Morgunblaðið - 26.04.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 26.04.2009, Síða 18
18 Nám MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is G læný námsbraut á meistarastigi um mál- efni innflytjenda fer af stað við Endur- menntun Háskóla Ís- lands í haust. Þróun námsbraut- arinnar sprettur upp úr þörf fyrir menntaða sérfræðinga á sviðum inn- flytjendamála, sem þekkja málefnið þvert á fagsvið. Hérlendis koma margir að innflytjendamálum en þeir hafa verið að vinna á einangruðu sviði, yfirsýn eða tengingu við heild- ina hefur vantað. „Þörfin fyrir þetta nám kom ber- lega í ljós við ráðstefnudag sem hald- inn var hér í Endurmenntun um mál- efni innflytjenda en þátttakendur komu víða að. Þar varð það ljóst að það var mikill áhugi og þörf fyrir nám sem þetta enda snertir þessi mála- flokkur afar marga,“ segir Jóhanna Rútsdóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ, sem hefur unnið að þróun námsins. „Það koma margir í samfélaginu að málefnum innflytjenda svo sem starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og á félags- og menntasviðinu. Markmiðið með náminu er að vinna með þá reynslu og þekkingu sem til er og byggja upp fræðilega og hagnýta sérþekkingu með áherslu á gagn- kvæma aðlögun,“ útskýrir hún. En fyrir hverja er námið hugsað? „Námið er hugsað fyrir þá sem eru í tengslum við innflytjendur í sínum daglegu störfum,“ segir hún og nefn- ir til dæmis fólk úr félags-, heil- brigðis- og menntageiranum eins og lækna, fólk, sem starfar við heilsu- gæslu, kennara á öllum skólastigum og félagsráðgjafa auk lögreglu- manna, presta, sálfræðinga og lög- fræðinga. „Þessi listi er alls ekki tæmandi enda er þetta þverfaglegt nám sem getur gagnast mjög mörg- um,“ segir hún en námið hentar ekki síður þeim sem hafa áhuga á málefn- inu og vilja búa sig undir störf í þágu þess. Þekkingunni miðlað áfram Markmið námsins er ekki síst að innleiða hugmyndafræði breyt- ingastjórnunar hjá nemendum og gera þá í stakk búna til að leiða breytingar á sviði innflytjendamála og margmenningar á sínu sviði, hvort sem það er á vinnustað, í sveitarfé- lagi eða á fræðasviði. „Helsta mark- miðið er að útúr náminu komi ein- staklingar sem hafi sérfræðiþekkingu á málefnum inn- flytjenda og búi yfir færni til að miðla þekkingu sinni út í samfélagið. Það er mikilvægur þáttur.“ Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið að undirbúningi námsins. Í undirbún- ingshópnum voru starfsmenn Endur- menntunar og fulltrúar frá Þjónustu- miðstöð Miðborgar og Hlíða og frá MIRRA, Miðstöð innflytjendarann- sókna ReykjavíkurAkademíunni, sem er rannsóknarmiðstöð þar sem málefni innflytjenda og alþjóðlegir búferlaflutningar eru í brennidepli. Margir voru kallaðir til umræðu um innihald námsins og má þar nefna Al- þjóðahús, félags-, mennta-, og heil- brigðisvísindasvið HÍ, Fjölmenning- arsetur, Geðsvið LSH, Landlæknisembættið, Leikskólasvið Reykjavíkur, Miðstöð heilsuverndar barna, Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ, prest innflytjenda, Rauða krossinn og Samtök íslenskra sveit- arfélaga. Ekki á leið úr landi Edda Ólafsdóttir félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og stundakennari við Háskóla Ís- lands hefur unnið að undirbúningi námsins. „Í grunnnámi margra starfstétta hefur nánast engin kennsla verið um málefni innflytjenda. Við erum að svara þessari þörf því okkur finnst mikilvægt að fagfólk og aðrir fái meiri þekkingu á málaflokknum.“ Hver þjónustumiðstöð borg- arinnar er með ákveðið þekking- arstöðvarverkefni og hjá Miðborg og Hlíðum er áherslan á málefni inn- flytjenda og margbreytileikann. Það endurspeglar íbúasamsetningu hverfanna en í þeim eru nú um 19% innflytjendur. „Á þjónustumiðstöð- inni eru því starfsmenn sem hafa bæði þekkingu og áhuga á þessum málaflokki.“ Edda hefur unnið að málefnum innflytjenda síðastliðin tíu ár, unnið við stefnumótun og setið í ýmsum starfshópum. Þess má geta að Edda fékk viðurkenningu Alþjóðahúss, ,,Vel að verki staðið“, fyrir lofsverða frammistöðu í þágu innflytjenda á Ís- landi afhenta í lok síðasta árs. Edda þekkir því vel viðhorfið til innflytjenda og margt varðandi stöðu þeirra í samfélaginu. Sú spurning vaknar hvort staða þeirra hafi breyst á síðustu mánuðum, eftir að kreppan skall á. „Núna ganga sögur um það að inn- flytjendur fari bara úr landi en það er ekki rétt. Þeir sem fara helst úr landi eru einstaklingar sem hafa komið hingað sem farandverkamenn en fjöl- skyldufólk er ekki á leiðinni neitt. Viðhorfið hér hefur verið það að inn- flytjendur séu einhvers konar vara- vinnuafl. Þegar við þurftum á þeim Áskoranir, ekki v Nauðsynlegt er að vera vakandi fyrir áhrifum kreppunnar á innflytj- endur og þekkingu á málefnum flóttamanna vantar. Nýtt þverfaglegt nám á meistarastigi um málefni innflytjenda hefst við Endurmennt- un HÍ í haust. Edda Ólafsdóttir Jóhanna Rútsdóttir NÁMIÐ er 45 eininga nám (ECTS) á framhaldsstigi háskóla og er kennt á tveimur misserum. Kennd er að jafnaði ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Mögulegt er að taka námið hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi en fjarnemar þurfa að mæta í ákveðnar staðbundnar lotur. Kennslan verður starf- og verkefnamiðuð og byggist á fyrirlestrum, æfingum og verkefnum. Námið er metið til ein- inga í meistaranámi í lýðheilsuvísindum innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á málefnum innflytjenda á Íslandi. Námið miðar að því að nemendur: » Átti sig á mikilvægi hnattrænna tenginga og innbyrðis samskipta.» Öðlist yfirsýn yfir stöðu innflytjendamála á Íslandi og erlendis.» Skilji mikilvægi menningar, áhrif hennar á okkur sem einstaklinga,hóp, þjóð o.s.frv. » Skoði og vinni með eigin viðhorf.» Öðlist færni og næmi í millimenningarlegum samskiptum.» Þekki til og skilji helstu grunnhugtök og kenningar á sviði fjölmenn-ingar. » Þekki áhrif búferlaflutninga á einstaklinga og fjölskylduna, þar meðtalið á félagslega stöðu og heilsufar. » Þekki til löggjafar og réttarstöðu innflytjenda á Íslandi.» Kynnist hugmyndafræði breytingastjórnunar og leiðtogafærni svo ogþekktum aðferðum til að innleiða þekkingu, eins og á vinnustað eða í sveitarfélagi. Umsóknarfrestur í námið er til 11. maí. Nánar á endurmenntun.is. Um námið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.