Morgunblaðið - 26.04.2009, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
Ég á reyndar einn frænda
sem er í hljómsveit og
hann er ekki einu sinni
blóðskyldur mér.
Kristín Þóra Jóhannsdóttir,
sigurvegari í Söngvakeppni
framhaldsskólanna.
Það var ekki stefna
Sjálfstæðisflokksins að sigla þjóð-
arskútunni í strand.
Sverrir Leósson útgerðarmaður, í grein í
Morgunblaðinu.
Vændi verður alltaf nógu falið til þess
að þeir sem kaupa það geti gert það án
þess að upp um þá komist og alltaf
nógu sýnilegt til þess að hægt sé að
selja það.
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta,
spurð hvort að með nýlegri lagabreytingu
um að gera kaup á vændi refsiverð hverfi
vændi undir yfirborðið.
Það mega ekki vera svona grunsemdir
uppi um að það séu hagsmunatengsl og
óeðlileg afskipti af fyrirtækjum. Það
verður allt að vera uppi á borði.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
vill að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál
stjórnmálaflokkanna.
Það er þýðingarlaust að tala um lýð-
ræðishalla á ESB svo lengi sem við
fáum ekki að kjósa á upplýstum og lýð-
ræðislegum forsendum.
Auður Jónsdóttir rithöfundur, á fundi
hreyfingarinnar Við erum sammála, sem
berst fyrir því að Ísland taki upp aðild-
arviðræður við ESB.
Þetta er langstærsta málið og Samfylk-
ingin selur það mál ekki aftur.
Björgvin G. Sigurðsson, efsti maður á lista
flokksins í Suðurkjördæmi á borgarafundi í
útsendingu RÚV.
Ég tel að samstarf eftir kosningar komi
ekki til álita nema Evrópumálin séu þar
leyst.
Atli Gíslason, oddviti Vinstri grænna í Suð-
urkjördæmi, á sama fundi.
Ég hef miklar efasemdir um olíuvinnslu
á Drekasvæðinu. Mér finnst menn tala
um þetta núna sem einhverja töfralausn
fyrir íslenskt atvinnulíf.
Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra.
M.a. varð til, a.m.k. um tíma, fámenn
stétt milljarðamæringa sem gat leyft
sér fáránlegan lífsstíl sem engin for-
dæmi eru fyrir í Íslandssögunni.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í grein
í Morgunblaðinu.
Ummæli
’
24 þýskar og ítalskar sprengjuflug-
vélar vörpuðu farmi sínum á borgina
Guernica í Baskahéruðum Spánar
mánudaginn 26. apríl 1937. Fjöldi
fólks lést í árásinni og eyðileggingin
var gríðarleg. Árásin varð Pablo Pi-
casso innblástur að því fræga verki,
Guernica, sem lýsir þjáningu og eyði-
leggingu stríðs. Verkið hefur fyrir
margt löngu öðlast sess sem eins
konar friðartákn, sífelld áminning
um skelfingu stríðsrekstrar.
Guernica var fimm þúsund manna
bær, en í apríl 1938 voru þar líklega
fleiri, því þangað leituðu flóttamenn
úr spænska borgarastríðinu. Í stríð-
inu tókust á sveitir lýðræðiskjör-
innar, vinstrisinnaðrar ríkisstjórnar
og sveitir falangista, undir stjórn
Francos hershöfðingja. Falangistar
voru dyggilega studdir af Þjóð-
verjum og Ítölum, enda hug-
myndafræðilegur skyldleiki með
þeim, nasistum og fasistum.
Falangistar vildu leggja borgina
Bilbao undir sig og sóttu stíft í norð-
ur. Sigur á herjum lýðræðissinna í
Guernica var mikilvægur áfangi á
þeirri leið.
Sprengjuregn
Fyrstu sprengjurnar féllu síðdegis
þennan dag. Þær féllu á bæinn, en
næsta sprengjuregn á brýr og vegi að
bænum. Um kvöldmatarleytið kom
mesta sprengjuregnið.
Þrír fjórðu allra bygginga í bænum
voru jafnaðir við jörðu í árásunum og
önnur hús voru mikið skemmd.
Eftirleikur falangista var auðveld-
ur; þeir lögðu bæinn undir sig og
höfðu þar öll völd þremur dögum síð-
ar.
Enn er óljóst hversu mikið mann-
fall var í Guernica. Skömmu eftir
árásina sögðu Baskar að a.m.k. 1.654
hefðu látist og 889 særst. Sú tala var
lengst af talin nokkuð nákvæm, en á
síðari árum hefur hún verið dregin í
efa af sagnfræðingum, sem segja að
250-300 hafi látist.
Eins og ávallt í stríði virðist sann-
leikurinn fyrsta fórnarlambið og erf-
itt að henda reiður á honum. Falang-
istar sögðu lýðræðissinna hafa
brennt bæinn þegar þeir flýðu og
þannig sjálfir valdið mestu skemmd-
unum. Og dagblað, sem fylgdi Franco
hershöfðingja að málum, hélt því
fram árið 1970 að aðeins 12 hefðu lát-
ist í Guernica mánudaginn 26. apríl
1937.
rsv@mbl.is
Á þessum degi...
26. APRÍL 1937
SPRENGJUR
FALLA Á
GUERNICA
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI FYRIR GISTIHEIMILI
LAGERSALA LÍN DESIGN
www.lindesign.is/lagersala
Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru.
Sýniseintök og lítillega útlitsgallaðar vörur með allt að
80% afslætti.
Lagersalan er á Malarhöfða 8, í brekkunni fyrir aftan Ingvar
Helgason. Opið í dag sunnudag 10–16.
AÐEINS ÞESSA EINU HELGI.
TÆKIFÆRI
Í MIÐBÆNUM
LANDIC PROPERTY er eitt stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum og sérhæfir sig í útleigu fasteigna til langs tíma. Kringlunni 4–12 | 103 Reykjavík www.landic.is
TIL LEIGU Í AÐALSTRÆTI 8
Um er að ræða gott verslunar- og þjónustuhúsnæði í Aðalstræti 8 í Reykjavík.
Stærð er 260 m2−360 m2 og einnig er laus kjallarinn, um 160 m2. Hægt að leigja
saman eða sitt í hvoru lagi.
Húsnæðið er í góðu ástandi, er eitt opið rými, og býður upp á mikla möguleika.
Nánari upplýsingar fást hjá Ingu Rut Jónsdóttur í síma 660 6828
eða á irj@landicproperty.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
9
-
0
6
8
1
Tómasarmessa í Breiðholtskirkju
Sunnudaginn 26. apríl kl. 20
Fjölbreytt tónlist og fyrirbæn
Orð Guðs og máltíð Drottins