Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Í dag kveð ég þig með miklum söknuði, elsku amma mín. Þú hafðir það af að verða 95 ára og hef- ur aldeilis upplifað tímana tvenna. Minningarnar um þig eru ótæm- andi allt frá því að fara með þér í bæinn með strætó, spila saman við eldhúsborðið eða hlusta á sögur frá því þú varst lítil og gæða okkur á gómsætum pönnsum. Vinnusemi og auðmýkt einkenndi þig og þú varst ávallt boðin og búin til að gera allt fyrir okkur sem þér þótti vænt um en aldrei mátti neitt „hafa fyrir þér“ eins og þú kallaðir það. Ekkert verkefni reyndist þér um megn og varstu bæði dugleg við að prjóna og sauma ásamt því að halda heimilinu þínu almennt vel við. Alla tíð varstu svo vel með á nót- unum og skeyttir engu um hvort það voru minningar úr æsku þinni eða nýjustu fréttirnar af vinum og vandamönnum. Þú vissir upp á hár hvað var að frétta af öllum og fylgd- ist með fólkinu þínu af miklum áhuga. Þú spurðir mikið út í ballettinn hjá Agöthu og hrósaðir mér oft fyrir það hvað hún væri dugleg og falleg og það er okkur báðum mikils virði. Orð fá því ekki lýst hversu þakk- lát ég er fyrir að hafa fengið að kynnast þér svona vel og seinustu ár að hafa getað séð þig upp á hvern einasta dag er mér ómetanlegt og einnig það að Agatha hafi fengið að þekkja langömmu sína svona vel. Ég vissi að þú værir tilbúin að fara, bæði þegar ég sat hjá þér ein um daginn og þú sagðir: Líði þér alltaf sem best, elsku barn og Guð blessi þig og alla í þínu lífi, og svo aftur nokkrum dögum seinna þegar við systkinin vorum hjá þér baðstu Guð að blessa okkur. Það er samt svo sárt að sjá á eftir þér en ég verð að hugga mig við að þú sért búin að fá hvíld sem þú varst farin að þrá og sért komin á betri stað með fólkinu sem þú hafðir misst. Guð varðveiti þig, elsku amma, og minning þín lifir í huga og hjörtum okkar. Takk fyrir allt. Irena Dögg McCabe. Elsku besta amma mín, það er óendanlega sárt að setjast niður og skrifa þessi orð. Þú áttir og átt alltaf stóran hluta af mínu hjarta. Það er samt svo óraunverulegt að þú sért búin að kveðja okkur og farin til allra þeirra sem þú hefur saknað svo lengi. Stundirnar sem við áttum saman voru svo margar og skemmti- legar og þolinmæðin sem þú hafðir í minn garð þegar ég var lítill ormur var ótrúleg. Þú varst alltaf tilbúin að setjast niður með mér og spila við mig, segja mér ævintýrasögur og óteljandi sögur úr sveitinni frá því þú varst lítil. Þú varst alltaf hörkudugleg og vinnusöm og lést allt og alla ganga fram yfir þig sjálfa og passaðir alltaf að allir hefðu allt sem þeir þurftu en aldrei mátti neinn hafa neitt fyrir þér. Þú varst mikil handavinnukona og kunnir bókstaflega allt. Þú kunn- ir líka ráð við öllu sem maður gat staðið frammi fyrir og varst alltaf tilbúin að hjálpa. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem gerðist í kringum mig og spurðir mig alltaf mikið út í hvað væri að gerast hjá mér. Þegar ég var á fullu í golfinu og handbolt- anum þá vildir þú alltaf fá fréttir hvernig hefði gengið og gladdist með mér þegar vel gekk. Þú varst líka alltaf að spyrjast fyrir hvernig Ingibjörg Jónsdóttir ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist 31. mars 1914 í Tungu- koti í Kirkjuhvamms- hreppi í V-Húna- vatnssýslu. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 5. apríl sl. Útför Ingibjargar fór fram frá Lang- holtskirkju 17. apríl sl. gengi í skólanum og þegar Rakel litla kom í heiminn fylgdist þú ekki síður með henni en hún hélt alltaf mik- ið upp á þig og fannst æðislegt þegar við löbbuðum saman til langömmu, þó svo að hún komi líklega ekki til með að muna mikið þá mun ég sjá til þess að hún fái að heyra sögur um hana lang- ömmu og muni hversu æðisleg hún var. Mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að alast upp með þér þar sem við bjuggum lengi vel saman eða í nágrenni hvor við aðra og að hafa fengið að eiga með þér þessi 25 ár. Þú kenndir mér svo margt og varst alltaf uppfull af æðruleysi og fyr- irhyggju. Þú gekkst í gegnum marga erfiða tíma og nú síðast þegar Jónína frænka dó. En það var þá sem fór að halla undan fæti hjá þér og þér fannst þinn tími vera kominn. Nokkrum dögum áður en þú kvadd- ir tókstu okkur systkinin tali og reyndir að hughreysta okkur og kvaddir okkur svo fallega, þessum degi og þessari kveðju mun ég aldrei gleyma. Eftir sitja í hjarta mínu margar minningar um yndislega og frábæra konu sem verður alltaf sárt saknað. Takk fyrir allt og Guð geymi þig, elsku amma mín. Ég elska þig. Þín Ingibjörg (Inga). Elsku hjartans amma mín! Allir vilja verða gamlir en enginn vera það, segir máltækið. Það tók þig tímana tvenna að verða „gömul“ ef svo má komast að orði. Ég er ekki búin að gleyma því þegar þú lagðir á þig ferðalag vestur á firði seint um haust til að passa Birtu Sif sem þá var tæplega þriggja ára á meðan ég fór á fæðingardeildina á Ísafirði. Þessi vetur var mjög snjóþungur og veðrasamur. Þegar ég kom heim með nýja barnið, var búið að vera rafmagnslaust á Kirkjubóli í marga daga. En þú kunnir að bjarga mannslífum og dóst ekki ráðalaus. Klæddir Birtu í 4 buxur og þig í 3 kápur til að halda hita. Þetta var haustið 1988 og þá varstu orðin 74 ára, og ég mátti ekki fyrir nokkurn mun frétta að ástandið væri svona heima. Þú varst móðir, kona, meyja í orðsins fyllstu merkingu. Hvunn- dagshetja og baráttukona sem margir hefðu mátt taka til fyrir- myndar. Þú gast ekki orða bundist þegar verkalýðsbaráttuna bar á góma, steyttir hnefana hátt og brýndir raustina. Það fór þér ekki vel að sitja auðum höndum. Þú varst iðin og duglegri en nokkur annar, ósérhlífin og fórnfús. Þú varst tilbú- in að vaða eld og brennistein fyrir okkur krakkana og máttir hvergi aumt sjá. Þess vegna var iðulega þröng á þingi í Álfheimum 3 enda alltaf opnar dyr og opinn faðmur. Ósjaldan gisti þar venslafólk utan af landi og alla tíð, frá fyrsta degi, varstu að annast eitthvert af ömmu- börnunum. Þegar orkan var að trylla okkur krakkana, gastu virkjað okkur í öllu mögulegu og ómögu- legu. Alltaf gastu fundið eitthvað uppbyggilegt að gera. Þú göfgaðir listiðnað og handverk og lagðir á þig ferðalag með okkur grislingana í strætó niður í bæ til að skoða listasöfn. Það var á þeim tíma sem þú vannst á næturvöktum við umönnun á vistheimilinu á Vífils- stöðum. Þú dáðir landið og náttúr- una og hefðir átt skilið að ferðast meira eins og þú hafðir mikið yndi af því. Þannig kenndir þú mér t.d. að meta sortulyngið, þetta sígræna lyng sem þú sagðir að þið hefðuð notað í gamla daga til að skreyta jólatréð og hefði líka verið notað til að lita ull og föt. Alltaf barstu höfuðið hátt, hvað sem á dundi. Stoltið og hjartagæsk- an voru þín einkennisorð og þegar virkilega á reyndi, varstu til staðar. Þú hafðir einstakt minni sem margir vildu gefa margt fyrir. Fórst gjarnan með eina og eina vísu þegar ég kom í heimsókn á Grund. Ein af þeim var svona: Ellistandið einn ég klíf óðar fer að dimma hvar er gleði, hvar er líf komdu til mín Imma. Elsku amma mín! Eftir að ég náði fullorðinsaldri, hef ég alltaf sagt að ef eitthvað er gott til í mér þá kemur það örugg- lega frá þér. Það var falleg setning sem kom frá Jónsa frænda um dag- inn: „Guð geymir alla sína bestu engla á fallegum stað.“ Mér verður alltaf þakklæti efst í huga þegar ég hugsa til þín og í hjarta mínu verð- urðu hjá okkur. Þín dótturdóttir, Dagbjört Ósk. Með söknuði kveðjum við elsku Ingibjörgu langömmu okkar. Alltaf þótti okkur jafn notalegt að heim- sækja hana og passaði hún vel að ekki færum við svöng frá henni. Gaman þótti okkur að hlusta á lang- ömmu þegar hún sagði okkur skemmtilegar sögur frá uppvaxtar- árum sínum. Hún var full af fróðleik um hin ýmsu málefni enda miklum gáfum gædd og vel lesin. Langamma okkar var góð og fal- leg. Alltaf vel til höfð og snyrtileg, vel greidd og oft með fína slæðu um hálsinn. Langamma var glaðlynd og kát, það gladdi hana mikið þegar við komum til hennar. Hún brosti breitt þegar Daníel Ástþór hoppaði allt í kringum hana og hafði gaman af hvað hann var fjörugur. Henni tókst þó oft að fá hann til að setjast hjá sér á rúmið. Þar sat hann alveg kyrr og hlustaði á hana segja sögu. Langamma var mikil hannyrðakona og það voru mörg jólin sem við feng- um fallegar gjafir frá henni sem hún hafði búið til handa okkur. Hún gerði mottur, málaði á fallega dúka og púða sem prýða herbergin okkar. Fyrir nokkrum árum fengu Sandra Dís og Erla Ástrós litla gula púða sem hún málaði á. Erla Ástrós sefur alltaf með sinn púða, hún tekur hann ávallt með sér þegar hún gistir að heiman. Oft hefur hún hringt seint um kvöld þegar hún gistir hjá vinkonu sinni og beðið um að það sé komið með púðann því annars geti hún ekki sofnað. Langömmu þótti vænt um að heyra þetta og spurði Erlu Ástrósu oft um púðann þegar hún kom til hennar. Sandra Dís minnist þess þegar langamma fór með henni og Herthu Rós út í Viðey þegar þær voru um þriggja ára, þó hún hafi verið ung man hún eftir þeirri ferð og sú minning er henni dýrmædd. Við biðjum góðan Guð að styrkja okkur öll, ástvini hennar, sérstak- lega Rósu ömmu en missir hennar er mikill. Við vitum að ljúfar minn- ingar um elskulega langömmu okk- ar og hlýja hennar mun ylja okkur um alla framtíð. Elsku langamma, við kveðjum þig með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir alla þá ást og þann kærleika sem þú gafst okk- ur, við munum ætíð varðveita minn- inguna um þig í hjörtum okkar. Pabbi og mamma þakka þér fyrir allt, þótt þau séu sorgmædd gleðjast þau yfir góðu stundunum sem þau áttu með þér. Guð blessi þig, elsku langamma. Við kveðjum þig með virðingu og þökk fyrir allt. Þín langömmubörn, Sandra Dís, Erla Ástrós og Daníel Ástþór Jónsbörn. Elskulega amma mín, nú er komið að kveðjustund. Þó að ég vissi að bráðlega kæmi sú stund að þú myndir kveðja okkur þá er maður aldrei undirbúinn, og ég finn fyrir miklum söknuði. Núna er einum kafla færra í þessu lífi og þú og afi hafið bæði kvatt okk- ur ástvini sína. Það er margs að minnast, und- anfarna daga hef ég rifjað margt upp og stutt í brosið og tárin. Við tvær höfðum mjög gaman af því að rifja ýmislegt upp og sérstak- lega þegar við urðum veðurtepptar vegna sandroks á Skeiðarársandi og urðum að gista á Vík. Árla morguns komum við svo loks í Suðursveit þar sem allir sváfu vært. Við örkuðum afleggjarann að Skálafelli, svo fúlar að afi gat ekki hætt að stríða okk- ur…við dræmar undirtektir, eftir að við vöktum hann og skömmuðum fyrir að vakta ekki komu okkar…en hann bara hló góðlátlega að okkur enda ábyggilega grátbrosleg sjón. Hrósið sem þú varst óspör á við mig hvort sem það var tengt prjóna- skap eða fatasmekk, sem afa fannst nú samt dálítið einkennilegur á ung- lingsárunum… en þér fannst gaman að fylgjast með, varst líka ætíð vel- tilhöfð sjálf. Það sem er mér efst í huga er þakklæti fyrir að hafa átt þig að alla tíð. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Skálafell að, allar minningarnar það- an eru umvafðar birtu. Ég vil þakka Þóru frænku minni, Steina og frændum mínum, þeim Sigfúsi, Jón Pálmar, Valda Heiðari, Inga Steini og Sindra Snæ fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir ykk- ur afa, það er ómetanlegt og lengdi lífsgæði ykkar mjög. Elsku amma mín, mér finnst til- heyra að enda þessa hinstu kveðju mína til þín með bæn sem þú kennd- ir mér þegar ég var ekki há í loftinu, þú sagðir mér að ég gæti alltaf beðið hana, hvar og hvenær sem er og mér myndi líða betur. Það hef ég gert, og þetta er það fallegasta sem mér hefur verið gefið. Vertu, guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þín minning lifir, elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Kristrún Sæbjörnsdóttir og fjölskylda. Þegar ég rifja upp uppvaxtarárin heima á Skálafelli með þig og afa mér við hlið, birtast mér ótal minn- Pálína Guðrún Gísladóttir ✝ Pálína GuðrúnGísladóttir Skála- felli, Suðursveit fæddist á Smyrla- björgum í sömu sveit 30. júlí 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands að morgni 10. apríl sl. Útför Pálínu var gerð frá Kálfafells- staðarkirkju 18. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar ingar um yndislega nærveru þína. Sannkölluð amma sem virtist hafa allan heimsins tíma. Þú gættir mín þegar ég var pínulítill polli, kenndir mér Faðir- vorið og boðorðin, breiddir yfir mig sængina og minnst tvö teppi svo mér yrði örugglega ekki kalt. Þú kenndir mér staf- ina og hlýddir mér yfir heimalærdóminn. Við spiluðum marías, ólsen, svartapétur og rommý, afi fékk líka að vera með í svartapétri og var þá vel haldið utan um hver vann. Við tíndum rabarbara fyrir ofan lækinn, ber uppi í hjöllum og jafnvel uppi á fjallsbrún. Ég gleymi því aldrei hvað það var gott að koma aftur heim á Skálafell og fara til ömmu og afa eftir að ég flutti að heiman í fyrsta skipti. Afi réð mig strax í vinnu við að gefa hestunum og í gamla húsinu hjá ömmu væsti ekki um neinn. Ástar- pungar og jólakökur með mjólk eins og maður gat í sig látið og Royal karamellubúðingur í eftirrétt. Minningarnar sem ég á með þér, amma mín, eru ótalmargar. Manstu þegar ég var að gera við skellinöðr- una í þvottahúsinu einn veturinn, kominn með helminginn af hjólinu upp á frystikistuna, þá komst þú til mín og spurðir: „Ertu nú viss um að þessar skrúfur eigi ekki að vera ein- hversstaðar“. Manstu þegar við fór- um á Höfn stuttu eftir að ég var kominn með bílpróf. Þegar við vor- um rétt ókomin í hlað heima segir þú: „Við lendum ekki útaf héðan af er það, ég er nefnilega ekki með belti“. Manstu öll skiptin sem ég fór til Reykjavíkur og þú kvaddir mig með orðunum „Guð veri með þér, þó ekki væri nema í skottinu“. Hvatning þín með skólann var mér mikils virði. Spenntur og mont- inn hljóp ég til þín og sýndi þér próf- spjaldið um leið og ég kom heim með skólabílnum sem barn. Ég skildi það ekki fyrir löngu seinna hversu mik- ilvægt það er að læra eitthvað en það var nú eitthvað sem þú vissir svo mæta vel. Ég þakka svo innilega fyrir að hafa fengið að alast upp í nálægð þinni, amma mín. Guð veri með þér. Jón Pálmar Þorsteinsson. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. Takk fyrir allt, elsku langamma. Guð geymi þig. Bryndís Þóra og Embla Guðrún Sigfúsdætur. Elsku langamma. Það var æðislegt að fá að kynnast þér svona vel og ég á aldrei eftir að gleyma þér. Ég sakna þín mjög, mjög mikið og það er skrýtið að geta ekki kíkt til þín út á Grund eftir skóla. Takk fyrir öll árin okkar saman. Guð geymi þig, elsku langamma mín. Kveðja, Agatha Rún. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkost- urinn Minningargreinar ásamt frek- ari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Grein- ar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/ minningar. Æviágrip með þeim grein- um verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.