstæðra
foreldra.
Á ERFIÐUM tímum þarf skýra sýn.
Fólk og fyrirtæki skortir traust á leik-
reglur stjórnmála og viðskiptalífs. Við eig-
um allt undir því að fyrirtæki sjái sér
kleift að sækja fram og ráða nýtt fólk í
vinnu, í staðinn fyrir að segja upp fólki.
Við þurfum líka á því að halda að fjár-
magnseigendur þori að taka peninga út úr
banka og leggja fé í atvinnuskapandi fyr-
irtæki. Einungis þannig getum við skapað
vinnufúsu fólki ný störf.
Þess vegna þarf lága vexti og stöðugt
gengi. Ekki einhvern tíma, heldur strax.
Við búum nú við háa vexti og gjaldeyr-
ishöft vegna veikleika íslensku krónunnar.
Við þessar aðstæður er aðeins ein leið: Að end-
urvekja traust með trúverðugum aðgerðum. Við verð-
um að marka framtíðarstefnu sem eykur trú á at-
vinnulífinu og getu þess til verðmætasköpunar og
hefja strax aðildarviðræður við ESB. Þegar í upphafi
aðildarviðræðna eigum við að fara fram á samstarf
við ESB um brýnar aðgerðir til að styrkja verðmynd-
un á krónunni svo við getum létt af gjaldeyrishöftum
og lækkað vexti hratt, strax í sumar.
Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var
samþykkt sú tafastefna í Evrópumálum sem mest
hefur verið notuð hér á landi – stefnan um tvöfalda
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er stefna sem Fram-
sókn prófaði í fyrra og lagði af og Vinstri grænir
prófuðu í haust og lögðu af. Það er dap-
urlegt að Sjálfstæðisflokkurinn leiti í slíka
smiðju eftir stefnumörkun í alþjóðamálum
– eftir að bæði Framsókn og VG hafa séð
að sér og tekið upp skynsamlegri stefnu.
Hinn heillum horfni Sjálfstæðisflokkur
leikur nú enn einn tafaleikinn. Í þetta
skiptið er reynt að halda því fram að hægt
sé að fá milligöngu Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins til að taka upp evru, þrátt fyrir að ESB
hafi sagt eins skýrt og hægt er að aðild sé
forsenda upptöku evru. Ekki er ljóst hvers
vegna Sjálfstæðisflokkurinn metur fullveldi
og sjálfstæði landsins svo lítils að telja
okkur ekki sjálfum fært að meta hagsmuni
okkar og færa fram rök fyrir þeim við ESB. Hitt er
þó skýrt að flokkurinn reynir nú í enn eitt skiptið að
bera kápuna á báðum öxlum. Markmiðið er að
blekkja þrautpínt atvinnulíf enn sem fyrr til fylgilags
við stefnulausan flokk með enga framtíðarsýn.
Öflugt atvinnulíf þarf stöðugleika og framtíðarsýn.
Hvorugt fæst með hugleysi eða verkleysi. Samfylk-
ingin hefur þor til að taka af skarið og setja Evrópu-
sambandsaðild á oddinn með afgerandi hætti. At-
kvæði þitt er allt sem þarf.
Skýr framtíðarsýn
Eftir Árna Pál Árnason
Árni Páll Árnason
Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi.
Á SÍÐASTA degi vorþings
urðu söguleg tímamót í kven-
frelsis- og jafnréttisbaráttunni
hér á landi. Þá var samþykkt
frumvarp Kolbrúnar Halldórs-
dóttur þar sem kaup á kynlífi
eru gerð refsiverð. Samfylk-
ingin studdi það mál með gleði
og stolti. Í þessu máli sannast
enn og aftur að úthald og stað-
festa skiptir miklu í réttindabaráttu og ekki þýðir að
gefast upp þótt móti blási um stund. Fyrir tæpum
áratug var frumvarp Kolbrúnar fyrst lagt fram. Á
sama tíma óskaði Guðrún Ögmundsdóttir, þáverandi
þingkona Samfylkingarinnar, eftir skýrslu um eðli og
umfang vændis hér á landi. Á grunni skýrslunnar
fleytti málinu áfram í umræðum á löggjafarþinginu.
Frumvarp Kolbrúnar hefur margoft verið rætt á Al-
þingi en aldrei fengið afgreiðslu. Flutningsmenn hafa
verið úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og því
hefur ríkt þverpólitísk samstaða allra annarra en
sjálfstæðismanna um að ræða
málið og afgreiða. Síðast þegar
það var flutt á Alþingi voru
undirritaðar meðflutningsmenn
málsins sem nú loksins er í
höfn. Okkur sem störfum í
kvennabaráttu finnst oft sem
hægt gangi og að alltof oft þurfi
að endurtaka og segja sömu
hlutina aftur og aftur. Það er
hins vegar staðreynd að þar
sem pólitískur vilji og skýr sýn
fara saman er ýmislegt hægt að
gera. Það sáum við í Reykjavík
þegar einkadans var bannaður
og það sjáum við nú ríkisstjórn sem kennir sig við
kvenfrelsi og jöfnuð hefur starfað í tæpa 80 daga.
Það er full ástæða til að óska okkur öllum hjart-
anlega til hamingju með þennan mikilvæga áfanga í
mannréttindabaráttunni og á engan er hallað þótt
Kolbrúnu Halldórsdóttur og Guðrúnu Ögmunds-
dóttur sé sérstaklega þakkað fyrir úthaldið og eljuna.
Til hamingju Ísland
Eftir Þórunni Sveinbjarn-
ardóttur og Steinunni Valdísi
Óskarsdóttur
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Höfundar eru þingkonur fyrir
Samfylkinguna.
Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir
,magnar upp daginn