Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 53
» Því verðurekki neitað að Efron er með ein- dæmum snoppu- fríður drengur og þótt ótrúlegt megi virðast er hann ekki búinn til úr plasti. Hver er þessi ungi dúkkulegidrengur spyrja eflaust sum-ir sig þegar þeir fletta blöð- um og skoða vefmiðla um þessar mundir og rekast á myndir af nýj- asta ungstirninu í Hollywood, Zac Efron. Helmingur unglingsstúlkna í heiminum er með hann á heilanum og tímarit berjast um að hafa hann á forsíðum sem von er enda er Efron sjúklega sykursætur og söluvæn- legur.    En hver er þessi drengur?Zachary David Alexander Efron er kvikmyndaleikari og söngvari. Hann fæddist 18. október árið 1987 í San Luis Obispo í Kali- forníu og á einn yngri bróður, Dyl- an. Foreldrar hans eru millistétt- arfólk, faðirinn vélvirki og móðirin ritari. Þegar hann var ellefu ára uppgötvuðu foreldrarnir að son- urinn gat sungið og sendu hann í söngtíma. Út frá þeim tímum fékk hann hlutverk á sviði og smitaðist þar með af leiklistarbakteríunni. Þótt söngröddin sé ágæt og hann hafi sungið í mörgum mynda sinna hefur Efron sagst ætla að einbeita sér að leiklistinni, hún sé hans ástríða, og neitaði meira að segja plötusamningi sem Simon Cowell bauð honum. Eftir að hafa komið fram nokkr- um sinnum á sviði fóru honum að bjóðast gestahlutverk í sjónvarps- þáttum, m.a. Bráðavaktinni og CSI. Það var síðan í þáttunum Summer- land sem hann fékk sitt fyrsta fasta hlutverk í sjónvarpi. Árið 2006 komst hann á kortið með leik sínum í kvikmyndinni High School Musical 1, fyrir þá frammistöðu fékk hann Teen Choice Award sem besti nýlið- inn. Árið eftir fór hann með hlutverk töffarans í Hairspray og nú má sjá hann í íslenskum bíóhúsum í aðal- hlutverkinu í 17 Again. Næst má sjá hann í myndinni Me and Orson Well- es sem von er á í bíó á þessu ári og í hlutverki Jonnys Quests í sam- nefndri ævintýramynd sem á að koma út á næsta ári.    Áður en Efron varð einn aðalmað-urinn í Hollywood náði hann að ljúka framhaldsskólanámi frá Arr- oyo Grande High School vorið 2006 og var víst ágætisnemandi. Hann var kominn inn í háskóla í Kaliforníu en ákvað að snúa sér að leiklistinni að fullu, hann stefnir þó að há- skólanámi einn daginn. Efron er margt til lista lagt, hann leikur á píanó og lærir á gítar. Í frí- tíma dundar hann sér við að gera upp tvo gamla bíla, Delorean og ’65- árgerð af Mustang, sem hann fékk frá afa sínum. Uppáhaldsíþróttirnar hans eru golf, skíði, klettaklifur, snjó- og brimbretti. Efron er nýflutt- ur út frá foreldrum sínum og á hann tvo hunda og einn kött.    Margir eru uppteknir af Efronum þessar mundir og er hon- um fylgt eftir hvert fótmál af pap- arazzi-ljósmyndurum. Slúðurblogg- arinn Perez Hilton hreinlega elskar piltinn, sem hann vildi að væri sam- kynhneigður, og skrifar mjög reglu- lega um hann. Perez er aftur á móti minna hrifinn af unnustu hans til tveggja ára, leikkonunni Vanessu Hudgens en henni kynntist Efron við tökur á High School Musical- myndunum þar sem hún fer líka með eitt aðalhlutverkið. Hudgens hefur átt svipaðan feril og Efron þangað til núna þegar hún er orðin þekktari fyrir að vera kærastan hans en leik- ari. Þrátt fyrir að vera stöðugt í sviðs- ljósinu hefur lítið óhreint verið graf- ið upp um Efron. Hann virðist vera fyrirmyndardrengur sem hefur lít- inn áhuga á að fara út á lífið. Enda hefur hann látið hafa það eftir sér að hann ætli ekki að feta í fótspor ann- arra ungstirna sem hafa farið beint af frægðarbrautinni í ræsið. Hann segist hafa lítinn áhuga á að fara út á lífið og vilji frekar eyða kvöldinu heima með góðum vinum, á tón- leikum eða ferðalagi. Efron segist þó hafa lagt mikið á foreldra sína þegar hann var yngri og þráði frelsið til að haga sér eftir eigin höfði.    Því verður ekki neitað að Efron ermeð eindæmum snoppufríður drengur og þótt ótrúlegt megi virð- ast er hann ekki búinn til úr plasti. Fegurðarspekúlantar virðast allir vera sammála um fríðleika Efrons enda hefur hann, þrátt fyrir ungan aldur, komist mjög ofarlega í vali á kynþokkafyllstu körlum heims í fjöl- miðlum. Því er spáð að hann verði næsta stóra kyntákn Hollywood, enda getur blanda af himinbláum augum, dökku hári, stæltum líkama, fíngerðu nefi og hundrað sjötíu og fimm sentimetrum varla klikkað … eða hvað? Gallinn við Efron er að hann er „of“ fullkominn, hárið virðist ekki ýfast, kinnarnar glansa af hrein- læti og hann sést ekki gretta sig eða hrukka ennið, en vonandi mun þessi fullkomnun þroskast af honum. Það verður gaman að sjá hvað verður úr Zac Efron í framtíðinni; fellur hann í pytt frægðarinnar og hverfur eða nær hann að halda sínu striki og verða næsti Brad Pitt? ingveldur@mbl.is Sjúklega sykursætur stjörnustrákur AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir Sæt saman Með kærustu sinni, Vanessu Hudgens, á körfuboltaleik í Los Angeles um seinustu helgi. Reuters Efron Fallega ýfður og sætur á frumsýn- ingu 17 Again í apríl. Menning 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Hið árlega Vorvítamín Hamrahlíðakóranna verður haldið á sumardaginn fyrsta nk. Vorvítamínið eru tónleikar þar sem kórarnir tveir, Hamra- hlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð, koma saman og syngja sig inn í sumarið. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og ætti að vekja með öllum vorhug og sumargleði. Haldnir verða tvennir tónleikar, þeir fyrri kl. 14 og seinni kl. 16 og á milli tónleika verður svo kaffisala og ýmis skemmtiatriði frá kórfélögum. Allir velkomnir. Vorvítamín Hamrahlíðakóranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.