Morgunblaðið - 26.04.2009, Qupperneq 16
16 Viðtal
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
hugsunar. Við höfum einfaldlega mikla sam-
félagsvitund og tjáum okkur í því sem við er-
um að gera; ögrum og setjum gamla
hluti í annað samhengi þannig að
þeir fá nýja merkingu án þess að
ganga beinlínis í endurnýjun líf-
daga. Mörgum finnst póstkortin og
forsíðumyndirnar fyndnar, en við
prentum þær eftir alls konar gömlum
myndum, og notum á skissubækurnar, sem við
götum og gormum hér inn af búðinni. Húmor,
prakkaraskapur og ögrun haldast stundum í
hendur hjá okkur.“
Á mörkunum
Bæði eru trúuð, en játa fúslega að hafa gam-
an af að brjóta hefðir, hræra öllu saman, eins og
þau segja, og binda sig hvorki við form né
tækni. Þótt þau þvertaki fyrir að vilja særa
nokkurn mann hafa sum verkanna farið fyrir
brjóstið á fólki. Bolur með andlitsmynd af
manni með þyrnikórónu og áletruninni Hangs-
ari fellur í þann flokkinn. Af tillitssemi við við-
kvæma tóku þau bolinn úr sölu, en benda rétti-
lega á að hvergi hafi staðið að maðurinn táknaði
Jesú. „Hann hékk að vísu líka aðgerðarlaus,“
segir Bragi glottandi. Þau féllu frá hugmynd-
inni að bol með mynd af Jesú með orðið Mom
tattúverað á öxlina.
Ekki er ólíklegt að ein gerðin af mörgum ís-
skápsseglum, sem þau framleiða með sér-
stökum vélum bæði í búðinni og heima hjá sér,
veki áþekk viðbrögð: Þekkt helgimynd af Maríu
mey, en nú með lepp fyrir öðru auganu. Hin
Marían útskýrir hugmyndina, sem raunar er
ekki komin til af góðu. „Ég greindist með MS
2001 og fékk sjóntaugabólgu, sem er einn fylgi-
kvilli sjúkdómsins. Ég var því blind á öðru aug-
anu um tíma og þurfti að nota lepp. Viðbrögð
fólks voru ótrúleg, ég hefði ekki vakið meiri at-
hygli þótt ég hefði gengið um með stígvél á
höfðinu. Í framhaldinu datt okkur í hug að setja
lepp á eitthvað klassískt og fannst ekkert van-
heilagt við það.“
Vegna sjúkdómsins og kastanna sem honum
fylgja hefur María ekki fullt starfsþrek og þarf
stundum að leggjast inn á spítala. Það gerðist
einmitt þegar búsáhaldabyltingin stóð sem
hæst. „Lokað vegna mótmæla, erum á Aust-
urvelli“ stóð á spjaldi sem ekki-verslunarfólkið
hengdi í búðargluggann hjá sér. Margir sem
lögðu leið sína á Austurvöll fyrstu helgar bylt-
ingarinnar muna eflaust eftir Maríu með bleikt
spjald með áletruninni: Vilt þú segja upp ráð-
herra, seðlabankastjóra eða bankaráði Seðla-
bankans? „Þetta var pólitísk aðgerð, sem ég
setti upp sem gjörning, og bauð fólki að segja
bréflega upp tilteknum ráðamönnum og kvitta
svo undir. Eyðublöðin lágu líka frammi í Rani-
mosk. Tiltækið fékk gríðarlega góðar móttökur
og líka meðal sjúklinga og starfsfólks á St. Jós-
efsspítalanum í Hafnarfirði, þar sem ég lagðist
inn með gjörningsverkið í farteskinu, en þá
voru einmitt uppi hugmyndir um að loka spít-
alanum.“
Á meðan stóð Bragi vaktina á Austurvelli.
Huliðshjálmur og rómantík
Þótt María og Bragi séu samtaka og sam-
mála um flest, ef ekki allt, sem borið hefur á
góma í samtalinu, algjörar samlokur að eigin
sögn, voru þau afar ólík þegar þau kynntust.
„Hann var með antípat á nútímalist, á kafi í vef-
hönnun, sem hann kenndi líka, og rúnapæl-
ingum á meðan ég var upptekin af hugmyndal-
ist,“ segir María. Þar fyrir utan var
aldursmunurinn töluverður, en Bragi er 48 ára
og María 36. En hvar lágu saman leiðir? spyr ég
forvitin. Þau vilja helst ekki útlista það ná-
kvæmlega, en þó kemur upp úr dúrnum að það
var fyrir ellefu árum á 22, en þangað höfðu bæði
vanið komur sínar um langa hríð og umgengist
mikið sama fólkið, miðbæjarrottur, en aldrei á
sama tíma. „Það var eins og okkur væri
ekki ætlað að hittast fyrr, værum
með huliðshjálma,“ segir María,
sem loks kom þó auga á Braga í
mannhafinu. „….........ég skal bara við-
urkenna það, mér þótti hann svo fal-
legur að ég gekk að honum og spurði
hvort ég mætti kyssa hann!“ Þetta kvöld segj-
ast þau hafa kjaftað fram á morgun og ekki
stoppað síðan.
Ekki leið á löngu þar til þau stilltu saman
strengi sína í lífi sem list. Þrátt fyrir allt áttu
þau margt sameiginlegt, bæði óforbetranlegir
safnarar, áhugafólk um liðna tíð og sífellt að búa
til eitthvað nýtt. Eftir hálfs árs kynni opnuðu
þau ásamt fleirum Gallerí Fiskinn á Skóla-
vörðustíg og stóðu fyrir sýningaröðinni Hættu-
leg kynni, þar sem þau öttu saman tveimur ólík-
um listamönnum. Áður og um svipað leyti
kenndi María listasögu í Borgarholtsskóla, var
umsjónarmaður Listasmiðju Hins hússins og
starfaði í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu.
Draumur hennar var að búa til gjörning sem
væri verslun, sem á mánaðarfresti breyttist t.d.
úr bókabúð í fatabúð í fiskbúð. „En ég hætti við,
sá að þetta yrði svo mikið vesen. Ranimosk, sem
þýðir skran, dót og drasl, svo eitthvað sé nefnt,
er svolítið sprottin út frá þessari hugmynd.“
Manían og hvatvísin
Bragi, sem núna starfar við innsetningu aug-
lýsinga á Fréttablaðinu, var áður umbrots-
maður á Helgarpóstinum og Pressunni auk
þess sem hann vann á fjölritunarstofu í árdaga
netsins. „Ákveðið var að tölvuvæða fyrirtækið
og þá neyddist ég til að læra tæknina og var síð-
an beðinn að kenna á forritið þegar ég hætti. Ég
fór að þróa mig áfram í vefhönnun, opnaði
this.is/bragi, sem hefur verið óbreyttur frá
1994, og er orðinn hálfgerður minnisvarði frá
þessum tíma,“ segir hann um tildrög þess að
hann varð einn fyrsti vefhönnuður á Íslandi.
„Annars hef ég aldrei getað tollað við eitt-
hvað eitt í einu,“ segir hann skyndilega og út-
skýrir að geðhvarfasýki sé um að kenna. „Ég á
ógrynni af hálfkláruðum myndum, tónlist,
fræðiverkum og bara öllum andskotanum og er
að stúdera allt milli himins og jarðar,“ bætir
hann við. Og líka að með jafnvægislyfjum, sem
hann taki, sé hann hættur að fara í þunglyndi
eins og þegar hann var unglingur.
Þeim er sjúkdómurinn ekkert launungarmál.
María er á því að manían, sem er frekar viðvar-
andi hjá manni hennar, geti sífellt af sér stór-
kostlegar hugmyndir. Hvatvísi hennar og hrif-
næmi verði svo til þess að þau hrindi þeim í
framkvæmd í sameiningu. „Ég þarf þó stundum
að slökkva á Braga,“ segir hún og brosir kank-
víslega til bónda síns, sem hefur gengið um gólf
drjúga stund. „Já, ég er skrýtin skrúfa,“ segir
hann hugsi. Yfirlýsingin kemur svo sem ekki á
óvart, ég hafði lesið það á eftirlætisbolnum
hans.
Kannski eru þau bæði skrýtnar skrúfur, en
þó augljóslega ekki með lausa skrúfu. Að
minnsta kosti hljómar einkar jarðbundið og
greindarlega þegar þau segja að það versta við
velgengnina sé að verða fórnarlömb hennar. Þá
hætti að vera gaman.
Tjáningarmáti Bolir með margræðum yfirlýs-
ingum hafa lengi verið partur af götukúltúrnum.
Póstkort María og Bragi prenta póstkort af
ýmsu tagi. Neðst er Undrakonan, sem er
partur af teiknimyndaseríu eftir Braga og
er ádeila á dómstóla.
Pólitískur gjörningur María með bleika
gjörninginn í búsáhaldabyltingunni .
Forsíður Gamlar sjónvarpsstjörnur
ganga aftur á forsíðum skissubóka.
Dótarí Í hinni einu sönnu Ranimosk-skúffu er alls konar skart og dótarí í einum hrærigraut.Ísskápsseglar Myndirnar eru sumar fyndnar eða sætar, aðrar ögrandi.