Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 39

Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Rönnu samúð okkar og biðjum guð að styrkja þau á þessum erfiðu tím- um. En best er þó jafnan að eiga þá vonina vísa að vinirnir bestu finnast á eilífðarslóð en þar munu skærustu kærleikalogarnir lýsa með leiftrandi birtu gjörvallri englaþjóð. (G. Ág.) Starfsfólk Leikskólans Árbæjar. Elsku Rannveig. Mig langar að fá að kveðja þig með nokkrum orðum. Efst í huga mér er þakklæti. Ég er þakklát fyrir vinátt- una, tryggðina og gleðina sem þú hef- ur gefið mér og fjölskyldunni minni. Ég er þér óendanlega þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið Rönnu minni. Takk fyrir allar góðu stundirnar og símtölin sem við höfum átt í gegnum árin, fyrir það að vera alltaf til staðar. Takk fyrir allan hláturinn og þinn einstaka húmor, smitandi gleðina. Takk fyrir að vera frábær vinkona og fyrirmynd. Takk fyrir allt og allt. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson.) Elsku Óli, Gaui afi, Rannan mín, Gaui og Birna Ari og Guðbjörg, Anna Margrét, Ingi Þór og barnabörnin öll. Guð gefi ykkur styrk og æðruleysi til þess að takast á við sorgina. Minningin um einstaka konu lifir. Sigurbjörg Vilmundardóttir. Sólbjartan sunnudag þann 5. apríl sl. kvaddi Rannveig Ágústa Guðjóns- dóttir þennan heim eftir erfið veik- indi. Ranna eins og hún var gjarnan kölluð var nágrannakona mín og kær vinkona í rúm 30 ár. Við flytjum um svipað leyti í Reyrhagann, það má segja að frá fyrsta degi höfum við tengst mjög sterkum vináttuböndum sem skapaðist ekki hvað síst af því að við áttum drengi á sama ári og síðan fæddust dætur okkar með árs milli- bili. Þessi vinátta hefur haldist alla tíð og aldrei borið skugga á, sú vin- átta sem við nutum mun reynast mér dýrmæt minning um kæra vinkonu sem er kölluð brott frá okkur allt of snemma. Öll okkar samskipti einkenndust af glaðværð og léttleika, oft var hlegið dátt enda einstaklega gaman að hlæja með Rönnu. Hún var alltaf tilbúin að gleðjast með öðrum og spurði gjarnan hvernig gengi í leik og starfi, enda var hún vinur allra og var umhugað um velferð og framgang sinna vina. Ranna fluttist með fjöl- skyldu sinni í Búrfell áður en Anna Margrét fæddist, þar vann Óli sem vélstjóri, þrátt fyrir að hún flytti tímabundið brott héldust okkar vin- áttubönd áfram og fór ég árlega með Lindu Björk dóttur mína til Rönnu og dvaldi hjá þeim nokkra daga í senn. Eftir að Ranna flutti aftur á Selfoss og Óli starfaði áfram í Búr- felli héldu þau heimili á tveimur stöð- um, ávallt var spenningur hvar fjöl- skylda hennar yrði yfir jólahátíðarnar, því ef verið var á Sel- fossi gátum við haldið okkar hefðum og hist yfir hátíðarnar. Við urðum ömmur með stuttu millibili. Þegar okkur barst það til eyrna að von væri á barnabarni, sögðum við hvor annarri það í trún- aði, því trúnað áttum við vísan hvor hjá annarri. Ávallt vissum við hvor um áform annarrar, enda var hlaupið yfir götuna af minnsta tilefni til að fara yfir málin og skiptast á skoð- unum og fá ráðleggingar. Eftir að Ranna greindist með krabbameinið í apríl 2008 sem var ekki læknanlegt og ljóst að hún fengi ekki langan tíma, hélt hún áfram að njóta þess tíma sem hún átti eftir, fór í utanlandsferðir og naut þess að vera með fjölskyldu og vinum fram á síð- ustu stundu. Nú við leiðarlok vil ég þakka Rönnu fyrir samfylgdina og allt sem hún var mér og fjölskyldu minni og bið góðan Guð að geyma hana. Elsku Óli, Guðjón Helgi, Ari Már, Anna Margrét og Guðjón, tengda- börn, barnabörn og aðrir ástvinir, megi góður guð veita ykkur styrk í ykkar sorg og missi. Blessuð sé minning kærrar vin- konu. Ingileif Auðunsdóttir. Glaðværð, glæsileiki og fágæt út- geislun eru hugtök sem koma fram í hugann þegar hugsað er til Rann- veigar. Stjarna hennar skein skært en langt fyrir aldur fram, fyrir réttu ári, dró ský fyrir sólu er hún veiktist af illvígum sjúkdómi. Rannveigu var margt til lista lagt og auðnaðist gott og gæfuríkt líf sem skilur mikið eftir sig. Hún ólst upp í stórum frændgarði á Selfossi og Gaulverjabæ. Eignaðist snemma sinn lífsförunaut, traustan og góðan mann sem deildi með henni áhuga- málum og fjölskylduábyrgð. Börnin urðu þrjú og barnabörnin sjö og eitt væntanlegt á næstu dögum eða vik- um. Mestan hluta ævinnar helgaði Rannveig uppeldisstörfum og hefur því margt ungviðið notið hennar leið- sagnar. Bæði var henni skáldskapur og alþýðufróðleikur í blóð borinn og ræktaður, nokkuð sem Rannveigu var eðlislægt að deila með öðrum. Við ýmis tækifæri fór hún með laust og bundið mál með slíkum glæsileik og innsæi að stundin varð galdri líkust. Slíkt er aðeins á færi listamanna. Hún var náttúrubarn og kunni flest- um fremur að njóta útivistar í faðmi fjalla og skóga. Fyrir nokkrum árum hittumst við afkomendur Guðfinnu (Erlu skáld- konu) og Valdimars í Teigi í Hofs- árdal þar sem leitað var rótanna og rambað um söguslóðir Teigsættar- innar undir góðri leiðsögn staðkunn- ugra. Samverustundir sem slíkar hefðu gjarnan mátt vera fleiri en skarð Rannveigar verður vandfyllt. Engum duldist hvað hún naut sín vel í þessum félagsskap í „dalnum ljúfa’ í austurátt – þar átti’ hún mamma heima“. Þessi fleygu orð afabróður okkar, Einars E. Sæmundsen, eru sem ort af Rannveigu við þetta til- efni. Þá er framhaldið á ljóði Einars ekki síður sem lagt í munn komandi kynslóða: Vér munum sumum þótti þá of þröngt um fjallsins kynni, þeir vildu fleira og fegra sjá en fannst í dalnum inni. Og fjöldi unga flaug á braut þótt fjaðrir væru smáar; þeir kvöddu brekkur, lund og laut og liljur fagurbláar. (Einar E. Sæmundsen) Rannveig tók veikindum sínum með æðruleysi og hetjulund. Þar kom að dauðinn varð hennar líkn. Hún lif- ir þó áfram, sem leiðarstjarna í hug- um þeirra sem hana þekktu og í börnum og afkomendum. Þannig er lífsins gangur. Með þessum orðum þakka ég Rannveigu fyrir lífshlaupið og votta fjölskyldu hennar og ástvin- um mína dýpstu samúð. Einar Gunnarsson. Kveðja frá Samtökum heilsuleikskóla. Leiðir okkar Rannveigar hafa oft legið saman í gegnum tíðina. Við er- um fæddar í Gaulverjabæjarhreppi og vorum saman í barnaskóla hreppsins. Ég man að hún var fljótt hraðlæs og það var ótrúlega gaman að heyra hana lesa á „stúkufundum“ í skólanum, en þá sagði sá sem stjórn- aði fundum: „Kapelán les nú bæn“ og þá las Rannveig alltaf upp með mikl- um tilþrifum og ég dáðist að henni. Hún var sérstaklega góð í stafsetn- ingu og fékk alltaf 9 eða 10 í einkunn og ég öfundaði hana mikið af þessu. Á unglingsárum æfðum við frjálsar íþróttir og kepptum oft á mótum. Hún var sérstaklega góð í hástökki og stökk með aðferðinni sniðstökki og sveif yfir rána, man ég. Við fórum saman ásamt mörgu öðru íþróttafólki af Suðurlandi á landsmótið á Eiðum 1968, var það sjö daga ferð, fjórir dagar á ferðalagi og þrír á mótinu. Það var hreint ævintýri fyrir ung- lingsstúlkur og gleymist seint. Leiðir okkar skildi að mestu þegar hún fór í gagnfræðaskóla á Selfossi og ég á Laugarvatni og síðan fluttist ég í Kópavog, en hún bjó á Selfossi. Aftur lágu leiðir okkar saman þeg- ar hún var við nám í Fósturskóla Ís- lands og ég var við framhaldsnám í sama skóla. Það var fyrir tíu árum að við komumst í gott samband aftur, þegar hún ákvað ásamt kennurum sínum að leikskólinn Árbær í Árborg skyldi taka upp heilsustefnuna. Þessi stefna varð til fyrir frumkvæði okkar kennaranna í leikskólanum Skólatröð í Kópavogi árið 1995 og hefur þróast mikið síðan. Skólinn okkar stækkaði úr 34 barna skóla í 143 barna skóla og fékk nýtt nafn, Heilsuleiksólinn Urðahóll og var fyrsti leikskólinn sem var vígður sem slíkur á Íslandi. Árið 2003 var leikskólinn Krókur í Grindavík vígður sem annar heilsu- leikskólinn á Íslandi og síðan hafa þeir komið einn af öðrum; Garðasel á Akranesi, Heiðarsel í Reykjanesbæ, Suðurvellir í Vogum og loks Árbær í Árborg árið 2007. Nú eru tíu skólar búnir að fá viðurkenningu sem heilsuleikskólar og aðrir níu eru að undirbúa sig til þess að verða slíkir. Rannveig er frumkvöðull að þessari stefnu í skólum á Suðurlandi og erum við í Samtökum heilsuleikskóla stolt- ar af henni fyrir þetta framtak. Við Rannveig vorum oft í símasam- bandi árin fyrir vígslu skóla hennar og það var ánægjulegt að fylgjast með áhuga hennar á þessari stefnu, sem gengur út á það að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi. Ég var mjög stolt af Rannveigu og hennar skóla þegar vígsluathöfn fór fram í maí 2007 og hafði ég þá tækifæri til að afhenda henni viðurkenningu og fána heilsu- leikskóla. Rannveig var virkur þátt- takandi í Samtökum heilsuleikskóla og var meðal stofnfélaga samtakanna árið 2005. Hún sótti okkar fyrstu ráð- stefnu sem haldin var í Reykjanesbæ í október sl. Rannveigar verður sárt saknað og við sendum fjölskyldu hennar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Unnur Stefánsdóttir. Það er komið að kveðjustund sem okkur finnst koma alltof snemma. Við kveðjum nú hana Rönnu, kæra mág- konu, svilkonu og vinkonu. Stundum getur verið erfitt að trúa. Hvers vegna burt kallast manneskja á besta aldri sem hefur allt sitt líf hugað að heilsu sinni, hún sem var bæði göngu- og hjólagarpur. Kynni okkar hafa staðið yfir í tæp 40 ár og höfum við átt margar góðar stundir saman. Árið eftir að Guðjón fæddist leigðum við saman hús í Hveragerði í góðum samvistum. Seinna átti eftir að verða lengra á milli fjölskyldnanna en ávallt hefur haldist góður samgangur og fé- lagsskapur. Það hefur alltaf verið gott að koma í Reyrhagann til Rönnu og Óla. Það var allt svo heimilislegt og afslappað í kringum Rönnu hvort sem við vorum öll fjölskyldan á ferð, bara hluti okkar eða Sóley Lára að koma í vikudvalir þegar hún var barn. Eins komu þau oft til okkar á Bálkastaði og var það ávallt hin besta skemmtun hvort sem var við leik eða störf. Þá var það orðið fastur liður hjá þeim hjónum að koma við í kaffi og koníak á Bálkastöðum þegar þau voru á ferðinni með vinafólki sínu. Ranna kunni að lyfta glasi af eðalv- íni í góðra vina hóp, taka þrjú korn í nefið og yrkja vísur. Söng kunni hún vel að meta enda tók hún þátt í kór- störfum. Þá kunni hún ógrynni af lög- um og textum og var það ósjaldan að við rauluðum saman á mannamótum. Það eru margar minningarnar sem við eigum um hana Rönnu og eitt það fyrsta sem okkur systrum datt í hug voru tuskubrúðurnar Ranna og Óla. Þær bjó Ranna til og gaf okkur eldri stelpunum þegar við vorum stelpu- skott. Ranna og Óla voru í hávegum hafðar og oftast með í för, seinna varð svo Gústi til handa henni Va- leyju Söru. Undanfarið hefur Ranna sótt nokkuð að okkur systrum í draumum sem segir til um hve ofarlega hún hefur verið í huga okkar. Nóttina áð- ur en hún dó hitti Valey Sara hana í draumum sínum, í Reyrhaganum og Ranna þakkaði henni mikið vel fyrir að koma til sín. Þá verður Þórey Arna henni eilíflega þakklát fyrir að deila með sér draumnum um Emil, litla fallega strákinn sem hafði brúnu augun hennar mömmu sinnar og Þór- ey, vinkona Rönnu sem er fallin frá, hefur nú auga með. Við sendum ykkur elsku Óli, Gaui, Ari, Anna Margrét, tengdabörn, barnabörn og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur, við vitum að missirinn er mikill. Og að lokum sendum við kveðju okkar til Rönnu með sömu orðum og er við sáum hana seinast: Við sjáumst svo. Fjölskyldan Bálkastöðum: Sigurlaug Árnadóttir, Árni Jón Eyþórsson, Þórey Arna Árnadóttir og fjölskylda, Sóley Lára Árnadóttir og fjölskylda, Valey Sara Árnadóttir. Ég man það það gjörla hvernig fundi okkar Rönnu bar að fyrir lið- lega tuttugu og þremur árum. Ég og systir hennar Sigga höfðum rifjað upp gömul kynni það sama ár. Okkar fyrstu verslunarmannahelgi hafði eins og vanalega rignt eldi og brenni- steini. Nema hvað allt í einu var spáð uppstyttu á sunnudeginum. Sigga mín sagði mér að Ranna hefði boðið sér að koma austur að Búrfelli, „og þú verður að koma með hann líka“ hafði Sigga mín eftir Rönnu. Ekki þarf að orðlengja það að við renndum austur að Búrfelli þar sem Ranna og Óli héldu heimili í þá daga. Ég var ekki alls ókunnur þar uppfrá vegna þess að ég hafði unnið við virkjunina í Sigöldu nokkru áður. En ég neita hins vegar ekki, þegar við komum í hlaðið á starfsmannabústöðunum í Búrfelli var sjálfstraustið ekkert yf- irgengilega mikið. Ég hef aldrei verið talinn með mannblendnara fólki, en Sigga hafði höfðað til mín með því fasi, sem ég held að einkenni fólk sem alið er upp til sveita. Ég hugsaði með mér að þau Óli og Ranna drægju ábyggilega dám af því líka. Það er greypt í huga mér eins og gerst hefði í gær hvernig ég sá Rönnu í fyrsta sinn. Við biðum utan við húsið í Búrfelli vegna þess að hjónin höfðu brugðið sér á hestbak. Við sáum von bráðar að þau nálguð- ust og ekki man ég hvernig hestarnir litu út eða hvaða kostum þeir voru gæddir (fyrirgefðu Óli minn) en það man ég að kona röggsöm í fasi og glöð gestakomunni steig af hesti. Við tókumst í hendur, „Blessaður, Rann- veig“ sagði hún og þar með var það afgreitt mál. Restin var gleðskapur og ef mig misminnir ekki, fundust þá þegar um kvöldið nokkur sameigin- leg áhugamál í formi vinylplatna með Rolling Stones. Aldrei upp frá því kveið ég endurkomu á heimili Rönnu, hvort sem það var þar upp við há- lendisbrúnina eða í Reyrhagann á Selfossi, þvert á móti voru það ánægjustundir, hvort sem langar væru eða stuttar. Á þeim árum sem liðin eru frá okk- ar fyrstu kynnum hefur margt verið brallað, sem of langt er upp að telja í svona pistli. Kannski bar þó hæst fimmtugsafmælisferðir okkar hjónanna sem Ranna og Óli tóku þátt í af lífi og sál. Hin síðari var reyndar farin í skugga veikinda Rönnu, en þær samverustundir voru dýrmætari en flest annað. Ranna myndi skamma mig fyrir væmni í svona skrifum, ég vil allt að einu minnast á hæfileika hennar sem okkur hin skortir ef til vill alltof oft. Þar á ég við gjöfina sem henni var gefin í umgengni við börn. Með Óla lét hún sér ekki nægja að ala upp tvo afbragðs stráka og eina frá- bæra stúlku, hún snaraði sér eftir það í Fósturskólann og tók til við ala upp annarra manna börn. Ranna, þú hafðir þar auga fyrir því sem máli skiptir, þú hefur sennilega haft meiri áhrif en við flest. Þú slípaðir margar perlur sem hvergi eru lagðar á vog- arskálar eða mældar á nokkurn hátt. En ég þarf engan til að vitna um þau verk, ég þekkti þig. Vertu sæl og hvíldu í friði. Þinn vinur, Oddur Ólason. Kær vinkona okkar hefur nú kvatt þetta tilverustig, við sem eftir stönd- um horfum með söknuði yfir þann veg sem við gengum samferða Rönnu og Óla og yljum okkur við góðar og gleðiríkar minningar. Fyrstu sam- veruárin voru í samfélaginu við Búr- fellsstöð og félla Ranna þar vel inn í hópinn og varð þegar vinmörg. Það var alltaf gaman og fróðlegt að spjalla við hana um lífið og tilveruna og fann maður strax að hún var víð- lesin og stálminnug og hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var sérstaklega umtalsgóð og lagði engum neitt til hnjóðs. Alla hluti gerði hún með stakri alúð sem best sést á því hversu vel henni farnaðist í því starfi sem hún menntaði sig til eftir að börnin fóru að fljúga úr hreiðrinu. Duldist engum að þar var samviskusemi og trúmennska í fyr- irrúmi. Við vorum þrenn vinahjón sem mynduðum ferðahópinn „Sex úr sveit“ og brölluðum margt ótrúlega skemmtilegt saman. Við fórum oft í leikhús og bíó, ferðuðumst bæði inn- anlands og utan, m.a. í gönguferðir og ein af þeim er alveg ógleymanleg, ferðin í Aðalvíkina þaðan sem Óli er ættaður. Alltaf var Ranna hrókur alls fagnaðar í hópnum og aldrei féll skuggi á samverustundirnar, hennar er sárt saknað af hópnum. Elsku Óli og fjölskylda, ykkar söknuður og eftirsjá eru mikil, eftir situr minningin um góðan lífsföru- naut og vin. Við vottum ykkur öllum okkar innilegustu samúð. Megi elsku Ranna okkar hvíla í friði með guðs blessun. Sigurður Björgvinsson og Jenný Jóhannsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.