Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 33
Umræðan 33KOSNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
ÁRIÐ 2001 ákvað
fjölskylda ein að stækka
við sig. Fjölskyldan
hafði keypt íbúð nokkr-
um árum áður á 8,8
milljónir en nú fengust
12 milljónir fyrir hana.
Þótt greitt hefði verið af
íbúðinni hafði lánið sem
hvíldi á henni hækkað
vegna verðtryggingar.
Draumahúsið kostaði 25
milljónir.
Með dugnaði hafði fjölskyldan
lagt fyrir og átti sjóð og því voru
kaupin möguleg með hámarksláni
hjá Íbúðalánasjóði til 40 ára og líf-
eyrissjóðsláni. Boginn var spenntur
til hins ýtrasta, sumarfrí ekki í boði
og látið duga að mála að innan.
Nokkrum árum síðar höfðu lánin
hækkað og skuldin var nú 25 millj-
ónir, þrátt fyrir full skil. Þeim
bauðst að skipta láninu út fyrir ann-
að í erlendri mynt. Yfirvöld lofuðu
stöðugleika, tekjur hjónanna voru
góðar og íbúðarverð að hækka. Þau
töldu sig ráða við sveiflur í mynt-
körfunni, enda með tryggar tekjur
og engar aðrar skuldir. Lánstíminn
var ákveðinn 25 ár því hjónin vildu
borga lánið hraðar niður.
Í janúar 2008 höfðu hjónin greitt
alla gjalddaga á réttum tíma, krónan
hafði styrkst, fast-
eignaverð hækkað og útlit-
ið var bjart. Skuldin hljóð-
aði nú upp á 22,5 milljónir
og húsið metið á 70 millj-
ónir. Auk þess höfðu þau
komið sér upp varasjóði í
hlutabréfum. Nú stendur
skuldin í rúmum 42 millj-
ónum, fasteignaverð hefur
hrunið og hjónin ráða í
fyrsta skipti illa við af-
borganir. Væri húsið selt
er óvíst að það dygði fyrir
láninu og fjölskyldan því í
raun eignalaus.
Staða margra er miklu verri. Ís-
lensk stjórnvöld vissu í hvað stefndi í
ársbyrjun 2008. Með viðvörun hefðu
þau getað selt hlutabréf sín og greitt
hluta lánsins niður, breytt láninu í
hefðbundið húsnæðislán, sleppt
sumarfríinu sínu og greitt inn á höf-
uðstólinn. Ef hjónin hefðu misst hús-
ið sitt í bruna eða náttúruhamförum
hefðu þau fengið það bætt. Stjórn-
völd eiga að leiðrétta tjónið enda
bera þau ábyrgð á ástandinu. Borg-
arahreyfingin hefur það á stefnu-
skrá sinni að höfuðstóll allra hús-
næðislána verði lagfærður handvirkt
í samræmi við stöðuna fyrir hrunið.
Hryllingssaga úr
raunveruleikanum
Margréti
Tryggvadóttur
Margrét
Tryggvadóttir
Höfundur er frambjóðandi
Borgarahreyfingarinnar
í Suðurkjördæmi.
Í HRINU kosninga-
loforða síðustu vikna
er eitt loforð sem er
algjört fals. Bæði
Framsóknarflokk-
urinn og Borg-
arahreyfingin segjast
mundu færa niður
skuldir heimilanna ef
þessir flokkar næðu
nægum völdum,
Framsókn um 20% og
Borgarahreyfingin með því að færa
vísitöluna aftur til janúar 2008.
Framsókn gengur m.a. svo langt að
halda því fram að þegar sé búið að
afskrifa skuldir sem nægja til að
framkvæma þessa niðurfærslu.
Þannig segir Guðrún Valdimars-
dóttir í grein í Fréttablaðinu 20.
apríl að „við fall bankanna voru
þessi útlán afskrifuð að stórum
hluta þegar þau voru færð til nýju
ríkisbankanna. Réttlátt er að af-
slátturinn renni að hluta beint til
skuldaranna“. Guðrún er hagfræð-
ingur og skipar 3. sæti á lista
Framsóknar í Reykjavík suður.
Þessi málflutningur kom einnig
fram í stóru aukablaði Framsóknar
með Fréttablaðinu fyrir nokkru
þar sem einnig var látið í það
skína, að þegar hefði myndast
möguleiki til að afskrifa skuldir um
20% með afskriftum við stofnun
nýrra banka upp úr þeim gömlu.
Ætli margur hugsi nú ekki að
svona lagað sé of gott til að vera
satt. Að allt í einu sé hægt að
strika út hluta af skuldum heim-
ilanna með einu pennastriki í bók-
haldsmöndli milli gamalla og nýrra
banka.
Til að átta sig örlítið á þeim
stjarnfræðilegu tölum sem teljast
vera skuldir heimilanna (ég held
mér við að fjalla um þær hér), þá
námu útgefin íbúða- og húsbréf
Íbúðalánasjóðs 709 milljörðum
króna um sl. áramót, útlán banka
til íbúðakaupa 605 milljörðum
króna við lok september sl. (nýrri
tölur ekki til) og lífeyrissjóðir áttu
útistandandi 165 milljarða króna í
beinum lánum til sjóðfélaga um sl.
áramót. Með verðbólgu síðan hafa
þessar tölur náttúrlega hækkað. Til
samanburðar má nefna að verg
landsframleiðsla Ís-
lands 2008 nam 1.465
milljörðum króna.
Tekjur ríkissjóðs 2008
námu 444 milljörðum
króna. Fyrir 2009 eru
tekjur á fjárlögum
áætlaðar 402 millj-
arðar og hallinn 153
milljarðar.
Þeir ágætu fram-
bjóðendur sem slá
fram svona kosninga-
loforðum verða að út-
skýra að á móti öllum
þessum skuldum standa kröfur sem
einhvern veginn verður að gera
grein fyrir. Ekki dugir að gera,
eins og Framsókn lætur í veðri
vaka að hægt sé, að skúffa allri
niðurfærslunni yfir á gömlu bank-
ana, áður en þeir nýju eru stofn-
aðir og þegar sé búið að því. Íbúða-
lánasjóður átti útistandandi 709
milljarða króna í hús- og íbúðabréf-
um um sl. áramót, svo sem fyrr
segir. Nær öll þessi bréf eru óupp-
segjanleg og til langs tíma, lengst
til ársins 2044. Kjör bréfanna eru
verðtryggð og járnslegin í bak og
fyrir, og það verður ekki hægt að
færa þau niður á móti útlánum
sjóðsins, því eignarréttur á þeim er
stjórnarskrárvarinn. Það sama
gildir um lífeyrissjóðina. Þeir eru
stærsti fjárfestirinn í íbúðabréfum,
þannig að ef kjör íbúðabréfa væru
á einhvern hátt færð niður mundi
það fyrst og fremst koma niður á
öldruðum og öryrkjum, sem lifa á
rentunni af þessum bréfum. Hið
sama gildir auðvitað um bein lán
lífeyrissjóða til sjóðfélaga.
Hvað bankana varðar, þá hafa
skilanefndir þeirra ekki gefið upp
hvort þær hafi fært niður verð-
tryggðar skuldir heimilanna. Fram-
sóknarflokkurinn hefur ekkert fyrir
sér þegar hann fullyrðir slíkt. Ég
hygg heldur að afskriftir skulda
hjá gömlu bönkunum snúi aðallega
að erlendum lánveitingum þeirra til
útrásarvíkinganna, þar sem veð að
baki þeim skuldum reynast oft
haldlítil, sérstaklega veð í hluta-
bréfum.
Það er varla orðum eyðandi í
Borgarahreyfinguna, þegar hún lof-
ar niðurfærslu skulda með því að
færa vísitöluna aftur á bak til jan-
úar 2008. Hún minnist hvergi á það
hvernig slík niðurfærsla ætti að
vera fjármögnuð, nema hvað „í
framhaldinu verði gert sam-
komulag við eigendur verðtryggðra
húsnæðislána um að breyta þeim í
skuldabréf með föstum vöxtum og
verðtryggingarákvæði í lánasamn-
ingum verði afnumin“, en svo segir
í stefnuskrá flokksins. Og ef þessir
eigendur vilja ekki semja, hvað þá?
Á þá ríkissjóður að borga brúsann
af niðurfærslunni? Með hærri
sköttum?
Með þessu er ekki sagt að ekki
eigi að hjálpa heimilum í lána-
kröggum. En slík hjálp verður að
vera sniðin að aðstæðum hvers og
eins. Sumir þurfa enga hjálp. Hjá
öðrum er hægt að endursemja um
lán. Og svo er ekkert, því miður,
hægt að gera fyrir suma sem nú
eru komnir á bólakaf í skuldir. Það
er kaldur sannleikurinn. Kjós-
endum væri mikill greiði gerður ef
þeim væri sagður sannleikurinn á
þennan hátt.
Sama hvað landsmenn kjósa,
þeir skulu vara sig á falsspámönn-
um.
Of gott til að vera satt?
Eftir Björn Matt-
híasson » Bæði Framsókn-
arflokkurinn og
Borgarahreyfingin segj-
ast mundu færa niður
skuldir heimilanna.
Þetta er falsloforð.
Björn Matthíasson
Höfundur er hagfræðingur.
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2009
NÝTT Á mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
www.live.is Sími: 580 4000 | Myndsendir: 580 4099 | skrifstofa@live.is
ÁrsfundurLífeyrissjóðsverzlunarmannaverðurhaldinn
mánudaginn 25. maí 2009 kl. 17 á Grand Hótel.
Dagskrá fundarins:
Venjuleg ársfundarstörf.1.
Staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í breyttu umhverfi2.
- kynning á niðurstöðum úttektar Capacent á starfsemi
og árangri sjóðsins.
Greint frá stefnumótun stjórnar.3.
Önnur mál.4.
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á
ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík 20. apríl 2009
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ím
y
n
d
u
n
a
ra
fl
•
LV
•
IM
5
10
5
Norðfjarðarsaga II, tímabilið 1895-1929
holar@simnet.is
Norðfjarðarsaga
frá 1895 til 1929
Norðfjarðarsaga
frá 1895 til 1929
Glæsilegt tveggja binda verk eftir Smára Geirsson.
Fjallað erum þéttbýlið og dreifbýlið við Norðfjörð; þróun
byggðar á svæðinu, atvinnusöguna og margs konar
félagsmálastarfssemi.
Um 400 ljósmyndir prýða bækurnar,
auk korta og uppdrátta.
Hefur Barack Obama ekki
kynnt sér kenningar helstu
spekinga í Speglinum
og Silfri Egils um bankahrunið?
„Fjármálakreppan hefur sýnt mönnum
betur en nokkuð annað hve tengd við erum
hvert öðru. Það er ekki svo langt síðan að
það hefði þótt óhugsandi að vanskil manna
á fasteignalánum sínum á Flórída gætu
orðið ein ástæða bankahruns á Íslandi.“
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna ,
í ræðu í Strassborg í Frakklandi
3. apríl 2009.
Vefþjóðviljinn