Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 42
42 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Elsku amma Dúna,
þá er komið að kveðju-
stund. Eitt er víst í líf-
inu, við fæðumst og
deyjum. Þrátt fyrir þá
vitneskju er alltaf sárt að missa sína
allra nánustu.
Þú varst orðin mjög slöpp undir
það síðasta og við vissum það innst
inni að það væri ekki langt eftir, en
þú varst svo sterk persóna og kvart-
aðir aldrei, það var eins og þú myndir
vera hér alla tíð. Tíminn þinn kom
svo á laugardaginn 4. apríl, á afmæl-
isdegi yngsta barnabarnabarns þíns.
Þú hlakkaðir svo til að mæta og fá
kökur, varst búin að taka til fötin sem
þú ætlaðir að vera í þann daginn, allt-
af með fyrirhyggjuna í því sem öðru.
Lúkas litli fékk afmælisgjöfina frá
þér á laugardagsmorgninum og var
mjög ánægður og hlakkaði til að
þakka langömmu sinni fyrir. Hann
þeytist nú um hverfið á nýja hlaupa-
hjólinu með hjálminn á höfði. Þú
hafðir alltaf mikið dálæti á börnum
okkar Heimis og vildir vera með í öllu
því sem gert var eða þá bara að fá að
njóta tíma með okkur fjölskyldunni,
þó ekki væri nema bíltúr. Einnig
fengu drengirnir alltaf að koma til
þín þegar þeir vildu, aldrei var neitt
mikilvægara á dagskrá ef þeir vildu
koma í heimsókn. Þess munum við
alltaf minnast mest þegar við fjöl-
skyldan hugsum til þín.
Þegar ég lít til baka og rifja upp
gamla tíma þá eru mjög ofarlega í
huga allar þær stundir sem ég átti
mér þér og afa, öll ferðalögin sem við
fórum um landið á hinum fræga
Skoda. Þú sást alltaf til þess að eng-
inn væri svangur og pakkað var niður
veisluföngum sem borðuð voru í ís-
lenskri náttúru. Einnig eru mér mjög
minnisstæð öll þau hádegi sem við
áttum saman þegar ég var í gagn-
fræðaskóla og síðar í háskólanum. Þá
var alltaf hægt að treysta á það að þú
værir heima ef ég var svöng og ekki
til í samloku í skólanum. Þá hljóp ég
bara til þín og þú galdraðir fram
veislu fyrir mig og jafnvel vini mína
ef því var að skipta.
Elsku besta amma, hvíl þú í friði.
Elísa og fjölskylda.
Ó, minning þín er minning hreinna
ljóða,
er minning þess, sem veit hvað tárið
er.
Við barm þinn greru blómstur alls hins
góða.
Ég bið minn guð að vaka yfir þér.
(Vilhjálmur frá Skáholti.)
Elsku amma Dúna, við kveðjum
þig með þakklæti og söknuði og von-
um að þér líði nú vel í betri heimi.
Blessuð sé þín minning.
Páll Örvar og Einar Orri.
Ég gerði mér ekki ekki grein fyrir
hversu stutt þú áttir eftir ólifað þegar
við fórum í okkar síðasta bíltúr,
amma mín. Bíltúrarnir okkar voru
Kristrún Guðnadóttir
✝ Kristrún Guðna-dóttir (Dúna)
fæddist í Reykjavík
10. febrúar 1927. Hún
lést á heimili sínu,
Lindargötu 61, 4. apr-
íl síðastliðinn.
Útför Kristrúnar
fór fram frá Nes-
kirkju 16. apríl sl.
ófáir og hafði ég
ómælda ánægju af
samverunni við þig
enda vorum við mjög
góðir vinir. Við gátum
talað saman um hvað
sem var. Þú varst mér
líka ákveðin fyrirmynd
og hjálparhella, alveg
sama hvað á bjátaði.
Það er aðdáunarvert
hvernig þú sjálf tókst á
við lífið og tilveruna og
það hvatti mig á allri
minni göngu. Alveg frá
því að ég man fyrst eft-
ir mér varst þú ávallt til staðar fyrir
mig. Þegar ég var unglingur í Haga-
skóla fór ég til þín á hverjum degi í
hádeginu, en þar beið mín bæði heit-
ur matur og spjall sem reyndist mér
gott veganesti í daglegu lífi.
Þú kenndir mér meðal annars að
hugsa um vandamálin með lausn í
huga enda varst þú af gamla skól-
anum og hafðir upplifað margt á
langri ævi og svo varst þú líka svo
skemmtileg og enginn var mælskari
en þú.
Mér er nú efst í huga þakklæti fyr-
ir að hafa átt svona góða og sterka
ömmu, sem ávallt beit á jaxlinn þegar
á móti blés og sá það jákvæða í hverj-
um manni og öllum málefnum.
Far þú í guðs friði, elsku amma
mín, og við tökum upp spjallið seinna.
Þinn
Örn Jóhannsson.
Hugurinn reikar til bernskuár-
anna er við kveðjum nú kæra fóst-
ursystur, Dúnu, en það var hún oftast
kölluð. Foreldrar mínir ólu hana upp
frá unga aldri vegna andláts móður
hennar. Þannig var hún mér alltaf
sem stóra systir. Fyrstu minningarn-
ar um hana eru frá Skeggjastöðum á
Langanesströnd með okkur litlu
systkinin í berjamó og svo seinna á
Raufarhöfn og í Vogi við leik og störf.
Þaðan eru margar góðar minningar
um hana. Hún var okkur alltaf hlý og
góð eins og eldri systkin jafnan eru.
18 ára fór hún til Reykjavíkur í vist
eins og það var kallað en kom alltaf
heim á sumrin. Eftir að hún flutti
suður sendi hún okkur krökkunum
alltaf jólagjafir og var það sérstakt
tilhlökkunarefni hvað pakkarnir
hefðu að geyma.
Árin líða, hún giftist Ella sínum og
eignast börnin sín Birnu og Svan.
Ferðirnar urðu strjálli en ég veit að
börnin hennar eiga góðar minningar
um hana í Vogi.
Dúna var sérstaklega snyrtileg,
allt varð að vera hreint og fínt í kring-
um hana og kertaljós voru hennar
uppáhald. Hún hafði yndi af fallegum
fötum og lagði metnað í að líta alltaf
vel út sem hún og gerði. Heimili
hennar bar þess líka vott þó efnin
hefðu ekki alltaf verið mikil.
Með árunum hittumst við sjaldnar
en fylgdumst þó vel hvor með annarri
í gegnum jólakort, símtöl og fréttir
ættingja. Síðasta skiptið sem ég
heyrði í Dúnu fóstursystur minni, var
á afmælisdaginn hennar í vetur. Þá
var hún glöð og kát og var að bíða eft-
ir barnabörnunum sínum sem voru
væntanleg á hverri stundu í ís og
annað góðgæti hjá ömmu.
Við systkinin frá Vogi sendum
henni kærar kveðjur með þökk fyrir
samveruna og ósk um góða heim-
komu á nýjum slóðum.
Halldóra Hólmgrímsdóttir.
Kristrún Guðnadóttir móðursystir
mín var falleg, hláturmild og glað-
lynd kona. Hún tók iðulega bakföll,
skellti sér á lær og hló dillandi og
dátt. Lundarfarið hafði Dúna – eins
og hún var jafnan kölluð – eflaust frá
móður sinni Lovísu Svöfu sem eink-
um var minnst af börnum sínum fyrir
þá glaðværð sem geislaði af henni.
Dúna naut hennar skamma hríð því
Lovísa Svava lést af barnsburði frá
sjö ungum börnum á nýársdag 1933.
Bernskuheimilið var leyst upp og
barnahópnum komið fyrir hjá ætt-
ingjum eða vandalausum. Dúna var
aðeins 6 ára og missti ekki aðeins
móður sína heldur varð einnig að sjá
af föður og systkinum. Ekki tókst að
veita Dúnu öruggt skjól til langframa
og telpuhnokkinn reyndi misjafnt at-
læti. Hún ásakaði aldrei þá sem
sýndu umkomuleysi hennar lítinn
skilning en hélt svikalaust á lofti
þeim sem reyndust henni vel. Einn
þeirra var Kristinn Jónsson móður-
bróðir Dúnu sem hjálpaði henni að
láta drauminn um nám rætast.
Haustið 1945 tók Húsmæðraskólinn
á Akureyri til starfa í glæsilegu ný-
reistu húsi. Nauðsynlegt reyndist að
grípa til fjöldatakmarkana þetta
fyrsta starfsár skólans því aðeins var
hægt að taka við 48 af þeim 80 stúlk-
um sem óskuðu eftir námi. Dúna var
ein þeirra heppnu og naut þar eflaust
móðurbróður síns því hún átti öruggt
húsaskjól hjá Kristni og konu hans
Ástþrúði J. Sveinsdóttur.
Ástríki þeirra hjóna, barnaskarinn
líflegi og sú glaðværð sem einkenndi
heimilislífið vakti bernskuminningar
hennar. Hjá fjölskyldunni á Akureyri
fann hún þann samastað í tilverunni
sem hún hafði saknað allt frá nýárs-
deginum örlagaríka 1933. Tíminn
fyrir norðan varð dýrmæt og gjöful
uppspretta. Þungbær missir og erf-
iðleikar þegar á bernskuskeiði mót-
uðu skapgerð Dúnu. Hún var kraft-
mikil, rösk og vinnusöm og stundaði
löngum launavinnu samhliða hús-
móðurstörfum. Mannskilningur
hennar kom sér vel við verkstjórn á
fjölm ennum og litríkum hóp fisk-
verkafólks hjá Ísbirninum. Léttfætt
með bros á vör gekk Dúna á milli
borða og leiðbeindi unglingum – m.a.
systkinabörnum eins og mér – um
verklag við fiskvinnsluna. Skap-
hunda lempaði hún með glensi og
hlátri, bónusdrottningum sýndi hún
verðskuldaða virðingu, þeir heilsu-
litlu nutu umhyggju hennar en þeir
veiklunduðu sem áttu í baráttu við
Bakkus mættu skilningi. Dúna var
fyrirmyndar verkstjóri og það kom
sér vel bæði heim og heiman. Rækt-
arsemi við vini og vandamenn var
henni eðlislæg og ekki sparaði Dúna
sporin til að létta þeim lífið. Hún
vakti jafnan yfir velferð samferðar-
manna sinna og reyndi að rétta þeim
hjálparhönd sem stóðu höllum fæti.
Á lífsgöngunni mætti móðursystir
mín mörgum illfærum hamrinum en
sótti hugrökk á brattann með glað-
lyndið að veganesi. Nú er hún komin
að leiðarlokum. Blessuð sé minning
hennar.
Margrét Guðmundsdóttir.
Lífið tekur sífelldum breytingum
og við lát náins ættingja er eins og
hluti af okkur sjálfum fari. Minninga-
brot streyma fram og við finnum
hvaða þátt kær móðursystir okkar
hefur átt í lífi okkar. Hjá Dúnu, eins
og Kristrún var gjarnan kölluð, hafði
lífið ekki alltaf verið dans á rósum.
Hún var í hópi sex systkina sem ung
að árum misstu móður sína. Eins og
títt var á þeim árum tvístraðist fjöl-
skyldan, faðirinn sjómaður og við frá-
fall móðurinnar var börnunum komið
fyrir hjá ættingjum og vinum. Þó svo
börnin væru hér og þar um landið og
ung er aðdáunarvert hvað þeim tókst
að halda sambandi sín á milli. Þegar
þau eltust og eignuðust eigin fjöl-
skyldur urðu þessi tengsl ennþá
sterkari, eða þannig upplifðum við
það. Dúna og hennar fjölskylda bjó í
vesturbænum og var nokkurt ævin-
týri að fara alla leið á Fálkagötuna í
litla bakhúsið, og síðar í fallegu íbúð-
ina að Fálkagötu 23. Við sögðum allt-
af að þær systur væru svo veisluglað-
ar, hressar og skemmtilegar, hlógu
og sungu mikið og oft var gripið í spil.
Á fáum árum missir Dúna mann sinn
og tvær eldri systur fyrir aldur fram.
Það þjappar yngri systrunum þéttar
saman. Í mörg ár hugði Dúna að vel-
ferð aldraðrar móðursystur sinnar
ásamt Sínu systur sinni. Ófáar voru
ferðir þeirra systra á Skjól til frænk-
unnar að huga að einu og öðru fyrir
hana.
Ef eitthvað var á döfinni, afmæli,
útskrift eða ferming var Dúna alltaf
tilbúin að koma og gleðjast. Sam-
viskusemin og umhyggjan einkenndi
Dúnu. Börn hennar, barnabörn,
barnabarnabörn og heimili hennar
bera þess vitni. Dúna hafði unun af
að hafa fallegt í kringum sig, var allt-
af að snurfusa og laga, það þurfti
ekki mikið til að gleðjast. Það kom
alltaf blik í auga og svipurinn mild-
aðist þegar hún minntist á ungviðið.
Hennar kynslóð setti ekki sjálfa sig í
fyrsta sæti, velferð afkomenda var
fyrir öllu. Dúna átti fleiri skjólstæð-
inga en eigin ættingja, ýmsum öðr-
um rétti hún sína óeigingjörnu hjálp-
arhönd. Hún vissi alltaf um fullt af
fólki sem gat notað eitt og annað sem
til féll. Við minnumst Dúnu fyrir
hennar ákveðnu skoðanir á mönnum
og málefnum, óbilandi kjark og bar-
áttuvilja. Á síðastliðnu hausti var
haldið ættarmót þar sem afkomend-
ur Guðna móðurafa okkar hittust.
Dúna var mætt í sínu fínasta pússi,
jákvæð og glöð að vanda að hitta allt
fólkið sitt. Þar voru einnig mættir
bræður Dúnu, ásamt yngri hálfsyst-
ur þeirra sem á heiður skilinn fyrir
að standa fyrir ættarmótinu. Við
sem siglum hraðbyri að því að verða
elsta kynslóðin í fjölskyldunni þurf-
um á ykkur að halda sem fyrirmynd-
um.
Við eigum Dúnu mikið að þakka,
en hún var okkar stoð og stytta í
veikindum móður okkar. Í hverri
viku var að minnsta kosti einn dagur
hjá Dúnu á Fálkagötunni. Ómissandi
þáttur í lífinu, þær systur tengdar
sterkum böndum. Við þökkum Dúnu
einnig þau lífsviðhorf sem hún hafði
og eru til eftirbreytni fyrir okkur öll.
Við systkinin og makar sendum
börnum Dúnu, fjölskyldum þeirra og
eftirlifandi systkinum hennar okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Helena og Sigurður.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför hjartkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTRÚNAR GUÐNADÓTTUR,
Lindargötu 61,
áður Fálkagötu 23a,
Reykjavík.
Elísabet Birna Elísdóttir, Jóhann Sigurðsson,
Svanur Elísson, Anna Margrét Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Aldarminning – Jó-
hann Steinar Pálsson,
skipstjóri og útgerðar-
maður.
Jóhann Steinar
Pálsson, skipstjóri og
útgerðarmaður, var
fæddur á Ísafirði þann
23. apríl 1909. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Jónína Guðlaug Þórð-
ardóttir, f. 1880 í Kerl-
ingadal, og Páll Sig-
urðsson, f. 1861 á
Þykkvabæjarklaustri.
Jóhann var aðeins ársgamall þegar
faðir hans lést, fluttist þá móðir hans
með hann til Vestmannaeyja. Þegar
Jóhann var 5 ára var honum komið í
fóstur að Stóru-Heiði í Mýrdal til
þeirra Guðlaugar Vilhjálmsdóttur og
Magnúsar Arnoddssonar. Mikil fá-
tækt var á þessum tíma á Stóru-
Heiði. Þar kynntist Jóhann mikilli
vinnu en engar vinnuvélar voru á
bænum. Vistin reyndist honum lær-
dómsrík.
Þegar Jóhann var 19 ára gamall
fluttist hann til Vestmannaeyja og
var ráðinn beitningamaður hjá Stef-
áni Guðlaugssyni í Gerði, en hann
gerði út Halkion. Í þeirri vinnu líkaði
Jóhanni vel og naut hann þar líka
góðmennsku Sigurfinnu, eiginkonu
Stefáns, en hún var móðursystir
hans. Var hann hjá þeim hjónum
næstu tvær vertíðir, reyndust þau
honum mjög vel.
Jóhann lauk vélstjórnarnámskeiði
haustið 1930. Eftir það var hann ráð-
inn vélstjóri á m/b Karl. Frá 1932 til
1934 var hann vélstjóri á m/b Þorgeiri
Goða. Haustið 1934 lauk Jóhann hinu
minna fiskimannaprófi hjá Sigfúsi
Scheving. Sigfús bauð honum í fram-
haldi af náminu að gerast skipstjóri á
Jóhann Steinar Pálsson
Maí VE 275. Næstu
vertíðir var Jóhann
skipstjóri á ýmsum
bátum, Hannesi Lóðs,
Gissuri Hvíta, Tjaldi,
Skúla Fógeta og Er-
lingi I. Vertíðirnar
1941-1945 var Jóhann
stýrimaður og síðar
skipstjóri á Lagarfossi
VE 292. Var hann afla-
hæstur Eyjabáta ver-
tíðirnar 1943-1945.
Í febrúar 1946 lauk
Jóhann fiskimanna-
prófi frá öldungadeild Stýrimanna-
skólans í Reykjavík, en það var haldið
fyrir reynda skipstjóra. Næstu ver-
tíðir var hann með bátana Dverg, Ár-
sæl, Jötun og Blátind og var hann
alltaf meðal aflahæstu skipstjóra
Vestmannaeyja.
Árið 1952 keypti Jóhann bát frá
Danmörku sem hann nefndi Hannes
Lóðs VE 200. Fiskaði hann vel á hon-
um og var hann alltaf meðal afla-
hæstu báta. Árið 1955 ákvað Jóhann
að láta smíða bát fyrir sig í Svíþjóð,
kom hann til Vestmannaeyja 4. mars
1956. Báturinn fékk einnig nafnið
Hannes Lóðs VE 200. Reyndist bát-
urinn hin mesta happafleyta og fisk-
aði Jóhann vel á honum.
Jóhann lauk sjómannsferlinum
vorið 1962 með því að koma með
drekkhlaðinn bát til hafnar, voru þá
liðin rúm 40 ár frá því að sjómanns-
ferillinn hófst. Af þessum tíma hafði
hann verið skipstjóri 27 vertíðir.
Seldi hann Hannes Lóðs til Einars
Sigurðssonar í Vestmannaeyjum og
gerðist útgerðarstjóri hjá honum
næstu árin.
Jóhann tók að sér ýmis ábyrgðar-
og trúnaðarstörf um ævina, sat hann
m.a. um tíma sem formaður í Útvegs-
bændafélagi Vestmannaeyja, í stjórn
LÍU og Fiskifélags Íslands. Hann
var jafnframt hluthafi í Ísfélaginu og
sat í stjórn þess í 10 ár.
Jóhann kvæntist 2. nóvember 1935
Ósk Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum í
Vestmannaeyjum. Þau hjón eignuð-
ust fjögur börn, Guðrúnu, f. 1935,
Ragnhildi, f. 1937, Steinar, f. 1943 og
Herjólf, f. 1960. Afkomendur þeirra
hjóna eru orðnir 35. Í endurminning-
um sínum segir Jóhann: „Í lífinu hef-
ur mér fundist ég einstaklega hepp-
inn ef það mætti orða svo, en mín
mesta og stærsta heppni var þegar
ein ókunnug stúlka varð á vegi mín-
um, enda sagði ég við sjálfan mig í
annað sinn sem ég sá hana: „þarna er
konan þín“ og það varð engin skamm-
tímaáætlun, við vorum bæði sammála
um að smella þessu hjónabandi í lás, á
þennan lás hafa aldrei sest nein
óhreinindi eða hann hrokkið í bak-
lás.“ Var þessi virðing gagnkvæm.
Þegar sjómennskunni lauk fékk
Jóhann áhuga á ljósmyndun og ferða-
lögum. Eftir hann er til mikið safn
ljósmynda frá Vestmannaeyjum og
ferðalögum þeirra hjóna um Ísland.
Eftir gos fluttust þau hjónin til
Reykjavíkur, fyrst á Kleppsveg, síð-
an á Hofteig og að síðustu í þjónustuí-
búð fyrir aldraða að Dalbraut. Þóttu
heimili þeirra hjóna einstaklega
glæsileg. Alltaf voru Vestmannaeyjar
þó ofarlega í huga þeirra og var aldrei
talað um Eyjarnar öðruvísi en
„heima“. Eftir að þau hjónin flutt-
ust til Reykjavíkur starfaði Jóhann
sem umsjónarmaður hjá útibúi
Landsbankans við Langholtsveg og
Ósk starfaði hjá Sjóklæðagerðinni.
Í veikindum Jóhanns vildi Ósk hafa
mann sinn sem lengst heima við, en
síðustu ár ævi sinnar dvaldi Jóhann á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem
hann lést 16. febrúar 2000. Jóhann
var jarðsunginn frá Áskirkju þann
23. febrúar 2000.
Jóhann Steinar Steinarsson.
ALDARMINNING