Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 49
Velvakandi 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
RÉTT HJÁ ÞÉR, ODDI... ÞESSI
HUNDUR ER MJÖG ASNALEGUR
ANSANS!
ALLT ER
VONLAUST!
TIL HVERS? ÖLLUM ER SAMA!
ÞETTA ER HRÆÐILEGT!
HVAÐ ER
EIGINLEGA AÐ ÞÉR?
MÉR LÍÐUR ALLTAF ILLA
ÞEGAR JÓLIN ERU BÚIN
HANN SAGÐI AÐ ÉG
VÆRI NÓGU HRAUSTUR
TIL AÐ SLÁST VIÐ
SKÓGARBJÖRN!
HÆ,
HELGA
!
VEISTU HVAÐ
LÆKNIRINN SAGÐI?
ÉG GERI
RÁÐ FYRIR
ÞVÍ AÐ HANN
HAFI ÁTT
VIÐ UPP-
STOPPAÐAN
SKÓGARBJÖRN
ÉG ÞOLI ÞAÐ
EKKI ÞEGAR
VINIR HANS
FÁ AÐ GISTA
ER
ÞESSI
GÍTAR-
KENNSLA
AÐ VERÐA
BÚIN?
KALLI,
VIÐ VORUM
AÐ BYRJA!
ÞÚ ÁTT ALDREI
EFTIR AÐ LÆRA AÐ
SPILA Á GÍTAR EF
ÞÚ ÆFIR ÞIG EKKI!
ÞÚ ÁTT ALDREI EFTIR AÐ
SPILA Í HLJÓMSVEITINNI
MINNI... STOFNA ÞÍNA
EIGIN HLJÓMSVEIT... OG
VERÐA STEVIE RAY VAUGHAN
ÞINNAR KYNSLÓÐAR
AAGH!
KANNSKI
ÆTTUM VIÐ AÐ
FINNA ALVÖRU
GÍTARKENNARA
HANDA KALLA
ÉG ER
MEÐ
SLÆMAR
FRÉTTIR
HVAÐ GERÐIST?
SPRENGDU
ÞEIR ANNAN
SENDIFERÐABÍL?
NOKKRIR
BLAÐASÖLUMENN
HAFA HRINGT INN
OG SAGT AÐ EINHVER
FANTUR HAFI
FENGIÐ ÞÁ TIL AÐ
HÆTTA AÐ SELJA
„DAILY BUGLE“
HÖFÐU ÞEIR
SAMBAND VIÐ
LÖGREGLUNA?
NEI! ÞEIR ERU
DAUÐHRÆDDIR
VIÐ ÞENNAN FANT
HVERNIG VIRKA
LJÓSAPERUR?
GALDRAR EN ÞÚ
SAGÐIR
ÞAÐ SAMA
ÞEGAR ÉG
SPURÐI
UM RYK-
SUGUNA!
ÞETTA ERU
ALLT GALDRAR
ÞÚ VEIST
BARA EKKI
HVERNIG
NEITT
VIRKAR!
FÍNT! EF ÞÚ
VILT EKKI
TRÚA PABBA
ÞÍNUM, SEM
VEIT MEIRA
EN ÞÚ, ÞÁ
MÁTTU ÞAÐ
SJÁÐU!
GALDRAR!
ÞETTA ERU
EKKI GALDRAR
Fyrstu skref sum-
arsins tekin með
bæn í hjarta
UNDANFARIN sex
ár hafa hópar fólks
hafið sumarið á því að
ganga saman í bæn.
Sumardagurinn fyrsti
markar nýtt upphaf.
Veturinn er að baki
og sumarið hefur inn-
reið sína, hikandi oft,
en styrkist frá hinum
fyrsta sumardegi.
Hópar fólks sem játa
kristna trú safnast
saman fljótlega eftir
sólarupprás og biðja
saman á göngu í miðborginni sem
og víðar á landinu. Fyrir nokkrum
árum hófu þrír hópar bænastarfið,
núna eru þeir þrjátíu og tveir
gönguleggirnir sem farnir verða.
Nánari upplýsingar um tíma- og
staðsetningar er hægt að nálgast á
veffanginu http://www.lindin.is/
Templates/ganga_1.htm
Hvort sem þú kemst með eða
ekki, þá taktu endilega þátt á þinn
máta. Allar bænir í Jesú nafni og
góður hugur skipta máli, svo
skemmir ekki að hreyfa sig. Best
er að láta þetta haldast í hendur
alla daga sumarsins, góðan bæn-
arhuga og hressilega hreyfingu.
Þorvaldur Víðisson.
Sama vanhæfa
draslið og áður
ÉG á mjög erfitt með að skilja
hvers vegna ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttir virðist njóta svo
mikils fylgis meðal Íslendinga.
Hún er alveg jafn vanhæf, hug-
myndalaus og óstarfhæf og gamla
ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Opnið
augun og skoðið hvað er að gerast
í landinu og lítið á staðhæfingar
sem staðfesta að ríkisstjórn
Vinstri grænna og Samfylkingar
er sama drasl og hin fyrri, Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar. Á
þessum 70/80 dögum sem voru
mjög dýrmætir og skiptu miklu
máli, hafa Vinstri græn og Sam-
fylkingin brugðist okkur. Þeir
sögðust ætla skapa 6.000 ný störf
en á þessu tímabili misstu um
6.000 manns vinnu sína, stýrivextir
Seðlabanka hafa aðeins lækkað um
1%, vaxtalækkun tafðist að óþarfa
vegna aðgerða ríkisstjórnar Jó-
hönnu, krónan heldur áfram að
falla, spáð er að 40.000 manns
muni missa heimili sín á næstunni
og 3.000 fyrirtæki eru núna í
hættu við að fara í þrot. Þessu
virðast Vinstri græn og Samfylk-
ingin ætla að bjarga með því að
setja hærri skatta á fólk og fyr-
irtæki eða eins og þau kusu að
kalla það: ,,skjöld“. Þessi fáránlega
ríkisstjórn virðist líka vera ósam-
mála um mikilvæg mál sem verða
að leysast núna en ekki seinna, þar
má nefna ESB og Helguvíkurmálið
eða gjaldmiðilinn. Þess má geta að
á meðan ég skrifaði greinina sitja
þingmenn og ræða það hvort gera
eigi vændi refsivert. Af hverju eru
þau ekki að ræða hvernig eigi að
koma til hjálpar öllum þessum at-
vinnulausu, þessum sem eru að
missa heimilin? Göngum hreint til
kosninga og hrækjum í kjörseðl-
ana. Endum vanhæfa tímabilið,
það hefur varað nógu
lengi. Útrýmum þess-
um spilltu flokkum
Samfylkingunni,
Vinstri grænum,
Sjálfstæðisflokknum,
Framsóknarflokknum
og Frjálslynda flokkn-
um, fáum burt allt
þetta samseka land-
ráðsfólk á þinginu, við
þurfum glænýtt fólk
sem ræður við verk-
efnin en málið er að
við fólkið sem viljum
komast að fáum ekki
að bjóða okkur fram
nema vera flokks-
bundin.
Íslendingur.
Hnípin þjóð í vanda
ÞAÐ er ekki nema von að við
séum hnípin þjóð í vanda þegar
horft er á fulltrúa þjóðarinnar, al-
þingismenn, bulla og hrópa hver á
annan orð á borðið, landráð og
mútur, í stuttu máli haga sér á
þingi eins og krakkar í ólátabekk.
Það er ekki nema von að fari um
almúgann ónotahrollur yfir að
verða að borga „hæstvirtum“ laun
– há laun – og aðstoðamönnum (til
hvers?) há laun einnig, Það hefur
verið talað um að ekki mætti hafa
of mörg börn í bekk ef kennsla
ætti að nýtast. Ekki þarf nema að
benda á þingmannafjöldann til að
sanna það. Það væri kannski
minna um ólæti og frammíköll ef
þeir væru helmingi færri. Án
gríns: Okkar fámenna þjóð hefur
ekkert að gera við 63 þingmenn.
Var kosið um að þeir mættu ráða
sér aðstoðarmenn á okkar kostn-
að?
Hugsanlegur kjósandi.
Í forundran
ÞIÐ sjálfstæðismenn eruð allir út í
eitt með valdagræðgi. Nú sendið
þið fokk-merki til þjóðarinnar í
sambandi við að auka lýðræði
þjóðar gagnvart alþingi, þið eru að
verða ykkur til skammar með
þessu málþófi. Þið eruð búnir að
sýna alþjóð hvað í ykkur býr, þið
megið ekki til þess hugsa að þessi
nýja stjórn eigi að huga vel að allri
þeirri eyðileggingu sem þið eruð
búnir að valda með ykkar stjórn í
átján ár. Virðingarfyllst,
Kristjana Vagnsdóttir.
ESB
HJÖRLEIFUR Guttormsson sagði
við lok landsþings VG að VG ætl-
uðu ekki að láta Samfylkinguna
kúga sig í Evrópumálum. Ég spyr;
hverjir eru að kúga hverja? Sam-
fylkingin vill sækja um aðild,
semja, og bera það svo undir fólkið
í landinu. Er þetta kúgun að mati
Hjörleifs ? Er Ísland kannski bara
fyrir kvótaeigendur í sjávarútvegi
og landbúnaði? Af hverju ekki að
gera okkur klár fyrir inngöngu og
upptöku evru ef meirihluti Íslend-
inga hallast að því eftir samninga
og telur það besta kostinn?
Jón Helgi Guðmundsson.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Lokað í dag. Fé-
lagsmiðstöðin er opin virka daga frá
kl. 9-16.30.
Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-
kórinn æfir í KHÍ kl. 16.30-18.30. Nýj-
ar raddir velkomnar.
Félagsstarf Gerðubergi | Starfsemi
fellur niður í dag, sumard. fyrsta.
Starfsfólk sendur hugheilar óskir um
gleðilegt sumar, með þakklæti fyrir
veturinn. Á morgun kl. 9-16.30 vinnu-
stofur opnar.
Furugerði 1, félagsstarf | Á föstudag
kl. 14.15, koma Aðalheiður og Anna
Sigga og stjórna fjöldasöng fram að
kaffi kl. 15.
Hraunsel | Lokað sumardaginn fyrsta.
Skoðið vef félagsins: www.febh.is.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi
kl. 9.30 á morgun í Grafarvogslaug.
Listasmiðjan, gleriðnaður og tréskurð-
ur á morgun á Korpúlfsstöðum kl. 13-
16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund, spjall og léttar æfingar með
Sigurrós kl. 9.45, handverks- og bóka-
stofa opin kl. 13, boccia kvennaklúbb-
ur kl. 13. Hárgreiðslustofa, s. 862-
7097, fótaaðgerðastofa s. 552-7522.
Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15-
15.30, kóræfing kl. 13.30, leikfimi kl.
13, tölvukennsla. Hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir kl. 9-16.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bókband.
postulínsmálun kl. 9, morgunstund kl.
9.30, boccia kl. 10, framh.saga kl.
12.30, handavinnustofan opin með
leiðsögn, spilað kl. 13, stóladans kl.
13.15, félagsmiðstöðin er öllum opin.
Uppl. í síma 411-9450.