Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
STJÓRNARINNAR
Lokið við efnahagsáætlun
Miðað við áætlunina frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þarf að skera niður fjárlög þessa
árs um 30-35 milljarða frá þjóðhagsáætlun í janúar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir
ráð fyrir að Ísland nái frumjöfnuði 2011 og síðan jöfnuði á fjárlögum árið 2013. Það
kallar á viðbótarniðurskurð, sem hljóðar að minnsta kosti upp á 30-35 milljarða á árinu
2010. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að ná jafnvægi á skömmum tíma í ríkisfjár-
málum, til þess að viðspyrnu verði náð og flýtt fyrir efnahagsbata. En jafnframt að þess
verði gætt að ganga ekki of langt, þannig að enn frekar dragi úr veltu í þjóðfélaginu
og samdrátturinn aukist með aðgerðum ríkisins. Ljóst er að ný ríkisstjórn þarf að hafa
hraðar hendur, svo efnahagsáætlun liggi fyrir um mitt ár, en samkvæmt heimildum er
sú vinna nú þegar nokkuð á veg komin. Óhætt er að fullyrða, að efnahagsáætlunin,
sem lýtur að því hvernig loka megi gatinu á fjárlögum, sé forsenda viðbótarlána frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Skattahækkanir
Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt á nein spil nema hátekju-
skattinn. Þar er gert ráð fyrir 3% viðbótarskatti á tekjur
einstaklinga yfir 500 þúsund krónur og hjóna sem hafa
yfir 1 milljón á mánuði og 5% álag til viðbótar á tekjur
yfir 700 þúsund krónur á mánuði hjá einstaklingum
og 1.400 þúsund krónur hjá hjónum. Fjármálaráðherra
telur að það geti skilað ríkissjóði 3,5-4 milljörðum
króna, en sjálfstæðismenn telja að það skili aldrei
nema 2,7-2,9 milljörðum. Einnig hafa Vinstri grænir
boðað hækkun á fjármagnstekjuskatti með hærra
frítekjumarki og hækkun á „stóreignaskatti“.
Sporna við atvinnuleysi
Skráð atvinnuleysi var 8,9% í mars á þessu
ári eða að meðaltali 14.546 manns og fjölgaði
atvinnulausum um 1.270 manns frá því í febrúar,
að því er fram kemur í skýrslu Vinnumálastofn-
unar. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum,
14,3% og minnst á Vestfjörðum, 2,3%.
Íslendingar eiga ekki að venjast langvarandi
atvinnuleysi og víst er að krafa verður gerð til
stjórnvalda að mæta þessum vanda. Ný ríkis-
stjórn verður dæmd af því, hvort henni tekst að
stöðva vítahring atvinnuleysis og gjaldþrota.
Afstaða í loftslagsmálum
Í desember verður alþjóðleg umhverfisráðstefna
í Kaupmannahöfn, sem ætlað er að fylgja eftir
Kyoto-samkomulaginu. Ekki hefur verið skýrt
hvaða afstöðu Íslendingar hyggjast taka í þeim
viðræðum. Ágreiningur er á milli flokka og jafn-
vel innan Samfylkingarinnar um það hvort Ísland
eigi að sækja um undanþágu vegna losunar
gróðurhúsalofttegunda hér á landi á grundvelli
vistvænnar og sjálfbærrar orkunýtingar.
Þung skuldabyrði heimila og fyrirtækja
Skilyrðin hafa verið einkar óhagstæð í íslensku efnahagslífi á
undanförnum mánuðum. Háir vextir, mikil verðbólga og gengis-
hrun krónunnar hefur grafið undan heimilum og fyrirtækjum, sem
eru orðin afar skuldsett og ráða illa við þunga greiðslubyrði. Slegið
hefur verið á að um 40 þúsund einstaklingar séu með neikvæða
eiginfjárstöðu og víst er að ekkert annað brennur meira á
fjölskyldunum í landinu, einkum ungu fólki sem nýverið hefur
fest kaup á húsnæði og skuldsett sig fyrir því. Mikið veltur á því,
hvernig stjórnvöld taka á þessum vanda.
Eignaumsýslufélag ríkisins
Deilt er um hvort bankarnir ráði við
að leysa vandamálin sem fyrirtækin
glíma við eða hvort flytja eigi fyrirtæki
yfir í eignaumsýslufélag á vegum
ríkisins. Hefur þá einkum verið horft
á „þjóðhagslega hagkvæm“ fyrirtæki
og í því samhengi kom Icelandair til
tals hjá fjármálaráðherra á fundi á
Egilsstöðum í vikunni. Þar vakti hann
máls á því, að ef ríkið tæki reksturinn
yfir, mætti hefja á ný ferðir til „fé-
lagslega hagkvæmra áfangastaða“
eins og Egilsstaða. Hin leiðin er sú að
leysa vandamál fyrirtækjanna innan
bankakerfisins, þar sem sérþekkingin
er til staðar. Til þess væri nauðsynlegt
að efla bankana, meðal annars með
sameiningu og hagræðingu, og gera
þeim þannig kleift að ráða við stærri
fyrirtæki í viðskiptum.
Örva nýsköpun í atvinnulífinu
með skattalegum hvötum
Flestir eru sammála um nauðsyn þess að
beita skattalegum hvötum til nýsköpunar,
rannsóknar- og þróunarstarfs og sjálf-
stæðismenn vilja jafnframt endurvekja
hlutabréfaafslátt til almennings með
skilgreind efnahagsleg markmið í huga.
Afnám verðtryggingar?
Verðtrygging er heimilum og fyrirtækjum
þungbær, þar sem lánaáhættan hvílir
alfarið á lántakendum. Gengishrun krón-
unnar kynti undir verðbólgunni og lánin
hækkuðu í gegnum verðtrygginguna, sem
aftur jók ójöfnuðinn í samfélaginu. Á móti
þarf að huga að hagsmunum lífeyris-
sjóða, sem þurfa að geta ávaxtað sitt
pund, án þess að ævisparnaðurinn fuðri
upp á verðbólgubálinu. Verðtryggingin
hefur hinsvegar ekki gefið lífeyrissjóðun-
um það öryggi sem gengið var út frá.
Endurreisn bankakerfisins
Ekki hefur enn verið skilið á milli nýju og
gömlu bankanna, hvorki hafa verið settir
upp efnahagsreikningar fyrir nýju bankana
né ákveðið hvert eigið fé þeirra verður, og
ekki hefur verið ákveðið hvað verður um
þá í framtíðinni. Þetta takmarkar svigrúm
þeirra til að styðja við bakið á fyrirtækjum
og heimilum. Ef bankar geta ekki veitt
súrefni til fyrirtækjanna eiga þau ekki kost
á að þróa sína starfsemi og það hefur
neikvæð áhrif á atvinnustigið.
Leggja grunn að bættu
lánshæfismati ríkissjóðs
Innan 3-4 ára mun ríkið þurfa að
endurfjármagna hluta af skuldum
sínum á almennum markaði án
aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Endurskoða
reglugerðarumhverfi
fjármálamarkaða
Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst
yfir vilja til þess að skerpa á
lagaumhverfi fjármálafyrirtækja
og herða eftirlit.
ótal margt fleira er á verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar, eins og fram kemur í samantekt Péturs Blöndal